Þjóðviljinn - 16.01.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.01.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 5 Suður-Afrika er enn í fréttum i sambandi við það/ að eftir margra ára skæruhernað gegn yfir- ráðum þess illræmda rikis yfir Namibiu (áður Suðvestur-Afríku)/ hefur loks tekist að byrja í Genf umræður um sjálf- stæði þessarar fyrrver- andi nýlendu Þjóðverja í Afríku. Umræður þar sem við eigast fulltrúar Suður-Afrik'ustjórnar og handbendi þeirra í Nami- biu annarsvegar og full- trúar sjálfstæðishreyf- ingarínnar SWAPO hins- vegar. Of snemmt er samt að láta uppi bjartsýni á gang þeirra viðræðna. Minnihlutastjórn hvitra manna i Suður-Afriku hefur reynst öllum seinni til viðbragða við nýjum aðstæðum i Afriku og reynir sem allra lengst að skáka i skjóli vopna- valds og auðs til að fylgja eftir hugmyndum sinum um drottn- unarrétt hvitra manna i Afriku sunnanverðri. Þetta kemur m.a. fram i svonefndri Bantústanstefnu stjórnarinnar, sem enn er reynt að fylgja eftir. Bantústan no. 3 Nú siðast i desember var stofnað enn eitt Bantústan i Suður-Afriku, en svo nefnast svæði þau sem stjórnvöld út- hluta einstökum blökkum þjóð- um og kalla sjálfstæð. Það ,,riki” sem nú varð til heitir Ciskei og á að vera heimkynni Xhosaþjóðarinnar. Ciskei er hluti stefnu sem byrjað var á fyrir 30 árum eða svo. Hún mið- ar að þvi, að koma sem flestum af 23 miljónum blökkumanna i Suður-Afriku fyrir innan tiu sjálfstjórnarhéraða.En þetta er gert með þeim hætti sem kyn- þáttanefnd Sameinuðu þjóð- anna kallar svivirðilegan og eru það orð að sönnu. Svartir menn eru meira en 80% af ibú- um Suður-Afriku, en þeir eiga aðeins að fá 15% landsins i sinn hlut með þessum hætti. Landa- mörk eru dregin einmitt á þann hátt, að besta ræktarlandið, demantanámur og gullnámur og öll iðnaðarhéruð lenda i höndum hvitra manna, sem eru 4,5 miljónir. Þau þrjú svæði, sem þegar hafa hlotið „sjálf- stæði”, Transkei, BophutfaTw- sana og Venda, eru svo snauð. að meira en 2/3 hlutar af tekjum þeirra koma frá Suður-Afriku. Ciskei er enn óliklegra land til að geta brauðfætt landsmenn — ófrjótt land, uppblásið og þétt- býlt. Spilaðá höfðingja Suður-Afrikustjórn felur höfðingjum formleg völd i þess- Ciskei og önnur „heimalönd”: 80% fbúa frá 15% landsins. FRÉTTA- SKÝRING um „lýðveldum”. Klókindin á bak við stofnun þeirra eru ekki sist fólgin i þvi, að gera t.d. Xhosamenn að „rikisborgur- um” Ciskei. Með það fyrir aug- um að geta nýtt vinnuafl þeirra á hvitum svæðum þegar þess er óskað, en losað sig svo við fólkið þegar það er orðið gamalt eða óvinnufært. Höfðingjavaldið gamla hefur dansað með i þess- um leik — eins og sést af dæmi Lennox Sebe i Ciskei, sem gerist handbendi Pretoriustjórnar til þess að halda völdum yfir sinu fólki. Ekki eru þó allir jafnfúsir til að dansa með. Zúlúmenn og höfðingi þeirra, Buthelezi, hafa neitaö að láta loka sig inni i Bantustan — en Zúlumenn eru þjóða fjölmennastir i Suður- Afriku, fimm og hálf miljón talsins. Höfuð við stein Nú er það svo, að meira að segja ýmsir áhrifamenn i hópi hinna ihaldssömu Búa, sem mestu ráða i Suður-Afriku, hafa enga trú á Bantústanþróuninni lengur: þeim finnst blátt áfram að dæmin gangi ekki upp frá efnahagslegu sjónarmiði. En stjórnvöld halda ótrauð áfram i þeirri einkennilegu von, að þau geti ýtt frá sér hættunni á upp- reisn blökkumanna með þvi að gera sem flesta þeirra að borg- urum i gervirikjum, sem eigi allt sitt undir atvinnu og styrkjum sem hvitir vald- hafar Suður-Afriku ráða yfir. — áb. Geimskutlan