Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 13
Þri&judagur 28. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Félagsfundur HÍP: Fjóröi kaflinn tekinn til athugunnar I gær var haldinn félags- fundur í Hinu islenska prentarafélagi og stóö hann frá kl. 17.15 til kl. 21. A dagskrá var: „Staöan i samningum, samkomulag um 4. kaflann” og hin kunnu „önnur mál”. Þaö er 4. kafl- inn sem samningarnir hafa strandaö á, en meö honum vilja prentarar tryggja at- vinnuöryggi sitt gagnvart þeirri tölvuvæöingu sem oröiö hefur á sviöi prenttækni. 1 byrjun fundar kom fram tillaga frá Magnúsi E. Sigurössyni, varform. HIP, um aö atkvæöagreiösla færi fram á fundinum um sam- komulagsdrögin. Eftir miklar umræöur um ýmsar tillögur var aö lokum samþykkt frá- visunartillaga á tillögu Magnúsar, meö 66 atkvæöum gegn 9, á þeirri forsendu aö menn vildu kynna sér sam- komulagsdrögin betur, en þeim haföi veriö dreift meöal fundarmanna i fundarbyrjun ásamt gildandi samningi og upprunalegum kröfum varö- andi 4. kaflann. Málinu var siöan vfsaö til næsta fundar. Félagsmálapakki Framhald af bls. 1 Tvöfalt framlag til dagvistunarmála Fjóröa mikilvæga atriöiöi yi lýsingu rikisstjórnarinnar varöar dagvistunarmál. Rikisstjórnin lýsir sig reiðubúna til aö beita sér fyrir þvi, að á fjárlögum næsta árs verði 1100 miljónum króna varið til dagvistunarmála og er það tvöföldun á framlagi rikisins til þeirra mála frá þvi ári sem nú er að liöa, og hækkuöu þessi framlög þó mjög verulega á fjár- lögum þessa árs. Einnig er þvi lýst yfir aö rikisstjórnin muni beita sér fyrir 10 ára áætlun um uppbyggingu dagvistunarstofn- ana. Fimmta atriöiö varðar at- vinnuleysistryggingasjóð og mun rikisstjórnin beita sér fyrir laga- setningu strax á þessu þingi, sem feli m.a. sér rýmkun bótaréttar, lengingu bótatima, breytingar á atvinnuleysis skráningu og hækk- un bóta. Til viðbótar þessum fimm at- riðum er að finna i yfirlýsingu rikisstjórnarinnar ákvæöi um orlofsheimili, um vaxtakjör or- lofsfjár, um breytingar á reglu- geröum lifeyrissjóða, um sjó- mannastofur, um fridaga og lög- skráningu sjómanna og um farandverkafólk. Við áfram — hinir afturábak — Þessar viðræöur viö verka- lýöshreyfinguna hafa staðið yfir siöan iapríl, og gengið vel. Niður- staða viöræönanna færir verka- fólki verulegar réttindabætur. Þetta er sérstaklega athyglisvert með tilliti til þess, aö i grannlönd- um okkar er veriö að draga úr slikum félagslegum réttindum á sama tima. Hér er að nokkru um að ræða mál, sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir áratugum sam- an, en það er nú við rikjandi pólitiskar kringúmstæður, sem þau fást loks fram. Að lokum er svo rétt að m inna á það að hér er aðeins um að ræða hluta af þeim félagslegu réttinda- málum, sem núverandi rikis- stjórn hefur afgreitt á stuttum starfstima. Að auki eru þegar komin til framkvæmda ný laga- ákvæöi um réttarstööu sjómanna almennt i veikinda- og slysatil- vikum, um lögskráningu sjó- manna, og lögfest hafa verið þýö- ingarmikil ákvæöi um aöbúnaö og hollustuhætti á vinnustöðum, sem taka gildi frá næstu áramótum, og svo lagabálkurinn um hús- næöismál og félagslegar ibúðar- byggingar frá þvi i vor. —k. Enn er ósamið við fjolmorg verkalýðs- félög Þótt ASl og VSl hafi nú gengið frá sinu samkomulagi, er enn stór hópur