Þjóðviljinn - 28.10.1980, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum,
Siðumúla 6
fnn
lesendum
starfa
Margrét Sæmundsdóttir
hringdi og benti okkur á mis-
ræmi i auglýsingum frá Hafnar-
fjaröarbæ, þar sem auglýst er
eftir starfsfólki, annarsvegar
fóstrum og hinsvegar starfsfólki
til vélritunar og innheimtu.
1 auglýsingunni um fóstrur
stóö: Sérstök athygli er vakin á
rétti öryrkja til starfa. Þessa
setningu var ekki að finna i
hinni auglýsingunni, þótt þau
störf (vélritun og innheimta)
hljóti aö vera mun heppilegri
fyrir öryrkja en fóstrustarf.
„Fóstrustarfiö er svo erfitt, aö
þaö er útilokaö aö fötluð mann-
eskja geti sinnt þvi” — sagöi
Margrét.
Viö hringdum i bæjarritara
Hafnarfjarðar, Guöbjörn ólafs-
son, og báöum hann um skýr-
ingu á þessum auglýsingum.
Guðbjörn sagði, aö til væri
bæjarstjórnarsamþykkt frá þvi
i fyrra, fyrir þvi aö auglýsa
jafnan eftir starfsfólki á þennan
hátt, þ.e. vekja athygli á rétti
öryrkja, og væri þá ekki gert
upp á milli starfa.
— Þetta var samþykkt eftir
ábendingu frá félags- og heil-
brigöismálaráöuneytinu, —
sagði Guðbjörn, — en reyndar
kom sú ábending á sama«tima
og ráöuneytið sjálft var aö aug-
lýsa eftir starfsfólki og hafði þá
ekki þessa setningu i auglýsing-
um sinum. Mér fyndist réttara
Fóstrustarfiö, er erfitt, og ekki heppilegt fyrir fatlaöa, segir
Margrét.
að ráöuneytiö eða Trygginga-
stofnun vekti athygli á þessu
ákvæöi laganna um rétt öryrkja
sjálft, meö almennum auglýs-
ingum ööru hverju. Þaö væri
skynsamlegra en að setja þetta
inn i allar auglýsingar, einsog
tilmæli komu fram um frá ráðu-
neytinu. Það segir sig sjálft að
sum störf eru heppilegri en
önnur fyrir öryrkja, og þegar
ekki er gert upp á milli þeirra
getur slikt vakiö falsvonir hjá
öryrkjum.
Hvaö snertir auglýsinguna
sem Margrét nefndi, um starfs-
fólk til vélritunar og innheimtu,
sagöi Guðbjörn aö setningin
heföi hreinlega falliö niöur
vegnagleymsku. Þessmá að lok-
um geta, að Hafnarfjaröarbær
mun vera eitt af örfáum, ef ekki
eina,bæjarfélagiö á landinu sem
hefur virt þessi tilmæli ráöu-
neytisins um aö vekja athygli á
rétti öryrkja. Það má þvi segja,
að þeir Hafnfirðingar hafi ekki
fengið mikla hvatningu til aö
halda þessu til streitu, þegar
enginn annar virðir tilmælin,
ekki einu sinni ráöuneytiö
sjálft!
Þegar Tígurinn fór að
kaupa sinnep
átti Tígurinn að
og kaupa sinnep
Nú
fara
handa mömmu sinni. Það
þurfti mikið sinnep í eina
sinnepstertu, að minnsta
kosti átta kílógrömm.
Þess vegna fór Tigurinn
með stóran kassa út í búð.
Á leiðinni í búðina mætti
Tígurinn manni, sem var
þriggja metra hár.
AAaðurinn var með sítt,
rautt skegg, stóran gulan
hatt og hann gekk á
skautum, þótt þetta væri
um hásumarið. AAaðurinn
Hvaöa dýr er þetta?
Ef þú skyggir meö blýanti alla fletina, sem punktar eru á, séröu
strax hvaöa dýr það er, sem felur sig á þessari teikningu.
Barnahornið
blés í bláan lúður og
snýtti sér um leið í
tóbaksklút. Tígurinn
horfði f orviða á manninn.
Þegar maðurinn sá það
lauk hann við að snýta
sér, tók lúðurinn út úr sér
og sagði: „Góðan dag!"