bandaríska og vígbúnaöur í geimnum Sama- kynning í Norræna húsinu A morgunn laugardaginn 17. jan. kl. 15:30 verður kynning á tungu, þjóðháttum, bókmenntum og þjóðlögum Sama. Þessi kynningi Norræna húsinu er sú siðasta i röð sjö funda sem málaársnefnd Norræna félagsins efnir til á Norrænu málaári. Haraldur ólafsson flytur inn- gangsorð. Aðalsteinn Daviðsson spjallar um tungu Sama. Einar Bragi, Anna Einarsdóttir og Hlin Torfa- dóttir flytja samfellda dagskrá ljóöa, þjóðsagna, og ævintýra úr Samabyggðum. Þá verða bækur um Sama og á máli þeirra til sýnis i húsinu. Allir eru velkomnir meöan hús- rúm leyfir. Bandarfska geimferj- an Columbia er nú fullgerð eftir að smiði hennar tafðist i þrjú ár. Ef allt fer sem áætlað er verður henni skotið upp frá Kennedy- geimstöðinni á Florida i mars. Ferjan eða geimskutlan er að þvi leyti ólik öðrum geim- förum, að það er hægt að lenda henni eins og svifflugu einskonar og nota hvað eftir annað. Og hún er einnig likleg til að hraða þróun ýmis- konar vigbúnaði úti i geimnum. Geimskutlan tafðist af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess hve erfitt reyndist að klæða hana i þá „húð” sem þolir gifur- legan hita sem hún mætir þegar hún snýr aftur i þéttari lög gufu- hvolfsins. Ennfremur reynist bæði stjórnbúnaður og lendingar- búnaður gifurlega flókinn og meira að segja erfiðari meðferð- ar en búnaður Apollotunglfar- anna. Tunglfarinn John W. Young, er einmitt annar tveggja manna i fyrstu áhöfn Columbiu. Flugherinn áhugasam- ur Tom Karas hjá Center for De- fence Information i Washington hefur sérstakar áhyggjur af þvi i nýlegri grein um geimferjuna, að bandariski flugherinn hafi sýnt henni vaxandi áhuga og hafi i raun hlaupið undir bagga með ferjusmiðum þegar starl þeirra tafðist úr hófi fram. Hann segir á þá leið, að geimskutlan veröi ekki beinlinis að nýju vopni, en það meginota hana til hernaðarþarfa á margan hátt. Til dæmis, segir Karas, er lik- legt að slik geimferja, sem hefur mikið burðarþol, verði látin ílytja njósnahnetti fyrir herinn út i geiminn. Ennfremur getur áhöfn geimferju fylgst grannt með tækjabúnaði slikra njósnahnatta. Það er einnig mögulegt að geimferja „hirði” upp af götu sinni ýmiskonar könnunarhnetti, sem eru hættir að virka, og flytji hinn dyrmæta tækjabúnað til jarðar þar sem hægt er að nýta hann aftur með ýmsum hætti. Það er lika fræðilegur mögu- leiki að áhöfn geimferju geti krækt I sovéska gervihnetti, Geimskutlan Columbia er ef til vill það appirat sem færir nær hroll vekjur staöleysuhöfunda um geimstrið. rannsakaðþá og ef til vill tekið úr umferð. Laserstríð? Flugherinn getur og notað geimferju til að kanna nýtingu infrarauðrageisla og lasergeisla i geimnum i hernaðarlegum tilgangi. Að minnsta kosti mun hún gera það mögulegt að fylgjast úr geimnum með öllu þvi sem fram fer i lofti yfir jörðunni með miklu stórtækari og nákvæmari hætti en nú þekkist. Ef til vill er geimferjan eitt af þvi sem gerir úrelt eftirlitskerfi i flugvélum eins og AWACS það sem verið hefur um borð i flug- vélum sem gerðar eru út frá Keflavik. I grein þeirri sem hér er vitnað til er sérstaklega fjallað um las- ergeislahernað. Geimferja gæti ef til vill haft með sér nokkra gervihnetti, búna laserbyssum, sem gætu eyðilagt njósnahnetti andstæðingsins eða þá eldflaugar hans. Alltént er ljóst, segir Tom Karas, að flugherinn bandariski tengir þróun eftirlitskerfa sinna og eldflaugabúnaðar nú mjög við geimferjusmiði NASA. endursagt —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.