verkalýðsfélaga og sam- banda sem ósamiö er viö. Þessir aöilar eru: Sjómannasamband Islands, Farmanna- og fiski- mannasamband Islands, Bóka- geröarmenn, Rafiönaöarsam- bandið, Múrarar, Pipulagningar- menn, Veggfóörarar, Málarar, Dúklagningarmenn, Mjólkur- fræöingar, Bilstjórafél. Sleipnir, Félag leiösögumanna, Bakarar, Þjónar, Hljóöfæraleikarar, Bil- stjórafélög i Rangárvalla- og Ar- nessýslum og I Borgarnesi, Sér- samningar fyrir Verkalýösfél. Rangæing. —S.dór / BÍI \ milli bíla /\þarf að vera rúmtX — Þú ekur marga metra á sekúndu. V // 70% Framhald af bls. 16 1 bréfi ráðuneytisins er tekið fram, að þeim bátum sem ekki veiða sin 70% fyrir áramót, verö- ur heimilað aðhalda áfram þar til 70% kvótinn hefur verið fylltur. Fyrirhugað er að stærð loðnu- stofnsins verði endurmæld i janúar á næsta ári eins og gert hefur verið undanfarin tvö ár og jafnvel fyrr ef þvi verður við komiö og raunhæft þykir, segir i fréttatilkynningunni frá sjávar- útvegsráðuneytinu. Þegar þeim mælingum lýkur veröur ákveöiö hver heildarkvótinn veröur fyrir yfirstandandi vertið. —ká Samninga- viðræður við Sam- bandið hefjast ídag Þótt samkomulag milli VSl og ASI hafi náöst, eru samningar enn eftir milli ASI og Vinnumála- sambands samvinnufélaga, sem stóð algerlega utan viö þær samningaviöræöur sem staöiö hafa yfir undanfarna mánuöi. I dag kl. 15.00 hefjast saminga- viöræöur milli ASI og VMSS og er liklegt aö þær standi stutt. VMSS mun án nokkurs vafa ganga inn i þaö samkomulag sem ASl og VSI gengu frá I gær. S.dór Blaðberar óskast! Gnoðavogur — Nökkvavogur, B-D-E og G-lönd i Fossvogi. Tjarnargata og Háskólahverfi UOWIUINN Siðumúla 6 s. 81333 og 81663. ALÞY£>iJÖANíiALAGIÐ \ Alþýðubandalagsfélag Héraðsbúa Almennur félagsfundur verður haldinn sunnu- daginn 2. nóvember kl. 20.30 i hreppsskrifstofu Egilsstaöahrepps. Umræður um vetrarstarfið og undirbúningur fyrir landsfund. Hjörleifur Guttormsson kemur á fundinn. Fundur i menningarmálanefnd Alþýðubandaiags- ins Fundur veröur haldinn i menningarmálanefnd Alþýðubandalagsins aö Grettisgötu 3, i dag, þriðjudag kl. 17.30. Lýst er eftir efnisályktunum fyrir landsfund. Alþýðubandalagsfélag Keflavikur Aðalfundur Aöalfundur veröur haldinn fimmtudaginn 30. okt. kl. 20.30 i Tjarnar- lundi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. önnur mál. Félagar mætið vel og stundvislega. „ . ö Stjornin Alþýðubandalagið í Reykjavik Félagsfundur Alþýðubandalagið I Reykjavik boðar til félagsfundar fimmtudaginn 6. nóvember á Hótel Esju. Fundurinn hefst kl. 20:30. Dagskrá: Nánar auglýst siöar. Félagar fjölmenniö. Stjórn ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1980 verður haldinn i Þinghóli miðvikudaginn 29. október n.k. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Lagabreytingar. 4. önnur mál. Félagar! Gjörið svo vel að greiða félagsgjaldið. Stjórn ABK. Stjórnin. Orðsending frá Þjóðviljanum Þeir sem koma vilja tilkynningum á framfæri hér i flokksdálki Alþýðubandalagsins eru vinsamleqa beðnir að hafa samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, — símar 28655 og 17500, á skrif stof utíma. Jarðarför systur minnar Helgu Ingibjargar H. Briem fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 3. Páll Helgason. TOMMI OG BOMMI FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.