Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. febrúar 1981.
Fimmtudagur 19. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Hinn bandaiíski Odysseifur
i
■
I
■
I
■
I
i
■
Leiklistarfélag
Menntaskólans við
Hamrahliö:
Kurt Vonnegut:
Til hamingju með
afmælið Wanda Jane.
Þyðing:
Astráður Haraldsson
Leikstjöri:
Gunnar Gunnarsson
Garpurinn kemur heim úr stríði
og heitir nú Harold Ryan og hefur
verið lengi á leiðinni eins og
Odysseifur og kemur margt til —
til dæmis hafði honum dvalist hjá
Indjánum i frumskógum Suður--
Ameriku sem gefa mönnum
„bláa sdpu” svo þeim lffti vel og
gleymi metnaöi sinum og hetju-
skap. Eitthvaö skylt kom fyrir i
gamla daga hjá Odysseifi karl-
inum þegar hans menn lentu hjá
lótófögum og vildu sig hvergi
þaðan hræra. Við erum lika
minntir á þennan forngriska
fyrirrennara Harolds Ryans, at-
vinnuhermanns, sportveiðimanns
og demantaleitara, með öðrum
hætti: hann á son sem biður eftir
föður sinum og dáir hann óþekkt-
an, hann á konu sem Penelópa
heitir og hefur gefist upp á að biða
og á sér vonbiðla.
En þar með er hliðstæðum lokið
og Kurt Vonnegut byrjar á
ætlunarverki sinu. Odysseifur
hins nýja tima á sér erfiða heim-
komu vegna þess aö garpskapur
hans og karlmennskuhroki vekja
ekki lengur fögnuð. Að minnsta
kosti ekki hjá Penelopu, sem
hefur notað biðtimann til að
prjóna sér menntunarvef. Ekki
heldur hjá syninum Paul: ævin-
týralestur fööurins er fyrr en
varir orðinn ömurleg hrollvekja.
Það er ekki nema von að vonbið-
illinn Woodlie læknir skjóti af
orðsins boga á Ódysseif hinn
nýja, hann er friðarvinur að
sannfæringu. En einnig föru-
nautur kappans, Harper, sem er
látinn vera flugmaðurinn sem
kastaði atómsprengjunni á Naga-
saki, og hinn vonbiðill Penelópu,
heldur léttvægur ryksugusali sem
Herbert Shuttle heitir, eru áður
en lýkur búnir að fá nóg af garp-
skapnum. Harold Ryan er einn,
Garpurinn heimkomni og fjölskylda hans: Guðrún P. Erlingsdóttir,
Karl Axelsson og Benedikt Stefánsson.
* * vJí-—
að er refsingin fyrir hans of-
eldishugsjónir og dólgshátt.
Þetta er laglega samið leikrit,
hæfilega kryddað húmor af svart-
ara tagi, og er hann tengdur með
ýmsum hætti við sálgreiningar-
áráttur þær sem grasséra meira
eða minna i öllum bandariskum
leikskáldum. Helsta synd Vonne-
guts í þessu verki er sú, að undir
lokin liggur honum mikið á að ná
sér hremmilega niðri' á Harold j
Ryan og gerir sér þann leik of .
auöveldan og þvi ekki beint sann- I
færandi. r
Margt var'vel um þessa |
sýningu Hamrahliðarmanna, ■
sem Gunnar Gunnarsson hefur I
stjórnað smekklega. Leikararnir j
frömdu að sönnu algengar byrj- -
endasyndir: þeir áttu i erfið- I
leikum með hendurnar á sér, ]
einkum framan af, og þeim hætti |
til aö sitja of lengi fastir i ákveðn- ■
um lausnum (mannalætin og ■
glottin hjá köppunum heimkomnu
til dæmis). En þeir áttu lika nóg _
af þvi kappi og leikgleði sem á |
fremur auðvelt meö að sætta ■
áhorfendur við ávirðingar skóla- |
sýninga — og vel það. ■
Karl Axelsson sýndi dágóða út- i
sjónarsemi i' hlutverki Harolds ■
Ryans og Guðrún Erlingsdóttir ]
átti ágæta spretti I túlkun Pene- |
lópu, ekki sist þegar komið er að g
þvi aö hUn segir nei lagsi, ég er m
önnur manneskja en ég var! En i
þessi eru tvö stærstu hlutverkin.
