Þjóðviljinn - 25.10.1980, Page 19

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Page 19
Helgin 25. — 26. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Kafli úr nýrri skáldsögu eftir Þorstein frá Hamri HAUST SKIRISSKOGI Vilhjálmur skarlat leigir her- bergi til hliöar viö inngánginn niBri. Hann hefur lika óumsamiö áhrifasvæBi i auöu gimaldi innar viö gánginn. Hann er þar litiB sjálfur, en gestir geta lagt sig þar og vafiö sig innani eitthvaö þegar birta heims og hugar dvin og dofnar. Innanstokks hjá Vil- hjálmi er einn sóffi og nokkrir stólar lamaöir og dálitiö dútlborö, þetta er einstæöfngshreiður, en svo á hann einnig sildarkvartil i úreltum bakdyragángi sem ein- hverntima I fyrndinni hefur veriö negldur aftur og byrgöur sakir trekks. Þarna er stundum glatt á hjalla; það kemur fyrir; en jafnoft er Vilhjálmur á veröi gagnvart sliku og rekur frá, meö handafli ef ekki vill betur tií, og reynir svo að hemja sig i ró við dútlboröiö, þar er raunar friöurinn sem hann hefur sárast dreymt og þráö innst inni meðan hæst stóð glaumurinn, enda gott aö bauka þarna við hitt og þetta eftir vinnu; viö höfum þar stundum húslestra, ýmislegt sem okkur hefur dottiö i hug sjálf- um. En orö veröa ekki á eina bók lærö, þaö veiztu, lesandi góöur; þegar þú meöhöndlar orö skaltu hugsa þig um tvisvar og gánga vendilega úr skugga um hvort þér væri ekki sæmra aö láta þaö kyrrt liggja — þegja,- hvort sú hugsun sem þvi var ætlaö að tjá er ekki betur geymd i hugskoti þinu, ótvi- ræö, ljós, heldur en hálf og veil eöa andvig sjálfri sér i oröi á pappir sem heföi betur feingiö aö vera hvitur áfram, eða i ljósvak- anum meöal manna sem grlpa hana þar á lofti og sélflytja hana sin á milli — unz upp kemst, og þá ef til vill um seinan, aö þeir voru að útbreiöa höfuölygi; merklngin reyndist margslúngnari en svo aö hún yröi lokuö inni I svona oröi, hún spreingdi oröið utanaf sér, komst þar ekki fyrir, átti þar ekki heima; þetta orö var henni ófreskjuhamur sem hún átti ekki skilið aö bera.... Samræður eru þvi strjálar og hafa i eingu hrað- an á, eru einna likastar hljóðu skrafi dasaöra lángvegamanna I fenntu sæluhúsi sem liklegast væri þá viö gamla Hellisheiöar- veginn austur um Bolavelli, eöa minna á norska sögu um þrjú tröll I helli sem sögðu sina setnlnguna hvert á hundraö ára fresti og voru ekki fyllilega_ i sátt viö sjálf sig fyrir slikt málæöi. Stundum rifja ég kannski eitthvaö upp I sam- bandi viö Þorvald á Sóleyjar- höföa, en oft berst taliö leingra inni sögn og sorta unz bergstál fortiöar blasir viö, svart meö sytrandi vatnsflaum ofanúr tón- um og hugblæ slitinna festa, slysa og ófarnaöar fátækra manna á út- skögum heimsins, einnig skyggir i harðviörisgjár ægilegar sem i þýtur noröansveipurinn meö stór- brotinni kveðandi og hneigir menn til ótta og undirgefni svo vart má vita hvort tryggara er aö þrauka ofan eöa neöan bjargs. Og fiölutónar bjargsins eru dimmbláir. Drjúgar dagstundir Vilhjálms fara i aö líggja undir bilnum og laga þar eitthvað fyrir menn, sjálfur á hann einn, sem hann bjó til úr skrani, og dregur meö hon- um margt nýtilegt heim aö dyr- um hjá sér, en þarf auövitaö aö verja þaö meö klóm og kjafti fyrir hreinsunardeildinni sem heldur aö þaö eigi allt saman aö fara á haugana og bfllinn lika. Rusl, segir hreinsunardeildin hlakk- andi. Rusl. Taka rusl. Vilhjálmur geingur fram af festu og þrjózku sem vandséö er hvernig svo visinn búkur fær þolað, illvigur og miskunnarlaus i tali og þola fáir háö hans án þess aö glúpna; þaö er nefnilega lika i þögn hans, þetta háð, beitt og sárt og næmt. t æsku sinni las Vilhjálmur Mýs og menn eftir Steinbeck i þýðingu Ólafs Jóhanns, og aö stórum staupum tæmdum f jalla draumar hans aöallega um snyrtibúskap meö kanínum og tiglasmára, helzti litlum helli. Niöur frá þeim helli eru hvanngrænar brekkur leingst niður aö sjó, og þegar maöur situr i huganum þar neöra hjá brotnum bátum, hugsar mað- ur um mörg hrikaleg og skáldleg örnefni þarna uppi þarsem Vilhjálmur býr meö kaninunum. Það er samt ekki mjög hátt uppi. Þennan draumabólstaö bryöja gárúngarnir i skimpi milli skolt- anna einsog rottur rekatré. Er ekki leiöinlegt aö vera alla tiö edrú, spyr Litli Jón. Spyr sá sem ekki veit, svarar Vilhjálmur skarlat og hleypir eingum inn. Er ekki leiöinlegt aö vera svona keingboginn