Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. september 1980.’ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 y. íþróttír m iþróttir ífl iþróttir 7 H 11 m«j An: Ingólfur Hannessnn. ™ Körfuknattleiksmenn óánægðir með tímaúthlutun í Laugardalshöllinni ; „Geðþóttaákvörðun viðkom- íandi embættismanns ræður” - seglr formaður KKÍ, Stefán Ingólfsson >/Þetta er væntanlega í fyrsta skipti sem land- búnaður og körfuknatt- leikur eiga eitthvað sam- eiginlegt/ en það er nú komið kvótakerfi á hvort tveggja ", sagði Stefán Ingólfsson formaður KKi á blaðamannafundi í gær. Tilefni fundarins var að KKi sendi frá sér yfir- lýsingu vegna þess að sambandið álítur að körfuknattleikurinn hafi orðið útundan þegar út- hlutað var tímum til iþróttafélaga i Laugar- dalshöllinni. Yfirlýsing Körfuknattleiks- sambandsins fer hér á eftir: „I lok mai-mánaöar s.l. haföi mótanefnd KKI gengiö frá drögum aö niöurrööun leikja I úrvalsdeild og 1. deild fyrir komandi Islandsmót. Þar sem afnot húsa i Reykja- vik eru afgerandi viö niöur- rööun leikja, voru þessi drög send i sama mánuöi til íþfótta- bandalags Reykjavikur. Fram- kvæmdastjóri þess úthlutar timum i iþróttahúsum til keppni i Reykjavik.Drögunum fylgdi beiöni frá ÍR, KR og Val um aö leika heimaleiki sina i Iþrótta- höllinni i Laugardal. Þrátt fyrir margitrekaöar beiönir, fengust engin svör i hálfan fjórba mánuö. Viö niöurrööun i keppnissali var áöurnefndum félögum siöan úthlutaö timum fyrir 10 leiki: Valur hlaut 5, KR 4 og 1R 1. KKÍ var tjáö aö sú regla heföi veriö sett um leiki i körfuknattleik, aö til þess aö leiktimar fengjust i Höllinni, þyrftu a.m.k. 300 áhorfendur aö hafa horft á til- svarandi leik áriö á undan. Hinir leikirnir færu fram i Iþróttahúsi Hagaskólans. tþróttafélgögin áfrýjuöu þessu „kvótakerfi” til nefndar á vegum íþróttaráös, sem skipuö hefur veriö til aö leysa ágreiningsmál sem upp koma viö niöurrööun keppnistima i Reykjavik. Körfuknattleiks- sambandiö hefur margoft bent á þá staöreynd aö tþróttahús Hagaskóla rúmar ekki skamm- laust áhorfendur aö stórum hluta leikja i úrvalsdeildinni. Húsiö hefur ekki fullnægjandi aöstööu fyrir áhorfendur i hléum, ef aösókn er góö. Auk þess er loftræsting ekki mibuö viö marga áhorfendur. KKt hefur áreiöanlegar upplýsingar um aö aöstööuleysiö i húsinu fæli áhorfendur beinlinis frá leikjum þar. Húsiö hentar vel fyrir allt aö 200 áhorfendur, en 250 er hámarksfjöldi áhorfenda sem þar rúmast meö þægilegu móti. Leikjum hefur ekki veriö sjónvarpaö úr húsinu i rúmt ár vegna lélegrar aöstöbu til myndunar og slæmrar lýsingar. I fyrra komu til jafnaöar 330 manns á hvern heimaleik Reykjavikurfélaganna. Þaö er 15% aukning frá árinu þar áöur. Aðsókn leikja i haust bendir til enn frekari aukningar i kom- andi tslandsmóti. 1 yfirliti um aösókn ab leikjum Reykja- vikurfélaganna i fyrra, sem KKt heíur tekið saman, kemur vel i ljos að'íélögin eru órétti beitt nú, þvi aö á 15 leiki komu 250 áhorfendur eöa fleiri og á 11 leiki komu 300 áhorfendur eöa fleiri. Afstaöa stjórnar tþrótta- bandalags Reykjavlkur og framkvæmdastjóra þess, i þessu máli, er KKt meö ölli óskiljanleg. Af undirtektum ÍBR viö erindum KKI og Reykjavikurfélaganna s.l. ár, er naumast unnt aö lesa annaö en beina andstööu gegn körfu- knattleiksiþróttinni. Þetta mál hefur haft mjög slæm áhrif á allt skipulag móta á vegum KKt. Sú biöstaba,sem IBR hefur haldiö KKt I undan- farna mánuði, hefur kostaö mikiö fé og auk þess raskaö starfsáætlun sambandsins verulega.’