Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.09.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. september 1980. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Námskeið Námskeið til undirbúnings endurtöku- prófa i 2. áfanga hefjast 15. október, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður: Grunnteikning, stærðfræði, enska, danska, efnafræði, rafmagnsfræði. Endurtökupróf Endurtökupróf fyrir 3. áfanga hefjast 22. september. Innritun og upplýsingar i skrifstofu skólans. ATH Frá og með 1. október breytist opnunartimi skrifstofunnar Skrifstofan verður opin frá kl. 9,30-kl. 15.00. Sima- borðið verður opið eins og áður 8,20—16,15. Skólastjóri fFélagsmalastofnun Reykjavikurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 AUGLÝSING Hinn 22.09 n.k. mun fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar flytja hluta starfsemi sinnar frá aðalskrif- stofu Vonarstræti 4 að Siðumúla 34 (gengið inn frá Fellsmúla). Verður opnuð þar hverfaskrifstofa sem þjóna mun ibúum austan Kringlumýrabrautar norðan Laugavegar og Skúlagötu að Skúlatorgi. Fjölskyldudeild annast ráðgjöf og leið- beiningar til fjölskyldna og einstaklinga, sem þarfnast aðstoðar eða upplýsinga m.a. vegna barnaverndar-, fjármála- og húsnæðismála. Simi skrifstofunnar er 85911. er 81333 UOWIUINN Síðumúla 6 S. 81333. v Byggingar á „Eyrinni”. Slátur- og frystihús Kaupfélags Skagfirbinga lengst til vinstri. Munurinn er 11.686 kindur — Jú, viö lóguöum á dögunum dilkum af öskusvæöunum en aö ööru leyti byrjaöi sauöfjárslátr- un hjá okkur núna á þriöjudag- inn var, sagöi Þorkell Guö- brandsson, fulltrúi hjá Kaup- félagi Skagfirðinga á Sauöár- króki. — Ljóst er að hér verður — svo sem viða annars- staðar — færra fé slátrað i haust en i fyrra. Loforðin hljóða nú upp á 52.385 dilka á móti 60.810Í fyrra. Þá var slátraö hér 6.670 kindum fullorðnum en nú er gert ráð fyrir að tala þeirra verði 3.409 Munurinn er þvi alls 11.686 kindur. Endanleg slátur- fjártala er raunar yfirleitt ei- litið lægri en loforðin segja til um og geta ýmsar ástæður valdiö þvi. Dilkar lita vel út og virðast mun vænni en i fyrra en þá voru þeir lika yfirleitt rýrir. Meðal- fallþungi dilkanna af öskusvæð- unum var tæp 14 kiló og verður að teljast allgott þvi ætla má að þeir heföu þyngst töluvert fram að haustslátrun. — m hg Umsjón: Magnús H. Gíslason Eyja- pistlar Nýtt sláturhús á Hvammstanga Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga hefur veriö aö koma sér upp nýju sláturhúsi, af full- komnustu gerö. Er nú verið aö leggja siöustu hönd á húsiö og aö þvi stefnt, aö slátrun get haf- ist i því á mánudaginn kemur. Gert er ráð fyrir að slátrað verði hjá Kaupfélagi Vestur-- Húnyetninga liðlega 40 þús. fjár að þessu sinni, að þvi er Gunnar V. Sigurðsson, kaupfélagsstjóri, sagði okkur. Er það um 12% Okkur hefur borist ritiö Úti- vist 1980, en þaö er, sem kunnugt er, ársrit ferðafélags- ins Útivistar. Ritið hefst á einskonar ávarpi Sigurðar Blöndal, skógræktar- stjóra, og nefnist það Ar trésins. Hans Albrecht segir frá tveimur gönguferðum á öræfa- jökul. Höfundur greinarinnar er vestur-þýskur en hefur lengi dvalið í Noregi og öðlast þar full réttindi sem fjalla-leið- sögumaður. Greinina þýddi Einar b. Guöjohnsen. Guöjón Jónsson frá Fagurhólsmýri skrifar