Þjóðviljinn - 05.02.1981, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. febrúar 1981
ERLENDAR FRÉTTIR
Jóhann J.E. Kúld I
fiskimá!
Loðnuveiðar auknar í Barentshafi 1981
Franskir fiskimenn vilja fú sérstakt
sjávarútvegsráðuneyti
Franskar fiskveiðar heyra nú
undir siglingaráðuneytið, en
franskir fiskimenn eru óánægðir
með þetta fyrirkomulag og telja
að það sé meðal orsaka til þess að
ekki sé tekið nægjanlegt tillit til
franskrar fiskútgerðar og hags-
muna fiskimanna. Þeir krefjast
þess þvi að stofnað verði sérstakt
ráðuneyti, sem fari með sjávar-
útvegs- og hafréttarmál og að
sérstakur ráðherra sinni ein-
göngu þessum málaflokkum.
Það er ekki talið ósennilegt að
þessikrafa fiskimanna verði lögð
undir þjóðarúrskurð við næstu
forsetakosningar.
Fiskajli Norðmanna 1980
Við auknar loðnurannsóknir i
Barentshafi á s.l. hausti fram-
kvæmdar sameiginlega af Norð-
mönnum og Sovétmönnum kom-
ust þeir að þeirri niðurstöðu að
stofninn væri stærri heldur en
þeir höfðu áður reiknað með að
hann væri. Þá komust þeir lika að
þeirri niðurstöðu að loðnuhrygn-
ingin 1979 og 1980hefði gengið vel.
1 þessum loðnurannsóknum á s.l.
ári fundust nýjar hrygningar-
stöðvar mikið vestar i Barents-
hafi og lengra frá landi en áður
var vitað um. Norskir og sovéskir
fiskifræðingar mæla nú með þvi,
að heildar loðnuveiðin i Barents-
Eins og fram kom i siðasta
Fiskimálaþætti minum, þá hefur
útlitið á saltfiskmörkuðunum
sjaldan verið eins'gott og nú i
byrjun þessa árs. Norðmenn gátu
á s.l. ári ekki fullnægt sinum fisk-
mörkuðum, hvað þorskafurðum
viðkom. Þetta kom niður á salt-
fiskmörkuðum þeirra, þar sem
þeir urðu eins og i Brasiliu að
bjóða fram saltaða þurrkaða
keilu i staðinn fyrir þorsk. Ég veit
að norskir saltfiskútflytjendur
lita mjög björtum augum á salt-
fiskútflutning á þessu ári, en ótt-
ast það mest að geta ekki fullnægt
eftirspurn. Sama máii gegnir
með skreiðina, svo framarlega
sem Nigeria verður opin áfram
skreiðarinnflutningi á yfirstand-
andi ári. Freðfiskmarkaðir eru
allir i mikið meiri óvissu. Ýmsir
spá þó hækkandi verði þar þegar
kemur fram á árið. Hvort við Is-
lendingar getum notfært okkur þá
góðu aðstöðu sem nú er á saltfisk-
mörkuðunum, um það vil ég engu
spá.
Saltfiskmarkaðir við Mið-
jarðarhaf eru flókin fræðigrein.
Þar hafa innflytjendur stundum.
hafi á þessum vetri verði miðuð
við 1.200.000 tonna hámarksafla,
og að 700.000 tonna afli verði siðan
tekinn á næstu vertið.
Á vetrarvertið i Barentshafi
1980 var heildar loðnuaflinn
887.600 tonn. Af þeim afla fengu
Norðmenn 556.000 tonn, Sovét-
menn 327.000 tonn og Færeyingar
4.600 tonn. Sumarloðnuaflinn i
fyrra var 700.000 tonn, og var hon-
um skipt þannig, að Norðmenn
fengu 420. 000 tonn og Sovétmenn
280.000 tonn. Samkvæmt þessum
tölum, ætti loðnuafli úr Barents-
hafi i ár að aukast um 312.400 tonn
miðað við s.l. ár.
