Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 6
6 S1ÐA _ ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 28. október 1980 Norski heimspekingurinn Arild Haaland heldur fyrirlestur i Norræna húsinu þriðjudaginn 28. október kl. 20:30 og nefn- ir fyrirlestur sinn: „Kommer Sigmund Freud egentlig fra Island?” Verið velkomin NORRÆNA hCjsio Visindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1980 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæö sú er á þessu ári hefur komið í hlut tslendinga i framangreindu skyni nemur rúmum 12 millj. króna, og mun henni verða variö til að styrkja menn, er lokiö hafa kandidatsprófi i einhverri grein raunvisinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visindastofnanir, einkum i aðildarikjum Atlants- hafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fellowships” — skalkomið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. desember n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina svo og upplýs- ingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætli að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartima. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 23. október 1980. Frá f járveitinganefnd Alþingis Beiðnum um viðtöl við fjárveitinganefnd Alþingis, vegna afgreiðslu fjárlaga 1981, þarf að koma á framfæri við starfsmann nefndarinnar, Magnús Ólafsson, i sima 11560 eftir hádegi, eða skriflega eigi siðar en 15. nóvember n.k. s Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1981 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 15. nóvember n.k. ella er óvist að unnt verði að sinna þeim. Fjárveitinganefnd Alþingis. AUGLYSING frá Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík um sölu eldri íbúða Á næstu mánuðum verða endurseldar nokkrar eldri verkamannabústaðaíbúðir og framkvæmdanefndaribúðir i Reykja- vik. Þeir, sem hafa hug á að kaupa þessar ibúðir, skulu senda umsóknir á sérstökum eyðublöðum, sem afhent verða á skrif- stofu Stjórnar verkamannabústaða að Suðurlandsbraut 30, Reykjavik. Eyðu- blöðin bera það með sér hvaða skilyrði væntanlegir kaupendur þurfa að uppfylla. Á skrifstofunni verða veittar almennar upplýsingar um greiðslukjör. Fyrri umsóknir, óafgreiddar, um þessar ibúðir eru felldar niður, og þarf þvi að endurnýja þær með framangreindum hætti, ef' menn vilja halda þeim i gildi. Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik Systkinin Emma og Lárus (Bryndts Pétursdóttir og Benedikt Arna- son). Vandarhögg eða vindhögg? Það sem manni leikur einna helst forvitni á aö vita, eftir aö hafa séö Vandarhögg i sjón- varpi, er: aö hve miklu leyti er þetta verk Jökuls Jakobssonar? Samkvæmt upplýsingum frá þeim sjónvarpsmönnum byrjaði Jökull aö skrifa Vandarhögg haustiö 1975, og lagöi frumdrög aö verkinu fyrir Lista- og skemmtideild voriö 1976. Slöan var handritið i stööugri endurskoöun I samvinnu viö væntanlegan leikstjóra (Hrafn Gunnlaugsson) og stóö upphaf- lega til aö hefja undirbúning upptöku voriö 1978, en þá féll Jökull frá, sem kunnugt er. A blaðinu sem gagnrýnendur fengu i hendur viö forsýningu á sjónvarpsleikritinu segir enn- fremur, aö Vandarhögg sé ólíkt fyrri verkum Jökuls aö þvi leyti, aö höfundur byggi framvindu efnisins fremur á atburðum en texta. „Hann bjó til „plottiö” og sjálfa atburöarásina áöur en hann byrjaöi aö skrifa samtölin. Þannig vildi hann nálgast þá möguleika, sem sjónvarps- tæknin býöur upp á, enda er Vandarhögg eini sjónvarpsleik- ur Jökuls i þeim skilningi, að þaö er aöeins hægt aö vinna meö myndmáli, en ekki sviöi eöa I hljóövarpi”. Þessi orð, svo óljós sem þau eru, þykja mér benda til að handritið hafi verið fremur stutt komið i vinnslu þegar Jökull féll frá. Hinsvegar er ekki gott um þaö aö dæma, nema gleggri upplýsingar komi fram. Hvaö sem þvi liöur held ég aö óhætt sé aö fullyröa, aö Vandarhögg, einsog viö sáum þaö á skjánum á sunnudagskvöidiö, sver sig fremur i ætt til Hrafns Gunn- laugssonar en Jökuls Jakobssonar, þótt áreiöanlega megi finna i þvi eitt og annaö sem er frá Jökli komiö. Mér finnst liklegt að verkiö heföi oröiö talsvert ööruvisi, ef Jökli heföi enst aldur til aö vinna aö undirbúningi upptöku, einsog til stóö. Enhvaöumþaö, Vandarhögg var tekið upp og fullunniö og frumsýnt. Þaö er meö afbrigö- um gallaö verk. Brotalamirnar er einkum aö finna I „plottinu” og persónusköpuninni. Við get- um alveg sleppt þvi i þetta sinn aö tala um tilgang verksins og boöskap og einbeitt okkur