Jón ólafsson er læknirinn sem vill ]
hafa frið við alla menn, Jón |
Rúnar Arason hinn hlálegi ryk- ■
sugusali sem einnig ætlaði sér I
Penelópu og Ingólfur Hjörleifs- ■
son er flugmaðurinn mistæki. ■
Draugar þrir koma lika við sögu '
og segja ýmisleg tiðindi þessa !
heims og annars: Haraldur Jóns- |
son er nasistaskepna af heydrich- ■
gerð, sem Harold Ryan drap fyrir |
margt löngu, Aslaug Thorlacius JJ
er ein af eiginkonum hans fyrr- ■
verandi. Þriðji draugurinn er I
Wanda Jane, tiu ára stUlka sem !
eiginlega kemur þessu fólki ekki |
við, nema hvað afmælistertan ■
hennar er af tilviljun komin i |
hUsið. Svanhildur óskarsdóttir ■
fer meö það hlutverk og Benedikt ■
Stefánsson er Telemakkus, nei ■
Paul, sonur Harolds og Penelópu. i
Það var sérstaklega skemmti- |
legur þokki yfir leik þeirra sem ■
fóru með þessi barnahlutverk, I
hvort sem það nú stafar af þvi að ■
leikararnir eiga styttra i þann ■
aldur en i lifsreynslu annarra 1
þeirra sem um sviðið fara, eða af _
einhverju öðru.
—áb ■
_____________.-.-.-I
i>að er engu likara en menn séu I þungum þönkum yfir spendýrunum en skýringin á yfirbragði sam-
kvæmisins er sú, að farin var að siga værð á viðstadda vegna rikulegra veitinga. Mynd: —eik—
7. rit Landverndar:
Vlllt spendýr
Ót er komið á vegum Land-
verndar nýtt rit, hið sjöunda I
röðinni. Fjallar það um villt
spendýr á tslandi og i hafinu um-
hverfis landið og eru sérstakir
kaflar helgaðir hverri tegund.
Höfundar kaflanna eru Arni
Reynisson, sem ritar um sambúð
manna og villtra dýra. Arni
Einarsson ritar um hvali, Er -
lingur Hauksson um seli, Páll
Hersteinsson um refi, Karl
Skirnisson og Ævar Petersen um
minkinn, Skarphéðinn Þórisson
um hreindýr og Arni Einarsson
um mýs og rottur,en hann er jafn-
framt ritstjórinn.
I ritinu er sagt frá útbreiðslu,
lifnaðarháttum og lifsskilyrðum
þessara dýra og grein fyrir þvi
gerð hvernig margvislegir hags-
munaárekstrar hafa mótað af-
stöðu okkar tilþeirra. I bókinni er
dreginn saman mikill fróðleikur
sem ekki hefur áöur birst með
þeim hætti, að aðgengilegt gæti
talist og er hún hið ákjósanleg-
asta rit til kennslu á þessu sviði.
Er tilgangurinn með ritinu m.a.
sá, að koma á framfæri sjónar-
miðum náttúrufræðinga um sam-
skipti okkar við þessi dýr og
flokkun þeirra, sem oft er hæpin.
Evrópuráðið beindi á sinum
tima þeim tilmælum til aöildar-
landa sinna að rannsaka og kynna
fugla- og armað dýralif á heima-
slóðum og er hverju landi fyrir
sig heimilt að velja sér það verk-
efni, sem það kýs. Hefur samstarf
tekist með Landvernd og
Náttúruverndarráði um þetta
verk og er bókin árangur þeirrar
samvinnu. „Við hjá Náttúru-
verndarráði höfum tekið fyrir
ákveðin brýn verkefni i sam-
vinnu við Landvernd og það sam-
starf hefur gert okkur kleift að
koma ýmsu þvi i framkvæmd,
sem annars hefði ekki verið unnt
að sinna”, sagði Arni Reynisson,
framkvæmdastj. Náttúru-
verndarráðs. ,,Og þetta samstarf
hefur alltaf verið ákaflega
ánægjulegt”, bætti framkvæmda-
stj. Landverndar, Haukur
Ekki er hann beint árennilegur.
