Þjóðviljinn - 17.09.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Miövikudagur 17. september 1980. Öðruvisi” gjafavara i nýrri búð Þurrkaðar ilmjurtir, oliur, sápur og baðsölt, krydd i Ur- vali og nýstárlegum umbdð- um, te og sitthvað fleira frá Culpepper i Englandi auk handunninnar vefnaðarvöru frá Italiu eru nýjungar i gjafa- vöru sem nýja verslunin Jurt- in, Lækjargötu 2 i Reykjavfk, býður upp á. Eigendur Jurtar- innar eru hjónin Einina Einarsdóttir og Sverrir Olsen og sjást þau á meðfylgjandi mynd viö inngang verslunar- Píanótónleikar i Norræna húsinu Finnski pianóleikarinn PEKKA VAPAAVUORI held- ur tónleika i Norræna húsinu fimmtudaginn 18. september kl. 20:30og leikur þar verk eft- ir Bach, Beethoven og De- bussy og finnsku tón- skáldin Einojuhani Rauta- vaara og Kullervo Karja- lainen. PEKKA VAPAAVUORI (f. 1945) er fjölmenntaður maður, hefur að baki próf i guðfræði frá Helsingforsháskóla, próf i organleik og kórstjórn frá Sibeliusarakademi'unni i Helsingfors ogpróf I pianóleik frá sömu stofnun. Var um leið kirkjuorganisti og söngstjóri i Helsingfors en fluttist 1971 til Rovaniemi, þar sem hann stýrði æskulýðskór, var æsku- lýðsprestur og ioks kennari við Tónlistarstofnun Lapp- lands. Núer hann yfirkennari i pianóleik við tónlistarskól- ann i UleSborg. Eitt hugöarefna Vapaavuori er flutningur norrænnar nú- timatónlistar, og hann hefur margoft frumflutt finnsk nú- timatónverk. Hann kom fram á Norrænum tónlistardögum i Hasselbyhöll i ágúst sl.. Prestar Suðurlands þinga Prestafélag Suöurlands heldur aöalfund 21,—22. sept. i Skálholti. Þar flytur séra Arngrimur Jónsson erindi, sem hann nefnir Textar fastra liða messunnar og prófessor Einar Sigurbjörnsson erindið Embætti og prestsdómur. Umræöur verða á eftir báðum erindum auk aðalfundarstarfa með lagabreytingum á dag- skrá. / hverju liggur leyndarmálið? Framkvæmdanefnd hug- sjónahreyfingarinnar Val- frelsi hefur ályktaö og mælst til, að rikisstjórnin sjái svo um, aö stjórnarskrárnefnd kynni störf sin betur fyrir al- menningi en hingað til hefur tiðkast. I greinargerð með ályktun sinni segist Valfrelsi hafa reynt að fá upplýsingar frá stjórnarskrárnefnd um af- stöðu hennar til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslulög - gjafar og hvað unnið heföi verið i' þvi máli, en svar nefndarinnar verið, að það væri trúnaðarmál. Valfrelsi spyr þvi i fréttatilkynningu: I hverju liggur leyndarmáliö? og segist ekki vera að gagn- rýna neitt né neinn meö ályktun sinni, aðeins aö leggja til ný vinnubrögð. Abyrgðar- maður framkvæmdanefndar Valfrelsis er Sverrir Runólfs- son. Húsið se kyrrt a sinutn stað Stjórn LIFS OG LANDS fagnar þeirri ákvörðun borg- arstjórnar Reykjavíkur aö fresta afgreiðslu á málefnum hússins að Suðurgötu 7. Jafn- framt skorar hún á borgar- yfirvöld að stuðla að þvi að húsið veröi gert upp á þeim stað sem það er nú og hefur staðið um einnar og hálfrar aldar skeið i stað þess að flytja það upp i Arbæ. 1 áiyktun sinni um þetta mál hvetur stjðrnin borgaryfirvöld til þess að hefja sem fyrst heildarendurskoöun á lögum um fasteignamat i þvi skyni aö auðvelda friðun og viðhald gamalla húsa um land allt. Gömul hús eru einhver merk- asti menningarfjársjóður islensku þjóöarinnar og veröa best varðveitt meö þvi að þau haldi fullu notagildi i sinu upp- runalegu umhverfi. Heima er best” i hljóðútgáfu? bendir á i kynningarbréfi til lánþega Hljóðbókasafnsins. Hljóðútgáfan er undir þvi komin hve margir áskrifendur