Þjóðviljinn - 25.11.1980, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. nóvember 1980.
Stjórnmála-
ályktun
landsfundar
Alþýdu-
bandalagsins
1980
Við birtum hér fyrri hluta
stjórnmálaályktunar landsfundar
Alþýðubandalagsins, en fundinum
lauk síðdegis á sunnudag.
Síðari hluti stjórnmálaálykt-
unarinnar fjallar um atvinnuþró-
un og bíður hann birtingar til
morguns.
Landsfulltrúar voru um 240 og var þröngt setinn bekkurinn I Kristalssai Loftieiöa þegar flest var. — Ljósm. gel.
Baráttan gegn veröbólgu
undír merkjum jafnadar
I. Núverandi
rikisstjórn — tillögur
Alþýöubandalagsins
A þeim tima sem liöinn er frá þvi núver-
andi rikisstjórn tók viö völdum hefur veru-
legur árangur náöst á ýmsum sviöum þó
hægt hafi miöað á öörum. Rikisstjórnin tók
viö 60—65% veröbólgu, stjórnleysi á sviöi
rikisf jármála og margvislegum
vandamálum i launamálum þar sem allir
kjarasamningar voru lausir.
1.
Verðbólga hefur minnkað nokkuö eöa úr
60—65% i u.þ.b. 50%. Hafa ber i huga þegar
þessiárangur er metinn aö veröbólga hefur
á þessum tima fariö ört vaxandi I heistu
viðskiptalöndum tslands og oliuverö hefur
enn hækkaö meö tilfinnanlegum afleiöing-
um fyrir þjóöarbúiö.
2.
A sama tima og gifurlegt atvinnuleysi er
rikjandi i flestum nálægum löndum og hef-
ur fariö vaxandi er Island eina landiö i
Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku þar
sem atvinnuleysi er nær ekkert og viðun-
andi atvinnuástand rikir I flestum byggöar-
iögum, jafnvel óhófleg yfirvinna og vinnu-
þrældómur.
3.
Rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir lögbind-
ingu ýmissa félagslegra réttinda og hags-
munamála, sem verkalýöshreyfingin hefur
barist fyrir á undanförnum árum og
áratugum. Þar má nefna ný húsnæðislög,
sem gera ráö fyrir verulegri aukningu
félagslegra fbúðabygginga, ný lög um holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustööum og lög
um lögskráningu sjómanna. Þá skal minnt
á fæðingarorlof, sem tekur gildi frá næstu
áramótum, og fjölmörg önnur félagsleg
réttindamál, sem hafa náöst fram. Þá hef-
ur einnig átt sér staö veruleg breyting I
framfaraátt á sviöi heilbrigöismála og
menningarmála/svo nokkuö sé nefnt.
4.
Samningar hafa veriö geröir viö opinbera
starfsmenn um launakjör og nýlega hafa
veriö geröir samningar um kaup og kjör á
hinum almenna vinnumarkaöi, sem hafa
þaö I för meö sér aö kaupmáttur hinna
lægri launa hefur veriö réttur af frá þeirri
skeröingu sem hann hefur oröiö fyrir á und-
anförnum misserum vegna versnandi viö-
skiptakjara, skeröingarákvæöa Ólafslaga
og óbilgirni Vinnuveitendasambandsins,
sem dró samninga mjög á langinn.
Framfarastefna
i atvinnumálum,
framsýn
auðlindastefna
og
félagsleg
uppbygging
5.
Fjármálum rikisins hefur veriö komiö á
traustari grunn. Rikissjóöur er nú rekinn
hallalaus og þó stefnt aö lækkun rikisskulda
og verulega auknum framlögum til marg-
háttaöra félagslegra framkvæmda.
6.
Komiö hefur veriö i veg fyrir auknar
hernámsframkvæmdir og nýjar stóriöju-
framkvæmdir á vegum erlendra aöila.
7.
Undirbúnar hafa veriö viötækar aögerðir til
eflingar islenskum iönaöi og til þess að nýta
islenskar orkulindir, en myndalegt átak á
þessu sviði, undir merkjum islenskrar
orkustefnu og islenskrar atvinnustefnu, er
forsenda sjálfstæöis og batnandi lifskjara.
Meö kaupránslögunum i febrúar og mat
1978 reyndi rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar aö fifta kjarasamningun-
um frá árinu áöur, en barátta verkalýðs-
hreyfingarinnar og sigur Alþýðubanda-
lagsins I kosningunum 1978 kom aö mestu i
veg fyrir þau áform. Þannig varð kaup-
máttur tímakaups verkamanna aöeins
0.5—1.5% lægri á árunum 1978 og 1979 held-
ur en hann var fyrsta hálfa áriö eftir kjara-
samningana 1977, þótt mikiö áfall hafi oröið
i utanrikisviöskiptum okkar.
