Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 1
Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag PwDVUHNN Fimmtudagur 20. nóv. 1980 — 263. tbl. 45. árg. 1 gær var unnið viö afiraöa saman þingskjölum á Grettisgötu 3. Viö þaö verk unnu m.a. Rúnar Geir Sigurösson, Sigrlöur Hanna Stefánsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. — Mynd: — gel. FISKIÐJAN I KEFLAVIK; Starfsmenn boda verkfall vegna lélegs aöbúnaöar á vinnustaö Starfsmenn Fiskiöjunnar i Keflavik, sem er fiskimjölsverk- smiöja, hafa boöaö verkfail frá og meö nk. mánudegi vegna léiegs aðbúnaöar á vinnustaö. Þetta er ekki ifyrsta sinn, sem þetta fyrir- tæki kemst i fréttirnar. Eflaust muna menn eftir mótmælum ibúa þar syðra vegna mengunar frá verksmiöjunni á sinum tima. Aö sögn Guðmundar Eiriksson- ar hjá Oryggiseftirliti rikisins, sem skoðaöi aðstöðu starfsfólks hjá Fiskiðjunni i sumar, var að- búnaður þar slæmur. Þó voru hafnar framkvæmdir viö ýmsar lagfæringar og breytingar á verk- smiðjunni en nú mun einhver aft- urkippur hafa komið i þær. Engin aðstaöa er þarna til að skipta um föt eöa til að baða sig eftir vinnu og eins er aðstaða i matsal afleit. Jóhann Sveinsson heilbrigðis- fulltrúi i Keflavik sagði að deila mætti um hvort aðstaðan þarna væri mjög slæm, að visu vantaði eitt og annað, en breytingar á fyrirtækinu væru i gangi. Nefndi hann aö búið væri að grafa grunn fyrir viðbótarbyggingu, þar sem ætluð væri aðstaða fyrir starfs- menn, en ekki yrði byrjað á henni fyrr en næsta sumar. Þá er veriö aö vinna að uppsetningu hreinsi- tækja i verksmiðjunni, sem eiga að koma þar sem nú er kaffistofa starfsmanna. Nú hefur sem sé soðið uppúr hjá starfsmönnum. Sem fyrr seg- ir hafa þeir boðað verkfall hjá fyrirtækinu nk. mánudag og er sú deila komin til rikissáttasemjara. —S.dór Lanchsfundur Alþýöu- bandalangsins hefst í dag kl.18/ kl.6 e.h., að Hótel Loftleiöum. Miklar annir hafa að undanförnu veriö á skrifstofu Alþýöubanda- lagsins að Grettisgötu 3 við undirbúning f undarins. Þar hafa meðal annars verið útbúin þingskjöl upp á 50 til 60 síður fyrir 250 til 300 þingfulltrúa/ sem gert er ráð fyrir að sæki fund- inn. Lúðvik Jósepsson formaður Al- þýðubandalagsins setur land- fundinn kl.18, og siðan verður gengið frá kosningu kjörbréfa- nefndar, og nefndanefndar, kosn- ingu fundarstjóra og annarra starfsmanna. Eftir matarhlé i kvöld hefst fundur að nýju kl 20.30 með þvi að Lúðvik Jósepsson ræðir ástand og horfur i stjórnmál- um. Þá fer fram kosning kjör- nefndar og annarra starfsnefnda. Að þvi loknu hefjast almennar umræður. Landisundinum lýkur á sunnu- dagskvöld. Dagskrá v landsfundar Sjá sfðu 6 Amnesty International er reiðubúið að lýsa Gervasoni samvisku- fanga— Sjá frétt á bls 3 Blaðamenn sömdu í gær um 11% kaup- hækkun. — Sjá bak- siðu. Mistök við sprengingu i Stykkishólmi — Sjá baksíðu Stelpurnar i Versló voru að leika sér í snjónum I fríminútunum i gær. 1 dag á Verslunarskóli lslands 75 ára afmæli og segir frá starfi hans I máli og myndum i OPNU. — Ljósm. —gel—. Ný lög um þingfararkaup Laun ákveðin af kjaradómi Frumvarp um þingfararkaup alþingismanna var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær, en frum- varpið felur i sér að kjaradómur ákveði kaup og kjör alþingis- manna. Frumvarpið um þingfararkaup alþingismanna sem flutt var af Jóni Helgasyni (F), forseta Sam- einaðs þings, Helga Seljan (AB), Agli Jónssyni (F) og Kjartani Jó- hannssyni (A) i framhaldi af þeim umræðum sem urðu s.l. sumar um kjör alþingismanna, kom til lokaumræðu á Alþingi i gær. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra sem sat hjá viö af- greiðslu frumvarpsins gagnrýndi það og taldi að megingallinn við það væri tvenns konar. I fyrsta lagi myndi sú breyting að kjara- dómur ákvæði kjör alþingis- manna hafa þá hættu i för með sér aö þingmenn fengju launa- hækkun þegar aörir launþegar þyrftu að búa við takmarkaðar launahækkanir. 1 öðru lagi taldi Ragnar að 11. gr. frumvarpsins væri slæm, en hún kveður svo á að alþingismað- ur sem gegnir störfum hjá riki eða rikisstofnun með þing- mennskunni skuli njóta launa samkvæmt mati viðkomandi ráðuneytis, þó aldrei hærri en 50%. Ragnar taldi að þingmenn ættu gkki aö njóta annarra fastra launa utan þingmennskunnar hjá rikinu. Einnig taldi hann að það atriði að viökomandi ráðuneyti ákvæöi þetta myndi hafa i för með sér misræmi og ójafnræði. Af þeim sökum sat ráðherrann hjá við afgreiðslu fraumvarpsins eins og fyrr segir. „Omældur gróði í hendur nokkurra heildsala” Húsgögn og mnréttingar flutt Inn fyrir 6 miliaröa Á þessu ári verða alls flutt inn húsgögn og inn- réttingar fyrir um sex þúsund miljónir króna/ sem jafngildir nær 50% af markaðshlutdeild þessara vörutegunda. I ályktun, sem samþykkt var á þingi Sambands bygginga- manna um siðustu helgi, segir að af þessum sökum fækki at- vinnutækifærum bygginga- manna óðfluga. Þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda um inn- borgunarskyldu á innflutt hús- gögn og innréttingar, hafi enn sigið á ógæfuhliöina. Megi að verulegu leyti rekja það til óskammfeilni viöskiptabanka umræddra vörutegunda, en bankarnir hafi lánað fé út á inn- borgun innflytjenda og þar með gert að engu stuöningsaðgerðir stjórnvalda við iðngreinarnar. „A það má benda, að ótak- markaður innflutningur þess- ara vörutegunda veitir ómæld- um gróða i hendur nokkurra heildsala, sem meö þvi hafa af þjóðinni dýrmætan gjaldeyri, sem skortir nú t.d. þegar oliu- verð hækkar dag frá degi”, segir i ályktun þings bygginga- manna. Þingið beinir þeirri áskorun til stjórnvalda og lánastofnana, aö þaö f jármagn sem variö er til uppbyggingar islensks iðnaðar, fari eingöngu til aukinnar tæknivæðingar og stuðli þannig að aukinni framleiðni. Þá skorar þingið á riki og bæjar- félög að kaupa einungis is- lenskar iðnaöarvörur og styrkja þannig innlendan iðnaö. Lúövík ræöir um ástand og horfur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.