Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.01.1981, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Neysla á mjólkiir- fitu breytist lítið Trúlega verður enn um sinn um það deilt hvort neysla á mettaðri fitu auki tiðni hjarta- og æðasjúk- dóma eða ekki og ekki ætlar undirritaður sér þá dul að leggja dóm á það. Hins ætti þo að vera óhætt að geta, að samkvæmt niöurstöðum rannsókna, sem gerðar voru i Nashville I Banda- rikjunum og Cambridge í Eng- landi, lækkaði m jólkurneysla kolcstcrol-innihald blóðsins. Til- raunin leiddi i ljós, að hjá þeim, sem drukku 2 ltr. af mjolk á dag i 2 vikur, lækkaði kólesterói inni- hald blóðsins um 5%. Mjög litil breyting hefur orðið á neyslu dýrafitu hérlendis sl. 10 ár. Kindakjötsneyslan breytist til- tölulega litið. Sveiflur i neyslunni má að mestu rekja til breytinga á niðurgreiðslum. Hinsvegar er neysla á mjólkurfitu, reiknuð sem meðalneysla á ibúa, svo til óbreytt frá 1971—1980. Árið 1974 sker sig þó nokkuð úr. Þá var meðalneysla á mjólkurfitu 19,4 kg á mann. 1977 var neyslan minnst, 16,1 kg á ibúa. Arin 1971—1973 var meðalneyslan 17,6 kg og á sl. ári 17,3 kg. Egg er sú fæðutegund, sem inniheldur hvað mest af kólesteróli. Þvi hafa ýmsir sér- fræðingar varað við neyslu á eggjum, egg leggjast þannig á sveif með fóðurbætisskattinum — eða hvað? Telja þeir hámark að borða 3 egg á viku. En svo fundu ,þeir við St. Louis-háskólann i Missouri i Bandarikjunum upp á þvi að gera tilraun með þetta á nemendum. Hún leiddi i ljós, að þótt þeir neyttu 21 eggs á viku, eða 7 sinnum meira en ráðlagt var, þá hafði það engin áhrif á kólesteról innihald bóðsins. , —mhg Fyrri ákvæðum um netafjölda breytt Sjávarútvegsráðuneytið gaf út 27. desember s.l. reglugerð, sem breytir litillega fyrri ákvæðum um leyfilegan netafjöida báta. Leiðréttíng Orðið ekkislæddist inn i frétt á forsiðu blaðsins i gær og sneri við merkingu heillar setningar. Þessi meinlega villa var i fréttinni um breytingu lausaskulda i föst lán, þar sem vitnað er i orð Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra. Re'tt er setningin svona: „Ég geri ráð fyrir þvi að á næstu dögum verði settur á laggirnar starfshópur til þess að athuga þetta mál”. Er þetta hér með leiðrétt og ráðherra og lesendur beðnir afsökunar. —ih Eftir breytingu þessa hljóðar gildandi ákvæði nú þannig: Skipum, sem hafa 12 menn eða fleiri i áhöfn, skal óheimilt að hafa fleiri en 150 net i sjó. Sé áhöfn 11 menn skulu ekki fleiri en 138 net i sjó, 10 ekki fleiri en 126, 9 ekki fleiri en 114, 8 ekki fleiri en 102, 7 ekki fleiri en 90, 6 ekki fleiri en 78, 5 ekki fleiri en 66, 4 ekki fleiri en 54, 3 ekki fleiri en 42, og sé áhöfn 2 menn skulu ekki fleiri en 30 net i sjó. Miðað er við, að 60 faðma löng slanga sé i hverju neti. Sjávarútvegsráðuneytinu er heimilt i veiðileyfum til þorsk- fisknetaveiða að takmarka enn frekar leyfilegan netafjölda báta, telji það ástæðu til, t.d. ef bátar landa ekki afla daglega. (Fréttatilkynning frá sjávarút- vegsráðuneyti) ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og ná- grennis Garðar Sigurðsson verður með viðtalstima að Kirkjuvegi 7 Selfossi laugardaginn lO.jan. kl. 2. ’ e.h. Garöar Sænskur styrkur tíl mjólkur- manna Alfa-Laval fyrirtækið I Sviþjóð hefur ákveðið að gefa