Þrátt fyrir þaö sem áunnist hefur á stutt-
um valdatima rikisstjórnarinnar rikir nú
nokkur óvissa um stööuna i islenskum
Asmundur Stefánsson og Guömundur Þ.
Jónsson ræöast viö á landsfundinum. —
Ljósm. gel.
stjórnmálum. Rikisstjórnin hefur nauman
þingmeirihluta, framundan er veruleg
veröbólguskriða sem óhjákvæmilegt er aö
stemma stigu viö. Innan ríkisstjórnarinnar
hafa komiö fram kröfur um einhliða
skeröingu verðbóta á laun. Alþýðubanda-
lagiö hafnar algjörlega slikri stefnu og tel-
ur óhjákvæmilegt aö i baráttunni gegn
veröbólgu veröi tekiö á öllum meginþáttum
efnahagslifsins og undir merkjum jafnaöar
veröi tryggt aö þeir sem mest bera úr být-
um leggi mest af mörkum i baráttunni viö
verðbólguna. Alþýöubandalagiö hafnar enn
sem fyrr kauplækkunarleiðinni, en hvetur
til skipulegrar sóknar til aö treysta undir-
stööur islensks efnahagslifs og tryggja
mannsæmandi lifskjör fyrir almenning i
landinu. Alþýöubandalagiö teluraö þetta sé
unnt jafnframt þvi sem sigrast verði á óöa-
veröbólgu og öörum timabundnum vanda,
en til þess þarf vilja og samstööu róttækra
og framsækinna afla i þjóöfélaginu, ekki
sist i rööum launafóiks.
Alþýöubandalagiö itrekar enn fyrri sam-
þykktir sinar um eftirfarandi grundvallar-
aögeröir i efnahagsmálum, ef takast á aö
draga verulega úr veröbólgu:
1.
Leggja þarf höfuöáherslu á aö auka verö-
mæti framleiöslunnar og fjölbreytni og
knýja fram sparnað i rekstri, þannig aö
þjóöartekjur vaxiog meira veröi til skipta i
þjóöfélaginu. Viö endurskipulagningu I at-
vinnurekstri veröi þess sérstaklega gætt aö
hún leiöi ekki til óhóflegs vinnuálags verka-
fólks.
2.
Breyta þarf núverandi tekjuskiptingu lág-
launafólki í hag.
3.
Tekin veröi upp áætlanagerö fjárfestingar-
mála til nokkurra ára i senn til að koma i
veg fyrir óhagkvæmar framkvæmdir og só-
un fjármuna.
4.
Innflutnings- og útflutningsverslun veröi
tekin til rækilegrar endurskoöunar meö þaö
fyrir augum aö koma á sparnaöi og aö
tryggja sem best skil á gjaldeyri og nýtingu
hans.
5.
Rekstur rikisstofnana veröi endurskipu-
lagöur. Rikisendurskoðun veröi efld. Gætt
veröi sparnaðar i rekstri rikisins og opin-
berra stofnana. Bankakerfiö veröi einfald-
aö og komið í veg fyrir þá þenslu sem þar
hefur ríkt.
6.
Skattalögum og tekjuöflunarkerfi rikis og
sveitarfélaga verði breytt á þann veg, aö
skattar hækki á háum tekjum og miklum
eignum, en lækki á lágum tekjum. Staö-
greiöslukerfi skatta veröi tekiö upp svo
fljótt sem þess er kostur. Skattaeftirlit
veröi hert og viöurlög þyngd. Gjöld á brýn-
um nauðsynjum lækki, en hækki hins vegar
á munaöar- og eyösluvörum. Einnig veröi
þess gætt að skattleggja frekar en nú er
margvisleg fjármálaumsvif i þjóöfélaginu,
m.a. hinn stórfellda gróöa bankanna, sem
er skattfrjáls i dag.
7.
Vextir veröi lækkaöir jafnhliöa þvi sem
unnið er aö minnkun veröbólgu.
8.
Stjórn peningamála verði gjörbreytt og aö
þvi stefnt aö beina lánsfé þjóðarinnar aö
framleiösluaukandi verkefnum og i þágu
markaörar efnahagsstefnu.
9.
Verölagseftirlit veröi gert virkara en þaö
er nú, m.a. meö aukinni þátttöku samtaka
launafólks í eftirlitinu. Lögö veröi sérstök
áhersla á hert eftirlit meö innflutnings-
verölagi.
Hér er um almenn stefnumarkandi atriði
aö ræöa. Ráöstafanir þarf siöan aö gera í
samræmi viö þau til þess aö draga strax úr
hraöa veröbólgunnar. Alþýöubandalagiö
telur þvi nauösynlegt aö gripiö veröi til