Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fornleifarann Undanfarin sumur hefur veriö unniö vjiö uppgröft fornleifa i Herj ólfsdal i Vestmannaeyjum. Nii hafa starfsmenn lagt skeiöar sin- ar og önnur verkfæri til hliöar og biöa næsta sumars. Þær niöur- stööur sem þegar liggja fyrir hafa vakiö mikla athygli, enda benda þær til þess aö búskapur á Heimaey sé allnokkuö eldri en skriflegar heimildir gefa til kynna. Nú er spurt hvort sagn- fræöingar og aörir þeir sem fást viö rannsóknir á tslandsbyggö þurfi aö setjast niöur og endur- meta sögu landsins og þar meö véfengja Ara hinn fróöa sem löngum hefur verið ieiddur til vitnis um upphaf tslandsbyggöar. Margrét Hermannsdóttir sem stjórnaö hefur uppgreftrinum sagöi I samtali viö blaöamann aö enn væri margt ókannaö, þaö ætti eftir aö aldursgreina frjósýni sem væntanlega munu gefa til kynna hvort t.d. korn hefur veriö ræktaö og visbendingu um aldur byggöarinnar. Nú þegar er búiö aö grafa upp um 1300fm svæöi. Þar hafakomiö i ljós 8 hús eöa húsleifar ásamt garöhleöslum og fleiru sem fund- ist hefur i nágrenni þeirra. Margréta sagöi aö þau heföu fundiö ýmsa smáhluti eins og brot af skartgrip, leifar af pottum, snældur og fleira þaö sem for- feöur okkar notuöu á sinum heim- ilum. Þeim Eyjabúum var ekki i kot visaö þá fremur en nú, þvi sennilega hafa þeir hlaupiö á eftir Geirfugl og lundi á borðum geirfuglum þegar þá langaöi i ný- meti i soöiö, aö ekki sé minnst á lundann. f rústunum fundust bein úr geirfugli og lunda. Húsin tilheyra 4—5 byggingar- skeiöum. Þaö hafa veriö reist hús aftur og aftur á sama staö, en þaö er erfitt aö segja til um hvaö elstu leifarnar eru gamlar. — Vist er aö þau eru nokkuö eldri en hin svo- kallaöa „landnámsgjóska” sem talin er frá ofanveröri 9. öld. Landnámsgjóskan kemur fram i mannvistarlagi á svæöinu, sem sýnir aö byggö var risin þegar askan féll. Landnámsgjóskuna er ekki aö finna i byggingartorfi eldri húsanna, en þaö þýöir aö þá var hún ekki fallin. Hins vegar er hana aö finna i leifum yngri hús- anna. Þá hefur einnig fundist svört gjóska, sem ekki er búiö aö rekja endanlega til ákveöinna gosstööva. Þær aldursgreiningar sem þegar hafa veriö geröar benda á háan aldur og sama gildir um frjógreiningu sem gerö var 1977. Margrét sagöi aö þessi bær væri allfrábrugöinn bæjunum i Þjórsárdal, en þarna hafa veriö grafnir upp skálar, fjós og fleira. Húsiö sem síöast var grafiö upp er einhvers konar eldhús eöa matargeröarhús. Þar fundust leifar af bakaraofni og þró, en i sumar var fariö yfir syösta hluta rústanna. I heimildum segir aö byggö hafi lagst niöur í Herjólfsdal og sé þar nú örfoka hraun. Þjóðsagan segir aö skriöa hafi falliö og runniö yfir bæinn, en Margrét sagöi aö greinilega sæist aö mikill uppblástur heföi oröiö og senni- lega hefði fólk gefist upp viö búskap þess vegna, hvort sem Nýjasta húsiö sem grafiö var upp er einhvers konar eldhús. Þar fundust leifar af bakaraofni og þró sem benda til matargeröar af einhverju tagi. Margrét Hermannsdóttir og Sigrún Elin Svavarsdóttir aö stnrfum. Margrét Hermannsdóttir fornleifafræöingur lýsir rústunum fyrir Jóni Kjartanssyni, verkalýösleiötoga i Eyjum. sauökindin eða náttúruöflin áttu þar sök á. En hvers vegna byggðist Herjólfsdalur svona snemma? Engum getum skalaöþví leitt hvort landnám varö mun fyrr en hingaö til hefur veriö taliö, en hitt gefur auga leiö aö i dalnum var skjólgott og þaö sem meira var, þar var og er önnur af tveimur vatnslindum á eyjunni. Uppgröfturinn i Eyjum leiöir hugann aö þvi hvaö margt er enn ógert á sviöi fornleifarannsókna hér á landi. Þaö verður ekki fyrr en búiö er aö kanna bæjarrústir um allt land sem hægt verður aö segja til um þaö hvort Islands- byggö sé mun eldri en hingaö til hefur verið haldiö. —ká Myndin gefur til kynna hve stórar rústirnar eru, hér er horft frá eldhúsinu yfir eldri skálann. Eidri hluti rústanna, séö yfir skálann. Ljósm. Ragnar Sigurösson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.