Þjóðviljinn - 13.02.1981, Page 5

Þjóðviljinn - 13.02.1981, Page 5
Föstudagur 13. febrúar 1981 ÞÍÓÐVILJINN — SIÐA 5 Afmæli írönsku byltingarinnar: hvað Enginn veit tekur við iranir voru aö halda upp á afmæli byltingarinnar islömsku og þeir voru sem fyrr ánægðir með að vera lausir undan stjórn keisarans — en höfðu kannski ekki margt annað að fagna yfir. Bani-Sadr forseti notaði tækifærið til að ráðast á það klerkavald, sem hefur gert honum erfitt fyrir og minnti þjóðina á gifurlega fjárhagserfiðleika, sem stafa bæði af viðskiptabanni sem sett var á landið vegna gislamálsins og af styrjöld við lrak. Meira að segja Khomeini erkiklerkur taldi sig þurfa að vara klerka við að skipta sér af málum sem þeir ekki réðu við. Danskur kaupmaður, Peter Br<(ste að nafni hefur ákveðið að stofna sjóð til styrktar islenskum listamönnum. Verður árlega veitt úr sjóðnum 25000 d.kr. Tildrögin eru þau að Broste sá viðtal við Forseta lslands Vigdisi Finnbogadóttur i danska sjón- varpinu og sagðist hafa heillast af bjartsýni hennar. Hann ákvað að tengja styrkina bjartsýninni og heita þau „Brdstes optimistiske pris” ( b jartsýnis verðlaun Brdstes). Peter Br/)ste rekur stórt og mikið fyrirtæki og skiptir við aðila út um allan heim, þar á meðal kaupir hann vikur frá Is- FRÉTTASKÝRING Lausn gislamálsins getur bætt nokkuð hið alvarlega efnahags- ástand — með þvi er lett af iran viðskiptahömlum sem vestræn riki höfðu sett á landið og oliuút- flutningurinn gæti farið upp i tvær miljónir tunna á dag, en hann nemur nú aðeins einni miljón tunna. En á hinn bóginn getur lausn gislamálsins magnað enn átök milli þeirra afla sem togast nú á um framvindu hinnar islömsku byltingar. Gisladeilan, sem kom lran i heljarglimu við annað risaveldanna, var eitt af landi og flytur til Danmerkur. Hann er all-þekktur i Danmörku fyrir stuðning við varðveislu gamalla húsa- t.d. gömlu byggð- ina i Christianshavn i Kaup- mannahöfn. Hinn 28. febrúar verður tilkynnt formlega um stofnun sjóðsins, en þann dag verður Vigdis Finn- bogadóttir stödd i Danmörku i opinberri heimsókn. Fyrsta út- hlutun á að fara fram i júni n.k. og verður dómnefndin islensk. Það kemur i hlut sendiherra Is- lands i Danmörku að afhenda verðlaunin, en Broste segist hafa góð orð fyrir þvi að Vigdis verði verndari sjóðsins. — GFr/—ká þeim fáu málum sem batt saman sundraða þjóð: sé ekki eining innanlands er þaö gamalt ráö að skapa hana með þvi aö benda á andskotann utan landamæranna. Og þurfti ekki lengi að mana Irani, svo mjög sem þeir hötuðu Bandarikin eftir stuðning þeirra við keisaraveldið. Forsetinn tryggir sig. Þegar leið að lokum samninga um gislamálið varð uppi mjög greinilegur ágreiningur um gisla- málið milli Bani Sadr íorseta og hinna „hófsömu” alla sem hann styðja og þeirra herskáu klerka sem mestu ráða i þingi og i rikis- stjórn. Bani Sadr bar það á samn- ingamenn stjórnarinnar, að þeir hefðu ekki látið sig fylgjast meö samningum. Og þegar úrslit þeirra urðu kunn, notaöi málgagn forsetans, blaðið tslamska bylt- ingin, tækifærið til að minna Rajai forsætisráðherra og hans liðsmenn, klerka og aöra, þá á, aö ástæðulaust væri að telja úrslit málsins „mikinn sigur" fyrir Iran. Hefðu Iranir i raun ekki haft annað af Bandarikjamönnum fyrir gislana en þeir áttu.en hins- vegar ekkert af auðæfum keisar- ans erlendis. Ófarir i stríði. Bani Sadr hefur viljað tryggja sig fyrir ámæli ef að mikill kurr yrði út af þvi að gislunum var sleppt úr haldi. En hann á erfið- ara með að verjast ákærum sem hann verður fyrir vegna þess aö styrjöldin við Irak, sem hann ber mikla ábyrgð á sem æðsti maður hersins, hefur gengið mjög illa. I siðasta mánuði greip forsetinn til þess örþrifaráðs aö svara ásök- unum um aðgerðarleysi meö þvi aðefna til gagnsóknar gegn írök- um i Kúzestan. Gagnárásín rann út i sandinn og Iranir munu hafa orðið fyrir miklu hergagnatjóni. Þetta er verulegt áfall fyrir Bani Sadr, sem má nú heyra áróðurs- málaráðherra Irak hlakka yfir þvi að Irakir séu reiðubúnir til að sitja á hernumdu svæðunum næstu tiu árin og talar um núver- andi viglinur sem „ný landamæri lrak”. Þrátefli Það á sér stað einskonar þrá- tefli milli Rajai forsætisráðherra og hinna herskáu klerka annars- vegar og Bani Sadr íorseta, hers- ins og kaupsýslumanna hins- vegar. Aðrir aðilar togstreit- unnar eru smærri — til dæmis eru