Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 3
i Viltu búa \á Slakka- \krika 4? m i byggingarnefnd Reykja- I víkurborgar hafa verið lagð- J ar fram tillögur að nýjum ■ götunöfnum i væntanlegri I fbúðabyggð við öskjuhliðar- ■ skóla. Er gerð tillaga um aö I samheiti hverfisins verði ■ KRIKAR eða HLÍÐAKRIK- | AR. Sem dæmi um götuheitin ■ má nefna: öskjukriki eða I Eskikriki, Heimakriki, ■ Bugðukriki, Bogakriki, | Brekkukriki, Slakkakriki, ■ Holtakriki, Hæðarkriki, ■ Bollakriki, Balakriki, Skál- “ arkriki, Dalkriki, Lautar- m kriki, Suðurkriki, Kirkju- I kriki, eða Kapellukriki, og ■ Skólakriki. Dagheimilið i | hverfinu fengi þá nafnið ■ Krikaborg. Trúlega verður tekin I ákvörðun um þessi götuheiti m á næstunni og þvi timabært I að benda byggingarnefnd á ■ eitt sjálfvalið heiti sem þeir I hafa gleymt, en það er auð- ■ vitað Handarkriki! —AI i Orgaö á S Borginni Hljómsveitin Orghestarnir " heldur hljómleika á Hótel m Borg i kvöld kl. 21. og flytja I m.a. með aðstoö fimm " leikara söngleikinn „Eggjun | Jófriðar Signýjar” eftir ■ Benóný Ægisson. I Orgliestana skipa auk m Benónýá þeir Gestur Guðna- ■ son, Brynjólfur Stefánsson ■ og Sigurður Hannesson. g Hljómsveitin hefur i vetur I spilað i Félagsstofnun ■ stúdenta i Sigtúni og i Öðali I og spilar hún hreint og klárt ■ rokk að sögn Benónýs, sem ■ Þjóðviljinn ræddi við i gær. ■ Söngleikurinn um eggjun _ Jófriðar er i kabarettstil og I verður hann undanfari ■ konsertsins. —AI Verðlauna- bók Snorra á sænsku í desember siðastliðnum „ kom út hjá WALTER ■ EKSTRAND BOKFÖRLAG i ■ Lundi i Sviþjóð sænsk útgáfa í af Ijóðabók Snorra Hjartar- § sonar HAUSTRÖKKRIÐ ■ YFIR MÉR, en eins og kunn- I ugt er hefur Snorra verið út- m hlutað bókmenntaverðlaun- ■ um Norðurlandaráðs fyrir 1 þá bók. Sænska þýðingin er gerð af | Inge Knutson, sem kunnur er ■ fyrir vandaðar ljóðaþýðing- I ar, og nefnist bókin I þýð- m ingu hans (eða túlkun eins og ■ hann kailar það sjálfur) I HOSTMÖRKRET ÖVER • MIG. Er þetta i fyrsta sinn | sem heilt ljóðasafn eftir ■ Snorra Hjartarson er gefið út I á sænsku, en ljóð eftir hann J hafa áður birst i söfnunum ■ Modern islandsk poesi (1959) I og Ord fran ett utskar (1974). ■ .... .J Fimmtudagur 19. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Sýnishorn af þvi sem gerst hefur: performansi eftir Kristin G. Harðar son. Búvöruverðið: Vantar 4,3 miljarða gkr. á fullt verð? „Hnitmiðaðar uppákomur” i dag hefst i Nýlistasafninu, sem er til húsa á Vatnsstig 3 B, performansvika sem svo er nefnd. Fjórtán islenskir lista- menn taka þátt i viku þessari og sýna margskonar verk og mis- löng (performans er m.a. mynd- list I tima), en taka að meðaltali einn til tvo tíma hvert kvöld. Performansar hefjast kl. 20 hvert kvöld. ólafur Lárusson riðurá vaðið i kvöld, annað kvöld leggja þeir Kristinn G. Haröarson og Sveinn Þorgeirsson undir sig en Bjarni Þórarinsson og Halldór Ásgeirsson laugardagskvöldiö. 