Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Módel kirkjubyggingar Fella- og Hólahverfa einsog Ingimundur og Gylfi hugsa sér hana. r Urslít í samkeppni um kirkju í Breiðholti Laugardaginn 3. janúar var lýst úrslitum i samkeppni um uppdrátt að kirk jubyggingu Fella- og Hólasóknar I Reykjavík. Þremur aðilum var boðin þátttaka i samkeppninni eða þeim arkitektunum Hiimari Ólafssyni og Hrafnkatli Thor- lacius, Ingimundi Sveinssyni og Gylfa Guðjónssyni og Þorvaldi S. Þorvaldssyni og Manfred Vil- hjálmssyni. Dómnefnd var sammála um að árangur keppninnar hafi verið mjög góður og erfitt að gera upp á milli áhugaverðra en ólikra tillagna. Dómnefnd varð sam- mála um að veita tillögu arki- tektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar meðmæli sin til frekari Utfærslu. Þykir dómnefnd þeim hafa tekist mjög vel að tengja saman kirkjuskip, safnaðarheimili og annað húsnæði sem tilheyrir safnaðar starfi. Byggingin fellur vel að landslagi og aðliggjandi byggð og tengsl við útisvæði mjög góð. Lóðiner i svokallaðri Austurdeild og veit móti Elliðaárdalnum. Dómnefnd skipuðu frá hendi safnaðarnefndar: sr. Hreinn Hjartarson, sem var formaður nefndarinnar, Jón Hannesson, byggingameistari og Óli Jóhann Asmundsson, arkitekt. Af hálfu Arkitektafélags Islands: Albina Thordarson, arkitekt, og Þór- arinn Þórarinsson, arkitekt. Trúnaðarmaður dómnefndar var Dagný Helgadóttir, arkitekt.mhg Jafnréttisráð: „Starfsmaður” getur verið karl eða kona Jafnréttisráð hefur sent frá sér orðsendingu þar sem bent er á að það virðist vera orðinn útbreidd- ur misskilningur að orðið „starfs- maður” sé ekki lengur leyfilegt, þegar starf er auglýst til umsókn- ar heldur verði að nota orðið „starfskraftur”. I bréfi Jafnréttisráðs er vitnað til klausu sem birtist i Morgun- blaðinu þar sem vikið var að orðanotkun Guðriðarv Þor- steinsdóttir formanns Jafnréttis- ráðs, en hún talaði alltaf um starfsmenn. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs merkir orðið maður „tvifætt og tvi'hent spendýr, hið eina sem hefur lært að tala og notfæra sér orkulindir utan eigin likama (homo sapiens) Jafnréttisráð getur ekki betur séð en að þetta eigi bæði við um karla og konur. Siðan segir i bréfinu að i lögum um jafnrétti sé óheimilt að auglýsa fremur eftir starfsmanni af öðru kyninu en hinu. „Orðið „starfskraftur” er ekki frá Jafn- réttisráði komið, né hefur það mælt með notkun þess i þeirri merkingu sem hér um ræðir, enda er hún bæði röng og hvim- leið. Þaðer von Jafnréttisráðs að sem flestir sjái sér fært að hætta notkun á orðinu „starfskraftur” i umræddri merkingu og noti orðið „starfsmaður” þegar auglýst er starf laust til umsóknar.” [sinfónían j j í steríó ! ITónleikum Sinfóniuhljóm- I sveitar Islands verður út- I varpað i stereó I fyrsta sinn J • n.k. finuntudagskvöld. ITónleikar þessir verða I helgaðir höfuðborg tónlistar- I innar, Vin. Að venju veröur J • fyrri hlutanum útvarpaö á . Ifimmtudaginn, en siðari I hlutanum seinna. Á fimmtu- j dagskvöldið fáum við að J heyra atriði úr óperettum , * eftir Strauss, Lehár og Stolz. ■ IÞekkt austurrisk söngkona, | Birgit Pitsch-Sarata, syngur | einsöng með hljómsveitinni. , Urskurður Kjaradóms: Um launakjör alþingismanna Arið 1981, föstudaginn 2. janúarkom Kjaradðmur saman að Rauðarárstig 31 i Reykjavik og var haidinn af Benedikt Blöndal, Jóni Finnssyni, Ólafi Nilssyni, Jóni Rögnvaldssyni og Jóni G. Tómassyni. Fyrir var tekið: Ákvörðun um þingfararkaup og kostnað alþingismanna sam- kvæmt lögum nr. 75/1980. Hinn 17. desember 1980 tóku gildi ný lög um þingfararkaup alþingismanna. Lög þessi voru staðfest 2. desember 1980 og gefinútsem lögnr. 75/1980. Með lögum þessum er Kjaradómi falið að ákveða þingfararkaup, svo og húsnæðis- og dvalar- kostnað alþingismanna og ferðakostnað i kjördæmum. Aður höfðu i þessu efni gilt lög nr. 4, 6. mars 1964, sbr. lög nr. 57/1971 og 72/1965. Samkvæmt þessum lögum átti alþingis- maður að njóta launa sam- kvæmt launaflokki B 3 i kjara- samningi um laun starfsmanna rikisins. Þó var þingfarar- kaupsnefnd heimilað að gera á þvi breytingar i samræmi við almennar breytingar á launum starfsmanna rikisins og átti hún einnig úrskurð um önnur kjara- atriði alþingismanna, er skjóta mátti til forseta Alþingis til endanlegrar ákvörðunar. Undanfarið hafa alþingismenn fengið laun samkvæmt launa- flokki 120 i kjarasamningi rikis- ins og Bandalags háskóla- manna, enda launaflokkur B 3 ekki lengur til. Samkvæmt 12. grein laga nr. 75/1980 skal Kjaradómur ákveða eftirfarandi: 1. Þingfararkaup. Um það segir i 1. grein laganna, að alþingis- maður njóti þingfararkaups úr rikissjóði. Þingfararkaup greið- ist frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir kjördag eöa eftir að þingseta hefst og til siðasta dags þessa mánaðar, er kjör- timabil eða þingsetu lýkur. Kaupið skal greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrirfram, að 1/12 hvert sinn. 2. Húsnæðis- og dvalarkostnað. Þar er visað til 2. gr. laganna, þar sem segir i 1. málsgrein, að alþingismaður, sem á lög- heimili utan Reykjavikur en verður að hafa dvalarstað i Reykjavik eða grennd vegna fjarlægðar frá heimili sinu, eigi rétt á að fá greiddan húsnæðis- kostnað vegna þingstarfa og ennfremur dvalarkostnað um þingtimann. 1 2. málsgrein segir siðan, að alþingismaður, sem gegnir þingmennsku i kjördæmi utan Reykjavikur og Reykjaness og nýtur ekki greiðslu samkvæmt 1. málsgrein 2. greinar, eigi rétt á að fá greiddan kostnað vegna dvalar i kjördæmi sinu. Lands- kjörinn þingmaður á að fá sama dvalarkostnað og þingmaður i þvi kjördæmi, þar sem hann var i framboði. 3. Ferðakostnað. Um hann eru ákvæði i 4. gr. þess efnis, að al- þingismaður skuli á ári hverju fá fjárhæð til greiðslu kostnaðar við ferðalög i kjördæmi sinu. Heimilt er að hafa upphæðina misháa eftir kjördæmum. Landskjörinn þingmaðurskal fá sama ferðakostnað og þing- maður i þvi kjördæmi, þar sem hann var i framboði. Akvæði þetta tekur ekki til ráðherra. Ákvörðun Kjaradóms skal gilda frá 1. október ár hvert til 30. september næsta ár. Verði verulegar og almennar breytingar á launum, húsaleigu eða dvalarkostnaði opinberra starfsmanna á gildistima ákvörðunar Kjaradóms skal Kjaradómurtaka ákvörðun sina til endurskoðunar. 