viö iöju slna og sifellt edrú, spyr einhver og heldur að það auki drjúgum á fyndnina, en alls ekki Litli Jón, hann tekur aldrei svona til orða. Fleira veröur aö gera en gaman þykir, segir Vilhjálmur skarlat. Hann býr yfir guödómlegri ró og helvizkri heift og kann að skipa þessum geösmunum niöur á stjörnur tvær sem standa önd- veröar, og viö þá tvlsýnu veröa menn nauöugir viljugir aö sætta sig. Einusinni i sumar slöla vorum viö Litli Jón á næturflakki og slæddumst óforvarandis inni ald- ingarö einn. Uppstytta var af regni og garöurinn einsog gyöju- brjóst. Blómin I garðinum kink- uöu votum krónum, hljóö laufgola næturinnar lék I runnum, og skemmtilegt var aö sjá skógar- dýrin sveima milli stofnanna gul og bröndótt og svört i fögru friö- landi, panþerdýr og aöra ferfætl- inga. Viö tylltum okkur á bekk og sátum unz ákveöin svipsýn brá nýjum drætti i myndina; hvað helduröu aö þaö hafi verið, lesandi góöur, hver var hinn islenzki raunveruleiki þessarar næturparadisar; hver sté fram undan grænni skógargrein og stikaöi hljóölega eftir flötinni á hvitri skyrtu? Þaö var ekki Alo Eddin I harölæstri haröstjórnar- paradis sinni, heldur Vilhjálmur skarlat á ferö i Hljómskálagarð- inum, á laun viö alla, verkstæöiö og vini sina, og skimandi til beggja hliöa, áöur en hann hóf á loft skínandi bikar og skálaöi við Jónas Hallgrimsson fyrir undrum veraldar. Einn. Svo vikiö sé aö bílnum þá er hann borinn og barnfæddur Volvó, hvaö sem menn vilja kalla hann núna, og gerir öörum bilum fullkomna skömm til meö hljóö- um slnum og flóknum útbúnaði, og dugir hiö bezta, hann er ekki einn þeirra bfla sem þurfa 284 gráða heitan knastás frá Crower til aö gánga, eöa Edelbrock Tork- er soggreinar meö Holley blönd- úngi. Hinsvegar hefur Vilhjálmur sagt aö uppá hugsanlegar brekk- ur aö gera sé kannski vissara aö setja á hann Spicer 44 hásíngu, þaö á fyllilega aö duga. Pontiac hásfng meö drifhlutfallinu 4.56:1 er ekki annað en vitleysa. En maöur fer nú kannski ekki svo mikiö I brekkur. Um bókina Þorsteinn frá Hamri heldur áfram skáldsagnaritun meö Hausti i Skirisskógi. Eins og áður lætur hann veruleika nútimans tengjast þjóösögn, þjóötrú og imyndun I listilega geröri sögu. Þannig á til dæmis bráöskemmti- leg frásögn af lóum og ódáinsakri á Hellisheiöi rót sina aö rekja til almennrar þjóötrúar um lóuna og hinsvegar til sögu um undarlega reynslu ferðalangs nokkurs á heiöinni. Aö islenskum hætti breytist aökomiö efni óöar i þjóö- sögu, samanber söguna af Alo Eddin, sem er úr ferðasögu Marco Polos. Allur heimur þessarar skáldsögu er bæöi mjög persónulegur og sérislenskur. (Afbókarkápu) kfel m Tilboð i innréttingar Bandalag háskólamanna leitar eftir tilboðum i smiði og uppsetningu innrétt- inga i fyrirhuguðu skrifstofuhúsnæði bandalagsins að Lágmúla 7, Reykjavik. Flatarmál húsnæðisins er um 360 fer- metrar. Tilboðsgögn liggja frammi á skrifstofu BHM, Hverfisgötu 26, og eru þar veittar nánari upplýsingar. Simar 21173 og 27877. Bandalag háskólamanna. Frumsýnir: Tíðindalaust á Vesturvígstöðunum All Quiet on the Western Front LORDGRADí - ALl QUIET 0NIHE WCSTERN FR0N1 RICHARDTHOMAS ■ ERNEST80RGNINE ■ DONALDPLEASENCE■ IAHHOLM PAIRICIANEAl DAl BRADLEY „Þeir fóru í skotgrafirnar sem drengir, og komu aldrei aftur sem menn..........." Áhrifamikil, — stórbrotin og spennandi, eftir sögu Remarque. Leikstjóri: DELBERT MANN Sýnd kl. 6 og 9. Konan min og móðir, Guðfinna Benediktsdóttir frá Erpsstööum, Laugateig 8 andaöist á Landspitalanum 19. okt. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. október kl. 2. Gunnlaugur Júnsson Móeiöur Gunnlaugsdóttir. Fjarðarhús Tvílyfta byltingin frá Húseiningum hf Húseiningar hafa nú sett á markaðinn tvílyft einingahús. Kosti einingahúsa þarf tæpast að tíunda. en efri hæðin bætir fjölmörgum við: — Hver nýtanlegur flatarmetri er ódýrari — Húsið er auðvelt að staðsetja á litlum lóðum — Taka má húsið í notkun i tveimur áföngum, þar eð full- komin íbúð er á neðri hæð — Rishæðin gefur skemmtilega möguleika í innrétt- ingum Ef þessir kostir vekja áhuga þinn ættirðu að hafa samband og biðja um bækling með öllum nauðsynlegum upplýsingum ásamt sýnishornum aö teikningum. HUSEININGAR SIGLJUFIRÐI Söludeild í Reykjavík sími: 15945. Sími 96-71340 eða 96-71161

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.