Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Greinargerð frá Flugfreyjufélagi íslands Slíkar aöferðir síst til að bæta samstarfsanda Svo sem kunnugt er sögöu Flugleiðir upp öllu flugfólki sfnu hinn 1. september s.l. Upp- sagnirnar miðast við 1. desem- ber. Flueleiöir lýstu bvi yfir, að þeir vonuðust til að til endurráön inga sem flestra flugfreyja gæti komið og yrði stefnt að ákvaröanatöku þar um fyrir 1. nóvember. Flugfreyjufélagiö lýsti þá þegar yfir vanþóknun sinni á þessari aðferð og taldi óþarft að segja upp öllum flug- freyjum og flugþjónum, þar sem Flugleiðir ætluöu að halda áfram flugrekstri og myndu þurfa á umtalsverðum hluta þessa starfs- hóps að halda. Ennfremur hefur Flugfreyjufélagiö itrekað þá kröfu sina, aö endurráöið verði i þessi störf samkvæmt starfsaldri, eins og jafnan hefur tiðkast með fast- ráðiö starfsfólk. Starfsmanna- hald Flugleiða gerði einn lista yfir starfsaldur fastráðinna flug- freyja i samráöi við Flugfreyju- félagið og hefur siöan veriö farið eftir þeim lista i öllum þeim til- fellum, sem sagt hefur verið upp eða endurráðiö i umrædd störf hjá fyrirtækinu. Flugfreyjufélagiö er hið eina af flugliðafélögunum, er urðu fyrir hópuppsögnum 1. september, sem er fullkomlega sameinað. Félagiö telur sig hafa sýnt stjórn Flugleiöa fulla þolinmæöi og samstarfsvilja vegna sam- einingarfélaganna sem og i þeim þrengingum, er fyrirtækið hefur átt i. Félagar stéttarfélagsins hafa hlotið þjálfun á allar flug- vélageröir Flugleiða og fljúga jöfnum höndum innanlands og utan, vinna sömu vinnuna. Þessir starfsmenn sitja þvi allir við sama borð, og Flugfreyjufélag Islands telur þaö réttlætismál að starfsaldur ráði, þegar velja á fólk i störf þeirra. Þar sem stjórn Flugleiða virðist ekki ætla að sinna þessari réttlætiskröfu, heldur velja, sam- kvæmt áður óþekktum reglum, 68 úr þeim hópi 131 starfsmanns, sem sagt var upp 1. september, neyðist F lugfreyjuféla gið til þess, aö kynna stöðu sina. Hér er um að ræöa fólk, sem gert hefur flugfreyjustarfið aö ævistarfi, og hefur 7-25 ára starf að baki. Flugfélögin hafa valið þetta fólk af kostgæfni úr hópi hundruða umsækjenda, sem siðan þurfa árlega að taka þátt i námskeiöum og standast próf, sem varða öryggi flugsins og hugsanleg neyöartilfelli. Þar að auki hafa Flugleiðir haft starf- andi fimm eftirlitsmenn, sem hafa haft það hiutverk að lita eftir og sjá tíl þess, að allt þetta fólk sinnti starfinu sómasamlega. Sú staðreynd, að starfsmanna- hald fyrirtækisins hefur ekki séð ástæöu til að segja upp fólki, sem starfað hefur þetta lengi, hiytur að skiljast sem svo, að það hafi talist fullkomlega hæft. Þegar um er að ræða jafn viðurhlutamikiö mál og slikar fjöldauppsagnir, álitur Flug- freyjufélagiö þaö sjálfsagöa hátt- vísi af hálfu atvinnurekanda, að viðhafa þá reglu, sem ein getur talist réttlát, og hefur verið viö- höfö, en það er starfsaldurs- reglan. Það gefur auga leið, að það fólk, sem missir starf sitt á þeim Ohagstæður vöruskipta- jöfnuður Vöruskiptajöfnuður i septem- bcrmánuði var óhagstæður um 2,6 miljarða króna,. Inn var flutt fyrir 39.101 miljón króna, en út fyrir 36,483 miljónir. Vöruskipajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins er óhagstæður um 35,2 miljarða, en var á sama timabili i fyrra óhagstæður sem nam 12,4 miljöröum. — eös. forsendum, að það sé minna hæft en hinir sem eftir sitja, á af skiljanlegum ástæðum ekki auð- velda leið út á vinnumarkaöinn. Þarf þar ekki að nefna annað en þá tortryggni, sem Flugleiðir hljóta óhjákvæmilega að vekja gagnvart þessum einstaklingum. Flugfreyjufélag Islands hefur viljað sýna Flugleiöum fullan samstarfsvilja við þær erfiðu að- stæöur, sem fyrirtækið á i. Flug- freyjufélagið óskar eftir mann- legum og eðlilegum samskiptum starfsfólks og stjórnar fyrirtækis ins. Svo sem stjórnendur Flug- leiða hafa bent á, hljóta þau sam- skipti aö veröa viökvæmari en ella, þegar jafn miklir erfiðleikar steðja að rekstrinum og raun hefur á orðið. En slikar aðferöir, sem stjórn Flugleiöa hyggst nú beita flugfreyjur, eru sist til þess fallnar að bæta þann samstarfs- anda, sem flestir eru sammála um að þurfi að ríkja innan fyrir- tækisins, svo takast megi að bæta hag þess og tryggja viðgang þess. Þvert á móti má búast viö öryggisleysi meðal þeirra, sem halda vinnu sinni, ef af þessum uppsagnaraðferðum verður, þvi stjórnendur fyrirtækisins gætu þá beitt þeim aftur, hvenær' sem þeim þætti ástæða til. Flugfreyjufélag Islands er ekki að berjast fyrir stundarhags- munum, heldur almennu réttlæti er varöar virðingu fyrir einstak- lingnum og tilveru heils stéttar.-. félags. Meö þökk fy rir birtinguna, Stjórn og trúnaöarmannaráð Flugfrey jufélags tslands Söfnuöu nœr miljón Nemendur 8. bekkjar Heppuskóla, Höfn Hornafirði, gengu I hús f bæn- um og söfnuðu alls kr. 939,360, sem þeir sendu R.K.I. vegna Afrikusöfn- unarinnar 1980. tbúafjöldi á Höfn er um 1500 manns. Krakkarnir sendu okkur þessa mynd af sér og bréf, þar sem segir m.a., aO kannski gæti þetta „orOiO hvatning til jafnaldra okkar annars staOar á landinu aO standa fyrir samskonar söfnun”. — eös. Innlent lán ríkissjóós íslands ____________1980 2.FI. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur f. h. ríkissjóðs ákveðið að bjóða út til sölu innanlands verðtryggð spariskírteini að fjárhæð allt að 3000 milljónir kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðumþessi: Skírteinin eru lengst til 20 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru 3,5% á ári. Verðtrygging miðast við breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekurgildi 1. nóvember 1980. Skírteinin eru framtalsskyld, en um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga eins og þau eru á hverjum tíma. Nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur bæði taldar til tekna og jafnframt að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna, og þar með skattfrjálsar, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980. Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum, 10, 50, 100 og 500 þúsund krónum, og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst 28. þ. m. og eru sölustaðir hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1980 SEÐLABANKIISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.