Þjóðviljinn - 25.10.1980, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. október 1980
Stefán Snævarr 27 ára
Stefán Snævarr varð 27
ára i gær. Hann fæddist
semsé 25. okt. 1953. Þótti
viðeigandi að spjalla við
Stefán á þessum tímamót-
um.
Á lífshlaupi sínu hefur
Stefán komið viða við.
Hann varð stúdent frá MT
1973, cand. mag. frá Há-
skólanum í Osló i heim-
speki, hugmyndasögu og
félagsfræði 1977. Frá 1979
hefur hann stundað fram-
haldsnám í Heidelberg og
Frankfurt. I jan. 1975 gaf
hann út Ijóðabókina
„Limbórokk" og hefur auk
þess birt Ijóð i íslenskum
og norskum tímaritum.
Á næstunni kemur út
önnur Ijóðabók Stefáns,
„Sjálfsalinn". Útgefandi
er Mál og menning.
— Ertþú á sama kynslóöatrippi
og mörg ung skáld núna?
— Ég þoli ekki þessa djöfuls
æskudýrkun sem nú riöur húsum.
Alþingi er fullt af atvinnuæsku-
lýösfulltrúum sem ekki geta kom-
ist yfir þá merku staöreynd aö
þeir eru ekki komnir meö skalla.
Menn auglýsa sjálfa sig i skrum-
kjörum, „kjósiö X Xson, yngsta
þingmanninn”, rétt eins og æska
sé meömæli i sjálfu sér. Ein-
hverjum þótti þaö „voöalega”
athyglisvert aö unga fólkiö skyldi
kjósa Sjálfstæöisflokkinn 1974. Ef
rétt er aö litt harönaö æskufólk
hafi tryggt Sjálfstæöisflokknum
kosningasigurinn 1974 eru þaö
engin meömæli meö þeim flokki.
„ Gunni live
á Grund”
— Melur er þaö. En kynslóöa-
trippiö, Stefán, kynslóöatrippiö?
— Æi, fyrirgeföu, ég gleymdi
mér. Jú, ég er á kynslóöatrippi
hippa-pönkkynslóöarinnar. Ég sé
fyrir mér liöiö á Elliheimilinu
Grund i slitnum gallabuxum,
reykjandi hass inni á klósetti og
siöusta plötu Gunna Þóröar,
„Gunni live á Grund”, i upptekt.
Ég heyri hann skrækja „Bláu
augun þin” gamalmennisröddu,
sé liöið sveifla hækjum og stöf-
um, hjólastólar rúlla I takt viö
músikina, hjúkkurnar bera þá
dauðu út meöan diskóljósin
blikka i siðasta sinn.
— Attu innistæöu fyrir almennri
yfirlýsingu i þessa veru eöa eig-
um viö aö tala um eitthvaö
annaö?
— Skáld eru best ung, heim-
spekingar miöaldra og stjórn-
málamenn gamlir. Og ég er aö
veröa gangandi minningarathöfn
um mai ’68.
„Ölvið ykkur”
— Þá fjórtán vetra smándur! —
Þú hefur öldungis kynstur af
áhugamálum eins og fram kemur
ikveöskap þinum. Allt veröur þér
semsé aö ljóði?
— Ég er bauöuleirskur, hlýöi
herkvaöningu Baudelaires:
„Olviö ykkur! ”. Ég, til aö mynda,
ég ölva mig i heimspeki, félags-
fræöi, skáldskap, skák, lyfting-
um, pólitik o.s.frv. Veistu ef til
vill hvert er heimsmetiö i 200
metra hlaupi karla? — Oekki?
19,72 sek.! Mig hefur löngum fýst
að yrkja ljóö um fræg millivega-
lengdarhlaup.
— Ég hef heldur aldrei komiö
auga á neinn skynsamlegan til-
gang meö þessari jarönesku til-
veru...
