Þjóðviljinn - 16.01.1981, Page 15

Þjóðviljinn - 16.01.1981, Page 15
Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Lagið heldur síma- línurnar! Hér er verið að gera við sima linur fyrir framan Þjóðviljahús ið við Siðumúla. Pennavinur Okkur heíur borist bréf frá kanadiskum manni, sem heíur mikinn áhuga á írimerkjasöfn- un og -skiptum. Einnig teílir hann mikiö bréfskák og vill komast i samband við islenska 1Kanada meö sömu áhugamál. Utaná- skriftin er: C. Blanchet St. Jean Port Joli Cte L’islet, P.Q. GOR 3GO Canada. Ari Guðmundsson, Hátúni 10, hringdi: — Mig langar til aö benda þeim á Simanum á aö snúa sér heldur aö þvi aö laga simalinur og bæta þjónustu við simnotend- ur, enað vera aö koma i veg fyr- ir að fólk geti notað sér þessa þjónustu, einsog þeir gera með þessum teljurum sem verið er að koma á. Það er staðreynd að skrif- finnskan eykst stööugt, og að launaðir starísmenn eyöa miklu af sinum tima til að hindra fólk i að notfæra sér simann. i staðinn ættu þeir að nota þessa peninga til að gera við bilaðar simalinur og auka þjónustuna. Að lokum vil ég taka undir það sem stóð i Þjóðviljanum nýlega, og var að ég held frá sovésku fréttastoíunni, að það er ógeðslegt að lesa allar svivirðingarnar um Sovétrikin, sem þið birtið i blaðinu. Barna- hornið Kengúran — já þetta er kengúra! — er ramm- villt inni i miðju völundarhúsi. Hún er á leið til eins af krökkunum f jórum með ýmiskonar glaðn- ing. En hvaða krakka ætlar hún að gleðja? og hvaða leið á hún að fara? Föstudagur 16. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Saga af úrsmið Frönsk sakamálaniynd er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld: Saga af úrsmið (L’horloger dc Saint-Paul). Mynd þessi var gerð árið 1972 og byggð á sögu eftir Georgcs Simenon, sem frægastur er fyrir sögur af ley nilögreglumanninum Mai- gret. Leikstjórinn er lika frægur: Bertrand Tavernier. Aðalhlut- verkin leika Philippe Noiret og Jean Rochefort. 1 myndinni segir frá úrsmiðnum Michel Sjónvarp 'fF kl. 22.20 Descombe og syni hans, sem lendir i útistöðum viö lög- regluna. Vonandi er hér á feröinni góður krimmi, ekki veitir okkur af upplyftingunni á þessum siðustu og verstu timum. ih Fiskverð og fjöldamorð 1 Fréttaspegli sjönvarpsins i kvöld verður m.a. fjallað um fiskverð. Spurt er. hvernig fiskverðsákvörðun verði til, en þeirri spurningu hafa áreiðan- lega margir velt fyrir sér. Svara við spurningunni er leit- að inni á fundi hjá yfirnefnd verölagsráðs sjávarútvegsins. Þá verða teknar fyrir breyt- ingar á opnunartima verslana i Reykjavik sem voru til um- ræðu á fundi borgarstjórnar i gær. Af erlendum vettvangi eru tvö mál á dagskrá. Fyrst er það rikisstjórn Ronalds Reagan, sem tekur við em- ■á h Sjónvarp kl. 21.15 bætti Bandarikjaforseta i næstu viku. Og loks er þaö fjöldamorðinginn sem gengur undir nafninu Yorkshire Ripper. Sem kunnugt er hefur enskur vörubilstjóri verið handtekinn, grunaöur um nauðganir og morö á fjórtán konum i Yorkshire. Mál þetta hefur vakið mikla athygli og hafa þó nokkrar umræður fylgt i kjölfar þess i Bretlahdi. Ræktun snjóbelta er of lítið sinnt •Útvarp kl. 21.45 — Ég ræði við Oddgeir Guö- jónsson hreppstjóra I Tungu I Fljótshlíð, sagöi Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri, sem sér um þáttinn „Svipast um á Suðurlandi” í útvarpinu kl. 21.45 i kvöld. — Oddgeir er sjötugur, sagði Jón, greindur maöur og fróður. Þeir Jón spjalla um skógarnytjar að fornu og vetrarbeit sauðfjár. Einnig ræða þeir um skógrækt i Fljótshlið, en frumkvöðull trjágarða viö ibúðarhús þar i sveit var Guðbjörg í Múlakoti. Garður hennar varð viðfrægur og stendur enn f miklum blóma og þaðan breiddist þetta út um sveitina. Viða I Fljótshliðinni má sjá gamla og gróna trjágarða við bæi. Um aldamótin siðustu, þegar Guð- björg i Múlakoti hóf trjárækt sina, trúði fólk þvi yfirleitt ekki að hægt væri að rækta skóga hér á landi. Fljótshliðingar hafa ræktað hreppsskóg sem kallaður er Tunguskógur, og hefur ræktunin gengið svo vel að þarna er á hverju ári höggvið i jólatré. Að sögn Oddgeirs hreppst jóra i Tungu er nú svo komið að þessi skógrækt er farin að skila talsverðum arði. Oddgeir telur að skjólbelta- rækt sé gefinn of litill gaumur hér á landi. Hann hefur sjálfur ræktað skjólbelti meðfram vegum og þaðer áberandi hve miklu minna festir snjó á vegi þar sem skjólbelti eru. Þetta leiðir hugann að þvi, hvort ekki mætti rækta skjólbelti meðfram ýmsum þjóðvegum og spara með þvi snjómokstur á vetrum. Margt fleira ber á góma i spjalli þeirra Jóns og Odd- geirs, en áhugamenn um skógrækt ættu að leggja eyrun að útvarpinu i kvöld — e'

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.