1 ákvæði til bráðabirgða með lögum þessum segir, að þegar eftir gildistöku laganna skuli Kjaradómur taka til ákvörð- unarþauatriði,sem honum beri að úrskurða um samkvæmt þeim, og skuli þær ákvarðanir gilda frá 1. mai 1980 til 30. september 1981. Við ákvörðun þessa um þing- fararkaup og kostnað alþingis- manna hefur Kjaradómur aflað sér þeirra gagna, sem tiltæk þafa verið, og meðal annars leitað upplýsinga hjá þingfor- setum og skrifstofustjóra Al- þingis. Æskilegt hefði verið, að Kjaradómur hefði betri vit- neskju um ýmis atriði er snerta kostnað alþingismanna vegna þingstarfa en legið hefur fyrir. Mun áfram unnið að öflun upp- lýsinga á vegum dómsins um þetta efni. Tekið skal fram, að réttur til greiðslu húsnæðis- og dvalar- kostnaðar er skv. 1. mgr. 2. gr. bundinn þvi skilyrði, að þing- maður verði vegna fjarlægðar lögheimilis að taka upp dvalar- stað i Reykjavik eða grennd. Af þessu leiðir, að niður falla greiðslur til þingmanna bú- settra i nágrenni Reykjavikur, sem áður hafa fengið dvalar- kostnað greiddan að hluta. Ákvörðun Kjaradóms um þingfararkaup varðar heildar- laun alþingismanna. Þó skal tekið fram, að Kjaradómur ætl- ast ekki til að greiðsla þóknunar til undirnefndar fjárveitinga- nefndar verði felld niður, enda hefur undirnefndin sérstöðu meðan nefnda Alþingis. Akvörðun: Þingfararkaup og kostnaður alþingismanna 1. mai 1980 til 30. september 1981 ákveðst þannig: 1. Þingfararkaup skv. 1. gr.: Mánaðarkaup i.maii98U 850.000 g.Kr. 1. júní 1980 950.000 g.kr. 1. septl980 1.050.000 g.kr. 1. des. 1980 1.200.0GG g.kr. 1. jan.1981 12.000 nýkr. Þingfararkaup 1. janúar 1981 er miðað við verðbótavisitölu 191.25 stig. Kaup þetta tekur sömu verðbótum og laun opin- berra starfsmanna, sbr. lög. nr. 13/1979 og bráðabirgðalög nr. 87/1980. Mánaðargreiðslur 2. Húsnæðiskostnaður vegna þingstarfa, skv. 1. mgr. 2. gr.: 1. mai til 30. júni 1980 150.000 g.kr. 1. júli til 30. sept. 1980 155.000 g.kr. 1. okt. til 31. des. 1980 160.000 g.kr. Frá 1. jan. 1981 1.700nýkr. 3. Dvalarkostnaður um þing- timann skv. 1. mgr. 2. gr.: Frá 1. mai 1980 3.600 g.kr. á dag Frá 1. okt. 1980 5.000 g.kr. á dag Frá 1. jan. 1981 50 nýkr. á dag 4. Dvalarkostnaður i kjördæmi skv. 2. mgr. 2. gr.: Ákveða verður kostnað þennan i tvennu lagi, annars vegar fyrir timabilið 1. október 1980 til 30. september 1981/ en hins vegar timabiliö til 30. september 1980 og hafa þá i huga, að i reynd ákveðst kostn- aður þessi fyrir eitt ár i senn. Þykir hæfilegt að ákveða kostnaðinn fyrir timabilið er lauk 30. september 1980 805.000 gamlar krónur en fyrir tima- bilið 1. október 1980 til 30. september 1981 9.600 nýjar krónur. 5. Kostnaður við ferðalög i kjör- dæmi skv. 4. gr.: I. 1. mai til 31. desember 1980: Þingmenn Reykjavikurkjör- dæmis 435.000 g.kr. Þingmenn Reykjaneskjör- dæmis 825.000 g.kr. Þingmenn annarra kjördæma 1.440.000 g.kr. Mánaðargreiðslur II. 1. janúar til 30. september 1981: Þingmenn Reykjavikurkjör- dæmis 655 nýkr. Þingmenn Reykjaneskjör- dæmis 1.230nýkr. Þingmenn annarra kjördæma 2.165nýkr. Benedikt Blöndal, Jón Finnsson, Ólafur Nilsson, Jón G. Tómasson, Jón Rögnvaidsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.