— Leyfðu mér aö útskýra:
Stundum kalla ég mig nasasjón-
ista og er likast til dæmdur til
að verða fúskari á öllum sviöum,
enda bæöi latur og drykkfelldur.
— Já. Eyvindur, sá er orti
Falconettirimur, kvaö reyndar
um kali eins og þig:
Hann vænti þess þar væri vin á
boröum
og vinarþel meö húsráöendum
þeim.
Hann var eins og Falconetti
foröum
sem fegra vildi þennan Ijóta
heim.
En viö vorum nú aftur komnir
— hvert?
— Já, andskotinn, ég hlýt aö
vera kominn af höfundi 1001
nætur i beinan karllegg, ég er svo
bévlti útúrdúrasamur.
— Ailtént er nýraunsæiö ekki
þin deild?
Sletta með
bravúr
— Tja, ég vona aö félagsráð-
gjafaskáldin lendi ekki I himna-
riki. Þau hljóta aö drepast i annaö
sinn úr leiöindum i próblemleys-
inu.
— Ekki hikaröu viö aö sietta I
ljóöum þinum. Þykir þér einhver
vansi aö hreintungustefnunni?
— Þaö er hlálegt að þeir sem
mest hampa Gljúfrasteins-Dóra
skuli oftast nær haldnir hrein-
tunguæöi á háu stigi. Pældu i þvi
hvaö kallinn kann aö sletta meö
bravúr, pældu i yndislegum lýs-
ingaroröum eins og „imbilskur”
eru stigi sem
sparka má
niður eftir
notkun ”
sem hann notar i Grikklandsár-
inu. En auðvitaö eru þeir fleiri
sem sletta mikiö og vitlaust, sbr.
poppblaðamenn sem hvarvetna
vaöa uppi.
— Sú málhreinsun sem er mest
aktúell núna er aö hreinsa burt
kauöaislenskanir, burt með
„framstefnu” og inn meö
„pósitifsima”, burt með „sam-
eigiíarsinna” og inn meö
„kommúnista”. Mitt ideal er aö
islenska eftir bestu getu og nota
erlendu orðin samhliöa svo fremi
þau falli vel að islensku beyg-
ingar- og framburðarkerfi.
Þannig getum viö varieraö stil
okkar, og gert hann auöugri, sagt
„raunspeki” i einni setningu,
„pósitifismi” iþeirri næstu. Sástu
Borges i sjónvarpinu um daginn?
Hann var aö benda á hversu
auöug enskan væri aö þessu leyti,
i krafti þess aö sömu hluti mætti
oröa ýmist „germanskt”eöa „lat-
neskt”. Þaö getur veriö kostur aö
orö séu „gegnsæ”, þarf ekki aö
vera þaö.
Ef.....
Ef Mengistú breyttist I rjúpu
sem vappaöi um kjarriö viö
Þingvöll
og Pinochet yröi aö blesönd
sem fyndi sér varpland viö
Mývatn
myndi ég læra aö skjóta.
— Þetta ljóö er eitt af fáum
pólitiskum ljóöum i nýju bókinni
og skorinort nokkuð. Ertu hættu-
legur eöa hefuröu skoöun á
islenskum pólitikusum án þess þó
aö gera ráö fyrir ummyndunum
þeirra?
— Ojæja, af einhverjum ástæö-
um er tsland útataö i hægri-
paranoikerum meö ritræpu.
Sumir þeirra eiga meira aö segja
teoriuglassúr i krukku uppi i
bókaskáp. Þegar hólmsteinarnir
se8jú „hlutlægni, hlutleysi”
meina þeir „skoöanir sem okkur
eru þóknanlegar”.
„Allir í leikhús”
— Sona, sona, muntu þá inn-
undir hjá islenskri vinstrihreyf-
ingu?
„Eg er að
verða
gangandi
minningar-
athöfn um
mai 68
— Islensk „vinstrihreyfing” er
löngu búin aö draga sig út úr póli-
tik. Hún samanstendur aðallega
af áhrifafræöingum sem sjá
Andrés önd i hverju skúmaskoti.