bandariskir fréttaskýrendur á þvi, að sovétvinsamlegur kommúnistaflokkur, Tudeh, eigi ekki umtalsverða möguleika á að ná undirtökum i landinu. Övissan um framvindu islams- byltingar er jafnmikil fyrir þvi. En Vesturveldin reyna bersýni- lega mjög að finna leiðir til að styðja við bakið á þeim kosti, sem þeim finnst skástur, en það er Bani Sadr forseti. —áb. Rajai forsætisráðherra og Khomeini: Meira að segja erkiklerkur varaði klerkavaldið við því að ganga of langt. Danskur kaupmaður stofnar sjóð Til styrktar íslenskum listamönnum LÍKAMLEG EIGINGIRNI Þjóðleikhúsið sýnir LÍKAMINN — ANNAÐ EKKI eftir James Saunders Leikstjóri: Benedikt Árna- son Þýðing: Örnólfur Árnason Þetta snoturlega gerða stofu- drama er alveg ljómandi vel fallið til fram'reiðslu á litla sviði Þjóðleikhússins með þeirri ná- lægð sem þar skapast og þeim möguleikum til eðlilegs og af- slappaðs leikstils sem hún býður upp á. Benedikt Árnason kann vel að nota þessa möguleika og hefur tekist að setja upp sýningu sem einkennist af hlýju og tilfinn- ingum, einlægni og innileik —en þar eru einnig dregnar hreinar linur og settar fram skarpar and- stæður. I þessu verki Saunders er telft fram tvennum hjónum sem eru fulltrúar tvenns konar lifsgilda og lifssýna. Þau hittast aftur eftir niu ára fjarvisitr, en áður höfðu þau átt flókna framhjáhaldssögu, sem rakin er itarlega i eintölum i fyrra þætti verksins. Seinni þátturinn er hins vegar venju- bundinn natúralismi þar sem lýst er átökum þegar fólkið hittist aftur og tekst á um fortiðina og lifsskoðanir sinar. Og kemur þá upp úr dúrnum að önnur hjónin hafa farið til Ame- riku og frelsast þar inn i eina heil- mikla sállækningaraðferð, sem reyndar mun kennd við Arthur nokkurn Janov og skrifaði hann bók um aðferðina sem heitir Frumöskrið (The Primal Scream). Þessi aðferð mun byggjast upp á þvi að menn öskra frá sér vandamál sin og einkum og sérilagi fortið sina. En heim- spekin sem þessu fylgir, og nafn verksins visar til, er fólgin i þvi að lifa i likama sinum hér og nú, það eitt skiptir máli. Þetta er eins konar likamleg sjálfhverfing eða eigingirni. Gegn þessari lifsspeki ris enskukennarinn og skólastjórinn Margeir. haldinn allri þeirri taugabilun og drykkjumennsku sem lækningin hefur bjargað hjónunum frá, og krefst þess að Sverrir Hólmarsson skrifar um WBT' lortiðin fái sinn rétt, og hugsjón- irnar og listin og tilfinningarnar. Og drekkur sig sifellt fyllri á meðan. Augljóslega eru frelsuðu hjónin mun heilbrigðari og betur á sig komin en Margeir og kona hans, en samt eru það þau sem vekja samúð áhorfandans. Þetta liggur i textanum i taum- lausri sjálfsánægju og eigingirni Daviðs, sem gerir hann næstum ómennskan og i mannlegum eig- indum og breyskleikum Margeirs og konu hans. Þessar andstæður eru mjög vel dregnar fram i sýn- ingunni i gerfi og túlkun leikar- anna. Sigmundur örn er eins og vélmenni i hlutverki Daviðs, si- fellt bros hans er kuldalegt og á honum sést hvorki blettur né hrukka. Steinunn Jóhannesdóttir leikur konu hans, sem er ekki eins rækilega heilaþvegin og hann og barf sifellt átak til að halda til- finningum sinum i skefjum og varna þvi að fortiðin ryðjist yfir hana. Þessastöðugu spennu, þetta hárfina jafnvægi, túlkaði Stein- unn óaðfinnanlega. Kristbjörg Kjeld fór létt með að sýna okkur sveiflukennt og óöruggt tilfinn- ingalif konu Margeirs, en það var Gisli Alfreðsson i hlutverki Mar- geirs sem bar hita og þunga kvöldsins og kom frá þvi með mestum glæsibrag. Túlkun hans var hárnákvæm og einlæg, fram- sögnin óaðfinnanleg og stig- andinn i leik hans markviss. Það er fyrst og fremst óvenju- lega næmur og blæbrigðarikur leikur sem gefur þessari sýningu gildi. Leikritið er snoturlega gert, en manni þykir á stundum nóg um hina bresku mælgi sem stund- um snýst upp i hreint málæði. Svona mælgi er fjári erfitt að þýða, en örnólfi Arnasyni hefur tekist að sigla fram hjá flestum skerjum og gera úr þessu furðu lifandi islenskan texta. HSI Landsleikur i handknattleik HSÍ ISLAND - A-ÞYSKALAND í Laugardalshöll Föstudaginn 13. febrúar kl. 20.00 Sunnudaginn 15. febrúar kl. 20.00 Forsaia hefst báða dagana k/. 17.30 i Laugarda/shö/l Síðast sigraði ísland heimsmeistarana Hvað gerist á móti Ó/ympiumeisturunum? Handknatt/eiksamband ís/ands Olafur H. Jónsson, fyrirlíði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.