fást, áskriftarverð er ekki ákveöið, en fer þó varla yfir 10 þúsund krónur árgangurinn, segir i kynnisbréfinu, en biað- ið kemur út mánaðarlega. ff Timaritiö „Heima er best” hefur ákveöið að kanna undir- tektir undir þá hugmynd aö gefa ritið út i hljóöútgáfu og gefa kost á slikri áskrift. Það yrði I fyrsta sinn sem blað eða timarit er gefið út I þannig búningi hér á landi, en ætla má aö fleiri kæmu á eftir ef vel tekst til, einsog timaritið Kynning á stöðu vist- fræði- rannsóknar Til að kynna stöðu vist- fræðirannsókna á islandi innanlands og utan og efla samskipti milli þeirra sem við slikar rannsóknir fást verður haldin sérstök ráð- stefna um efnið i Norræna húsinu á fimmtudaginn kemur. Sextán islenskir visindamenn haida erindi um rannsóknir sinar, en allmargir vistfræðingar frá öðrum Noröurlöndum sækja ráð- stefnuna og verða erindin flutt á ensku eða einhverju skandi- navisku máli. Ráðstefnan er haldin á vegum Liffræðifélags Is- lands og Nordiskt Kollegium för Ekologi, norræns ráös sem vinnur að framgangi vistfræöirannsókna og framhaldsmenntunar i vist- fræði á Noröurlöndum meö þvi aö efla samvinnu milli landanna. Mun ráðið gefa út á ensku ágrip fyrirlestra ráðstefnunnar, sem dreeift verður til vistfræðinga á Norðurlöndum og viðar. Ráðstefnan er öllum opin. Ingvar Gislason menntamálaráð- herra setur hana kl. 9 og hún stendur til kl. 17. Kristján Andrésson látinn Kristján Andrésson lést á heimili sinu I Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun eftir nokkra legu, sextiu og sex ára aðaldri. Kristján var um ára- bil einn af helstu forvi'gis- mönnum Sósialistaflokksinsog sat i bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar á vegum hans og Alfc'ðu- bandalagsins i tuttugu ár. Kristján Andrésson fæddist 16. júni 1914 I Hafnarfirði. Að loknu námi i' Flensborg stund- aði Kristján verkamanna- og verslunarstörf og tók virkan þátt i félags- og verkalýösmál- um. Hann var einn af stofn- endum Félags flugvallar- starfsmanna og formaður þess árið 1946 og 1947. Hann var heiðursfélagi þess félags. Kristján var og formaður Verslunarmannát'élags Hafn- arfjarðar árin 1957 og 1958. 1 miðstjórn Sósialistaflokks- insáttiKristjánsæti á árunum 1952 til 1962, og var bæjarfull- trúi flokksins og siðar Alþýðu- bandalagsins I Hafnarfirði á árunum 1946 til 1966. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum á vegum bæjarins, átti sæti I bæjarráði, var vara- forseti bæjarstjórnar á árun- um 1954 til 1962 og i útgerðar- ráö-i frá 1954 til 1962. Hann var framkvæmdastjóri hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar á árun- um 1958 til 1962. Árið 1966 réðst Kristján til Verðlagsskrifstofunnar og starfaði þar siðan sem upplýs- ingafulltrúi. Eftirlifandi kona Kristjáns er Salbjörg Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Logi, Maria, Bergljót, Andrés og Katrin. Þjóöviljinn vottar þeim og öðrum aðstandendum samúð við fráfall þessa baráttu- manns sósialiskrar hreyfingar á Islandi. —ekh Vetrardagskrá Fjalakattarins að hefjast í Regnboganum Cr myndinni ,,1900M, sem sýnd veröur I tveimur hlutum i þessari viku og þeirri næstu. Sýningar Fjalakötturinn, kvikmynda- kiúbbur framhaldsskólanna, hefur starfsemi sina á morgun, fimmtudag. Sýningarnar i vetur verða i A-sal Regnbogans á fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, og verður hver mynd sýnd þrisvar sinnum, en ekki fimm sinnum eins og veriö hefur undanfarna vetur. Margt forvitnilegra mynda er á