Þjóðviljinn - 12.12.1980, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Qupperneq 3
Föstudagur 12. desember 1980. ÞJöÐVILJlNN — SÍÐA 3 j Jólatrén ! tendruð í | Reykjavík Á morgun, laugardag, og á * sunnudaginn veröa tendruð J stærstu jólatrén i Reykjavik, á I Austurvelli og við Reykjavikur- I höfn. Tréð við Reykjavikurhöfn J hefur að venju verið reist við I Hafnarbúðir og er gjöf frá I klúbbnum Wikingerrunde i > Hamborg, sem er félagsskapur J fv. sjómanna, blaða- og versl- I unarmanna þar i borg. Koma I nokkrir félaganna hingað til að * vera við afhendinguna, þ.á.m. J hafnarstjóri Hamborgarhafnar, I dr. Mönkemeier, O. Dreyer I Eimbcke ræðismaður fslands ■ og frumkvöðlar jólatrésgjafar- 1 innar, sem nú er send i fimm- I tánda sinn, þeir Werner Hoenig I fulltr. Loftleiða i Hamborg og I Hans Hermann Schluhz hjá 1 norðurþýska útvarpinu. Ljósin verða tendruð kl. 16 á I laugardag og mun dr. Mönke- I meier afhenda tréð Gunnari B. * Guðmundssyni hafnarstjóra að I viðstöddum R. Hert sendi- I herra V-Þýskalands og öðrum I gestum. Lúðrasveit leikur við ■ Hafnarbúðir frá kl. 15.45. A sunnudaginn kl. 15.30 verð- I ur kveikt á jólatrénu á Austur- I velli, gjöf Oslóbúa til Reykvik- 1 inga i rúman aldarfjórðung. Þar I hefst athöfnin með leik Lúðra- I sveitar Reykjavikur, sendi- I herra Noregs, Annemarie Lor- ' entzen afhendir tréð og Sigurjón IPétursson forseti borgarstjorn- ar veitir þvi viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Að lokum syngur J Dómkórinn jólasálma. Eftir að kveikt hefur verið á n Jólatréð frá Hamborg. Kveikt verður á þvi á morgun kl. 2 sd. — Ljósm. —-eik— trénu verður barnaskemmtun við Austurvöll með jólasveinum og öllu tilheyrandi og koma þeir fram á þaki Kökuhússins undir stjórn leiðtoga sins, Askasleikis, að þvi er sérlegur umboðs- maður jólasveinanna, Ketill Larsen hefur tilkynnt. "J 25 miljarðar upp 1 lánsfjáráætlun: Borgist eftir 25 ár! 4,7 miljarða króna viðbótarheimild í ár Rikisstjórnin hefur ieitað eftir heimild til að taka 4750 miljón króna lán tii ráðstöfunar á þessu ári og til viðbótar 25 miljarða króna lán til ráðstöfunar á næsta ári upp i lánsfjáráætlunina fyrir árið 1981 og er það mjög sérstætt: afborgunarlaust i 24 áriRagnar Arnalds fjármálaráðherra mælti i gær fyrir frumvarpi til laga um heimildir fyrir rikisstjórnina til lántöku á árunum 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir. Leitað er eftir heimiidtil að taka lán að upphæð 4750 miljónir króna til ráðstöfun- ar i ár. Lánsfé þessu mun verða ráðstafað m.a. til Rafmagns- veitna rikisins til framkvæmda við Kröflu, 1111 miljónum króna, til Jarðvarma veitna rikisins og til framkvæmda við Bjarnarflag 300 miljónum, til kaupa á þyrlu fyrir Landheigisgæsluna, þá sem þeg- ar er komin til landsins, 800 miljónum króna, til heitaveitu- framkvæmda i Borgarfirði 620 miljónum króna og til að greiða hlut rikissjóðs i dráttarbrautar- framkvæmdum 520 iniljónum króna, svo að nokkrir ráðstöfun- arþættir séu nefndir. Jafnframt þessu er leitað eftir heimild fyrir rikisstjórnina til að taka 25 miljarða króna lán á árinu 1981 til ráðstöfunar á þvi ári þangað til lánsfjáráætlunin hefur verið samþykkt, en það verður ekki gert á Alþingi fyrir jól, að sögn fjármálaráðherra, þótt hún verði lögð fram tii kynningar i næstu viku. Hér er um mjög óvenjulegt lán að ræða þar sera það er veitt til 25 ára og afborgunarlaust fyrstu 24 árin. . —Þ»g Verkakonur á Eskifirði atvinnulausar Atvinnuástand á Eskifirði hefur verið fremur slæmt siðan um miðjan nóvember. Hraðfrysti- húsið hefur verið lokað að undan- förnu, aðeins þeir fáu sem þar eru fastráðnir hafa vinnu, en þeir eru aliir karlmcnn. Þær 20-30 konur sem hafa unnið i frystihúsinu og fóru ekki i sildarvinnuna hafa verið atvinnulausar siðan 20. nóvcmber. Nýji togarinn, Hólmatindur, sem keyptur var til Eskifjarðar i