Síðan leit hann á röndótt
hárið á Tígrinum og
sagði: „AAikið ertu skrýt-
inn". Tígurinn horfði á
þriggja metra langan
manninn með síða rauða
skeggið og skauta á fót-
unum. „Þér ferst!" —
sagði Tígurinn og hélt
áfram ferð sinni. -
Þriöjudagur 28. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Stelpur í stuttum pilsum
• Útvarp
kl. 17.20
t dag hefst ný útvarpssaga
fyrir börn og unglinga: Stelp-
ur í stuttum pilsum” eftir
Jennu og Hreiöar Stefánsson.
Lesari er Þórunn Hjartar-
dóttir, 15 ára.
— Þetta er fyrri bókin af
tveimur, sem Jenna og
Hreiöar skrifuöu skömmu
fyrir 1970, — sagöi Þórunn, —
og voru þessar bækur mjög
vinsælar á sinum tima. 1
sögunni segir frá skólastevipu
i landsprófsbekk sem lendir I
ýmsum vandræðum. Sumt af
þvi sem gerist minnir á ýmis-
legt sem gæti gerst núna, en
mér finnst krakkar núna vera
allt ööruvísi en þá, miklu
hreinskilnari. Krakkarnir i
bókinni þora ekki aö tala
saman um ýmislegt, sem
okkur finnst alveg sjálfsagt aö
tala um. Eg held aö krakkar
núna viti . miklu meira en
jafnaldrar þeirra geröu fyrir
10 árum, — sagöi Þórunn.
Sjónvarp
kl. 21.45
Njósnað
í austur
og vestur
Nýi njósnamyndaflokkurinn
Blindskák viröist lofa góöu,
enda engin smámenni sem aö
honum standa. Alec Guinness
er einn af þessum leikurum
sem lyfta öllu upp á æöra plan
sem þeir koma nálægt. Hann
leikur Georg Smiley, njósnara
á eftirlaunum, sem fenginn er
til aöstoöar þegar grunur
kemst á kreik um aö rúss-
neskur njósnari sé kominn inn
á gafl hjá bresku leyniþjónust-
unni.
Þegar Smiley kemur á fund
öryggismálaráðherra er þar
fyrir njósnari, sem álitinn er
Alec Guinness i hlutverki
Georgs Smiley.
hafa gengið Rússum á hönd.
Hann segir að óvinurinn viti
allt um leyniþjónustuna sem
vert sé að vita. Og nú er bara
aö fylgjast með framvindu
málsins.
— ih
dJÞ Sjónvarp
’Q' kl. 22.35
Andlitin
á Evu
Joanne Woodward fékk
Óskarsverölaunin 1957 fyrir
leik sinn I myndinni „Þrjú
andlit Evu” (The Three Faces
of Eve), sem sýnd veröur i
sjónvarpinu i kvöld. Myndin
var áöur sýnd 2. ágúst s.l.
Þrjú andlit Evuer mynd um
kleyfhugasýki bandarisku
húsmóöurinnar Evu, sem á
heima I dæmigeröum smábæ.
Hversu haldgóö heimild
Eitt af þremur andlitum Evu,
þ.e. Joanne Woodward.
myndin er um þennan sjúk-
dóm skal ósagt látiö, en
Joanne Woodward leikur öll
þrjú hlutverkin jafnvel, svo
mikið er vist.
— ih
Uglur í fjölskyldunni
J8|| Útvarp
Wm kl. 9,05=
Kristján Jóhann Jónsson
byrjaöi i gær aö lesa I Morgun-
stund barnanna þýöingu sina á
sögunni „Uglur i fjölskyld-
unni” eftir Farley Mowat.
Mowat er kanadiskur
náttúrufræöingur og rit-
höfundur, og hefur m.a.
skrifaö fjöldann allan af
barna- og unglingabókum, þar
sem skemmtun og fróðleikur
fara saman. Sagan um ugl-
urnar Villa og Vælu er byggö á
atburöum i bernsku höfund-
arins i Saskatchewan. Strákur
nokkur finnur villtan uglu-
unga, sem hann temur og elur
upp. Siöan bætir hann öörum
viö, og uglurnar tvær gerast
fjölskylduvinir. Þær eru tals-
vert uppátektarsamar, og
stundum gengur vináttan
brösulega. Sagan er skemmti-
Kristján: Sagan um ViIIa og
Vælu.
leg og meinfyndin, einsog
höfundar var von og visa.
—ih