Þetta fólk heldur aö bókmennt-
irnar skapi heiminn enda þekkir
þaö ekki annaö: „Heimurinn sem
bókmenntir og félagsráðgjöf”.
Þegar siljurnar tala um sósial-
isma meina þær „allir i leikhús”.
Annars eru trottarnir ágætir.
Þeir eru aö minnsta kosti sannir i
sinni vitleysu. Aukinheldur er
gaman aö drekka með þeim. Lifi
alkó-troskiisminn!
Aftur á móti hef ég ofnæmi fyrir
maóistum. Þú kannast viö yfir-
skriftina yfir hliöi vitisforgarös
hjá Dante: „Sá sem gengur inn
um þessar dyr skilji vonina eftir
úti”. Yfir dyrum Maósamtaka
mætti standa: „Sá sem gengur
inn um þessar dyr skilji skynsem-
ina eftir úti”.
Koxaði á .
Kalla gamla
— Þaö finnst þér. Þaö blundar
sumsé I þér ofurlitill endurskoö-
unarsinni?
— Blessaður, maður koxaöi á
Kalla gamla fyrir 5—6 árum. En
mér þykir nú alltaf launvænt um
gamla gráskegg, sömuleiöis
alltaf svolitiö veikur fyrir þeim
Frankfurtarskólamönnum, sér-
staklega honum Habermas.
— Þið þekkist?
— Reyndar sótti ég tima hjá
Habermas I Frankfurt i vor og
spjallaði nokkrum sinnum viö
hann, indælisnáungi. Yfirleitt
virðist það einkenna fræga heim-
spekinga og ég hef numið hjá
nokkrum stykkjum: Karl-Otto
Apel, Hilary Putnam, Alfred
Schmidt og Dagfinn Föllesdal.
Þessir menn eru blessunarlega
lausir viö átóritarianisma, þeirra
átóritet kemur innan frá.
— Hvaö um Theunissen? Þiö
hafið náttúrlega þingaö nokkuö i
Heideiberg?
— Nei, ég sá hann vist aldrei.
Háskasamleg
timburmannaseta
— Fundurinn viö hinn eftir-
minnilega Habermas var þá há-
punkturinn á Þýskaiandsdvöl-
inni?
— Þaö er nú eitthvað annað!
Óneitanlega er mér minnistæöari
háskasamleg timburmannaseta
okkar Gudda, Tolla og Himma
eitt siödegiö á Cáfé Luitpold i
Míinchen...
So much for the namedropping,
snúum okkur aö pólitikinni.
Maður er semsé aö gefast upp á
draumsýnum, draumórar eru
krydd lifsins, ekki salt jaröar.
— Núúú...?
— Já, já, þaö er til dæmis
gaman aö flippa út á þessum
frjálshyggjuhugmyndum en auö-
vitaö eru þetta bara skýjaborgir.
„I balance on a wishing-well that
all men call the world”. Ég kalla
mig stundum anarkókrata.
— Hægan, Stefán, hægan. Þú
hefur dvalið langdvölum á
Noröurlöndum, ekki er
Skandinaviuljóö þitt flatterandi
fyrir þann heimshiuta:
Gammar rifa I sig ljónshræ
kondórum opnast viddir
Vængstiföur fálki situr
á nakinni öxl Evrópu.
— Mannfræöingurinn og list-
fræöingurinn I. Schwarzkopf
hefur sannaö aö Islendingar séu i
engu skyldir „hinum” Noröur-
landaþjóöunum. Nú er þaö aug-
ljóst, ekki hafa íslendingar horn
og klaufir eins og Sviar!
Þegar ihaldiö segir „Svlar eru
vondir” meinar þaö „norræn
samvinna gæti skyggt á sam-
vinnu viö goörikiö ameriska”.
Svo er vitaskuld allt fullt af ljón-
Framhald á bls. 31