Þjóðviljinn - 13.02.1981, Síða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1981
Minning
Erlingur Thorlacius
Fæddur 15.4. 1906 — Dáinn 1.2. 1981
Erlingur var fæddur að BU-
landsnesi við Hamarsfjörð. Þeirri
fögru sveit sem fóstraði um alda-
mótin marga okkar mætustu
menn, og hafa þeir borið orðstir
okkar fámennu þjóðar út um
heimsbyggðina. Það er áreiðan-
lega leitun á þvi að jafn fámennt
byggðarlag hafi gefið þjóðinni svo
marga afburðamenn.
Ekki er mér grunlaust um að
ibiiar álfaklettanna sem umlykja
þennan sérkennilega stað hafi
heillað unga fólkið inn i Hamar-
inn og að endingu afhent þvi
viskustein sem gaf þeim trU á
menningu og framtið tslands.
Yfir æskuheimili Erlings á BU-
landsnesi var mikil reisn. Heimil-
ið var mannmargt og börnin urðu
alls sjö. Kristinar tvær, sem dóu
ungar. Ragnhildur, sem dó upp-
komin á Vifilsstaðahæli árið 1936.
Sigurður, sem var skólastjóri
Austurbæjarbarnaskólans en lést
1945. Þeir sem eftir lifa eru Birgir
ráðuney tisstjóri og Kristján
form.B.S.R.B..Ragnhildur móðir
Erlings var aðeins 18 ára gömul
þegar hUn settist i hUsfreyjusætið
á BUlandsnesi, en þau höfðu
gengið i hjónaband 2.9.1898, sama
haustið og Olafur maður hennar
tók við læknishéraðinu. Þótt
meira og minna af vinnufólki
væri alltaf á heimilinu var i
mörgu að snUast fyrir ungu kon-
una þar sem mjög gestkvæmt var
hjá lækninum, en hann annaðist
einnig alla lyfjasölu. A fyrstu sjö
bUskaparárum þeirra eignuðust
þau fimm börn og var Erlingur sá
fimmti i röðinni og naut þess að
vera yngstur i sjö ár og auga-
steinn móður sinnar og reyndar
allra á heimilinu. Vorin við
Hamarsfjörð voru ótæmandi auö-
lind fyrir ungan dreng. Þegar
æðarfuglinn kom að vitja hreiðr-
anna var nóg að gera fyrir litlar
hendur. Það þurfti að hreinsa
hreiðrin og lagfæra og UtbUa
önnur ny. Þá þurfti að koma
fuglahræðunum á sinn stað og
set ja upp veifur til þess að hrekja
varginn frá og litill drengur var
óþreytandi við að lita eftir öllu.
Framundan var lika annað til-
hlökkunarefni, það var hátiðis-
dagur i lífi fólksins sem lifað hafði
allan veturinn á fábreyttu matar-
æði, þegar varpið var hafið fyrir
alvöru.
Þá var gengið um varplandið
og tindur reglulega smá dUn-
viskur Ur hverju hreiðri og eitt og
eitt egg látið fylgja með, fuglinn
verpti þá áfram svo að tala eggj-
anna varð óbreytt. Mannfólkið
gæddi sér svoá nýjum æðarfugls-
eggjum. Einn góðan veðurdag
var svo fuglinn kominn með ung-
ana sina Ut á sjó og þá hófst dUn-
hreinsunin. Þarlét Ragnhildursig
aldrei vanta, hUn var eyjabarn og
kunni vel til verka og naut þess að
vinna með fólkinu og var hvergi
hvumpin þó að þetta teldist
frekar óþrifaleg vinna og leiðin-
leg. HUn var af öllum álitin með
afbrigðum góð hUsmóðir sem
aldrei skipti skapi, var ljUf og góð
við alla, en hélt þó reisn sinni.
Þetta sagði mér tengdamóðir min
sem einu sinni var vinnukona á
BUlandsnesi hjá þeim hjónum.
Ölafur Thorlacius læknir þjón-
aði Berufjarðarlæknishéraði frá
árinu 1898, og var einnig skipaður
til að þjóna Hornafjarðarlæknis-
héraði langtimum saman.
Segir sig sjálft hversu gifur-
legt vinnuálag það hefur verið að
fara allar þessar mörgu og löngu
ferðir jafnt á nóttu sem degi,
vetur sem sumar og hafa ekki um
annað að velja en þarfasta þjón-
inn, þó að hann hafi vissulega
reynstlandsmönnum ómetanlegur
á liðnum öldum. Það sem meira
var, læknar höfðu ekkert til þess
að treysta á nema sina eigin visku
við sjUkdómsgreiningu. A 10
fyrstu starfsárum ólafs var ekki
einu sinni komið simasamband
um landið. Ölafur hafði verið af-
burða námsmaður og lokiðhverju
prófinu eftir annað með fyrstu
einkunn.síðan hafði hann starfað
um tima á fæðingardeild Uti i
Kaupmannahöfn. Cand. med.
varð hann 27.6.1896, með fyrstu
einkunn, eða 90 stigum.
