Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. janúar 1981 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Þröngt í búi hjá bílasmiðum: Chrysler enn á hausnum Aðalforstjóri Chrysler, Iacocca, útskýrir niðurskurðaráætlun fyrir- tækisins. Chrysler, ein af helstu bílaverksmiðjum Banda- ríkjanna, er aftur á hvin- andi kúpunni. Crysler fékk í sumar leið 1,5 miljarði dollara ríkisábyrgðarlán til að halda sér á floti, og þarf í janúar 400 miljónir dollara til viðbótar. Björgunaráætlanir Crysler hafa ekki getað staðist. Bilasalar hafa birgðir til fjögurra mánaða og háir vextir ásamt með van- trausti kaupenda á fyrirtæki sem stendur svo höllum fæti hafa leitt til þess að miklu minna hefur selst en vonast var til af hinum sparneytna K-bil, sem var helsta von fyrirtækisins. Þetta þýðir að Chrysler tapaði um 200 miljónum dollara siðustu þrjá mánuði árs- ins og setur þar með bandariskt met i taprekstri á árinu. Tapið mun að likindum nema 1,7 mil- jarði dollara. Fyrra metið setti Chrysler einnig, það var i hitteð- fyrra að bilasmiðjurnar töpuðu 1,1 miljarði dollara. Forstjóri fyrirtækisins, Iacocca, hefur lagt fram björgunaráætlun. Hún gerir m.a. ráð fyrir þvi að verkamenn hjá Chrysler afsali sér kauphækkunum og friðindum fyrir um 600 miljónir dollara á næstu tveim árum. Viðskiptavinir Chryslers eru beðnir um að biða með reikninga eða breyta skuld- um i lán — helst er þess óskað aö þeir breyti skuldum i hlutafé hjá fyrirtækinu. Um 2200 mönnum við stjórnsýslu og skrifstofuvinnu verður sagt upp. Meö slikri niðurskurðaráætlun vonast ráðamenn Chrysler til að geta fengið umbeðna rikisábyrgð til að fleyta sér áfram fram eftir þvi ári sem nýbyrjað er. Kvöldvísa Ný lög við ljóð Steins Steinars Nýlega kom út hljómplatan „Kvöldvisa” með tiu lögum eftir Torfa Ólafsson við ljóð Steins Steinars, samin á undanförnum tveim árum. Hljómsveitin Mezzo- forte annast undirleik og útsetn- ingar eru eftir Eyþór Gunnarsson og Friörik Karlsson. Fimm söngvarar flytja lögin, þau Eirikur Hauksson, Ingibjörg Ingadóttir, Jóhann Helgason, Jó- hann G. Jóhannsson og Siguröur K. Sigurðsson. Torfi ólafsson er 25 ára Kópa- vogsbúi og hefur nýlokið námi úr Kennaraháskólanum. Hann er af „bílskúrbanda-kynslóðinni” i Kópavogi, en af henni eru einnig menn eins og Tryggvi Hiibner, Sigurður K. Sigurðsson o.fl.. Hann lék eitt sinn i hljómsveit i Kópavoginum, sem bar nafnið Akrópolis, en á honum hefur annars ekki borið á tónlistar- sviðinu. Torfi segir, að hann hafi gengið með mörg þessara laga i langan tima og þar sem hljómplata sé ekki hlutur, sem hrist sé fram úr erminni, hafi hann gengið milli útgefenda meö lögin. En alls staðar fékk hann sömu svörin, — menn væru ánægðir með lögin sem slik, en hann væri óþekktur maður og hljómplötuútgáfa háð miklum sveiflum. Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann gæti þá allt- eins gefið plötuna út sjálfur. Hann náði samningum við Hljóörita um upptöku á „dauðum timum” og gekk siðan bónarveginn milli vina og kunningja meö þeim árangri, að nú er platan komin. Jarðfræði- greinar Guðmundar Kjartanssonar gefnar út F’old og vötn heitir bók eftir Guðmund Kjartansson sem komin er út hjá Menningarsjóði. Bókin flytur 13 greinar um jarðfræðileg efni, samdar á fjórum áratugum, 1931-71, en annað efni er minningargrein um Guðmund Kjartansson úr Náttúrufræðingnum 1972 og rit- skrá hans. Um bókina