aö hversdagslegri atriöum einsog frásagnaraöferö: hvernig er sagan sögb, hvernig kemst hún til skila? Svo virðist sem Rós,eiginkon- an unga, eigi aö vera helstur ör- lagavaldur sögunnar. Það er hún sem stefnir Zetu á fund Lár- usar og fær hann til aö taka samtal þeirra upp á segulband. Þaö er hún (eöa hvaö?) sem sendir Emmu bréfin, sem Lárus kannast ekkert viö. Hún heyrir allt sem fram fer og hún myrðir bæöi páfagaukinn og Emmu. Hér er þvi á ferðinni annaöhvort sadiskur kvendjöfull eöa örvæntingarfull kona „i viöjum ástarinnar”, nema hvort- tveggja sé. Á skjánum sjáum viö hinsvegar Björgu Jónsdótt- ur, sem þessar kvenlýsingar eiga engan veginn viö. Björg hefur sjálft sagt i blaðaviötali aö hún hafi aldrei lært neitt i leiklist og aö það valdi henni töluveröum erfiöleikum, og þaö er hverju oröi sannara. Hins- vegar er ekki vist aö þjálfuð leikkona heföi getað ráðið betur viö þetta hlutverk, einfaldlega vegna þess aö persónan er ekki til, þaö hefur gleymst aö skapa hana. örlitið meira hefur veriö lagt i Emmu, systur Lárusar. Það örlar á glóru i henni. Bryndis Pétursdóttir stendur fyrir sinu og bjargar þvi sem bjargaö verður. Meira veröur hún ekki krafin um, en mikiö heföi nú veriö gaman aö sjá hana I áhugaverðara“hlutverki. Benedikt Arnason er eim leikarinn sem fær tækifæri til að skapa persónu, og gerir það meö ágætum. Hann er meira aö segja trúverðugur. Hlutverk Lárusar er greinilega það eina i leikritinu sem er bæði haus og sporður á, frá höfundarins hendi, og Benedikt tekst, aö minu mati, mjög vel aö koma þvi til skila. Arni Pétur Guð- jónsson var lika sannfærandi i sinu litla hlutverki. Sagan sem veriö er aö segja er, að manni skilst, einskonar sálræn hryllingssaga. Þaö fer þó ekki betur en svo, að hryll- ingurinn verður oft pinlegur, og jafnvel hlægilegur. Tilviljan- irnar i leiknum eru svo ótrú- legar aö maöur reynir aö gleyma þeim sem fyrst. „Sálfræðin” er Freud fyrir byrjendur. Islenska sjónvarpiö er, einsog allir vita, litil og fátæk stofnun og framleiöir fá leikrit. Þeim mun mikilvægara finnst manni aö þessi fáu Ieikrit séu þokka- lega úr garöi gerö og hafi eitt- hvaö aö segja. Aö þau séu ekki léleg stæling á erlendri miölungsframleiðslu Vandarhögg er þvi miður þessu vonda marki brennt. Það er ekki vandarhögg á áhorfend- ur, heldur vindhögg. Ingibjörg Haraldsdóttir. Viðar Víkingsson frumsýnir: Hvítur blettur í hnakka 1 kvöld verður frumsýnd á vegum Alliance Francaise kvik- myndin „Hvitur blettur I hnakka” eftir Viöar Vikingsson. Myndin, sem er meö frönsku tali og hálfrar klukkustundar löng, veröur sýnd f franska bóka- safninu, Laufásvegi 12, kl. 20.30. Aögangur er öllum heimill meöan húsriim leyfir. Viöar Vikingsson hóf nám i Paris 1972 og lauk licence-prófi i frönskum bókmenntum 1975. Þá tók viö þriggja ára nám við kvik- myndaskóla franska rikisins, IDHEC, og var kvikmyndin „Hvitur blettur i' hnakka” loka- prófsverkefni Viöars. Hann lagöi siöan stund á kvikmyndafræöi I eitt ár undir handleiöslu franska k vi km yn das t jór a n s Eric Rohmer. 1 myndinni er þjóösagan um djáknann á Myrká endursögö á nýstárleganhátt, og sögusviöiö er Paris. Meö aöalhlutverkin fara Gerard Chinotti, Sissi Bene- diktsson og Siguröur Pálsson. Viöar Vikingsson veröur viö sýningu myndarinnar í kvöld og svarar spurningum áhorfenda. Fyrsta prófmál á húsaleigulögin: Samningurinn gildir— ekki fyrirframgreiðslan t sibustu viki féll dómur I fógetarélti Reykjavikur, sem beöiö hefur veriö eftir meö nokkurri spennu. Þar var á ferö- inni málib sem leigusali hér I bæ höföaöi til aö fá úr þvi skoriö hvort timabundinn leigusamn- ingur gilti, eöa hvort þaö ákvæöi húsaleiguiaganna um aö aöeins væri heimilt aö borga 1/4 leigu fyrirfram gæfi leigjendum rétt til aö vera allt aö þrisvar sinnum lengur I ibúbinni, en samningur- inn hljóðaöi upp á. Leigjendurnir geröu samning til eins árs og greiddu allt árið fyrirfram, sem er óheimilt sam- kvæmt lögunum. Leigusalinn sagöi þeim upp meö löglegum fyrirvara, en Leigjendasamtökin töldu aö leígjendurnir heföu rétt til aö vera 3 ár I viöbót i ibúðinni, þar sem þau heföu greitt heilt ár fyrirfram. Dómurinn var á þá leið að timaákvæöi samningsins gilti og fyrirframgreiöslan breytir engu þar um. Þessi úrskurður er þvi leigjendum mjög i óhag, Aö sögn Jóns Asgeirs Sigurös- sonar sem sæti á i stjórn Leigjendasamtakanna verður úr- skuröinum aö öllum likindum áfrýjaö til Hæstaréttar. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.