1 greinargerð frá sýningar- stjórn segir meðal annars: „Með orðinu performance er átt við hugtak sem undanfarið hefur verið nefnt gjörningur og felur i sér athöfn, óháöa tima, efnisnotkun og umfangi, athöfn einnar manneskju eöa fleiri. Performansinn kemur i kjölfar hinna svokölluðu happenings, sem var litt undirbúin afhöfn, þar sem tilgangurinn var að að- hafast eitthvað á ákveðnum stað, oft með einhverja aðskotahluti eða efni úr heimi velmegunar, gjarnan i hópum. Þróunin verður siðan, að at- höfnin einfaldast og verður hnit- miðaðri, samfara þeirri áherslu sem „conceptual”-listtimabilið á áttunda áratugnum leggur á hreina hugmyndalist og hefur i sér fólgna tilhneigingu til einföld- unar. lslenskt myndlistafólk hefur um árabil fylgt vel eftir þróun Ljóðabók eftír Steingerði Guðmundsdóttur Ot er komin hjá Isafoldarprent- smiðju h.f. ný ljóðabók eftir Steingerði Guðmundsdóttur, Log. Er þettafjórða ljóðabók höfundar — áður hafa komið Strá, Blær og Kvika — en eftir hana hafa einnig komið út tvö leikrit, Rondo og Nocturne, og einleiksþættir Börn á flótta. samtimalistar i Evrópu og Ameriku og hér hafa verið fram- kvæmdar uppákomur og per- formansar opinberlega allt frá 1960. Þetta listform er nú orðið geysiútbreitt. Ekki hefur fyrr á Islandi veriö haldin hátið sem þessi og er það von okkar sem að henni standa að hún veki verðskuldaða athygli. Ennþá liggur ekki ljóst fyrir hversu mikið fé vantar til þess að fullt verð fáist fyrir framleiðslu búvara á verðlagsárinu 1979—1980. En samkvæmt áætl- unum er talið að það nemi um 4.3 miljörðum gkr. Að þvi er landbúnaðarráðherra skýrði frá við setningu Búnaöar- þings hefur rikisstjórnin ákveöið að mæta þessu að hluta með þvi að leggja fram á lánsfjáráætlun 1700 milj. gkr. umfram útflutn- ingsbætur ársins. Ennþá hefur ekki verið ákveðið til fulls hversu mikið af þvi fé, sem inn kemur vegna kjarnfóðurgjaldsins, fer til þess að mætaþessum halla en ráð hefur veriö fyrir þvi gert að til þess gangi a.m.k. miljarður gkr. I ár á þessi vandi að vera stór- um minni vegna minnkandi út- flutnings mjólkurafurða, enda sjálfsagt, að þegar mjólkurfram- leiðslan er sem næst innanlands- þörfinni, fái mjólkurframleiðend- ur fullt verð fyrir afurðir sinar. Ráðherrann upplýsti, aö i janúarmánuði hefðu verið greiddir 3.3 miljarðar gkr. i út- flutningsbótafé en það er á fjár- lögum 12 miljarðar. Fyrir áramót höfðu bændur fengið greitt af þvi, sem tilheyrir - þessu fjárlagaári 2.565 m.kr. Veitti Seðlabankinn fyrirgreiðslu, sem gerði það mögulegt. —mhg f —---------------------------------------------- I Stjórn Alþýöubandalagsins á Akranesi \ m ■■■■■ ■■■■■' i »■111 ■———■- H i Vinnubrögð utanríkis- \ \ ráðherrans gagnrýnd \ ! Hvatt til ógildingar á samningum um fjórföldun | oliubirgðastöðva og gerð sprengjuskýla ! ræða, þar sem freklega er ■ gengið á ákvæði um fram- - kvæmdir á vegum hersins i I Keflavik. ■ Verði ekki samstaða um það i | rikisstjórninni að hrinda ■ þessum byggingaráformum ■ Bandarikjahers af höndum \ okkar, og ef ráðherrar Fram- ■ sóknarflokksins og flokks I Gunnars Thoroddsen meta hags ■ muni og heimsvaldastefnu | Bandarikjanna ofar heill ■ islensku þjóðarinnar, skorar I stjórn Alþýðubandalagsins á J Akranesi á ráðherra og flokks- ■ stjórn Alþýðubandalagsins að I hætta þegar áðild að rikisstjórn- J inni. Með þvi einu sýnir Alþýðu- | bandalagið óbet sina i verki og ■ firrir sig ábyrgð á þeim glæpa- I verkum, sem herstjórn Banda- , rikjanna er að búa alþýðu þessa ■ lands sem og alls heimsins með * dyggri aðstoð hérlendra leppa ! hennar á islenskum valda- I stólum. ■ ............ Jl Stjórn Alþýðubandalagsins á IAkranesi hefur sent frá sér harðoröa ályktun vegna áforma J um gerð sprengjuskýla á Kefla- | vikurflugvelli og fjórföldunar ■ oliugeyma hersins. Er þar | meðal annars skorað á utan- m rikisráðherra að ógilda samn- Iinga um þessi mál og vinnu- brögð ráðherrans átalin harð- - ■ 'cga. | | Alyktun stjórnar Alþýðubanda- ! ■ lagsins á Akranesi er svohljóð- I | andi: ! a Hernaðaryfirvöld Banda- ■ rikjanna vinna nú skipulega að * stórauknum hernaðarumsvifum I' " og vigbúnaði i Evrópu sem miðar að þvi að færa miðpunkt ■ hugsanlegs heimsstriðs i lönd | Norður-Evrópu, þar á meðal til ■ íslands. Nýlegir atburðir i | | Noregi eru glöggt og ótvirætt | dæmi um að hverju stefnt er. IOg nú skal snaran reyrð að hálsi Islendinga. Krafan um I ■ fjórföldun oliubirgðastöðva i Helguvik undir yfirskyni mengunarvarna, þjónar ekki hagsmunum islensku þjóðar- innar heldur Bandarikjahers. Þar á ofan staðfestir Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra þessa dagana, að gengið hafi verið frá samningum i Norfolk i Bandarikjunum i nóvember siðastliðnum um byggingu þriggja sprengjuheldra flug- vélaskýla i herstöðinni i Kefla- vik. — Teningnum er kastað, —- eða þurfa menn frekari vitna við um eðli vighreiðursins á Miðnesheiði? Stjórn Alþýðubandalagsins á Akranesi skorar á utanrikisráð- herra að ógilda umsvifalaust þessa samninga og átelur jafn- framt harðlega þau vinnubrögð ráðherrans,, að mál þetta skuli ekki hafa komið fyrir fulltrúa þingflokkanna i utanrikismála- nefnd Alþingis og rikisstjórnina fyrr en nú. Hér er um ótvirætt brot á stjórnarsáttmálanum að Viðrœður um upptöku á Blindisleik: Sjónvarpið hafði frumkvæði segir i athugasemd frá Hinrik Bjarnasyni, forstöðumanni LSD 1 Þjöðviljanum 18. febrúar er vikið að þvi, að hvorki „Þryms- kviða” né „Blindisleikur” hafi verið tckin upp af Sjónvarpinu, er verk þessi voru flutt i Þjóöleik- húsinu. Sagt er, aö „einhverra hluta vegna hefur Sjónvarpið ekki séð ásta-ðu til að eyða nema sem svarar litlum fréttafilmubútum á slíka menningarviðburði”, og eft- ir Þjóðleikhússtjóra er haft, að ekki sé mikill samstarfsvilji af Sjónvarpsins hálfu. Nú getur undirritaður ekki svarað til um Þrymskviðu, en af Blindisleik er það að segja, að þar hafði fulltrúi Sjónvarps frum- kvæði að því, aö ræða við Þjóð- leikhússtjóra um hugsanlega upptöku verksins fyrir Sjónvarp. Þær viðræður voru að visu ekki hafnar fyrr en sýning verksins hafði verið kynnt i blöðum, þvi fyrr var ekki um sýninguna vitað. Aður en svo langt var komið við- ræðum, að farið væri að fjalla um endanlega kostnaöarhlið málsins, og leggja tillögu um upptöku fyrir yfirvöld stofnunarinnar, voru eft- irfarandi annmarkar ljósir: 1. Til upptöku á verkinu i leikhús- inu hefur Sjónvarpið ekki ann- an búnað en kvikmyndatöku- tækni, sem i þessu tilviki hefði orðið óhæfilega fyrirhafnarsöm og dýr framleiðsluleið. Upp- taka hefði þvi orðið að fara fram i upptökusal Sjónvarps. 2. Fyrir upptöku i Sjónvarpi hefði þurft að bUa til nýja leikmynd, sem ekki er umsvifalaust hrist fram Ur erminni, auk þess sem öll vandkvæði eru á þvi að ná upp i húsakynnum Sjónvarps þeim hópatriðum, sem eru þýð- ingarmikill hluti verksins. 3. Listamenn þeir erlendis frá, sem fram komu, eru þétt ásett- ir vinnu, og upptaka i Sjónvarpi hefði útheimt það, að fá þá til landsins sérstaklega til sjón- varpsupptöku, sem hefði orðiö alldýrt. 4. Launþegasamtök þeirra lista- manna, er fram koma i sýning- unni, hafa veriö i verkfalli við RikisUtvarpið-Sjónvarp. Mál þetta var með öðrum orð- um athugað, og fullur áhugi fyrir þvi af hálfu forráðamanna Sjón- varps, þótt þvi miður gæti ekki orðið af upptöku. Reykjavik 18. febr. 1981, Hinrik Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.