og höfund hennar segir svo á kápu: „Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur (1909-72) var i hópi menntuðustu og fundvisustu náttúrufræðinga okkar, en jafn- framt ágætur rithöfundur og vin- sæll fyrirlesari. Af nýmælum hans i visindagrein sinni ber hæst tilgátuna um myndunarhætti móbergsfjallanna, stapakenn- inguna, sem hann geröi fyrst grein fyrir i Arnesinga sögu 1943, en hún sannaðist i Surtseyjargos- inu tuttugu árum siðar. Fold og vötn hefur að geyma þrettán greinar sem Solveig dóttir Guðmundar og Þorleifur Einars- son jarðfræðingur hafa búið til prentunar. Er bókin merkilegur skerfur til jarðsögu Islands og islenskra náttúrufræða, og éin- kennist af málfegurð, vandvirkni og listfengi.” Fold og vötn er 223 bls. að stærð, prentuð og bundin i Eddu. Kápumynd er af Heklugosinu 1947. LAUNAKJÖR ÞINGMANNA O Samanburður kjaradóms KJARADÓMUR Þinqfararkaup og kostnaóur alþinqismanna Arsfjárhæóir í janúar í nýkrónum Aö breyttum Breytingar í s Aó óbreyttum launum og kostnaöi launum skv. ákvöróun Alþingis Samvkæmt ákvöröun Kjaradcms Frá óbrei'ttum launum Fra breiitum launum (1) (2) (3) (3) : (1) % (3): (2) % 1. Þinqmenn Reykjavíkurkjörctetiis Ferðakostnaóur I kjördæmi 18.320 18.320 7.860 Kostnaóur alls 18.320 18.320 7.860 Þinqfararkaup 123.651 148.382 144.000 16,5 "3,0 Kostnaóur og kaup alls 141.971 166.702 151.860 7,0 "8,9 2. Þinqnenn Reykjaneskjördamis Hálfir dagpeningar (210 dagar) 9.135 9.135 Feróakostnaður £ kjördæmi 18.320 18.320 14.760 Kostnaóur alls 27.455 27.455 14.760 Þingfararkaup 123.651 148.382 144.000 16,5 -3,0 Kostnaöur og kaup alls 151.106 175.837 158.760 5,1 -9,7 3. Þinqmenn annarra kjördaana, lögheimili utan Rei’kjavíkur Húsaleiga 18.840 18.840 20.400 Dagpeningar (210 dagar) 18.270 18.270 10.500 Ferðakostnaður í kjördæmi 18.320 18.320 25.980 55.430 55.430 56.880 Þingfararkaup 123.651 148.382 144.000 16,5 -3,0 Kostriaóur og katp alls 179.081 203.812 200.880 12,2 -1,4 4. Þingmenn annarra kjördasna, lögiieimili 1 Reykjavík Dvalarkostnaóur í kjördani 8.625 8.625 9.600 Feróakostnaöur í kjördæni 18.320 18.320 25.980 Kostnaóur alls 26.945 26.945 35.580 Þingfararkaup 123.651 148.382 144.000 16,5 -3,0 Kostnaður og kaup alls 150.596 175.327 179.580 19,2 2,4 5. Þingmenn annarra kjördaana, lögheimili í náqrenni Rvk. Hálfir dagpeningar (210 dagar) 9.135 9.135 - Annar kostnaóur eins og í 4. 26.945 26.945 35.580 Kostnaóur alls 36.080 36.080 35.580 Þingfararkaup 123.651 148.382 144.000 16,5 -3,0 Kostnaóur og kaup alls 159.731 184.462 179.580 12,4 -2,6 Athugasemdir: 1. Þinyfararkaup í dálki (1) er skv. mióaóist áóur viö þann launaflokk lfl. 120 hjá BHM eftir hækkun frá 1/12/1980, en bingfararkaup 2. Þingfararkatp í dálki (2) er eins og í dálki (1) en aó auki er meótalin sú ákvaó á sl. surnri, en framkvæmd þeiriar ákvörðunar var síðcur frestað. 20% hækkun sem Alþingi 3. Kostnaóarliðii I dálkum (1) oy (2) eru til viómióunar framreiknaöir til janúarverólags veröbreytingar. m.v. liklegar 4. Sá kostnaóur sem hér er talinn tekur aóeins til þeirra lióa sem Kjaradánur áiiveóur nú samkvaant lögan nr.75/1980. Að auki fá þingiænn endurgreídd fargjöld eöa greitt km. gjald vegna feröalaga heim í kjördami, á fundi o.þ.h. aó hámarki 24 ferðir á ári. Þingmenn búsettir í Keflavík hafa jafnframt fengiö endurgreióslu feróakostnaóar vegna aksturs til Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.