dagskrá klúbbsins i vetur. Ber þar fyrst aö nefna myndina sem byrjað verður á, itölsku stór- myndina 1900, eftir Bernando Bertolucci. Hún er i tveimur hlutum, og verða þeir sýndir til skiptis i þessari viku og þeirri næstu: fyrri hlutinn 18., 21. og 27. sept., og seinni hlutinn 20., 25. og 28. sept.. 1900 er kvikmynd sem margir hafa beðið eftir með ó- þreyju. Hún var gerð árið 1977 og fjallar um ttaliu á timabilinu 1900—1945, breiösöguleg mynd og þjóöfélagsleg úttekt á þessu stormasama timabili. Af mörgum heimsþekktum leikur- um sem leika i myndinni má nefna Robert De Niro, Burt Lan- caster, Donald Sutherland og Dominique Sanda. Af öðrum nýlegum og frægum myndum sem sýndar verða i vetur má nefna Spegilinn eftir Andrei Tarkofskí hin sovéska (þann er gerði Andrei Rúbljof, Soiaris og Bernsku Ivans), Mannsæmandi lif (Ett anstand- igt liv) eftir Sviann Stefan Jarl, Þessir yndislegu kvikmyndasér- vitringar, nýleg mynd tékkneska snillingsins Jiri Menzel, Cet ob- scure object du desireftir meist- ara Bunuel og Græna herbergið eftir Francois Truffaut. Þá verða sýndar margar eldri myndir, ekki siður merkilegar: Idjótinn eftir Kurosawa, Pétur vitiausi og Alphaville efitr God- ard, Drengur eftir Oshima, Hiro- shima ástin min eftir Alain Res- nais o.m.fl. Sem fyrr segir verða Banaslys í Mývatnssveit 17 ára piltur, Stefán Stefánsson, Ytri Neslöndum i Mývatnssveit lést i umferöarslysi I fyrradag. Stefán ók á bifhjóli á vörubíl sem stóö við brún Austurlandsvegar á móts viö efstu húsin i Reykjahlið. Hann er talinn hafa blindast af sól og ekki séö bilinn. sýningarnarí Regnboganum, þar sem aðstæður eru mun betri en i Tjarnarbiói. Sýnt verður á fimmtudögum kl. 18.50, laugar- dögum kl. 13 og sunnudögum kl. 18.50. Skirteini verða seld i Regn- boganum fyrir sýningar, I Bóksölu stúdenta, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og i öllum menntaskólunum og kosta kr. 13.000. Fyrir þetta verð geta menn semsé komist 34 sinnum I bió, og verður að teljast vel slopp- ið. —‘h Forvitin Raud komin út , Konur og vímugjafar Forvitin Rauð,blað Rauðsokka- hreyfingarinnar, er komin út og er að mestu helguð umræðum um konur og vímugjafa bæði I fljót- andi og föstu formi. Hér á landi hefur fátt eitt verið skrifað um slik efni, aðeins er til könnun frá 1972-3 á lyfjanotkun. Erlendis hafa verið gerðar miklar kannanir á lyfjanotkun og alkóhólisma, sem sýna að konur hafa nokkra sérstöðu sem á rætur að rekja til þess hlutverks sem þær gegna i' samfélaginu. Þeir Rauðsokkar hafa greini- lega lagt töluvert á sig til að fá lifandi myndaf vandamálinu, þvi rætt er við fjórar konur sem þekkja af eigin raun hvernig það er að lifa fyrir flöskuna og pillu- glösin. Þá er einnig viðtal við áfengisráðgjafa og birtur er spurningalisti um áfengisnotkun sem hverjum og einum er holltað svara. Af öðru efni I blaðinu má nefna grein um hjónaskilnaði og áhrif þeirra á börn. Sagt er frá kvenna- búðunum á eyjunni Femö við Danmerkurstrendur, frásögn er af þeim bráöfyndnu stelpum sem kalla sig Clapperclaw, en þær skemmta einmitt þessa dagana i Félagsstofnun stúdenta. Sagt er frá kvikmyndinni Kramer gegn Kramer og fjaliað er um sjón- varpsheiminn þar sem karl- mennskan rikir. Kvennasögu- safnið er heimsótt og er þar með upp talið hvað helst er efnið i þessu eintaki Forvitinnar Rauðrar sem hægt er aö nálgast I Sokkholti, Skólavörðustig 12, þar sem einnig er hægt að gerast áskrifandi. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.