Þjóðviljinn - 16.01.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.01.1981, Blaðsíða 16
DWÐVHMN Föstudagur 16. janúar 1981 Umsjónarmannsstarf á Heilsuverndarstöð: 71 umsókn barst Erilsamt starf og engin fríðindi Á dögunum var auglýst eftir umsóknum um starf umsjónar- manns viö Heilsuverndarstöðina i Hcykjavik og heilsugæslustöðvar borgarinnar.-Barst hvorki meira né minna en 71 umsókn um starfið og varð heilbrigðisráð borgar- innar að gcra upp á milli alls þess fjölda. Guðmundur Daviðsson heitir sá sem hneppti hnossið. Af þessu tilefni sneri Þjóðvilj- inn sér til Skúla Johnsen borgar- læknis, og spurði hann um hvers konar starf væri að ræða og hvort hann hefði einhverjar skýringar á þvihversueftirsóttþaðer. „Þetta er húsvarðarstarf hér i Heilsu- verndarstöðinni”, sagði Skúli, ,,en auk þess þarf umsjónar- maður að lita til með heilsugæslu- stöðvum, sem eru viða um borg- ina. Starfinu fylgja engin friðindi, ibóð eða annað, svo sem oft er með húsvarðarstöður. Það er erilsamtog launin eru samkvæmt 11. launaflokki. Vinnudagurinn er langur. Húsvörður sér um að opna húsið á morgnana, loka þvi á kvöldin, hafa eftirlit með ræst- ingum og öllu sem úr lagi fer, i stuttu máli þarf hann að vera „alt muglig mand” bæði hér á Heilsu- verndarstöðinni og á heilsugæslu- stöðvunum”. Skúli sagði að umsækjendur hefðu verið á öllum aldri, en þó flestir fullorðnir og i hópi þeirra hefði verið mjög mikið af iðnaðarmönnum. — AI Sovéskur dansflokkur hingað Þrjátiu manna dansflokkur frá Sovétrikjunum er væntanlegur hingað til lands 11. mars n.k. og mun hann sýna I Þjóðleikhúsinu dagana 12., l'.l„ 14. og 15. mars. 1 hópnum eru dansarar frá Bolsjoi-bailettinum og frá öðrum þekktum sovéskum leikhúsum. Að sögn Sveins Einarssonar þjóðleikhússtjóra verður þessi hópur á íerðalagi um Sviþjóð, Danmörku og Noreg og kemur hingað i lok þeirrar ferðar. Menn- ingartengsl Islands og Háð- stjórnarrikjanna hafa haft milli- göngu um komu hópsins hingað. lvar Jónsson, formaöur MÍR og skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, sagði að ekki væru komnar ailar upplýsingar um hópinn eöa dag- skrá sýninganna, og endanlegt miðaverð væri ekki ákveðið, en sennilega yrði miðinn seldur á 100 krónur. — ih Fundur í sjómanna- deilunni Rikissáttasemjari hefur boðað samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna til samninga- fundar i dag kl. 14. Enginn fundur hefur farið fram siöan útgerðar- menn slitu samningaviðræðum sl. mánudagskvöld. 1 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: hltstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöidsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- 1 greiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og I eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Aðstaða samkeppnisiönaöar stórbœtt Aðflutningsgjöld verða afnumin Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum, hefur verið unnið að þvi á vegum iðnaðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins að endur- skoða auglýsingu nr. 284/1978 um niðurfellingu og endurgreiðslu tolls og/eða sölugjalds af ýmsum aðföngum til samkeppnisiðnaðar. Endurskoðun þessari er nú lokið og hefur verið ákveðið að fella