Þjóðviljinn - 16.01.1981, Síða 1
UOWIUINN
Föstudagur 16. janúar 1981 12. tbl. 46. árg.
Fiskverðið í BÚR: I'tt'
Alþýðubandalagið:
Fundiir miðstjórnar
hefst kl. 20,30 í kvöld
AAiðstjórnarf undur Alþýðubandalagsins hefst í
kvöld kl. 20.30 í fundasal Sóknar að Freyjugötu 27.
Á dagskrá fundarins eru efnahagsráðstafanir
rikisstjórnarinnar, f lokksstarfið og önnur mál.
Mótmœli fóstra báru árangur:
Fá endurskoðun
á samningunum
eftir borgarstjórnarfund i gær
Hækkunin
aftur-
kölluð
Verðlagsyfirvöldum barst i
fyrradag kvörtun fisksala vegna
þe ss að Bæjarútgerð Reykjavíkur
hafði hækkað verð á neyslufiski
til þeirra. Engin heimild hefur
verið veitt til slikrar hækkunar,
enda fiskverðsákvörðun enn til
umf jöllunar.
A borgarstjórnarfundi i gær
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
formaður útgerðarráðs (sem
jafnframt er formaður verðlags-
ráðs), Björgvin Guðmundsson, og
skýrði frá þvi, að hækkunin hefði
verið afturkölluð. Það kom fram,
að útgerðarráð hafði aldrei
fjallað um hækkunina.
Borgarstjórn:
Fjárhags-
áætlun
frestað
Afgreiðslu á f j árhagsáætlun
Revkjavikurborgar var i gær-
kvöldi frestað, en þá var komið
fram yfir miðnætti og enn ekki
komið að umræðum um áætlun-
ina.
Fjölmörg önnur stórmál lágu
fyrir fundinum, sem hófst kl. 17,
svo sem sameining Laxárvirkj-
unar og Landsvirkjunar, kjara-
mál fóstra, afgreiðslutimi versl-
ana, ákvörðun um deiliskipulag i
Selási og Artúnsholti o.fl. o.fl.
Var sýnt að umræður um þessi
mál stæðu langt fram á nótt og af-
greiðslu fjárhagsáætlunarinnar
þvi frestað.
— AI
Reiði meðal
starfsmanna
Fríhafnarinnar:
Samráði
alfarið
hafnað
Eins og Þjóðviljinn greindi frá
sl. þriðjudag og siðdegisblöðin i
gær, ríkir mikil reiði meðal
starfsmanna Frihafnarinnar á
Keflavikurflugvelli vegna þeirrar
ákvörðunar utanrikisráðuneytis-
ins að hafna alfarið samráði við
starfsmenn við ráðningu verk-
stjóra. Og þessu samráði er hafn-
að þrátt fyrir að ákveðið hafði
verið i samningum við starfs-
menn um rckstur fyrirtækisins að
þeir hefðu tillögurétt og stofnun
samstarfsráðs.
Ölafur Jóhannesson utanrikis-
ráðherra lýsti þvi yfir i blaðavið-
tali i gær að ráðningu verkstjóra
yrði ekki breytt.
Meirihluti starfsmanna skrifaði
undir mótmælabréf til ráðherra,
þegar ljost var hvern hann hafði
ráðið sem verkstjóra.
Er ólgan meðal starfsmanna
svo mikil, að sumir hafa haft á
orði að segja upp störfum.
- — S.dór.
Tillaga Guðrúnar Helgadóttur
um að borgarráð tæki kjara-
samninga við fóstrur til endur-
skoðunar var i gærkvöldi sam-
þykkt i borgarstjórn Reykjavik-
ur. Guðrún lýsti miklum von-
brigðum ineð samningana og
kynnti borgarstjórn ákvörðun
fóstra um uppsagnir ef leiðrétting
fengist ekki. Taldi Guðrún að
auðvelt yrði aö leiðrétta samn-
ingana.
h'óstrur fjölmenntu a áheyr-
endapalla borgarstjornar i gær-
kvöldi til að leggja aherslu á
óánægju sina meö samningana,
en á fundi i fyrrakvóld hólðu þær
samþykktaðsegja uppstórlum 1.
lebrúar ef niöurstööur sammng-
anna uröu ekkí teknar til endur-
skoðunar.
