Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Geta tekjuháir bændur reiknaö sig niður á núil? Þetta er sérstaklega athyglisvert hvað bændur varðar. Hinar svo nefndu „viðmiðunarstéttir” það er að segja tekjur vissra hópa laun- þega eru notaðar sem viðmiöun þegar verð landbúnaðarafurða er ákveðið. Þar er verið að bera saman það sem alls ekki er samanburðar hæft. Tekjur launþegans eru allar gefnar upp til skatts af vinnuveitandanum, en bóndinn getur ráðið sjálfur útkomunni á sinu skattframtali. Undarlegt langlundargeð alþýðusamtakanna aðláta þetta viðgangast áratugum saman. Ekki nægir þó Alþýðusam- bandiö hafi dregið fulltrúa sinn úr „sexmannanefndinni”. Það viröist vera sama sagan með allan atvinnurekstur hér á landi. Allar götur frá þvi Hrafna-Flóki drap búpening lcsendum , Sendið landshöf ðingj anum sauðaskattinn” Jósafat Sigvaldason á Blönduósi skrifar: Enda þótt skattskrárnar fyrir s.l. ár hafi ekki ennþá veriö birt- ar er vitað um ýmsar niður- stöður, sem allar benda til sömu áttar, þ.e. að nú fremur en nokkru sinni fyrr er tekjuskatt- urinn hreinn launþegaskattur. Kemur þar einkum til að með nýju skattalögunum voru stór auknir ýmsir frádráttar- og fyrningarþættir til handa atvinnurekendum, og það svo rausnarlega að margir atvinnu- rekendur nýttu þá ekki til fulls, saman ber ummæli skattstjór- ans á Hellu, sem eftir honum eru höfð i Timanum 3. febr. s.l.. 1 blaðinu stendur: „Þá var minnst á þá stórhækkuöu frá- dráttarþætti sem komu meö nýju skattalögunum, sem skatt- stjórinn á Hellu sagði vera tölu- verð brögð að menn notfærðu sér ekki”. — Það var og. Gott þætti launþegum aö eiga slika hauka i horni, sem gæfu þeim sjálfdæmi um hvað þeir vildu greiða til almennings þarfa. Það útaf fyrir sig að borga háa skatta er ekki aðalatriðið i þessu máli. Mikils er krafist af hinu opinbera, og til þess að inna þá þjónustu af hendi þarf mikið fjármagn, sem sækja verður til þegnanna. Það sem reiði veldur er hið gifurlega misræmi sem viðgengst. Nú þekki ég einna best til bænda af atvinnurekendum. Er mér kunnugt um að mörgum efnuðum og tekjuháum bændum þykir skömm að þvi að vera alveg eða svo til alveg skatt- lausir. En lög og reglur gefa þeim þann möguleika. Einn oddviti hér i héraði sagði að hann aöstoðaöi marga sveit- unga sina við gerð skattfram- tals þeirra. Kvað hann sér of- bjóöa að tekjuháir bændur gætu reiknað sig niður i núll eftir þeim reglum sem gilda. sinn úr hor i Vatnsfirði foröum hefur aldrei verið um annaö að ræða en eilift tap og aftur tap. Merkilegt hvað menn geta tapaö lengi. Allir sem nálægt sjávarútvegi koma hafa svo lengi sem sögur herma tapað og tapað. Um ára- bil hafa útvegsmenn heimtað gengisfellingu ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Svo dugði það ekki og þá var fariö aö láta gengið siga annan eða þriðja hvern dag. Kikt var á skattframtalið og rekstrar- reikningana til að ganga úr skugga um það að mennirnir segðu satt, það voru öruggar heimildir. Þar var hvergi að sjá að heilu ættirnar væru á fram- færi bátsins eða togarans. Allt