Þjóðviljinn - 25.10.1980, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Qupperneq 13
Helgin 25. — 26. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 r Engjafólk á Syöra-Seli I Hrunamannahreppi i Arnessýsiu einhvern tima á 3. áratug aidarinnar. A Eyrarbakka um 1931. A myndinni eru Striðsáratiska. Þessi mynd er tekin einhvern Guðriður Magnúsdóttir, Sigriður Vigfúsdóttir tíma á árunum upp úr 1940 i Mundakoti á Eyrar- <1908—1964) og Jóna Einarsdóítir. bakka og eru á henni fjögur frændsystkini. Ofar eru Sesselja Friðriksdóttir, nú meinatæknir i Reykjavik, og Sesselja ósk Gisladóttir, nú hús- frú i Þorlákshöfn. Neðar eru Sigrún Friöriks- dóttir, nú ritari i Reykjavik, og Jón Gunnar Gislason, nú sjómaöur á Eyrarbakka. Horniö á óldugötu og Bræðraborgarstig i Reykjavik fyrir 50 árum. 1 húsinni fremst á myndinni var bakarí Jóns Simonarsonar en nú bókaforlagið Iðunn. Gamia-Hraunshverfi á Eyrarbakka var fyrr á öldinni heiit þorp þar sem bjuggu á 2. hundrað manns. Hér er bærinn Horn I þessu hverfi og iiklega er myndin tekin fyrir tæpum 50árum. Gunmr Gunmrsson rithöfundur skrifar ...o.s.frv. — Við hljótum aö vera komnir af þrælum, sagði kunningi minn um daginn. Okkur er þrældómur- inn i merg runninn. Þaö er fáránlegt að ætla sér að innleiöa fjörutiu stunda vinnuviku. Viö viljum helst púla tuttugu og f jóra tíma á sólarhring. — Ekki ég, svaraði ég. Ég vil helst ekki vinna handtak. Þaö er meö herkjum að ættingjum og vinum tekst að mjaka mér aö rit- vélinni til að skrifa nokkur orð, svo ég eigi fyrir salti i grautinn. — Ég vinn alla daga vikunnar, sagði kunninginn. A sunnudögum held ég þö aftur af mér og legg mig fram um að starfa aöeins fyrirhádegiogeftirkvöldmat. En það lýsir aðeins eðlisleti minni og áhrifagirni. Ég hef að nokkru leyti gefist upp fyrir félagsfræö- ingunum, sem segja aö fólk eigi að eiga fristundir. Þess vegna slæpist ég á sunnudagseftirmið- dögum. — Ég er svo aldeilis hissa, sagöi ég. Mér dugir að lesa eins og einn leiðara i dagblaði. Það er alveg nóg þann daginn. — Viltu ekki vinna þjóð þinni gagn, afla tekna til að geta greitt skatta, auðgað þjóð þina meö þvi að efla atvinnuvegina. — Þetta er góð spurning, sagði ég. Satt best að segja er þetta sjónarhorn, sem ég hef aldrei hugleitt. Efla atvinnuvegina? Afar athyglisvert. — Ég þekki mann, sagði kunningi minn þá, sem ann sér engrar hvildar. Hann vinnur við loðnubræöslu. Um daginn kom hann heim til að boröa. Hann haföi þá ekki sést heima hjá sér I þrjá sólarhringa. Konan hans, sem er menntuð i heilsufræði, viidi aö hann hallaöi sér eftir matinn svo að starfsþrek hans biöi ekki hnekki, og þjóðarbúið yrði þar með fyrir tjóni. Loðnu- meistarinn lét að þrábeiðni kon- unnar, afklæddist og lagðist undir sæng. En vinnudyggðin var hon- um svo gersamlega i merg og blóö runnin, að hann gat ekki sofnaö. Hann renndi augunum til og frá, bylti sér á báðar hliðar, gafst loks upp, reis á fætur, klæddist og fór aftur I vinnuna. Þar hefur hann veriö siðan og er erlendar bækur William Wordsworth. A Biography. Hunter Davies. Weidenfeld and Nicolson 1980. Fjöldi bóka hefur komið út um Wordsworth og skáldskap hans, en flest eru þau rit fræðileg bók- menntarit, sem eru flest ætluð fræöimönnum um bókmenntir. Það hefur skort greinagóða ævi- sögu skáldsins og með þvi að semja þessa bók hyggst höfund- ur bæta úr þessum skorti. Vand- aðasta ævisaga skaldsins hingað til hefur verið „William Words- worth. A Biography” eftir Mary Moormen, sem kom út hjá Oxford University Press 1957 og 1965 i tveimur bindum. Sú ævisaga er einnig bókmenntasaga tímabils- ins