Þau atriöi sem lóstrurnar voru
óánægðastar meö voru, aö ekki
skyldi vera staöiö viö samþykkt
lélagsmálaráðs um tvo undirbun-
ingstima á viku, heidur væri þeim
aöeins ætlaöur X timi, og aö aö-
eins örfáar lóstrur nytu hækkun-
ar um einn launailokk eftir 12 ara
starf.
Sigurjón Pétursson, sem sæli á
i launamálanelnd, upplysii á
borgarstjórnariundinum að ior-
sendur samninganna væru ekki
réttar, það helöi veriö samdoma
álit starfsmannalélagsins og
launamálanelndar aö hækkun i
launaiiokkum næöi til 40-50
fóstra, en nú væri íullyrt að að-
eins 4-6 nytu hennar. Þa sagðist
Sigurjón haia haft iyrirvara i
launamálanétnd varöandi undir-
búningstimana þar sem ijost
helöi veriö aö tilboöiö um einn
tima á vikugengi ekki nogu langt.
Aibert Guömundsson og Björg-
vin Guðmundsson, sem einmg
sitja i launamalanefnd, lystu sig
samþykka þessum sjonarmiöum.
Fóstrur á Akureyri og i Kopa-
vogi hafa einnig boöaö uppsagnir
ef ekki fæst leiðrétting i sérkjara-
samningium þeirra.
Al/ká
Meirihluti hreppsnefndar Hveragerðishrepps:
Afnemur starfsheiti
til þess að lækka laun
Gjaldkeri og bókari ekki lengur til hjá hreppnum
Allfurðulegt mál er nú komið
upp hjá Hveragerðishreppi, eft-
ir að meirihluti hreppsnefndar,
Sjálfstæðismenn og Fram-
sóknarmaður samþykktu aö
leggja niður starfsheitin gjald-
keri og bókari á skrifstofu
hreppsins til að halda starfsfólki
niðri i launum. Nú heita störfin
á skrifstofunni ..skrifstofustarf
1, 2, 3 og 4” og tekur allt starfs-
fólkið laun samkvæmt 14.
launaflokki, en ef bókara og
gjaldkeraheitið væri áfram áttu
viökomandi að taka laun sam-
kvæmt 17. og 20. launaflokki og
dæmi eru þess að þessir aðilar
taki laun samkvæmt 22. launa-
flokki.
Að sögn Auðar Guðbrands-
dóttur fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins i hreppsnefnd Hvera-
gerðishrepps er forsaga þessa
máls sú, að kosin var nefnd á
vegum hreppsins til að gera
tillögur um niðurröðun i launa-
flokka. Þegar nefndin skilaði
áliti, vildi Félag opinberra
starfsmanna á Suðurlandi
(FOSS) ekki sætta sig við niður-
stöðuna. Voru þá teknir upp
samningar og hafði náðst sam-
komulag. Þá kom fram þessi til-
laga sem fyrr segir og
samþykkt var af meirihluta.
FOSS hefur nú tekið málið að
sér fyryr hönd starfsfólksins,
enda er um hreina lögleysu að
ræða hjá meirihluta hrepps-
nefndar. Mikil óánægja rikir hjá
starfsfólkinu á skrifstofu
hreppsins og segist það nú
aðeins muni vinna venjuleg
skrifstofustörf, en þess má geta,
að bókari hafði tekið aðsér ýmis
störf sem sveitarstjóri hafði
áður á sinni könnu og hafði
bókarinn aflað sér sérþekkingar
þess vegna.
— S.dór.