* Stefán Ingólfsson sagöi aö þaö furöulega i þessu máli væri sú staðreynd aö aldrei heföi komið röksemdafærsla, greinargerö eöa yfirlýsing frá tBR varöandi þetta mál. „Hérna viröist einungis vera um aö ræöa geö- þóttaákvöröun vibkomandi em- bættismanns.”,sagði Stefán aö lokum. —IngH Frá leik Vals og UMFN i Laugardalshöllinni sl. vetur ................. .......... J Reykjavíkurmótíð í körfubolta hefst á morgun Reykjavíkurmótiö i körfuknatt- leik hefst i tþróttahúsi Hagaskól- ans á morgun og þar meö hin eig- inlega vertiö körfuboitamanna. A sunnudaginn leika I meist- araflokki karla Valur og 1S kl. 15 og 1R og KR kl. 16.15. Miklir „típparar” á Kópaskeri Landsins höröustu getrauna- spámenn eru noröur á Kópaskeri. Þar seljast mun fleiri getrauna- seölar á hvern ibúa en annars staöar á landinu eöa 4 raðir á ibúa. Til samanburöar má geta þess aö i Reykjavik eru 0.9 raöir á ibúa og I Kópavogi 0.1 röð á ibúa. Þrír leikir í kvöld Þrir leikir veröa á Reykjavik- urmótinu i handknattleik i kvöld. Kl. 19 ieika Valur og Þróttur, þá Fram og Fylkir og loks ÍR og Ar- mann. Ætli Vikingarnir fagni skoruöu marki i kvöld? 6 atvinnuleikmenn leika gegn Tyrkjum A miövikudaginn l næstu viku leikur islenska knattspyrnuiands- liöið gegn Tyrkjum og fer leikur- inn fram i Izmir I Tyrklandi. Eft- irtaldir ieikmenn hafa verið vald- ir til þess aö leika fyrir tslands hönd: Þorsteinn Bjarnas. IBK Bjarni Siguröss. 1A AlbertGuömundss. Valur Gúöm.Þorbjörnss. Valur AsgeirSigurvinss. Stand.Liege Arnór Guöjohnsen Lokeren AtliEövaldss. BorussiaDortm. Janus Guölaugss. FortunaKöln OmOskarss. örgryte Marteinn Geirss. Fram TraustiHaraldss. Fram Siguröur Halldórss. 1A Viöar Halldórss. FH Siguröur Grétarss. UBK^ ArniSveinss. 1A‘ Teitur Þóröars. Oster Þetta val landsliðsnefndarinn- ar kemur litiö á dvart og i þessum 16-manna hópi eru vafalitiö allir af okkar sterkustu knattspyrnu- mönnum aö Pétri Péturssyni og e.t.v. Þorsteini Ölafssyni undan- skildum. Víkingur — Akranes Aukaleikur verður Hinn mikilvægi leikur um þriöja sæti fyrstu deildarinnar i knattspyrnu veröur I dag og hefst ki. 18 á Laugardalsvellinum. Liöin sem eigast viö eru tA og Vikingur, sem uröu jöfn aö stig- í kvöld um eftir 18 ieiki I deildinni Mikilvægur er leikurinn vegna þess aö þab lið sem sigrar fær þátttökurétt i UEFA-keppninni næsta ár. Þaö má þvi reikna meö hörku'eik. Allt á fullu hjáUSAH Starfsemi Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hefur veriö meö allra iiflegasta móti i sumar. Sambandiö hefur sent keppendur á fjölmörg mót um allt iand og fjöldi móta hefur veriö heima I héraöi. Mest hefur boriö á frjáls- um íþróttum, en eins hefur knatt- spyrnan veriö á uppleiö. Sýslukeppni USAH, UMSS og USVH var haldin i lok ágústmán- aöar og þar sigraöi USAH, hlaut 183 stig samtals. t ööru sæti var UMSS meö 172 stig og i þriöja sæti USVH meö 82 stig. Sömu hérðassambönd háöu einnig keppni i unglingaflokki og enn sigraöi USAH, fékk 221 stig. UMSS fék 187.5 stig og USVH 102.5 stig. Þá héldu þeir USAH-menn inn- anhéraösmót i frjálsum íþróttum unglinga. 1 þeirri keppni bar Hvöt sigur úr býtum, Fram varö i ööru sæti, Geislar i þvi fjóröa og lest- ina rak Umf. B. Breytingar hiá blakliði Þróttar Jason Ivarsson, einn af máttar- stólpum blakliös Þróttara undan- farin ár, mun ekki leika meö liö- inu næsta vetur þvf hann er orö- inn skólastjóri austur i sveitum. En maöur kemur l manns staö. Leifur fyrrum Þróttari Haröar- son er genginn i liö meö sinum gömlu félögum og hann mun keppa meö Þrótti næsta vetur. —IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.