stórfróölega grein um Skaftafellsfjöll, Jón Jónsson, jaröfræðingur, greinir frá gönguleið á Grænudyngju á Reykjanesi. Geislar yfir kynkvislum nefnist grein eftir þann fræga ferðagarp Hallgrim Jónasson. Söguhetja Hallgrims I þessum skemmtilega þætti er Guðriður Þorbjarnardóttir frá Laugarbrekku undir Jökli, allra kvenna friðust og „hinn mesti skörungur i öllu athæfi sinu.” Guöriöur sigldi ung með foreldrum sinum og fóstur- foreldrum til Grænlands. Giftist þar Þorsteini Eirikssyni rauða en aö honum önduöum Þorfinni fækkun frá þvi i fyrra, en þá var nokkru fleira fé slátrað hjá Kaupfélaginu, en loforðin gáfu til kynna. Svo kann þó að fara, að kjötmagnið verði ekki að ráði minna nú en þá þvi dilkar virð- ast mun vænni. t hinu nýja sláturhúsi á að vera hægt að slátra 2000 fjár á dag. Ekki er þó búist við að þau afköst náist alveg i haust en að þvi stefnt að slátra ekki undir sautján hundruðum. — mhg Karlsefni. Með honum sigldi hún til Vinlands, þaðan til Grænlands á ný, siðan Noregs og loks til lslands, þar sem þau settust um kyrrt i ættbyggð Þor- finns Karlsefnis, Skagafirðin- um, og áttu þar heimili upp frá þvi. Enn var þó ferðalögum þess- arar einstæðu atgerfiskonu hvergi nærri lokið. Er Þorfinnur maður hennar var andaður og hún á efri árum orðin ekkja i annað sinn, „gekk” hún til Rómar, eða eins og segir i Grænlendingasögu: „Og er Snorri”, (sonur henn- ar og Þorfinns) — „var kvong- aöur, þá fór Guðriður utan og gekk suður og kom út aftur til bús Snorra, sonar sins, og hafði þá látiö gera kirkju i Glaumbæ. Siðan varð Guöriður nunna og einsetukona og var þar meðan hún liföi”. Þóröur Jóhannsson, kennari Hveragerði, skrifar um þjóðleiðir um ölfus og Hellis- heiöi, Þá er sagt frá aðalfundi Útsýnar 1980 og loks skrifar Einar Þ. Guðhohnsen eftirmála. — mhg Frá fréttaritara okkar I Vest- i mannaeyjum, Magnúsi Jó- ‘ hannssyni frá Hafnarnesi: Silfur hafsins Þeir finna silfur viðar en á J Egilsstöðum, þótt ekki sé það j frá Vikingaöld. Vélbáturinn I Ófeigur 3. fékk 200 tunnur af j 1 demantssíld við Eyjar. Aður ■ hafði hann fengið 60 tunnur. Virðist nú svo, að lif fari að fær- ast i atvinnulifið, sem verið hefur mjög dauft hér siðan fyrir Þjóðhátið. Atvinnuhjólin tekin að snúast Nú eru atvinnuhjólin komin á hreyfingueftirmikla lognmollu, og tekin að mala gull i rikis- kassann, þessa þindarlausu hit, sem aldrei verður mett, hvað mikið, sem aflast. Það hefur birt yfir svip fólks- ins, eins og ský hafi dregið frá sólu og haustið, sem virtist vera á næstu grösum, hikar við. Far- fuglarnir eru þó flognir á braut til heitari landa, þar sem þeirra biður ný eggtið. Nýr bátur Öskar Þórarinsson frá Háeyri hér I bæ hefur fest kaup á 124 lesta stálbáti. Bátur þessi ber nú nafnið Krossanes, en hét áður Jón Guðmundsson og Jón Oddur, byggður i Noregi 1969. Báturinn er hálf yfirbyggður og litur vel út. Einhverjar þuklanir munu eiga sér stað hjá fleiri út- gerðarmönnum og skipstjórum með kaup á bátum inn i plássið. Einn bauð Annan sept. sl. voru opnuð tilboð i byggingu fyrsta áfanga nýs barnaskólahúss i Hamars- hverfi. Aöeins einn aöili sendi inn tilboö Áshamar hf. Tilboöið hljóðaði upp á 299 miljónir kr. en kostnaöaráætlun gerði ráð fyrir 284miljónum. — mjóh Útivist 1980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.