Þjóðviljinn - 25.10.1980, Qupperneq 21
Helgin 25. — 26. október 1980 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 21
Umsjón: Helgi Ólafsson
Viöureignin viö Botvinnik.
Þegar
Það er kunnara en frá þurfi aö
segja aö árin frá 1950—’60 voru
mikil uppgangsár i islensku skák-
lifi. Friörik ólafsson átti þar
langdrýgstan hlut aö máli. Hann
jók styrk sinn frá ári til árs
þannig aö undir lok áratugsins
var hann þegar kominn i hóp
sterkustu stórmeistara heims. A
þessum árum tók skáklistin mikl-
um breytingum og ferskir vindar
blésu svo aö segja úr hverri átt.
Frá Sovétrikjunum komu fram
meistarar á borö viö Tal, Spasski
og Petrosjan. 1 Bandarikjunum,
þar sem skáklistin var og er fót-
um troöin, kom fram mesta skák-
fenómen allra tima, Bobby
Fischer, Friörik ólafsson
blandaöi sér i þröngan hóp bestu
skákmanna heims, og frá Dan-
mörku kom fram á sjónarsviöi
ungur og rogginn maöur, Bent
Larsen. Milli handanna hef ég lit-
inn, snjáöan bækling, danskan aö
uppruna, sem greinir frá helstu
viðburöum i dönsku skáklifi allt
frá öndveröri þessari öld og fram
til ársins 1967. Nafn Bents Larsen
kemur þar margoft fyrir og
skyldi engan undra. Hann er eini
Daninn sem öölast hefur stór-
meistaranafnbót. Þaö geröist
áriö 1956 eöa á ólymplumótinu i
Moskvu, 1956 og frá þeim atburöi
skal aö litlu leyti greint hér. 1
kafla sem Larsen skrifar i téöa
bók „Drömmen om at blive
verdensmester” (— Draumurinn
um aö veröa heimsmeistari),
segir svo: Þarna náöi ég I fyrsta
og eina sinn betri árangri en ég
haföi sjálfur búist viö (!). Ég
hlaut 14 vinninga úr 18 skákum
sem þýddi besta árangurinn á 1.
boröi. Heimsmeistarinn Bot-
vinnik kom næstur. Ég var
aldeilis undrandi. Þarna stóöu
menn i þvi aö klappa fyrir mér og
þegar ég kom heim gat aö lesa i
dönskum blööum fyrirsagnir á
borö viö þessar: Bent Larsen
kemur frá Moskvu sem stór-
meistari. Bent Larsen nr. 1 á
ólympiumótinu. Jafnvel heims-
meistarinn varö aö berjast fyrir
lifinu gegn Larsen. Bent Larsen á
flótta undan sovésku kvenfólki.
Bent Larsen hefur nú náö hæstu
hæöum skáklistarinnar.
Arangur Larsens á þessu móti
var sannarlega engin tilviljun.
Hann tefldi frábærlega vel og
margar sigurskákir hans eru enn
i dag hreinustu perlur. Hann
byrjaöi þó ekki sérlega vel. Eftir
þrjár skákir haföi hann aöeins
hlotiö 11/2 vinning en I næstu tólf
hlaut hann hvorki meira né
minna en 11 vinninga. Siöan kom
viöureign Dana viö Sovétmenn og
eins og ein af fyrirsögnunum gaf
til kynna mátti heimsmeistarinn
Botvinnik hafa sig allan viö til aö
halda jöfnu. Sú skák birtist hér og
er stuöst viö aldarfjórðungs
gamlar skýringar Larsens:
Hvltt: Bent Larsen
Svart: Mikhael Botvinnik
Sikileyjarvörn
22. g3?
(Eith sinn var þaö kennt aö
maöur ætti aö fylgja sinni fyrstu
hugsun. Þegar ég fyrir nokkrum
leikjum sá þessa stööu fyrir hug-
skotsjónum, var ég sannfræöur
um aö besti leikurinn væri 22. f5!
Meö dálitilli sundurgreiningu
veröur fljótt ljóst, aö svartur
getur ekki varist til lengdar, t.d.
22. -Hxa7, 23. fxe6-fxe6, 24. Bc4-
fxe5, 25. Bxe6-Bf6, 26. Hd6 o.s.frv.
Textaleikurinn litur ágætlega
út. Hvitur fær fripeö á h-linunni
og sóknarmöguleikar á svarta
kónginn. En þaö er ekki nóg).
NYVEL
Meö nýju ári bætir Volvo viö tveim nýjum vélum B 21 E
Turbo og B 23 A. Bilar meö M46 girkassa veröa
afgreiddir meö yfirgir til viöbótar viö fjóöra gir. Yfir-
girinn aftengist sjálfvirkt viö skiptingu niöur i 3 gir.
VOLVO
HÝ|n Llf* lil
Nýju Volvolitirnir, sem bætast i hóp peirra sem fyrir eru,
veröa Ijósbrúnn, grænn metallic og vinrauöur metallic.
Auk þess má sérpanta kolsvartan, dökkbláan eöa
appelsinugulan lit. Alls veröa litirnir 14 talsins.
NY yOS, NYTT GRILL
Nýjar framljósasamstæöur meö innbyggöum stefnu-
Ijósum, stööuljósum og ökuljósum. Samstæöan
sveigist fyrir horniö, og sést þannig betur frá hliö.
Ljósasamstæöan og nýja grilliö móta aöalsvip nýja
útlitsins.
NYTTMÆLABORD
Splunkunýtt mælaborö, sem áefti.raövékjaaödáuneöa
og eftirtekt. Pláss fyrir fleiri mæla, fyrir smáhluti.
fyrir hillu. Hanskahólfiö er meira aö segja breytt.