og er full viðamikil fyrir al- menna lesendur. Aðalheimildir höfundar eru bréfasöfn Williams og systur hans Dorothy, fyrsta útgáfa frá fjóröa áratugnum og endurútgáfa þeirra aukin, sem tók að koma út 1967 og verður lokið eftir tvö til þrjú ár. Aörar heimildir höfundar eru söfn dagbóka og bréfa Coleridges og Southeys auk fjöl- ekki von á honum heim fyrr en á jóladag. Þá ætla þau i messu. - Ég er svo öldungis bit,sagði ég. Þessi vinnusemi ef'mér gersam- lega framandi. Ég viöurkenni að visu, að stöku sinnum flögrar að mér sú hugsun, að mér væri nær aö gera eitthvað. En það er afar- sjaldan. Og mér tekst að eyða þessum þönkum þegar þeir birt- ast, með þvi' aö taka mér reyfara I hönd, og gleyma þannig ógeð- felldum hugsunum. Veistu, bætti ég við, að i Skandinavfu eru uppi áform um aö stytta vinnuvikuna úr fimm átta tima dögum i þrjá sex tima daga. Þessi fyrirætlan er til komin, vegna þess að öllum er ljóst, aö fólk þarf góðan tima til að skipu- leggja fristundir sinar, komast eftir þvi gegnum sjálfskönnun hvað það raunverulega er, sem það langar til að fást við i fristundum. — Sérkennilegt, sagði kunningi minn. En þessi stutta vinnuvika þarna handan við hafið, er hún ekki svo að segja nýtilkomin? Menn unnu þar þjóönýt störf hér foröum, eða hvað? — Nei, sagði ég. Þeir hafa ævinlega haft þrasla til þess eða innflutta vinnuþjarka frá vanþró- uðum rikjum. Norðmenn fá slæman bakverk, ef þeir þurfa að flytja sig milli stóla gegn vilja sinum. Sviar umhverfast, séu þeir beðnir um að vinna handar- vik. Um Dani þarf ekki aö tala, allir vita hvernig þeir eru. — Þetta hefur mig lengi grun- að, sagði kunningi minn. — Hvernig áttu fáeinir Norð- menn að geta unnið allt Island, sagði ég þá, án þess að flytja hingað irskaþræla i stórum stíl? — Llkast til er þetta rétt hjá þér, sagði kunningi minn og lyfti hattinum i kveöjuskyni, þvi að honum lá á að komast til þjóð- nýtra starfa sinna. Hann starfar við að flytja inn svokölluð strumpatröll, börnum þessa lands að leik. Ég tvilæsti á eftir honum, þvi aðsamtaliðhafði reynt svo á mig, að ég gat naumast haldið á myndablaði i uppréttri stellingu. Konan varð að færa mér sidegis- kaffið I rúmið. margra annarra. Heimildirnar eru viðamiklar enda tók það höf- undinn langan tima aö vinna aö ævisögunni. Siöari útgáfa bréfa þeirra syst- kinanna er mun fyllri þeirri fyrri og þar eru f jölmörg bréf sem ekki hafa verið gefin út áður, hafa ný- lega komiö i leitirnar og af þeim dregur höfundur ýmsar ályktanir og sýnir margt i nýju ljósi varö- andi ævi skáldsins. Höfundurinn ver miklu rými i umf jöllun um einkamál skáldsins og fjallar einnig um stjórnmála- skoðanir hans og hvernig þær birtast i verkum hans. Skáldið varð m jög hrifið af þeim nýju viö- horfum sem Franska stjórnar- byltingin vakti meö mönnum i fyrstu, höfundurinn rekur viðhorf skáldsins til þessarar mála og þær breytingar, sem verða á viö- horfum hans þegar frá liöur. Hann lýsir ferðum Wordsworth til útlanda og dvöl hans i Frakk- landi, einnig ræðir hann itarlega samskipti hans við skáldbræður hans, sem settust að I nágrenni hans og eru oftast nefndir the Lake Poets. Wordsworth náði háum aldri, hann fæddist i aprilmánuði 1770 og lést i aprilmánuöi 1850. Verk hans hafa orðið tilefni til mikilla rannsókna og útlistana bók- menntafræðinga fyrr og nú og um verk fárra enskra skálda hafa slik kynstur verið sett saman og um verk Wordsworths. Þessi ævi- saga er lipurlega skrifuð og höf- undi tekst að lýsa persónuleika skáldsins svo langt sem þaö hug- tak nær

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.