ágústlok, fór beint i klössun á Akureyri og er nú i sinni fyrstu veiðiferð. Hinn togarinn, Hólma- nes, er i slipp á Akureyri. Ekki bætir úr skák, að bátar hafa siglt með afla að undanförnu og selt erlendis. Sæljón og Kristján Guðmundsson hafa selt i Englandi. ,,Á meðan þokkaleg vinna var hér i sumar, neitaði frystihúsið að taka við afla þessara báta,” sagði Hrafnkell A. Jónsson fréttaritari blaðsins á Eskifirði i gær. „Útgerðarmenn þeirra telja sig þvi ekki skylduga að leggja hér upp fisk þegar hentar hjá fyrirtækinu.” Nokkur hópur fólks hefur haft vinnu við sildarfrystingu eftir að söltun lauk. Verið er að reisa 12 ibúða blokk á staðnum og er þar nú einkum vinna fyrir iðnaðar- menn. Aðeins ein kona hefur látið skrá sig atvinnulausa, þvi reglur at- vinnuleysistrygginga eru þannig, að ef eiginmennirnir hafa sæmi- legar tekjur fá konurnar engar atvinnuleysisbætur. Konurnar eru varavinnuafl eins og oft hefur verið bent á, atvinnulausar viða um land jafnvel mánuðum saman, en i uppgripum eins og sildarævintýrinu vinna þær ásamt unglingum og jafnvel börnum myrkranna á milli. —eös SH um framlengingu aðlögunargjalds: Miklir hagsmunir í útflutningi gleymast Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur tekið afstöðu gegn fram- lengingu aðlögunargjalds af iðn- aðarvörum og varaði i gær við hverskonar aðgerðum hér á landi sem lciða til gagnráðstafana af hálfu Efnahagsbandalagsins að þvi er varðar innflutningsgjöld af sjávarafurðum. Um viðhorf SH segir að öðru leyti svo i tilkynningu hennar: „Félag isl. iðnrekenda hefur nú i frammi mikinn áróður fyrir- framlengingu aðlögunargjalds af iðnaðarvörum. I röksemdum fyr- ir þessu gjaldi eru settar fram hæpnar fullyrðingar um lakari samkeppnisaðstöðu iönaðar gagnvart sjávarútvegi, og ekki er minnst á þá f jarlægðarvernd sem iðnaður nýtur i ýmsum greinum, né heldur að sjávarútvegur aðal- keppinauta okkar á fiskmörkuð- um nýtur stórfelldra opinberra styrkja. I þessari umræðu gleymist að hér er um að ræða mikla hags- muni i útflutningi. Eftir að tollar voru felldir niður i Efnahags- bandalaginu sem afleiðing aðild- ar okkar að EFTA, þá hefur út- flutningur sjávarafurða til þess- ara landa aukist ár frá ári. Þá er einnig fyrirhuguð veruleg fjár- festing i Englandi til að styrkja markaðsaðstöðu okkar i framtið- inni. Þetta er að sjálfsögðu gert i ljósi þess að við njötum áfram þeirrar tollalegu aðstöðu sem gildir i dag, þvi ef gera mætti ráð fyrir lakari samkeppnisaðstöðu, þá væru slikar áætlanir byggðar á sandi.” Þá segir ennfremur, aö við- skiptahagræði islenskra útflutn- ingsaðila vegna aðildar Isiands að Efta og bókunar 6 við EBE verði um 11 miljarðar króna árið 1980 vegna útflutnings til landa innan þessara bandalaga. HERERBOKIN! HVERJU MÁ EG TRUA? cftir Harold Shcrman Frá örófi alda hafa draumar og vökusýnir fylgt mannkyninu. Draumurinn er margslungið ævintýri, sem menn ráða á ýmsa vegu, jafnvel hefur hver ráðandi sína eigin lausn, sinn eigin lykil að leyndardóminum. Hér segir fjöldi kunnra manna frá draumum sínum og vökusýnum. Hver segir frá á sinn sérstæða hátt, en sem heild mynda frásagnir þeirra óvenjulega og forvitnilega bók, sem stór hópur lesenda mun fagna. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VBRS STE/NS SF \ Þetta er einstök bók um lífsspeki eftir hinn mikla frömuð rannsókna á yfirskil- vitlegum fyrirbærum, höfund bókanna DULARMÖGN HUGANS, LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN og AÐ SIGRA ÓTTANN, — Þeir sem glata trúnni lifa í ótta og óvissu um framtíðina, þá skortir öryggi. En er mögulegt að endurheimta það, sem glatazt hefur? Og hvernig vita menn hverju þeir mega trúa? Þessi bók er hreinskilið, presónulegt svar Harold Sherman við þessum brennandi spurningum. SÝNIR í SVEFNI OG VÖKU eftir Halldór Pjetursson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.