Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. september 1980. þjóÐVILJINN — SÍÐA 3
Tollerað í MR
i öllum menntaskólum landsins standa yfir busavigslur þessa dag-
ana. Þar eru busar hart leiknir svo að sumum þykir nóg um.
i Menntaskólanum I Reykjavik lifir sá gamli siður að „tollera” og
voru myndirnar teknar við það tækifæri i gær. — Ljósm.: gel.
im ■wisgg jÉMflBÉjlli.
\ ■
140 miljóna stofnkostnaður Fiskeldis hf.
Klak- og eldishús
reist á Húsavík
Réttir
Ekki er ósennilegt að ein-
hverjir hafi hug á þvi að
skreppa i réttir nú um helg-
ina. beim til þæginda skal
þess getið að á sunnudag
verður réttaö á eftir-
greindum tveimur stöðum i
nágrenni Stór-Reykjavikur-
svæðisins:
Fossvallarétt við Lögberg
og Kaldárrétt við Hafnar-
fjörð. Fleiri eru réttirnar nú
ekki á sunnudaginn.
En á mánudaginn, ef ein-
hverjir hefðu tök á að
skreppa þá, er réttað i
Hafravatnsrétt i Mosfells-
sveit, Húsmúlarétt við Kol-
viðarhól, Nesjavallarétt i
Grafningi, Þingvallarétt og
Þórkötlustaðarétt við
Grindavik.
Og ef við teygjum okkur
aðeins lengra þá verða
Kjósarrétt og Kollafjarðar-
rétt á þriðjudaginn. — mhg
Framkvæmdir við bygg-
ingu 504 ferm. klak- og
eldishúss Fiskeldis hf.,
hófust á Húsavik 20. ágúst
sl. Virkjun vatnslindanna
er nú á lokastigi og smíði
hússins verður lokið innan
fárra daga, þannig að
starfsemin getur hafist
síðari hluta þessa mánað-
ar. I húsinu eru möguleik-
ar til klaks á allt að einni
miijóna hrogna i einu.
Þetta kom fram á fundi, sem
forráðamenn Fiskeldis hf., héldu
með fréttamönnum i gær.
Stofnkostnaöur við þessar
framkvæmdir er áætlaður 140
milj. kr., en þær eru fyrsta skref-
ið i átt til hrognaklaks og fram-
leiðslu á seiðum, sem er tilgangur
félagsins. Hinsvegar hefur félag-
inu verið úthlutað það rúmu
landssvæði að möguleikar eru þar
til þróunar frekari starfsemi. I
vetur verður unnið viö þaö að
hanna og skipuleggja mannvirki
og búnað þann, sem nauðsynlegur
er. Reiknað er með að nægilegar
upplýsingar liggi fyrir næsta vor,
þannig að unnt verði að taka
ákvarðanir um frekara framhald
framkvæmda, sem lúta að siðari
stigum framleiðslunnar.
Fiskeldi hf., var stofnað i
Reykjavik 17. april sl., Stofnhlut-
hafar eru 625, dreifðir um 53
sveitarfélög. Meðal hluthafa eru
þrjú sveitarfélög: Húsavik,
Ólafsfjörður og Kelduneshrepp-
ur. Hlutaféð er 104.5 milj., en
heimilterað tvöfalda það. Flestir
eru hlutirnir 100 þús. kr.
Tilgangur félagsins er a6 kanna
liffræðilega, tæknilega og fjár-
hagslega möguleika á fiskeldi
hérlendis, þar með talda mark-
aðsmöguleika og hefja að þvi
búnu fiskeldi. Ennfremur að
vinna aö fullvinnslu framleiðslu-
afurða á neytendamarkað, ásamt
sölu og markaössetningu afurða,
svo og uppbyggingu og rekstri
hliðargreina fiskeldis.
Að lokinni athugun á fjölmörg-
um stöðum, sem til greina gátu
komið fyrir starfsemi sem þessa,
varð Húsavik fyrir valinu. Þar er
aðstaöa og skilyrði á allan hátt
mjög hentug, mikið af sjálfrenn
andi, köldu lindarvatni, jarðhiti,
gott afrennsli til sjávar, rafmagn,
góðar samgöngur og allir samn-
ingar á einni hendi þar sem er
Húsavikurkaupstaður. Enda þótt
starfsemi félagsins hafi nú verið
valinn staður á Húsavik eru fleiri
staðið i athugun. Stjórn félagsins
mun beita sér fyrir stofnun heild-
arsamtaka þeirra aðila, sem fást
við fiskeldi, ,,og við höfum ekki
hugsað okkur að keppa við þá,
sem starfa á þessu sviði nú”.
Fundarboðendur voru spurðir
að þvi, hvort þessi starfsemi
þeirra rækist ekki á hagsmuni
fiskiræktarbænda. Þeir sögðu að
svo þyrfti ekki að vera þvi ekkert
mælti þvi i gegn, að þeir legðu
niður seiðaeldi.
Ekki hefur tekist að fá fiski-
fræöing til þess aö starfa við stöð-
ina, enda „skortur á þeim hér-
lendis en starfsmaður okkar hef
ur kynnt sér þessi mál úti i
Noregi”. Ekki hefur enn verið
tekin afstaða til þátttöku útlend-
inga i þessum rekstri, ,,en við
höfum ekkert á móti erlendri sér-
fræðiþekkingu eða erlendu fjár-
magni”, sögðu fundarboðendur.
Stjórn Fiskeldis hf., skipa: Jón
Gauti Jónsson, viðskiptafræöing-
ur, formaöur, Jón Friðjónsson,
1 gær varð að varpa hlutkesti
niilli tveggja umsækjenda um
skrifstofustjórastööu hjá Hita-
veitu Reykjavikur, þar sem tveir
umsækjendur voru jafnir meö sex
atkvæöi hvor eftir atkvæöa-
greiöslu i borgarstjórn. Viö hlut-
kesti kom upp nafn Arndisar M.
Björnsdóttur og var hún þvf ráöin
til starfans.
Heldur mun þetta óalgeng
aðferð við ráðningar starfsfólks
en samkvæmt fundarsköpun
borgarstjórnar ber að varpa hlut-
kesti milli manna ef atkvæði eru
jöfn. Forsaga málsins er að i
stjórn veitustofnana sem fer með
málefni Hitaveitunnar, hlaut
ArndisM. Björnsdóttir 1 atkvæði,
Margrét H. Sigurðardóttir 3 at-
verkfræðingur, varaform., Arni
Ólafur Lárusson, viðsk.fr. ritari,
Bjarni Aðalgeirsson, bæjarst.
Húsavik, Eyjólfur Friðgeirsson,
fiskifræðingur, Jakob V. Haf-
stein, lögfr. og Hilmar Helgason,
stórkaupmaður. Framkvæmda-
stjóri er Jón G. Gunnlaugsson,
viðsk.fr. —mhg
kvæði og Björn Vilmundarson 1
atkvæði. Varðborgarstjórn þvi að
skera úr um málið og hlutu þær
Margrét og Arndis sex atkvæði
hvor en Björn þrjú. — AI
Játaði
sök
Maður sá sem gert hefur sér
titt við smátelpur að undanförnu
er nú fundinn og var handtekinn i
gærkvöld . Að sögn lögreglunnar
hefur hann játaö sök sina.
—mhg
Skrifstofustjóri HR
valinn med hlutkesti