Það er enginn vafi á þvi að'
gáfur og dugnaður Ólafs hafa
komið i góðar þarfir fyrir sjUk-
linga hans á þvi 30 ára timabili
sem hann starfaði i Berufjarðar-
læknishéraði, þar sem vegi vant-
aði til allra átta. TrUlega hafa
þessi hjón ekki safnað veraldieg-
um auði sem mölur og ryð fær
grandað. En kærleikurinn og
hjálpsemin við samborgarana
var sá auður sem þau létu eftir
sig.
Úr þessum jarðvegi var Er-
lingur sprottinn.
Það er svo ótal margt sem
getur freistað ungra drengja, til
dæmis kri'uvarpið. Það þurfti nU
aldeilis kjark og var hreint ekki
fyrirneina aukvisa að ganga þar
um og tina egg og koma svo heim
og fá þau soðin og svolitið hól
fyrir kjarkinn. Ótætis kriurnar
voru svo harðskeyttar að það
veitti ekkert af þvi að hafa stein
innan i hUfunni.
Þegar hann var 8 ára þá byrjaði
alvara lifsins. Hann var orðinn
vel læs og þar sem kennari var á
heimilinu þá var ákveðiö að hann
skyldi hefja tungumálanám og
fyrir valinu varð franskan. Ekki
var hann nU sáttur viö þá náms-
grein, en ekki þýddi að andmæla.
Sigurður bróðir hans var nU far-
inn aö heiman til náms og faðir
þeirra, þessi mikli athafnamaður,
var störfum hlaðinn i læknishér-
aðinu og þar viö bættust störf
hans á alþingi og fyrir sveitarfé-
lagið um 20 ára skeið. Þá var bar-
átta hans i ræðu og riti gegn
áfengisbölinu ekki ómerkust.
Eftir þvi sem Erlingi óx fiskur
um hrygg fdr hann að hjálpa meir
og meir til vi.ð bUskapinn. Fjar-
vistir fööur hans leiddu einnig til
þess að hann sem var handgengn-
astur móður sinni varð fljótlega
að axla ábyrgðina á sinar ungu
herðar með henni og þó að gleði
og reisn rikti á heimilinu þá var
undir niðri hulinn harmur vegna
dauða tveggja systra Erlings, en
önnur hafði legið rUmföst i ára-
raðir og var litið eitt eldri en
hann, ljUf og elskuleg i viðmóti
þrátt fyrir miklar þrautir. Það er
þvi hætt við að ungur drengur hafi
oft horft á auða rUmið með tár i
auga. Ommur hans tvær höfðu
dvalið á heimilinu og miðlaö
bömunum af visku liðinna kyn-
slóða og notið þess að ljUka ævi-.
kvöldinu i faðmi ástrfkrar fjöl-
skyldu. Þessi reynsla þroskaði
skapgerð hans og ábyrgðartil-
finningu, sem var óvenju sterk
allt hans lif. Jafnframt störfunum
sem hann þurfti aö sinna heima á
BUlandsnesikeyptihann sér trillu
er hét Stigandi i félagi við annan
mann og stunduðu þeir færa-
fiskiri og linu. Það starf fór Er-
lingi vel Ur hendi og farsællega
þvi aldrei hlekktist bátnum á.
Það olli Erlingi áhyggjum að eng-
inn bryggjustUfur var i BUlands-
höfn til þess að auðvelda þeim
störfin. Hann tók sig þvi til eitt
sinn i landlegu, velti stórgrýti
fram og fyllti svo á milli með
smærra grjóti sem hann gat
borið. Þá var komin bryggja sem
þeir gátu notast við og stóð hUn i
mörg ár og haggaðist ekki.
Þannig var Erlingur ósérhlifinn
þegar mikið lá við. 8.9.1928 gekk
hann að eiga æskuunnustu sina
Onnu Jónsdóttur á Strýtu við
Hamarsfjörð Þórarinssonar frá
NUpi og Lisibetar Jónsdóttur frá
Borgargarði. En móðir hennar
var Óiöf Finnsdóttir frá Tungu i
FáskrUðsfirði og kona hans var
Anna Guðmundsdóttir.
Vigslan fór fram i DjUpavogs-
kirkju og að henni lokinni yfir-
gáfu þau æskustöðvarnar og
fluttu til Reykjavikur til þess að
hefja lifsstarf sitt, likt og for-
eldrar hans höfðu gert 30 árum
fyrr er þau fluttu til Berufjarðar.