þetta var pottþétt. Þá er nú afkoman ekki beysin hjá versluninni. Þar er allt á heljarþröminni. Hiö óhuggulega dæmi um óhóflega auðsöfnun hjá Silla og Valda sýndi þó annað. Hvaö með söluskattinn? Hve mörgum miljörðum af honum er stolið? Barnahornid Spaug Tommi var uppáhald kennslukonunnar. — Hún geymdi hann í búri í stofuhorninu. — Má ég leika mér með þér á sleðanum? — Já, alveg sjálf sagt. Við skulum bara skiptast á. Ég nota hann niður brekkuna og þú upp. Mamma: Skiptirðu um vatn á gullfiskinum? Gunni: — Nei, hann var ekki búinn að drekka það. Læknirinn: Jæja, Dóra. Þú átt að taka eina pillu tvisvar á dag. Dóra: — Hvernig get ég tekið hana oftar en einu sinni? Kennarinn: Jæja, Nonni. Ef ég væri með tuttugu epli í annarri hendinni og átján i hinni, hvað væri ég þá með? Nonni: Ofsa stórar hend- ur! Hver skyldi vera þarna í sólbaði? Fylgið iinunum frá 1 til 56. Þá kemur myndin í Ijós. Síðan má lita hana. Diddú komin í klassíkina • Útvarp kl. 10.25 SAMLEIKUR Á SELLÓ OG PÍANO Þeir Jónas Ingimundarson pianóleikari og séra Gunnar Björnsson sellóleikari og sóknarprestur i Bolungarvik hafa leikið talsvert saman að undanförnu, héldu m.a. i vetur röð tónleika vestanlands og sunnan. Otvarpshlustendur fá að heyra til þeirra i kvöld og eru þá á dagskrá islensk lög eingöngu. •Útvarp kl. 20.05 Hvað borða börnin? „Neysluvenjur skólabarna” kallar Asta Möller hjúkrunar- fræðingur erindi sem hún flytur i kvöld og óhætt er um, að i þeim efnum er viða pottur brotinn. Strákarnir þeir arna á Húsavik, sem sýna ljðs- myndaranum hvað þeir vilja langhelst fá i friminútunum eru þvi miöur ekkert eins- dæmi. Svo er aftur spurningin • Útvarp kl. 22.40 um hvað börnin borða áöur en þau fara I skólann og hvort þau boröa eitthvaö á morgnana yfirleitt. Kurt Vonnegut á dagskrá Kaldhæðni bandariski rit- höfundurinn og grinistinn Kurt Vonnegut er i miklu uppáhaldi hjá mörgum hér- lendis, einkum meöal yngra fólksins, þótt sáralitiö hafi verið þýtt eftir hann á islensku. Menntaskólanemar við Hamrahlið hafa nýlega frumsýnt fyrsta leikrit hans sem hér sést á sviði og i kvöld les Ragnheiður Gestsdóttir • Útvarp kl. 21.45 smásögu i eigin þýðingu, „Hátimbraðar hallir”. Eftir er að sjá hvernig þær mögn- uðu myndir sem Vonnegut bregöur upp njóta sin á okkar máli. Söngkonan Diddú eða Sigrún Hjálmtýsdóttir hefur að visu fyrst og fremst notið vinsælda sem poppari og hiuti af Spilverki þjóðanna. Og þótt hún hafi nú vent sinu kvæði i kross og hafið „alvöru” söng- nám i Bretlandi er hún vonandi ekki oröin svo alvar- leg að hún hafi alveg snúið baki við lögum af léttara tag- inu. Allavega fáum við að kynnast hinni hliðinni á Diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir: Hin hliöin i dag! i dag ef við hlustum á útvarp fyrir hádegiö, þvi þá syngur hún lög eftir Purcell, Mozart, Schubert og islensku tón- skáldin Jón Þórarinsson, Sigfús Einarsson og Pál tsólfsson. Með henni leikur Anna Guöný Guðmundsdóttir á pianó. Kurt Vonnegut — litið þýddur en vel þekktur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.