niður aðflutningsgjöld og/eða sölugjald af þessum vörum og gildir sú ákvörðun frá 2. janúar sl. Þessi endurskoðun hefur verið framkvæmd i samráði við Félag isl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna. Var haíður tii hliðsjónar þessari ákvarðanatöku listi frá þessum samtökum yfir vöruflokka sem íorsvarsmenn samtakanna töldu nauðsynlegt að gjöldin væru felld af. Áætlað er að útgjöld íyrirtækja i samkeppnisiðnaði lækki um 15 miljónir nýkróna á árinu 1981 vegna þessara ráðstafana, en gert var ráð íyrir tekjurýrnun rikissjóðs sem þessu nemur á fjárlögum ársins 1981. Helstu atriði hinnar nýju aug- lýsingar um niðurfellingu þess- ara gjalda eru: a) Tekin eru upp tollskrárnúmer yfir fjölmarga nýja vöru- flokka,auk þess sem gildissvið auglýsingarinnar hefur verið rýmkað að ýmsu leyti. b) 1 stað þess að gera eingöngu ráð fyrir niöurfellingu gjalda afýmsum varahlutum viö toll- afgreiðsluer nú jaíníramt gert ráð fyrir þvi, aö iðnfyrirtæki geti sótt um endurgreiðslu gjalda af varahlutum, sem þau hafa keypt af innlendum birgðum. c) Felld eru niður aðflutnings- gjöld vegna viðgerða erlendis sem fram fara á ábyrgöartima véla og tækja, sem ivilnana geta notið samkvæmt ákvæðum auglýsingarinnar. Rikisverk- smiðjudeilan: Ftinda- höld í gærdag Nú er hver síðastur að ná sér I vísitölubrauð. — ljósm. Eik Baráttan um brauðin enn í fullum gangi Enn situr allt fast i deilunni um visitölubrauðin. Eins og kunnugt er heimiluðu verðlagsyfirvöld nokkra hækkun á brauðunum i nóvember, cn bakarar undu ekki þeim úrskurði og seldu brauðin hærra. Verðlagsstjóri kærði og rannsóknarlögreglan sendi rikis- saksóknara málið. i fyrradag var málinu aftur visað til lögregl- unnar til frekari rannsóknar. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, varðist allra frétta af málnu iyrr en að afloknum fundi verölags- ráðssem haldinn verður á mánu- daginn kemur. Við heimsóttum i gær Jón Jó- hannesson, bakara i Kökuvali. Hann sagði að i stað visitölu- brauða myndu bakarar baka ma. þriggjakornabrauð, soyabrauð, skólabrauð, bóndabrauð og heilsubrauð, svo eitthvað sé nefnt. Hann sagði þessi brauð dýrari i framleiðslu vegna meiri vinnslukostnaðar, en korn i þessi brauð er grófara og þarf að liggja i bleyti. Einnig er efnis- kostnaður meiri og brauðin þyngri en visitölubrauðin. Aðspurður um staðhæfingu for- manns Verðlagsráðs, Björgvins Guðmundssonar, að aíkoma brauðgerða hefði verið góð á sl. ári, sagði Jón það rétt vera. Hann bætti við: '„Bakariin hafa komið ágætlega út, en þetta eru lika fyrirtæki sem opin eru alla sjö daga vikunnar. Sjálfur hef ég unnið botnlaust um allar helgar til að halda niðri launakostnaði”. — Til hvaða ráðs gripið þið ef öll brauð verða háð verðlags- ákvæðum? „Eg held það verði útilokað fyrir verðlagsyfirvöld að fylgjast með verðinu og framfylgja slik- um ákvæðum”. — Hvernig eru þessi brauð sem þú taldir upp áðan verölögð og er sama verð á þeim hjá öllum bök- urum? „Verðið er áreiðanlega mis- jafnt, enda brauðin misþung. Sjálfur hef ég minar eigin for- múlur við að reikna út verðið”, sagði Jón aðlokum. Bó i gærmorgun kl. 10 hófst fundur hjá sáttasemjara með aðilum i rikisverksmiðjudeilunni og stóð hann yfir fram