starfs- mönnum i islenskum mjólkuriðn- aði kost á árlegum styrk næstu fimm ár til að afla sér aukinnar menntunar og fræðsiu á þvi sviði. Nemur styrkupphæöin 10 þús. sænskum krónum á ári. Með umboð fyrir Alfa-Laval hér á landi fara Véladeild Sam- bandsins og Dráttarvélar hf. Selur Véladeildin mjaltakerfi og þann tækjabúnað, sem bændur nota en Dráttarvélar annast sölu á m jólkurvinnslubúnaði i mjólkurbú. Ber að snúa sér til þessara aðila um umsóknir. Við úthlutun koma til greina búfræði- kandidatar, mjólkurfræðingar, bændur, sem náð hafa athyglis- verðum árangri i mjólkurfram- leiðslu og aðrir aðilar, sem vinna að verkefnum á sviði mjólkur- framleiðslu og mjólkuriðnaðar, eða hyggjast afla sér menntunar á þvi sviði. —mhg Vegleg gjöf frá Austurríki Aöalræöismaöur Austurrikis hér á landi, Ludvig Siemsen, af- henti nýlega f orstöðum anni Þýska bókasafnsins, Coletta BOrling, veglega bókagjöf frá Austurriki. Hér er um að ræða gott úrval austurriskra fagurbókmennta, en austurriskar bókmenntir eru með þvi veigamesta sem skrifað hefur veriö á þýska tungu, ekki sist á siðastliðnum áratugum. Meðal höfunda þaðan má nefna Hugo von Hofmannstal, Arthur Schnitzler, Stefan Zweig, Robert Musil, Rainer Maria Rilke, Paul Celan og Peter Handke. Bækur þessar verða varð- veittar i safninu og hægt að fá þær lánaðar þar. í þakkarræðu gat forstöðumaður safnsins þess, að I Þýska bókasafninu ættu að finn- ast bækur eftir sem flesta rithöf- unda sem skrifa á þýska tungu, burtséð frá öllum landamærum. Með þessari gjöf væri þvi stigið mikilvægt spor i rétta átt. & SKU'AUH.tHB RIKISINS M/S Baldur fer frá Reykjavik mánudaginn 12. þ.m. til Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka til 9. þ.m. ANDARTAK! Happdrætti Þjóðviljans: Vinningsnúmerin . 1. des. s.l. voru dregnir út vinningar I happdrættinu. Upp komu þessi númer: I L 1. Bifreið, Daihatsu Charade 2. Sólariaiidaferö með Ctsýn 3. Sólarlandaférð meö úrvali 4. lrlandsferð með Samv.f./Landsýn nr. 5030 nr. 5999 nr.16832 nr. 34635 135 j Laus staða Staða útibússtjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri er laus til umsóknar. Háskólapróf i gerlafræði, matvælafræði eða skyldum greinum er nauðsynlegt. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sjávarút- vegsráðuneytinu, Lindargötu 9, 101 Reykjavik, eigi siðar en 31. janúar 1981. Sjávarútvegsráðuneytið, 2. janúar 1981. Dregið var í hausthappdrætti Blindrafélagsins 22. des. 1980. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. Myndsegulband, Nr. 12002. 2. -6. Vöruúttekt, gkr. 500.000.-Nr.: 11715, 18820, 18039, 13738, 28932. 7.—16. Reiðhjól, gkr. 300.000.- — Nr.: 12634, 7041, 7251, 5532, 24461, 8860, 9337, 13451, 23811, 5559. Þökkum landsmönnum veittan stuðning á liðnu ári. Blindrafélagið, Hamrahlíðl7. Blikkiðjan k Asgaröi 7, GarÖabæ " Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. r A Gerum föst verötilboö L k 1 ■ SÍMI 53468 Blaðbera vantar strax! Tjarnargata — Háskólahverfi Hverfisgata — Lindargata MOÐVIUINN Siðumúla 6 S* 81333.j Þjóðviljinn óskar að ráða mann til að ann- ast dreifingu og innheimtu fyrir blaðið i Grindavik strax. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra i sima 81333. pjoovium Siðumúla 6 S. 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.