Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 1
DIÚÐVIUINN Fimmtudagur 19. febrúar 1981 —41. tbl. 46. árg. Sigurður Einarsson f ramkvæmdast j óri: Alitið nægjanlegt að Sindrí hjálpaði Aðeins verklagsregla að hafa samband við tryggingarfélag -/Þaö er enginn kominn til með aö segja hvort varöskipið heföi getað bjargað einhverju", sagði Sigurður Einarsson- framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvarinnar í Vest- mannaeyjum- í gær, en eins og fram hefur komið í fréttum var kallað í Heimaey þegar hún óskaði aðstoðar varðskipsins Þórs og bent á að til þess þyrfti leyfi tryggingafélagsins. Eins og sagt var frá i Þjóðvilj- anum i gær var varðskipið Þór kallað á vettvang til aðstoðar Heimaey kl. 20.10 á mánudags- kvöldið, en kl. 20.18 kallaði Heimaey i varðskipið og afþakkaði aðstoð. 1 millitiðinni hafði samkvæmt dagbók varð- skipsins Suðurey VE-500 kallað i Heimaey og „kvað trygginga- félagið banna aðstoð varð- skipsins”. Talaði við forstjórann „Það má segja að þetta sé verklagsregla, þvi i sjálfu sér þarf ekki að hafa samband við tryggingarfélag vegna björgunar skipa”, sagði Sigurður ennfrem- ur. Hann sagðist hafa verið i sambandi við Tryggingamiðstöð- ina allt frá þvi Heimaey fékk i skrúfuna og ölduljónið tók hana i tog. Þá hefði hann talað við for- stjóra tryggingafélagsins upp úr átta um kvöldið þegar ölduljónið hafði gefist upp og fengið þau svör að kalla skyldi til það skip sem nærtækast væri og þá ekki siður varðskipið. „Meðan ég var i simanum komu boð um að togarinn Sindri væri á leiðinni og staddur skammt frá Heimaey”, sagði Sigurður. „Það var álitið nægjanlegt á þeim tima að togar- inn hjálpaði enda er hann ekki siður útbúinn en varðskip i þessari aðstöðu”. Menn Reynt að ná Heimaey á flot i dag Leit á fjörum enn árangurslaus Leitarflokkar gengu fjörur i gær allt austan frá Markarfljóti til Stokkseyrarog Eyrarbakka i leit að likum skipverjanna tveggja sem fórust i óveðrinu á mánudagskvöld. Leitinni verður haldiö áfram idag og þá einnig með flugvélum, en ekki viðraði til flugs á þessum slóðum i gær. Heimaey VE-1 er enn á strandstað og veröur reynt að ná skipinu á flot i dag. Það er óskemmt með öllu að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinnar i Vest- mannaeyjum. Skipshöfnin er enn uppi á landi og verða sjópróf ekki haldin fyrr en þeir koma aftur til Eyja. —AI frá útgerðinni Þá sagði Sigurður ennfremur að menn frá útgerðinni hefðu verið niðri i Suðurey i Vest- mannaeyjahöfn til að hlusta. Hann hefði sjálfurekki verið niðri i bátnum þegar kallað var á varð- skipið heldur annar maður frá út- gerðinni og gerði Sigurður ráð fyrir því að hann hefði sagt hina umdeildu setningu um að leyfi þyrfti frá tryggingafélaginu. Sig- urður itrekaði að slikt leyfi þyrfti ekki, það væri fremur vinnuregla að láta tryggingafélagið fylgjast með hverju fram yndi og ráðgast við það. Hins vegar gætu menn i landi auðvitað ekki tekið neinar ákvarðanir um viðbrögð úti i hafi,það yrðu skipstjórnarmenn einir að gera. Sigurður kvaðst ekki geta svarað þvi hvort dýrara væri að kalla til varðskip en önnur skip, — þvi hlyti tryggingarfélagið að geta svarað. —AI. Jón Magnússon hjá Landhelgisgæslunni | Ekki meiri björgun- \arlaun til varöskipa „Það er enginn munur á björgunarlaunum eftir þvi hvort um er að ræða varðskip eða önnur skip. Hér hefur I 50 ár verið fariö eftir sömu alheimsreglunni iþessum efnum. Ef um björgun er aö ræða koma til b jörgunarlaun, en ef um aðstoð er að ræða er hún greidd samkvæmt reikningi”, sagði Jón Magnússon lög- fræðingur Landhelgisgæslunnar i gær. Jón kvað ákaflega erfitt aö segja til um upphæðir björgunar- launa, þvi þau færu eftir mati á aðstæðum hverju sinni, þeirri hættu sem hið nauðstadda skip og björgunarskipið væri, i trygg- ingarfjárhæð skips ofl. atriðum. Almennt mætti segja að björg- unarlaun værulækkandi hlutfall eftir þvi sem