á kvöld. Að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar rikissáttasemjara miðaði heldur litið i samkomulagsátt i gær, þó voru menn að ræða sin i milli óíormlegar tillögur sem fram höfðu komiö. Þaö sem eink- um strandar á i þessari deilu er niðurröðun starfsfólks i launa- flokka eftir að ákveöiö hefur verið að samræma samningana hjá rikisverksmiðjunum, samningi þeim, sem gerður var við starfs- fólk Grundartangaverksmiöi- unnar. — S. dór / Utvarps- stjóri fór ad vilja fréttastjóra Erna Indriðadóttir, Asdis Rafnar og Einar örn Stefánsson hafa verið ráðin i störf fréttamanna við hljóð- varpið. t gær ákvað Andrés Björnsson útvarpsstjóri hverjir fengju starfið, og er niðurstaða hans i samræmi við meðmæli fréttastjóra hljóðvarpsins, en gengur þvert á vilja Útvarpsráðs. — ká Búið að flytja mótmælendur burt Að sögn lngólfs Margeirssonar blaðamanns iOsló hafa aUir mót- mælendurnir gegn Alta-virkjun- inni i N-Noregi nú verið fluttir af virkjunarsvæðinu þar sem þeir höfðust við og neituðu að hrcyfa sig. lliðf jölmenna lögreglulið, 600 manns, er eins vel búið tækjum og tólum sem frekast má vera og tók það lögregluna mun styttri tima að fjarlægja mótmælendur en bú- ist hafði verið við. Enda kom það fram í fréttum i gær, að lögreglu- lið það, sem sent var til Aita hafði æft sig undir þessar aðgerðir i 4 mánuðiá laun, og sagði iögreglan að hún hefði átt von á mun harðari andspyrnu frá mót- mælendum. 1 gær gerðist það svo.að beiðni dómsmálaráðuneytisins norska um einnar miljón norskra króna framlag til að kosta lögregluað- gerðirnar við Alta var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta i Stórþinginu. Fær dómsmálaráðu- neytið þessa upphæð meðan þörf er talin á að hafa lögregluvörð á virkjunarstaðnum. Þá lýstu þeir Samar, sem tekið hafa þátt i mótmælaaðgerðunum við Alta yfir þvi i gær að hin fjöl- mennu Landssamtök Sama ættu að segja algerlega skilið við norska rikið, á hvaða sviði sem er. Kalla Norðmenn þetta hótun um „býrókratiska” borgara- styrjöld. Mótmælendurnir 1200 sem fjar- lægðir voru af virkjunarsvæðinu söfnuðust saman i aðsetursstað þeim er samtökin hafa fyrir utan Altabæinn. Aðeins 175 þeirra voru sektaðir um 3 þús. N.kr. hver. Samtökin lýstu þvi yfir i gær, eftir að lögreglan hafði sagt þeim að hún myndi eyðileggja aðseturs- stað þeirra, að þau myndu ílytja bækistöð sina inni Altabæinn sjálfan, inná einkalöð, þar sem lögreglan gæti ekki hróflað við þeim. Samtökin lýstu þvi einnig yfir að þau myndu láta til skarar skriða að nýju eftir fáeina daga, enupplýstu ekki hvaö þau ætluðu að gera. Sagði formaöur sam- takanna, Alfred Nilsen, á blaða- mannafundi i gær að aðgerðir lögreglunnar væru ekki ósigur fyrir samtökin, heldur væri málið nú komið á nýtt stig. Þá má að lokum geta þess að bæði i Sviþjóðog Danmörku hefur mikið verið skrifað um málið og vekur það athygli að öll stærstu blöð þessara landa, þar á meðal blöð sósialdemókrata, hafa tekið afstöðu gegn norsku kratastjórn- inni og kallar stærsta blað Sviþjóðar, Aftenposten, aðgerðir stjórnarinnar stjórnmálalegan harmleik. Aðeins hægri blöðin i þessum löndum styðja norsku stjórnina i málinu. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.