Þjóðviljinn - 12.12.1980, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Qupperneq 15
Föstudagur 12. desember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 . #rá Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Áskorun tekið Hér um daginn skrifaði Valur Valsson dagskrárgrein og skor- aði á verkafólk að láta til sfn heyra um málefni verkalýðs- hreyfingarinnar. Mig langar til að verða við þessari áskorun. Nú hafa samningar tekist eða eru að takast hjá flestum innan ASt. Það fer ekki á milli mála að þessir samningar standa samningunum 1977 langt að baki. Kauphækkunin er minni nú, og það sem verra er að verðbætur reiknast skv. Ólafs- lögum og kaupmáttur skerðist þvi um hér um bil 2% á hverju þriggja mánaða timabili. Augljóst er þvi, að þeir sem fá minnsta kauphækkun nú, munu standa miklu verr að vigi i lok samningstimabilsins en þeir gerðu fyrir samningana. Svo má búast við þvi að samningar dragist á langinn næst, eins og nú, og eykur það enn skerðing- una. Það er ekki ný bóla að at- vinnurekendur beri sig aum- lega, sérstaklega fyrir samn- inga. Þó yfirleitt fylgi litil al- vara sliku tali, þá verður þvi ekki móti mælt, að vitlausar fjárfestingar, of margir togarar og vanþróuð fyrirtæki, sem eru ekki samkeppnisfær við friverslunaraðstæður ofl, allt þetta hefur gert auðvaldinu erfitt fyrir. Reyndar væri réttara að segja að þetta hafi gert verkafólki erfitt fyrir, þvi öllum þessum erfiðleikum hefur verið velt yfir á axlir verka- fólks. Astæðan fyrir þvi, að tekist hefur aö láta verkafólk axla byrðarnar er m.a. sú að öll barátta verkalýðshreyfingar- innar hefur verið máttlaus á sama tima og atvinnurekendur hafa tekið upp nýja stefnu i samningamálunum, harölinu- stefnu. Hægt væri að hafa mörg orð um þessa stefnu. Ég læt þó nægja hér að vekja athygli á þvi aðhún stafar ma. af upplausn- inni i' Sjálfstæðisflokknum, sem hefur knúið VSI til að yfirtaka pólitiskt og hugmyndafræð- ilegt hlutverk hans að nokkru leyti. Þetta hefurenn alvarlegri afleiðingar vegna þess að stærsti verkalýðsflokkurinn, Alþýðubandalagið, tekur þátt i borgaralegri rikisstjóm, sem hefur það höfuðverkefni að bjarga auðvaldinu úr kreppu þess, sbr. Flugleiðir og frysti- húsin. t dag eru ýmsar blikur á lofti. Það er verið að tala um að skerða þurfi visitölu ofl. i þeim dúr, sem af pólitikusum er kall- að efnahagsaögerðir. Hverjar sem þessar aðgeröir svo verða er vist, að full ástæða er fyrir verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi. Eitt er vist að þess- ari stjórn er ekki treystandi fremur en öðrum borgaralegum rikisstjórnum. Þá er komið að tilefni þessara skrifa. Valur lýsir eftir hug- myndum um nýjar baráttu- leiðir. Ég vil skora á baráttufólk að hugleiða eftirfarandi atriði i þvi sambandi: — Að Alþýðubandalagið fari úr rikisstjórninni. — Viðræður verkalýösleiðtoga við rikisvaldið verði framvegis opinberar, og eng- inn kostur gefinn á neinskonar leynimakki. — Fræðslustarf i hreyfingunni verði eflt, og eins MFA. — Otgáfutiðni Vinnunnar, málgagns ASt, verði stóraukin, og blaöið opnað öllum félagsmönnum. Askrift verði innifalin i félagsgjöldum. — Notuð verði ákvæði kjara- samninga um vinnustaða- fundi. — Upplýsingastreymi verði stóraukið.er samningar standa yfir. — Kröfugerð liggi fyrir strax og samningar eru lausir. Að- gerðir hefjist straxog krafist verði afturvirkra kauphækk- ana til aðkoma i veg fyrir að atvinnurekendur geti hagn- ast á að draga samninga. — Krafist verði fullra verbóta á laun, i samræmi við ákvæði sólstöðusamninganna. öllum skerðingartilraunum verði svarað af fyllstu hröku. Ég held að þessi atriði væru verðug byrjunarverkefni til að draga verkalýðshreyfinguna upp úr feninu sem hún brýst nú i. Hvað finnst lesendum Þjóð- viljans um það? Einsog Valur vil ég hvetja menn til að láta i sér heyra hér i blaðinu. 25. növember 1980 Rúnar Sveinb jörnsson rafvirki. Hver á heima hvar? Barnahornið Getur þú giskað á hver á heima hvará þessum myndum? HATURSFULLT HJÓNABAND t kvöld verður sýnd I sjónvarpinu tiu ára gömul frönsk mynd: „Kötturinn” (Le chat). Leikstjóri er Pierre Granier-Deferre, en i aðal- hlutverkum eru skærustu stjörnur franskrar kvik- myndagerðar um áratuga- Skeið: Simone Signoret og Jean Gabin. Það er áreiðan- lega alveg óhætt að mæla með þessari mynd. Jafnvel þótt hún væri hundvond hljóta þau .Qt. Sjónvarp TTkl. 22.45 Gabin og Signoret að vera einnar kvöldstundar virði. Myndin fjallar um hjón sem hafa verið gift i aldarfjórðung. Astin er löngu kulnuð, og hatrið hefur tekiö öll völd i hjónabandinu. Jólin og trúin #Útvarp kl. 15.00 Heimilisþátturinn „Innan stokks og utan” er á dagskrá I dag, i umsjá Arna Bergs Eirfkssonar. — Þessir þættir eru um fjölskylduna og heimilið, svo það er ekki óeðlilegt að við sé- um farin að huga að jólunum, og jafnvel komin i jólaskap, — sagði Arni Bergur. — Þátturinn fjallar að þessu sinni um jólin og um kristna trú. Ég fór i einn gagn- fræðaskóla höfuðborgarinnar, Vogaskóla, og tók þar tali nokkra nemendur. Ég spurði þá um jólin og um afstöðu þeirra tiltrúarinnar, t.d. hvort þeir ætluðu að láta ferma sig. Einnig ræddi ég við kennara þeirra, Jón Ingvar Valdimars- son. Þá ræddi ég við Olfar Krist- mundsson guðfræðing, Álf- heiði Ingadóttur liffræðing og blaðamann, Gústaf Nielsson sagnfræðinema og Gunnar Arni Bergur Eiriksson: Spurt um jólin og kristna trú. Eyjólfsson leikara um jólin og trúna. Ég vissi ekki fyrrfram hvaða skoðanir þetta fólk hefði, og má þvi segja að þetta sé einskonar könnun, þótt ófullkomin sé. En þetta fólk hefur ákveðnar skoðanir á þessum málum og segir frá þeim, — sagði Arni Bergur að lokum. — ih i Fréttaspegli Bftlarnir verða til umfjöll- unar i Fréttaspegii i kvöld, enda eru þeir mörgum ofar- lega í huga nú eftir morðið á John Lennon. Annað efni af erlendum vettvangi er Efnahagsbanda- lagið, og verður athyglinni einkum beint að landbúnaði, fiskveiðum og hugsanlegri stækkun bandalagsins. Af innlendum vettvangi verða einnig tvö mál tekin til meðferðar. Fjallað verður um stækkun togaraflotans sam- timis þvi að banna þarf þorsk- veiðar stóran hluta ársins, og rætt um starfsaðferðir þeirr- ar nefndar dómsmálaráðu- neytisins sem fjaliar um þaö hvernig fullnægja eigi fang- elsisdómum. Formaður nefndarinnar, Jónatan Þór- mundsson prófessor, og Orn Clausen hæstaréttarlög- maður skiptast á skoðunum. 1 Biltarnir verða i spegii frétt- anna i kvöld. Sjónvarp Ikl. 21.35 Umsjónarmenn Fréttaspeg- ils að þessu sinni eru frétta- mennirnir Bogi Ágústsson og Guðjón Einarsson. ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.