skip hefðu stækkað og orðið dýrari. Jón Magnússon sagði aðspurður, að það kæmi oft fyrir að beiðni um aðstoð varðskips væri afturkölluð ef önnur skip væru nær vettvangi, og færi það eftir mati skipstjórnarmanna á J aðstæðum. |____________________________________________^k.h Tryggingamiðstöðin hf. mótmælir J Bönnuðum ekkl neitt Tryggingamiðstöðin h.f., vátryggjandi m.s. Heimaeyjar VE-1 hefur sent fréttatilkynningu til fjölmiðla þar sem þvi er mótmælt að það hafi bannað að fengin yrði aðstoð varðskips i erfið- leikum þeim, er skipið átti i siðastliðinn mánudag. Segir i athugasemd fyrirtækis- ins aö fullyrðingar sem slikar séu alrangar, þvi slikt hafi ekki átt sér stað. Það sé alfarið á valdi skipstjórnarmanna hverju sinni að biðja um aðstoð, sem þeir teija nauðsynlega. „Sjópróf hafa enn ekki íarið fram en þar mun mál þetta verða rannsakað af þar til bærum yfir- völdum. Tryggingamiöstöðin h.f. mun leggja áherslu á, að alvar- legar ásakanir i hennar garð verði kannaðar sérstaklega.” Af þessu tilefni skal tekið fram að frétt Þjóðviljans um málið var byggð á samtali við einn af skip- herrum landhelgisgæslunnar og skráðum heimildum um tal- stöðvarviðskipti. —ekh Bónus i skreiðar- og saltfiskverkun. — Sjó baksiðu. Breyting á Viðlagatryggingu kemur til greina Opinber aðstoð ef tjón er alvarlegt Minniháttar tjón verður varla bætt að neinu leyti með opinberum stuðningi, en alvarlegum spjöllum hjá einstaklingum og sveitarféiög- um verður að mæta á einhvern hátt. Sjón, svipuð þessari,var algeng á Reykjavikursvæðinu i fyrradag. — Ljósm. —eik— „Það fyrsta i málinu er að kanna rækilega hvaða tjón hefur orðið i landinu af völdum óveðursins, en það er þegar ljóst, að hcr er um verulcgt og tilfinn- anlegt tjön að ræða, en þó mis- jafnt eftir landshlutum, eða jafn- vel hverfum hér i þéttbýlinu”, sagði Svavar Gestsson trygginga- ráðherra i samtali við blaðið i gær. „1 sumum tilvikum er um að ræða minniháttar tjón og smá- vægileg, en í öðrum alvarleg, og þar verður að koma til stuðningur með einhverjum hætti. Ég tel að það sé eðlilegt verkefni sveitar- félaganna að kanna þetta tjón, og að þeirri könnun lokinni, að koma niðurstöðum á framfæri við rétta Skilmála tryggmgarfélaga þarf að gera skýrari og einfaldari aðila t.d. tryggingarfélög þar sem það á við og stjórnvöld”, sagði ráðherrann ennfremur. Skýrari skilmála Svavar sagði það liggja fyrir að tryggingartélögin ættu að bæta eitthvaö af tjóninu, t.d. myndu svokallaðar húseigendatrygging- ar ná yfir þau að einhverju leyti, og þá væru dæmi þess að einstak- lingar hefðu sérstakar óveðurs- tryggingar á eignum sinum. Þá sýndist það nauðsynlegt að endurskoða skilmála tryggingar- félaganna, sérstaklega hvað varðaði bifreiðatryggingar. „Það kemur í ijós núna, að tryggingarskilmálar hér eru allt- of flóknir, skilyröi sem uppfylla þarf til að njóta bóta óljós að- göngu fyrir almenning, og þess- vegna er nauðsynlegt að brýna það nú fyrir tryggingaraðilum að skilmálar þeirra verði skýrari en verið hefur”, sagði Svavar. Breyting laga Fyrir nokkrum árum voru sett lög á Alþingi um Viðlagatrygg- ingu Islands, og er þar gert ráð fyrir bótum á brunatryggðum eignum vegna tjóna af náttúru- hamförum öðrum en óveöri, svo sem eldgosum, jarðskjálftum og skriðuföllum. Þjóðviljinn spurði ráðherra hvort ekki væri ástæða til þess að breyta iögum um Við- lagatryggingu, þannig að þau næðu einnig til óveðurs, eins og raunar stjórn Bjargráðasjóðs hefur lagt til. „1 framhaldi af þeim ósköpum sem gengu hér yfir landið á mánudagskvöld þarf að taka af- stöðu til þess hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta lögum um Viðlagatryggingu Islands, þannig að þau nái framvegis til tjóns af völdum óveðurs. Menn verða og að draga þann lærdóm af fenginni reynslu, að það getur komið sér vel að taka á sig minniháttar Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.