Þjóðviljinn - 25.11.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1980, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Þriðjudagur 25. nóvember 1980 — 267, tbl. 45. árg. Svavar Gestsson kjörinn formaður Alþýðu- bandalagsins „Slik málefnaleg samstaða og eining hefur einkennt þennan landsfund að ljóst má vera að Alþýðubanda- lagið hefur algjöra sér- stöðu á íslandi sem samhentur baráttu- flokkur”, sagði Svavar Gestsson m.a. er hann sleit landsfundi Alþýðu- bandalagsins seint sl. sunnudagskvöld. Hið sama er að gerast á ✓ Islandi og i Noregi Mannvirkj um i Helguvík á- kveðið hafnað Formannaskipti: Lúftvík Jósepsson vlkur úr formannssætinu fyrir Svavari Gestssyni eftir kjör hans si. laugardag. Fráfarandi formaöur óskaOi Svavari sérstakiega tii hamingju meO hiO nýja trúnaöarstarf og árnaöi honum og flokknum allra heilla. Landsfundarfulitrúar hylltu nýkjörinn formann meö langvinnu lófataki. Ljósm. gel. ,,Meö fjórföldun olfubirgöa hersins á tslandi og nýjum birgöastööum i Noregi eru Bandarfkin aO auka vlgbúnaö á noröurslóöum og styrkja þannig lfkurnar á þvi aö hernaöarupp- gjör veröi á ný, llkt og I heims- styrjöldunum tveimur, aöallega I Evrópu.” ..segir m.a. I stjórn- málaályktunar landsfundar Al- þýöubandalagsins, þar sem fjallaö er um Helguvlkurmáliö. Um þetta mál lágu fyrir tvær tillögur, önnur frá kjördæmisráð- inu i Reykjaneskjördæmi og hin frá Oddbergi Eirikssyni i Njarð- vikum, Eftir umræður i nefnd um sjálfstæðis- og utanrikismál var góð samstaða um eftirfarandi af- stöðu: ,,A sama hátt og öflug andófs- hreyfing hefur nú risið i Noregi gegn bandariskum birgða- stöðvum þar hefur Alþýðubanda- lagið lagst gegn þvi að hér verði eðlisbreyting á oliubirgða- geymslu hersins með fjórföldun rýmisins, nýjum hafnarmann- virkjum, þjónustu við stærri flug- flota ásamt flugvélamóður- skipum og stækkun á umráða- svæði Bandarikjanna á lslandi. Þessvegna hafnar Alþýðubanda- Framhald á bls.13 Höfum sérstööu sem samhentur flokkur” 11 Landsfundurinn samþykkti viöamikla stjórnmálaályktun með öllum atkvæöum gegn einu, og ályktanir um sjálfstæðis- og utanrikismál voru samþykktar einróma, svo og ályktun um sam- fellda umræöu og viðtæka sam- stöðu gegn hernum. Einnig var samþykkt einróma sérstök at- vinnumálaályktun. Ýmis fleiri mál voru til umfjöllunar á lands- fundinum svo sem f jölskyldumál, menningar- og fræöslumál. Nánar er gerð grein fyrir sam- þykktum og umfjöllun i Þjóð- viljanum i dag og næstu daga. Fjörugar umræður voru á landsfundinum og haldnar sam- tals 122 ræöur i almennum umræðum, auk umræöna i nefndum. Þetta var fjölmennasti landsfundur til þessa og voru full- trúar 240 talsins, en voru aðeins 100á fyrsta landsfundi flokksins i upphafi áratugsins. Lúðvik Jósepsson baðst undan endurkjöri sem formaöur á fundinum og færöi Ragnar Arnalds honum þakkir fyrir meira en fjörutiu ára trúnaðar- störf á vegum flokksins. Kjör- nefnd skilaði samhljóða tillögu til fundarins um nýja stjórn og var hún óbreytt nema hvað stungiö var upp á Svavari Gestssyni sem formanni. Stjórnin varð sjálf- kjörin að öðru leyti en því að Erlingur Viggósson, Reykjavik, bauð sig fram gegn Kjartani Ólafssyni i varaformennskuna. Urðu úrslit þau aö Kjartan hlaut 171 atkvæöi, Erlingur 40,17 seölar voru auöir og einn ógildur. Svavar Gestsson nýkjörinn for- maður Alþýöubandalagsins er fæddur 26.6. 1944 að Guönabakka, Stafholtstunguhreppi i Borgar- firði. Hann ólst aö mestu upp 1 Reykjavik og á Fellsströnd i Dölum. Stúdentsprófi lauk Svavar frá Menntaskólanum i Reykjavik 1964. Frá 1964—1968 stundaöi hann háskólanám og kennslu en sinnti einnig póli- tiskum verkefnum og störfum á Þjóðviljanum. Svavar var sam- fellt við Þjóðviljann frá 1968 þar til hann var kjörinn á þing 1978. Ritstjóri var hann frá 1971. 