Fyrsta árið bjuggu þau i Reykja-
vik en árið eftir lá leið þeirra að
Hákoti á AJftanesi og stunduðu
þau þar venjulegan bUskap i örfá
ár. En hugur Erlings stóð til
bifreiðaaksturs strax og hann leit
þau farartæki augum. Hann tók
Foreldrar Erlings:
Ólafur Thorlacius, læknir
fæddur i Saurbæ i Eyjafirði
11.3. 1869 — dáinn 28.2. 1953
og Ragnhildur Eggerz fædd i
Akureyjum 31.10. 1879 —
dáin 14.6. 1963 i Reykjavik.
Föðurætt Erlings:
Föðurforeldrar Erlings
voru Jón Thorlacius, prestur
f. 1816 — d. 1872 og kona hans
Kristin Rannveig Tómas-
dóttir f. 1834 — d. 1921. For-
eldrar Jóns Thorlacius voru
Einar Thorlacius, prestur
(1790 — 1870) og kona hans
Margrét Jónsdóttir, prests
lærða i Möðrufelli. Foreldrar
Einars Thorlacius voru Hall-
grimur Thorlacius og kona
hans Ólöf Hallgrimsdóttir
prests. Foreldrar Hallgrims
Thorlacius voru Einar Jóns-
son, prestur (1696 — 1729) og
kona hans Elin
Hallgrimsdóttir, sýslu-
manns. Foreldrar Einar
Jónssonar voru Jón Ketils-
son prestur Brimnesi við
Seyðisfjörð og kona hans
Þóra SkUladóttir.
Móöurætt Erlings:
Móðurforeldrar Erlings
voru Pétur Eggerz, kaup-
maöur á Boröeyri fæddur
1832 — dáinn 1892 og kona
hans Sigriður Guðmunds-
dóttir Einarssonar frá Kollsá
i HrUtafirði. — Foreldrar
Péturs Eggerz voru Friðrik
Eggerz, (1802—1892), prest-
ur i Akureyjum á Breiðafiröi
og kona hans Arndis Péturs-
dóttir. — Foreldrar Friðriks
Eggerz voru Eggert Jónsson
(1775—1846), prestur á
Ballará og kona hans GuðrUn
MagnUsdóttir Ketilssonar,
sýslumanns. — Foreldrar
Eggerts Jónssonar voru Jón
Eggertsson, prestur að Holti
i önundarfirði og kona hans
Gunnhildur Hákonardóttir.
— Foreldrar Jóns Eggerts-
sonar voru Eggert
Bjarnason, bóndi á Skaröi á
Skarðsströnd (1705—1782) og
kona hans Ragnheiður
Þórðardóttir. — Foreldrar
Eggerts Bjarnasonar voru
Bjarni riki Pétursson, bóndi
á Skarði (1681—1768) og kona
hans Elin Þorsteinsdóttir.
svo prófiðárið 1929 og stuttu eftir
að þau hættu bUskap og voru
komin að Reynistað i Skerjafirði
hóf hann akstur á B.S.R. og i full
38 ár ók hann leigubil i Reykjavik
og nágrenni, og alla tið var hann
farsæll. 1 þessu starfi kom
ábyrgðartilfinning hans ljóslega
fram þvi að hann ók aldrei i burt
af staðnum fyrr en hann var
viss um að farþeginn hefði komist
i hUsaskjól. Sjálfsagt hefur hann
misst af einhverjum öðrum, fyrir
minUturnar sem hann beið i hvert
sinn, en i hans huga voru það ekki
peningarnir sem skiptu höfuð-
máli, heldur lifið sjálft, honum
fannst sem hann bæri ábyrgð á
farþegum sinum, þar til þeir
væru komnir i annarra hendur.
ökumenn skiptu ekki eins oft um
bfla fyrr á árum og nU tiðkast þó
að vegirnir væru þá margfalt
verri. Erlings bill var þó alltaf
sem nýr hvað snyrtimennsku við-
vék, að utan sem innan. An efa
hefur það ásamt ábyrgðartilfinn-
ingu hans og alUð stuðlað að þvi
að hann ók mjög oft erlendum
sendimönnum svo sem við komu
þjóðhöfðingja og annarra þeirra
er islenska þjóðin vildi sýna sóma
sinn. 1 fjölda mörg ár stundaði
hann einnig kennslu i bifreiða-
akstri og var hann vel látinn i þvi
starfi. Arið 1945 þegar Kópavogur
var rétt að byrja að byggjast
keyptu þau sér litið hUs að Kárs-
nesbraut 108, og þar hafa þau bUið
siðan.