Fastamælar eru álesanlegri og fallegri, klukkan er á
nýjum og betri stað, - allt til aö auka þægindin.
NYIR STUÐARAR
Stuöarar hafa breyst. Þeir eru ekki eins fyrirferöamiklir
og áöur. Þeir gefa nú bilnum fallegra útlit um leiö og
þeir vernda liann betur frá hliöinni. Þyngd og lengd
minnka fyrir bragöiö.
ÁRGERÐ 1981 VERÐUR SÝND í VOLVOSALNUM, SUÐURLANDSBRAUT 16,
LAUGARDAGINN 25.10. KL. 14-19, OG SUNNUDAGINN 26.10. KL. 10-19.
A leiö til Moskvu. Þarna kveöur Bent systur sina meö bros á vör. Meö-
fram þvi brosir hann til Ijósmyndarans.
Larsen kom fram
á sjónarsviðið
1. RÍ3-C5
2. e4-Rc6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
22. ...-Hxa7
23. gxh4-f5
24. Hgl + -Kh7
(Ég haföi reiknaö með 4. -g6.
Þannig tefldi Botvinnik oft og i
undanrásunum þokaöi hann
Norðmanninum Vestöl út af borö-
inu meö einmitt þeirri uppbygg-
ingu).
5. Rc3-d6 6. Bg5
(Annar möguleiki var 6. Be2.
Þessum skarpari leik beitti ég af
tveimur ástæöum. önnur var sú
að fyrir skákina haföi ég ákveöiö
aö tefla hvasst, en þó örugglega.
Frá hinni greini ég i næstu aths.).
6. ...-e6
7. Dd2-h6
(Þessu bjóst ég einmitt viö. Bot-
vinnik hefur oftsinnis beitt þess-
um leik og ég haföi ekkert á móti
þvi aö tefla stööuna sem nú
kemur upp).
8. Bxf6-gxf6
(8. -Dxf6 strandar á 9. Rdb5-Dd8,
10. 0-0-0 og peöiö á d6 er i vanda).
9. Hdl-atí 10. Be2-h5
(Svartur varö aö hindra 11. Bh5.
Staöan á boröinu er ákaflega van-
tefld. Peöastaöa svarts hefur
brenglast nokkuð en á móti
kemur biskupapariö sem biöur
þess aö staöan opnist).
11. 0-0-Bd7 12. Khl-Db6?
(Eftir skákina tjáöi Botvinnik
mér aö þessi leikur heföi veriö
byggöur á yfirsjón).
13. Rb3-Be7 14- Í4-H4
(14. -Da7 var örugglega betra en
hvitur má vel viö una eftir 15. a4
meö hugmyndinni 16. a5).
15. Ra4-Da7 16. Rac5!
(Eftir langa umhugsun. Svartur á
i vök aö verjast eftir 16. -Bc8, 17.
Rd3 og peöaframrás á borö viö e4-
e5 og f4-f5 vofir yfir).
17. Dxd7 + -Kf8 20. Rxc6-Hxd7
18. e5-Kg7 21. Rxa7-Hc7
19. Ra5!-Hhd8
(Eftir 21. -Hxdl, 22. Hxdl-Hxa7,
23. Hd7 þarf svartur ekki aö
kemba bærurnar.).
(G-linan gefurekkert i aöra hönd,
þökk sé hvita h4-peöinu. Aö þvi
slepptu gæti hvitur leikiö 25. Hd3
og svart'ur er varnarlaus gagn-
vart 26. Hh3+).
25. a4
(Ég gafst upp á þvi aö reyna eitt-
hvaö kóngsmegin. Svartur getur
stillt biskup sinum á h6 og þá er
ekki eftir neinu aö slægjast).
25. ...-Ha8 32. Hxb7-Hxb7
26. a5-Hd8 33. Bxb7-Bxa5
27. Hxd8-Bxd8 34. C3-Í6
28. Hdl-Bxh4 35. Bc8-fxe5
29. Hd6-Be7 36. fxe5-Bc7
30. Hbtí-Bd8 37. Bxe6-Bxe5
31. Bf3-He7 38. Bxf5 + -Kg7
39. Kg2-Bf4
— Hér sættumst viö á jafntefli.
Svarti kóngurinn stöövar h-peöiö
og drottningarmegin hefur
biskupinn hönd i bagga meö peö-
unum.
30. sýning
á Smala-
stúlkunni
og út-
lögunum
SMALASTOLKAN OG ÚT-
LAGARNIR eftir Sigurö
Guömundsson og Þorgeir
Þorgeirsson sem var frum-
sýnt á 30 ára afmæli Þjóö-
leikhússins i april s.l., hefur
gengiö vel og fengiö góöa aö-
sókn og reynst hin besta fjöl-
skylduskemmtun, enda
hefur komið á óvart hve nú-
timaleg umræöan er i þessu
rúmlega 100 ára gamla verki
um valdið, frelsið og ástina.
— Næsta sýning á leikritinu
veröur sunnudaginn 26. októ-
ber og 30. sýningin verður
þriðjudaginn 28. október.
Leikstjóri þessarar sýningar
er Þórhildur Þorleifsdóttir,
en leikmynd og búningar eru
eftir Sigurjón Jóhannsson og
lýsingu annaðist Kristinn
Danielsson. Meö helstu hlut-
verkin fara Arni Blandon,
Tinna Gunnlaugsdóttir,
Helgi Skúlason, Þráinn
Karlsson, Rúrik Haraldsson,
Arnar Jónsson, Kristbjörg
Kjeld, Róbert Arnfinnsson,
Baldvin Halldórsson o.fl..