1 rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978—1979 var Svavar viöskipta- ráðherra og gegnir nú embætti félagsmála- og heilbrigðisráö- herra i rikisstjórn Gunnars Thor- oddsen. Ný miðstjórn flokksins var einnigkjöriná laugardag og hlaut Lúðvik Jósepsson langflest stig i kosningunni. Næstur honum að stigum kom Asmundur Stefáns- son framkvæmdastjóri ASl. —ekh Sjá síöur 6, 7, 8, 9 og 16 Alþýðusambandsþing hófst í gær: Tóku úr sér glímuskiálftann í smámáli Eðvarð kjörinn forseti þingsins 34. þing Alþýöusam- bands islands var sett kl. <10.00 i gærmorgun að Hótel Sögu. Forseti ASI, Snorri Jónsson, setti þingiö, en siðan fluttu gestir þingsins ávörp. Þessu næst var tek- ið fyrir álit kjörbréfa- nefndar, eins og vera ber. Að loknu matarhléi var hafist handa við að kjósa starfsmenn þingsins og var Eðvarð Sigurðsson ein- róma kjörinn forseti þess. Aftur á móti varð nokkur óró- leiki um 1. og 2. varaforseta. Stungið var uppá Karli Steinari Guðnasyni sem 1. varaforseta, en þá var stungiö uppá Jóni Helga- syni, formanni Einingar, á móti. Jón baðst undan þvi að vera i kjöri og óskaöi eftir aö þeir, sem uppá honum stungu, drægju til- löguna til baka. Yar þa& gert og Karl Steinar kjörinn. Stungiö var uppá Auði Torfadóttur sem 2. varaforfesta, en þá kom tillaga um Aöalheiði Bjarnfreðsdóttur á móti. Aðalheiður baðst undan þvi aö vera i kjöri og var það tekið til greina og Auður kjörin. Ritarar þingsins voru kjörnar Ragna Bergmann, Anna Asgrimsdóttir, Sigriður óskarsdóttir og Sigriður Skarphéöinsdóttir. Þessu riæst var tekið fyrir smá- mál, en þaö voru kjörbréf 6 fulltrúa, tveggja frá Blönduósi og fjögurra frá Sauöárkróki. A Báðir hafa þeir lýst yfir að þeir ætli I framboö til kjörs forseta ASt, Karvel Pálmason (t.v.) og Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASt.(Ljósm. — gel) daginn kom að ekki hafði verið fariö rétt að kjöri þeirra heima I héruðum, og lagði Þórir Daniels- son, talsmaður kjörbréfanefndar, fram álit hennar sem var á þann veg, aö leyfa Blönduósingum þingsetu með málfrelsi og tillögu- rétti, en ekki atkvæðisrétti. Um Sauökræklinga var erfiðara aö Framhald á bls. 13 34. þing ASÍ: Neituðu að Jjölga í kjömeftid A þingi ASt i gær lagði Nefndanefnd til að nefndir þingsins yrðu 9 og Iagði hún einnig fram tillögur um ákveðinn fjölda fólks f hver ja nefnd. t flestum tilfellum komu fram tillögur um við- bótarnöfn, þetta eitt tii fjögur, og var þaö mál leyst með tillögu forseta þingsins um að fjölga I nefndunum sem þessu nam. Var það allt- af samþykkt, þar til kom að kjörnefnd þingsins, þcirri nefnd sem kemur til með að semja tillögu um hverjir skipi sæti forseta ASt og miðstjórn, næsta kjörtima- bil. Þegar tillaga kom um einn mann I viðbót við þá 9, sem Ncfndanefnd stakk upp á, neitaði nefndin að fjölgað yrði í kjörnefnd og fóru þvi fram kosningar. Nefndanefnd lagði til að eftirtaldir menn ættu sæti i kjörnefnd: Benedikt Daviðs- son, Sigfinnur Karlsson, Guðmundur Hilmarsson, Gunnar Kristinsson, Magnús L. Sveinsson, Sverrir Garðarsson, Karl Steinar Guðnason, Gunnar Már Kristófersson og Hákon Há- konsson. Þeir Stefán Ogmundsson og Ólafur Emilsson frá HIP gerðu tillögu um Magnús E. Sigurðsson, formann Fél. bókagerðarmanna, i nefnd- ina,og fór þvi kosning fram, þar eð neitað var um að fjölga í nefndinni. úrslit verða ekki birt fyrr en i dag þareðsvolangantimatók að telja atkvæði i gær. Aðrar nefndir þingsins eru: Kjara-og atvinnumála- nefnd með 37 manns innan- borðs, 23ja manna fræðslu- og menningarmálanefnd, 23ja manna trygginga-, vinnuverndar- og öryggis- málanefnd, 17 manna tölvu- tækni- og atvinnulýðræðis- nefnd, 11 manna lifeyris- málane&id, laganefnd, fjár- hagsnefnd og allsherjar- nefnd með 21 mann innan- borðs. S.dór. Glæsilegur árangur júdómanns Hinn harðskeytti júdómaði Bjarni Friöriksson, gerði sér 111 fyrir og sigraði I slnum þyngda flokki á Opna skandlnavfsl meistaramótinu, sem fram fói Kaupmannahöfn siðustu hel( Bjarni lagði alla sina viðfang menn meö giæsibrag. Sjá nánar á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.