Börn þeirra eru þrjU: Ólafur
lyfjafræðingur, Ragnhildur hUs-
móðir og skrifstofumaður og
Egill er fetaði i fótspor föður sins
og er leigubflstjóri, en hafði áður
stundað nám i Matsveina- og veit-
ingaþjónaskólanum.
Heimili þeirra Erlings og Onnu
var gætt þeirri hlýju hjartans að
allir voru velkomnir og fyrir
marga Berfirðinga var það eins
og þeirra annað heimili; greið-
vikni þeirra og hjálpsemi var ein-
stök. Ólöf tengdamóðir Erlings
dvaldi i skjóli þeirra yfir 20 ár, og
þar af að mestu blind i ein 15 ár.
Þá eins og reyndar fyrr og siðar
sýndi hann hvilikum mannkost-
um hann var gæddur með þvi að
stuðla að þvi að gamla konan gæti
verið umvafin ástrikum fjöl-
skylduböndum til hinstu
stundar. Vilji þeirra virtist svo
samofinn að þar bar ekkert á
milli og það var eins og það
streymdi frá þeim báðum ástUð
og hlýja i garð allra sem þau um-
gengust, andrUmsloftið varð svo
tært að illar hugsanir þrifust ekki
I návist þeirra hvaö þá illmælgi.
Þetta eru stór orð en allir sem
þekktu þau bæði vita að þau
eru sönn.
Tengslin við Austurland
rofnuðu aldrei þvi strax eftir að
vegasamband komst á, þótt
margar ár væru þá óbrUaðar,
fóru þau hvert sumar að vitja
æskustöðvanna og heimsækja
vinafólkið, sem fagnaði þeim
æfinlega eins og ástkærum bróður
og systur. Tvö yndisleg sumur
dvöidu þau á æskustöövunum en
það var á árunum 1977 og 1978. Þá
fengu þau til afnota bernsku-
heimili Onnu, og þar héldu þau
gullbrUðkaup sitt. Svona er lifið,
50 ár i burtu en þó alltaf með hug-
ann heima.
Við hjónin dvöldum þarna hjá
þeim i nokkra daga. Fjölmargir
ættingjar þeirra og vinir komu til
þess að heimsækja þau en ekki
siður til þess að skoða ævintýra-
landið sem þau þreyttust aldrei á
að lofa og enginn varð fyrir von-
brigðum. Sólin hellti geislum sin-
um yfir landið og gaf klettaborg-
unum gullinn bjarma i siödegis-
sólinni og töfraði fram ótal kynja-
myndir og innandyra beið gest-
anna nýr og ilmandi silungur Ur
lækjarósnum. Fyrir 8 árum hætti
Erlingur öllumakstri,þávar hann
farinn aö lýjast og taldi aö enginn
mætti aka leigubil sem ekki hefði
fullkomiö þrek. Sjálfur hafði
hannekið öll strlðsárin og vissi
fullvel hverju ökumaður má alltaf
vera viðbUinn i næturakstri. Arið
1977 kenndi hann þess meins er
vék ekki frá honum aftur þó að
hann hresstist um tima. 3. janUar
siðastliðinn var hann fluttur i
Borgarspitalann og andaðist þar
1.2.1981.
Erlingur var mikill gæfumaöur
i öllu sinu lifi og hafði bætandi
áhrif á aöra.
Viö vottum Onnu, börnum
þeirra og öörum ástvinum inni-
lega samUð og biðjum guð að
blessa þeim minninguna um
mætan mann.
Hulda Pétursdóttir.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i lögn hitaveituæðar meðfram Elliðavogi,
frá SUðarvogi norður fyrir heimkeyrslu að Kleppsspitala
(Elliðavogshæð, 2. áfangi).
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3,
Reykjavik.
Tilboðin verða opnuðá sama stað fimmtudaginn 12. mars
kl. 11.00 f.h..
INNKAUPASTOPNUN REYKTAVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
0
Stórdansleikur
Rauðsokkahreyfingarinnar verður i
Hreyfilshúsinu föstudaginn 13. febrúar.
Dansað frá kl. 21—03.
Diskótek og fleira.
Geðþóttaklæðnaður.
Öllu verði stillt i hóf.
Rauðsokkahr ey fingin.
Árshátíð
Alþýðubandalagsins
á Akureyri
verður haldin i Alþýðuhúsinu laugardag-
inn 14. febrúar. Húsið opnað kl. 19.
Borðhald hefst kl. 20. Miðasala við
innganginn.
Gestur kvöldsins er Auður Haralds rit-
höfundur. Gunnar Jónsson leikur á gitar.
Auk þess munu félagar ABA fremja ýmis-
konar uppákomur. Hljómsveitin Jamaica
leikur fyrir dansi. Miðapantanir teknar i
simum:
23871 (Katrin) 25363 (Ingibjörg)
21740 (Hildigunnur)
jrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjr