Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Síldarsala í Danmörku Þrjú skip á leið út þrátt fyrir lágt verð Þrjú islensk skip hafa selt síld I Danmörku aö undanförnu og hef- ur verðið sem fengist hefur fyrir sildina verið mjög lágt, eða á - milli 4 og 5 kr. danskar fyrir kg. Þetta lága verð veldur þ vi, að það er á mörkunum að túrinn borgi sig hjá skipunum. Samt sem áður halda islensk skip áfram að sigla með fersksild til Danmerkur og eru nú þrjú skip á leið þangaö. Þau eru Ljósfari ÞH með 92 lest- ir, Hilmir SU með 75 lestir og Þórshamar með 92 lestir. Astæðan fyrir þvi að sildarverð er svo lágt i Danmörku er að frönsk sildveiðiskip hafa verið að selja þar og gera enn, þannig að nm offramboð á sild er að ræða. Ef á milli 4 og 5 kr. danskarfást fyrir kg af sildinni, er það um það bil helmingi hærra verð en greitt er fyrir sild til frystingar hér heima, en þá er eftir að greiða allan kostnað við siglinguna m.a. hinn grfðarlega mikla olíukostn- að, sem henni er samfara. Forráðamenn LIO hafa haldiö þvi fram, að staða útgerðarinnar sé afar slæm um þessar mundir og þvi vekur það nokkra undrun að skipin skuli sigla með sild til Danmerkur til að selja fyrir svo lágt verð sem raun ber vitni, sem aftur veldur þvi að það er á mörk- unum að túrinn borgi sig. — S.dór. Norskt á tónleikum Sinfón- íunnar Tveir fyrrverandi hljóm- sveitarstjóra r Sinfóniuhljóm- sveitar Islands báðir norskir koma við sögu á tónleikum henn- ar I kvöld. Karsten Andersen sem var aðalstjórnandi I fjögur ár 1973—77, stjórnar þá m.a. „Concerto Grosso” eftir forvcra sinn og landa, Olav Kielland, sem stjórnaði hljómsveitinni um árabil: Sieglinde Kahmann syngur ein- söng með hljómsveitinni og flytur Vier letzte Lieder Richards Strauss og aö lokum flytur hljóm- sveitin Júpitersinfóniu Mozarts — vh Bókhald Alþlngis undir ríkis- bókhaldið Akveðið hefur verið aö frá og með næstu áramótum heyri bókhald Alþingis undir ríkis- bókhaldið eins og bókhald ann- arra opinberra stofnana. A fundi neðri deildar Alþingis i gær er yfir stóðu umræður um frumvarp til laga um þingfar- arkaup alþingismanna tilkynnti Sverrir Hermannsson (S) forseti neðrideildar, aöforsetar Alþingis hefðu ákveöið að frá og með 1. janiíar 1981 að telja myndu fjár- reiður og bókhald Alþingis heyra undir ri'kisbókhaldið eins og bókhald annarra stofnana á veg- um hinsopinbera. Stjórn Amnesty gekk á fund forsætis- Gervasoni veröi ekki sendur út nema tryggt sé að hann lendi ekki í fangelsi sem þeim er boðið upp á i stað- inn. Samtökin taka að sér alla slika i Frakklandi. Astæðan er sú, að i Frakklandi er mönnum refsað með þjónustunni sem þeir mega gegna þar sem hún er töfalt lengri en herþjónustan. Amnesty International telur fullvist að neitun Gervasonis á að'gegna herþjónustu sé byggð á samviskuástæðum og þvi fellur hann undir reglur sam- takanna. Hrafn Bragason var að þvi spurður hvort fyrir lægju upp- lýsingar um örlög Gervasonis ef hann yrði sendur héðan, en sem kunnugt er ber frásögnum ekki saman um það atriði. Hrafn sagðist aðeins hafa þær upplýs- ingar sem komið hafa frá lög- manni Gervasonis i Danmörku sem benda til þess að hann yrði afhentur Frökkum. Hrafn sagði að skrifstofan i London hefði á sinum vegum rannsóknardeild sem kannar I mál manna sem geta orðið sam- I viskufangar, og ekki væri að efa ' að mál Gervasonis hefði verið i kannað niður i kjölinn. Eftir þá | könnun gaf aðalskrifstofan | heimild til að rætt yrði við for- , sætisráðherra og varð niður- i staða þess fundar sú að sögn I Hrafns, að ástæða er til að halda | að málið yrði skoðað gaumgæfi- ■ lega. I __________________r.J „Við höfum ástæðu til að halda að mál Gervasonis verði skoðað gaumgæfilega og við trúum þvi að hann verði ekki sendur héðan nema að tryggt sé að hann lendi ekki I fangelsi”, sagði Hrafn Bragason formaður tslandsdeildar Amnesty Inter- national á fundi með blaöa- mönnum i gær. Stjórn Amnesty hér á landi gekk i gær á fund Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, sem nú gegnir störfum dóms- málaráðherra. Þeir Amnesty- menn kynntu Gunnari niður- stöður rannsóknar aðalskrif- stofu Amnesty i London á máli Gervasonis, og fóru þess á leit að Gervasoni yrði ekki visað úr landi nema tryggt væri að hann lenti ekki i fangelsi vegna skoð- ana sinna, hvorki i Frakklandi né Danmörku. Þegar mál Gervasonis komst i hámæli i september sl., bað Is- landsdeild Amnesty aðalskrif- stofuna i London að kanna mál hans. Niðurstaðan varð sú að samtökin myndu taka hann að sér sem samvifkufanga yrði hann fangelsaður fyrir að neita að gegna herþjónustu. Það væru þvi fyrirbyggjandi aðgerðir ef tækist að koma i veg fyrir fang- elsun hans. Sérstakar reglur gilda hjá Amnesty vegna manna sem neita að gegna her- þjónustu, eða þeirri þjónustu Hrafn Bragason borgardómari, formaður tslandsdeildar Amnesty International. — Ljósm: gel. Heimsmetabókin með íslenskri viðbót að setja ný met og aðstæður aö breytast, en það sem setur þó fyrst og fremst svip sinn á út- gáfuna að þessu sinni er þaö að islenskt efni bókarinnar hefur verið stóraukið. Er getið is- lenskrahliðstæðna við met þau er bókin telur upp, i mjög mörgum tilfellum, og einnig islenskra sér- stæðna. Þá er myndaefni bókar- innar algjörlega nýtt. Heimsmetabók Guinness er bók sem nýtur gifurlegra vinsælda viða um lönd, og hafa nú komiö út 27 útgáfur hennar á fjölmörg- um tungumálum. Mun Heims- metabókin vera mest selda bók veraldar, ef Biblian er undanskil- in. Ritstjórar islensku útgáfunnar eru þeir Ornólfur Thorlacius og Steinar J. Lúöviksson. Heimsmetabók Guinness er 352 bls. Dýrasti fuglshamur i heimi var geirfuglinn sem íslendingar keyptu i London. Eysteinn Jónsson varð yngsti ráðherra á íslandi, eng- inn islensk stjórn hefur setið lengur en stjórn Hermanns Jónassonar frá 1934 til 1941. Svo segir I nýrri útgáfu á Heimsmetabók Guinness sem örn og örlygur gefa út með drjúgri viðbót af islensku efni. Bókin var fyrst gefin út hérlendis árið 1977, og seldist þá upp á skömmum tima. Efni hinnar nýju útgáfu bókarinnar er að verulegu leyti nýtt, þar sem alltaf er verið r Atta dögum af tíu eytt í atkvæðagreiðslu Undarleg vinnu- brögd segir r formaður FIA I gær Iagði Gunnar G. Schram sáttasemjari i flugmannadeilunni fram sáttatillögu sem Flugleiðir hafa fallist á fyrir sitt leyti að sögn Sigurðar Helgasonar for- stjóra. t sáttatillögunni er kveðiö svo á að næstu 8 daga skuli félag- ar I flugmannafélögunum báðum greiða atkvæði um hana en nú eru aðeins 10 dagar þar til uppsagnir flugmannanna taka gildi. A sáttaíundi, sem stóð i tvo tima i gærdag var ákveöiö að gera ekki grein fyrir efnisatriðum sáttatillögunnar fyrr en hún heföi verið kynnt i félögunum en i henni er tekið á sameiningu starfs- aldurslistanna, endurráðningar o.fl. Kristján Egilsson, formaöur Félags ísl. atvinnuflugmanna, sagði i gær að afskipti rikisvalds. ins af þessari deilu væru undarleg og vinnubrögð öll i sambandi við hana ættu að verða öörum stéttarfélögum til varnaöar. I dag, þegar atkvæðagreiðslgn má hefjast i húsakynnum sátta- semjara eru 10 dagar þar til upp- sagnir flugmanna taka gildi og 8 dögum af þeim tlma á að eyða i atkvæðagreiðsluna. A meðan veröurmálið i algerri biðstöðu og verði sáttatillagan felld er enginn timi til stefnu. Uppsagnarfrestur- inn er þvi að engu orðinn, sagði Kristján og furðulegt að þaö skuli vera hægt að halda mönnum i óvissu á þennan hátt fram á siðasta dag. Þegar uppsagnar- bréfin voru send út var ,,að þvi stefnt” aö ganga frá endur- ráðningum eða réttara sagt afturköllun uppsagnanna fyrir nóvemberbyrjun, en nú Hafa Flugleiðir skotið sér bak við em- bætti sáttasemjara varðandi þau mál, sagði hann ennfremur. Stjórn og samninganefndir flugmannafélaganna munu sjá um kynningu sáttatillögunnar I félögunum og stjórn FIA ákveður i dag hverjir hafi atkvæðisrétt um hana, en hluti félagsmanna FIA eru starfsmenn annarra flug- félaga en Flugleiða. —AI Bankamenn: í fæðingu Enginn formlegur sáttafundur hefur verið boðaöur i kjaradeilu bankamanna og er málið nú I höndum sáttanefndar þeirrar er annaðist samninga BSRB og rikisins si. sumar. Vilhjálmur Hjálmarsson for- maður nefndarinnar sagði i sam- tali við Þjóðviljann i gær, að sl. föstudag hefði siöasti sátta- fundurinn verið haldinn, en þá daga sem liönir eru siöan, hefði sáttanefndin rætt við aðila sinn i hvoru lagi. — Ég býst fastlega við að sátta- nefndin muni leggja fram sátta- tillögu i deilunni fljótlega, en við höfum enn ekki ákveðið hvenær deiluaöilar verða boðaðir til næsta sáttafundar, s,igöi Vil- hjálmur. Hann sagðist ekki vera svartsýnn á lausn deilunnar; að minnsta kosti sagðist hann ekki ráðleggja skuldurum bankanna i ! desember að treysta á verkfall. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.