þegar mikið hefur verið framboð,
sett þau skilyrði fyrir kaupum,
að við enga væri verslað nema þá
eina. Náttúrlega hafa þá keppi-
nautar slikra innflytjenda snúið
sér annað með sina verslun. Ég
tel engan vafa á þvi, að skilyrði
séu fyrir hendi til þess, að við get-
urn komist inn á þá saltfisk-
markaði sem Norðmenn geta
ekki annað nú. Gerum við það
ekki, þá hlaupa Kanadamenn
þarna i skarðið. En þó nokkuð sé
áfátt ennþá i okkar saltfisk-
verkun, aðallega vegna gallaðs
hráefnis, þá stöndum við talsvert
framar en Kandamenn i allri
fiskverkun ennþá. En hvað það
verður lengi það er spurningin.
Kanadamenri hafa nú fengið bæði
islenska og norska sérfræðinga á
sviði allrar fiskverkunar i sina
þjónustu, og ætla séf að taka
þarna forystu. Okkur íslending-
um ber þvi að vera vel á verði,
bæði hvað við kemur meðferð á
öllu fiskhráefni og verkun aflans,
svo þvi einnig hvað við kemur
mörkuðunum á hverjum tima.
Hér má engin stöðvun verða,
heldur þarf að haga seglum eftir
vindi.
Sovétmenn vilja
auka afla sinn
Fiskets Gang hefur þau um-
mæli eftir aðstoðarsjávar-
útvegsmálaráðherra Sovétrikj-
anna Kudrjatsev, að áætlunin
um fiskveiðar Sovétmanna hafi
staðist fyrir helming ársins 1980
þrátt fyrir óhagstætt veöurlag á
ýmsum miðum. Þá' segir ráð-
herrann, en viðtalið virðist hafa
átt sér stað siöari hluta ársins,
að til þess aö fiskveiðiáætlunin
standist fyrir árið 1980 þá þurfi
verðmætisaukning aflans að
hækka um 7,3% á siðari hluta
ársins, miðað við sama timabil
1979. Fiskvöruneysla i Sovét-
rikjunum er nú komin upp i 17,5
kg. á mann á ári. Á árinu 1980
lagði rikið fram til veiða og
vinnslu 1,3 milljarð rúblna. Þá
er það haft eftir ráðherranum
að Sovétmenn hyggist ennþá
auka fiskveiðar sinar, sérstak-
lega á úthöfunum. Þá eru nú
miklar ráðagerðir um að auka
fiskefldi i stórum stil i Kyrra-
hafinu i hlýjum sjó. Telja Sovét-
menn að ef tekið sé undir slikt
liskeldi 20 ferkilómetra svæöi
þá sé hægt að framleiöa þar
álika mikinn fisk eins og
fæst úr öllum Noröur-
sjónum. Eftir útfærslu fisk-
veiðilögsögu fjölda þjoöa i
200 milur, hefur óneitanlega
þrengt mikið að hinum geysi-
stóra fiskveiðiflota Sovétrikj-
anna. Þetta hafa þau reynt að
bæta sér upp á tvennan hátt:
Með auknum úthafsveiðum, svo
og með auknu fiskeldi i sjó, ám
og vötnum. Með framtiðar þörf i
huga hyggjast þau nú leggja
megin-áherslu á aukið fiskeldi.
Samkvæmt þvi sem nú liggur
fyrirum áramótin 1980 og 1981, þá
varð heildarafli Norðmanna á s.l.
ári 2.5 milljón tonn. Þetta er afla-
minnkun sem nemur 235 þúsund
tonnum á milli ára og er 190 þús-
und tonnum minna en veitt var
1978. Aflatölur þessar eru mið-
aðar við óslægðan fisk upp úr sjó.
Verðmæti þessa afla upp úr sjó er
talið vera 3.3 milljarðar n.kr. En
það er talin verðmætisaukning
frá árinu 1979, sem nemur 200
milljónum n.kr. og 400 milljónum
n.kr. frá 1978. Samkvæmt þessum
bráðabirgðatölum er þorskaflinn
á árinu 1980 talinn að hafa farið
niður i 280 þús, tonn, var 334.552
tonn 1979. Ýsustofninn virðist
standa sig betur, þvi þar er aflinn
talinn 72 þús. tonn en var 1979,
73.816 tonn. Ufsaaflinn hefur vax-
ið úr 156.634 tonnum 1979 i 163 þús.
tonn 1980. Lönguaflinn sem var
30.197 tonn 1979 er talinn 28.300
tonn 1980. Keiluaflinn er talinn
vera 37 þús. tonn 1980, en var
31.403 tonn 1979. Þegar það er tek-
ið með i þessa upptalningu að
þorskafli Norðmanna var árið
1977, 435.846 tonn, þá má öllum
ljóst vera að botnfiskveiöar Norð-
manna, svo og vinnslustöðvar
sem vinna úr þeim afla, eiga nú i
miklum erfiðleikum. Staðreyndin
er lika sú, að þeir geta nú ekki
fullnægt mörkuðum sinum með
þorskafurðir.
En þrátt fyrir þessa mjög svo
slæmu afkomu i fiskveiðum Norð-
manna, þá eru það einstök
byggðalög sem þarna skera sig
úr. 1 desember hélt Sunmmöre og
Romsdals Fiskelag aðalfund sinn
i Alasundi, en að þessum samtök-
um standa útgerðarmenn i
Raumsdal og á Sunnmæri. Reikn-
ingsár þessa félagsskapar miðast
ekki við almanaksárið heldur frá
hausti til hausts. A aðalfundinum
kom það fram að heildarafli
þessa félagsskapar, en útgerðar-
menn hans stunda alhliða útgerð,
varð á reikningsárinu 109 þúsund
tonn og að verðmæti miðað við
hráefnissölu rúmlega 546 milljón-
ir n.k.r. Þetta er magnaukning
sem nemur 32.7% og verðmætis-
aukning er 36% miðað við árið á
undan. Á fundinum kom það fram
að afkoma þess félagsskapar var
sú besta á 35 ára starfsferli þess.
Og þetta gerist á einu allra léleg-
asta fiskveiðiári Norðmanna þeg-
ar á heildina er litið.
Sunnmæringar eiga einn allra
best búna og stærsta fiskveiði-
flota, miðað við önnur héruð i
Noregi. Þeir hafa um langan ald-
ur verið mestu úthafsveiðimenn
Noregs. Þeir eiga nokkra verk-
smiðjutogara sem hafa ýmist
veitt i salt eða frystingu. Þá eiga
þeir einnig úthafslinuveiðara.
Arsafla sinn sækja þeir að stærsta
hluta á fjarlæg mið. Togarar
þeirra veiddu á s.l. ári á nýjum
miðum vestur af Noregi og fengu
þar fisk á meira dýpi en togað
hafði verið á áður. Þá sóttu þeir
norður i Barentshaf og á Norður-
sjó.
Útlitið á fiskmörkuðum á yfirstandandi ári
Kanadisk-dönsk veðurathugun
Danir hafa unnið að þvi að undanförnu að byggja fullkomna
veðurathugunarstöð i félagi við Kanadamenn i Syðri-Straum-
firði á Grænlandi. Kanadamenn munu leggja fram tvo þriðju
hluta alls kostnaðar, en danska veðurrannsóknarstofnunin (Det
danske meteorologiske institutt) einn þriðja hluta. Kanadamenn
leggja til mest af tækjum stöðvarinnar og lána Dönum fyrir
þeirra hlut i byggingarkostnaði.
Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá á stöðin að taka til starfa
nú i janúar 1981. Kanadamenn reikna meðþvi að veðurathugun á
þessum stað hafi mikla þýðingu fyrir Norður-Kanada.
Laxveiðar við Fœreyjar 1980
Laxveiðar við Færeyjar á s.l ári voru stundaðar af 23 bátum
færeyskum og dönskum. Samanlagður heildarafli þessa lax-
veiðiflota varð 700 tonn, og söluverð 21 milljón d.kr. Veiðin var
stunduö með flotlinu og beitan, sem notuð var, makrill veiddur i
Eystrasalti.
Laxveiðarnar við Alaska 1979
Árið 1979 var metár i laxveiöi við Alaska. Þá voru þar veiddir
87 milljón laxar. Þetta er mesta aflaár við laxveiðar siðan árið
1941, en þá veiddust þar 104 milljónir laxa.
- Annars er búin að vera mikil laxagengd á miðunum við strend-
ur Alaska allt frá 1974.
Talið er að allur fiskafli Alaskamanna á árinu 1979 hafi verið
að verðmæti upp úr sjó 720 milljónir dollara. Auk laxveiðanna
eru þarna veiddar ýmsar botnfisktegundir svo sem lúða, risa-
krabbi, og rækja, svo og sild. Alaskamenn hafa nær eingöngu
lagt sig eftir að veiða dýrar fisktegundir hingað til. Á s.l. hausti
var þess getið i erlendum fagblöðum að vesturþýski verksmiðju-
togarinn Friedrich Busse væri kominn til Alaska og farinn að
veiða þar á vegum heimamanna. I desember-hefti Fiskets Gang,
fagriti norsku fiskimálastjórnarinnar, er svo sagt frá öðrum
verksmiöjutogara, „Artic Trawler”, sem að undanförnu hefur
stundað þorskveiðar undan vesturströnd Bandarikjanna, sér-
staklega á miðunum við Alaska. Þessi verksmiðjutogari hafði þá
nýverið lagt á land i Seattle-héraði milljón pund af frosnum fisk-
flökum, og verðið sem skipið fékk fyrir fiskinn er sagt að hafi
verið i kringum 1.25 dollari fyrir pundið.
Sérliæðfar veiðar.
Ekkert raskar svefnrónni —
laxinn veiöist í sjónum.
Norsku stórsildveiðarnar s.L haust
Svo sem mönnum er áður kunnugt af fréttum, þá leyfðu norsk
stjórnvöld veiðar á 10 þús. tonnum af stórsild á s.l. hausti. Þetta
veiðileyfi var veitt i algjörri óþökk norskra fiskifræðinga, svo og
Alþjóða hafrannsóknarráðsins.
Það er siður en svo, að deilur þær sem uppi hafa verið um
stærðstórsildarstofnsinsá milli sildveiöimanna og fiskifræðinga
hafi minnkað við þetta veiðileyfi. Að undanförnu hafa komið
fram háværar gagnrýnisraddir á fundum fiskideilda út af þvi, að
stórum fjörðum fullum af sild hafi verið lokað fyrir allri veiði á
meðan hin takmarkaða veiði á sild var leyfð. Þá hefur það komið
fram i norskum blöðum að sú stórsild sem veidd var hafi verið
óvenju mögur. Norskir fiskifræðingar segja að stórsildarveiðin á
s.l. hausti muni tefja uppbyggingu stofnsins.
Sunnmœringar samþykkja aukna friðun
A aðalfundi Fiskifélagsins á Sunnmæri i Noregi höldnum i
desember s.l., voru samþykktar nýjar reglur sem gilda fyrir
veiðar með þorskanetum frá 1. janúar til 30. april i ár. A þessu
timabili er óleyfilegt að hafa net eða önnur föst veiðarfæri i sjó,
frá þvi kl. 15 á laugardegi til kl. 12 á mánudegi. Þá er öll þorsk-
veiði á miðum Sunnmæringa bönnuð i páskavikunni frá 12 á
hádegi miðvikudaginn fyrir skirdag, þar til á mánudegi kl. 13.
Þorskveiði á miðum Sunnmæringa á vetrarvertið 1980 var með
ailra mesta móti. A siðustu árum hefur hrygning þorsks aukist
með hverju ári á þessum miðum, en minnkað á hinum gömlu
hrygningarslóðum við Lófót.
Tuttugu sardínuniðursuðu verksmiðjur
mynda eitt fyrirtæki
Þann 18. desember s.l. héldu eigendur 20 sildarniðursuðu-
verksmiðja i Noregi sameiginlegan fund þar sem öllum verk-
smiðjunum var steypt saman i eitt fyrirtæki, sem ber heitið
Norway Foods Ltd. A/S. Þetta nýja fyrirtæki hefur rúmlega 1500
starfsmenn og er gert ráð fyrir að árleg sala þess muni nema
300—400 milljónum n.kr. Starfsskrifstofa fyrirtækisins verður i
Stafangri, en söluskrifstofan i Björgvin.