Hafstað, við.
Næsta rit mun fjalla um is-
lenska fugla.
Hjá Landvernd er nú i undir-
búningi útgáfa á kortum af is-
lenskum dýrum. Eru þau væntan-
leg með vorinu.
„Villt spendýr” eru til sölu hjá
Landvernd, Skólavörðustig 35 og
hjá Máli og menningu og Ey-
mundsen.
— mhg
á dagskrá
Það kemur á óvart ef staðarmenn
vilja að byggðir séu olíugeymar
á bæjarlandi Keflavíkur, í Helguvík,
skammt frá nýja kirkjugarði
bæjarins. Það getur orðið hættulegt
bæði fyrir menn og fugla
Olía og varnarmál
Hin snilldarlega sjónvarps-
kvikmynd Ómars Ragnarssonar
og félaga um Hornstrandir hefur
vakið verðskuldaða athygli. Og
breska kvikmyndin, sem sýnd
var i sjónvarpinu fyrir skömmu
um æðarfuglinn, varp hans og
dúntekju i Vigur, var hrifandi
sjónvarpsefni, sem skilur eftir
langvarandi hughrif um lif og
land og er jafnframt góð upprifj-
un og viðbót við fræðslukvikmynd
Ómars um Vestfirðina.
Þó að freistandi sé að segja
ýmislegt um fuglaiif, gagnsemi
þess og fegurð fyrir landsmenn,
er það brýnna dagskrármál að
huga að varnarmálum fugla og
manna.
Margt bendir til að fuglalifi
landsins geti stafað mikil ógn af
þeim mengunarvaldi, sem mestu
tjóni hefur valdið á fuglalifi i
Evrópu og viðar á siðasta áratug.
Það er oliumengun. Eitt
þekktasta mengunarslysið af þvi
tagi minnir ennþá á sig, það er
þegar risaoliuskipið Torrekanjon
fórst á skeri i triandshafi undan
ströndum Kornvalskaga á Eng-
landi. Oliufarmur þessa skips
hefur orðið ótölulegum grúa
sjávarfugla að aldurtila um langt
árabil, sem olian hefur verið að
tæmast úr gimöldum skipsins.
Nýlega fengum við fréttir af
dauða tugþúsunda fugla, vegna
sjávar- og strandmengunar við
Noreg, sem talin var stafa af los-
un mikillar oliu úr grisku oliu-
flutningaskipi.
Við getum þakkað hinum vold-
ugu guðum okkar tima, fjölmiðl-
unum, að við fáum betri fræðslu og
fréttiraf lifrikinu, bæði manna og
dýra, en nokkru sinni fyrr. Þar
með fylgja lika miklar upplýs-
ingar um ógnir þær, sem steðja
að þvi. Kjarnorka og olia eru þeir
mengunarvaldar, sem vekja
mestan ugg og deilur i stjórn-
málum siðari ára. Sýnir það útaf
fyrir sig að stjórnmálin eru um
landsins gagn og nauðsynjar.
Aform manna um að byggja
nýjar oliugeymslur á Suður-
nesjum er dæmigert um hvilikt
pólitiskt tundurefni er hér á ferö.
Verður okkur i þessu sambandi
bæði hugsað til mannlifs og fugla-
lifs á Suðurnesjum. Sumir, eink-
um stjórnmálamenn, sem eru
hagsmunalega nátengdir oliu-
auðhringum, láta sig mest varða
gróskumikið herlif. Her og olia
gefur góðan arð.
Mengunarlögsaga eins og lika
fiskveiðilögsaga okkar er mikil
að viðáttu og erfitt að verja hana
ágangi. Landhelgisgæslu okkar
þarf að efla með meiri þyrlu- og
skipakosti.
Mengun af völdum oliu i landi
er uggvænleg og nauðsynlegt að
búa sem tryggilegast um oliu-
tanka og fjarlægja þá úr þéttbýli.
Það kemur á óvart ef staðar-
menn vilja að byggðir séu oliu-
geymará bæjarlandi Keflavikur i
Helguvik, skammt frá nýja
kirkjugarði bæjarins. Það getur
orðið hættulegt fyrir bæði menn
og fugla.
Erfiðast verður þó að verjast
þeirri mengun sálarlifsins, sem
herstöðin á Reykjanesi veldur.
Við þvi er ekkert annað ráð en
leggja hana niður.
E. M. J. skrifar frá Paris
ísland mjög á dagskrá
í frönskum fjölmiðlum
Sunnudagskvöldið 8. febrúar
flutti franska sjónvarpið 45
minútna langan viðtalsþátt við
Vigdisi Finnbogadóttur forseta
Islands, sem vakti mikla athygli i
Frakklandi. Þessi þáttur er
siðasta merkið af mörgum um
aukinn áhuga Frakka á íslandi og
islenskum málefnum. Hafa þau
óvenju oft verið á dagskrá i
frönskum fjölrríiðlum i vetur og
auk þess flutti Alice
Saunier-Seité, háskólamála-
ráðherra Frakklands, fyrirlestur
um Island á vegum haffræði-
stofnunar Parisarháskóla i
janúar.
Viðtalsþátturinn við Vigdisi
Finnbogadóttur forseta var hluti
af flokki um frægar nútimakonur,
sem franska sjónvarpskonan
Anne Sabouret hefur verið að
gera undanfarna mánuði, og hafa
áður verið fluttir þættir hennar
um konu Sadats Egyptalandsfor-
seta og frú Rosalynn Carter.
Þessi þáttur byggðist á lang-
mestu leyti á viðtölum við Vigdisi
Finnbogadóttur, þar sem hún
gerði grein fyrir skoðunum sinum
Olíklegt að
Frakkar hafi
áður gefið
íslenskum
málefnum jafn
mikinn gaum
og nú
og lifsviðhorfum á lipurri og
blæbrigðarikri frönsku, en til að
skýra mál hennar betur fyrir
franska áhorfendur var einnig
brugðið upp svipmyndum af
islensku landslagi og atburðum
og Vigdis sýnd bæði við embættis-
störf og i daglegu lifi. Þátturinn
var ákaflega vel gerður og var
þaö álit eins gagnrýnanda að þar
hefði Anne Sabouret „bætt við at-
hyglisverðri mynd i safn sitt”.
I vetur hefur ein helsta
útvarpsstöð Frakklands,
France-Culture, einnig flutt
nokkuð fjölbreytta þætti um
Island. I fyrri hluta október voru
fluttir rúmlega klukkutima langir
viðtalsþættir þrjú þriðjúdags-
kvöld i röð, og nefndust þeir einu
nafni „frönsk-islensk samtöl ”. I
fyrsta þættinum ræddi prófessor
Régis Boyer við Vigdisi Finn-
bogadóttur, en það viðtal hafði
reyndar verið tekið upp i april
vorið áður, nokkru áður en Vigdis
gaf kost á sér til forsetakjörs,
þannig að hún kom þar einungis
fram sem sérfræðingur i sam-
skiptum Frakka og Islendinga á
fyrri timum. 1 öörum þættinum
ræddi prófessor Boyer við Thor
Vilhjálmsson og snérist tal þeirra
einkum um efniö „hvað er að
vera tsíendingur”. I þriðja þætt-
inum átti Ernir Snorrason loks
háspekilegar viöræöur viö heím-
spekinginn Michel Deutsch.
Laugardaginn 10. janúar flutti
France-Culture siöan tvo langa
þætti um Island, sem stóðu yfir
mest- allan eftirmiðdaginn með
litlu hléi. Þar var á ferðinni
allumfangsmikil landkynning,
sem hafði veriö vandlega unnin.
Hafði franska útvarpið haft
viötöl við fjölmarga frönsku-
mælandi Islendinga, m.a. Vigdisi
Finnbogadóttur, Halldór Lax--
ness, Albert Guðmundsson, Þor-
geir Þorgeirsson. Katrinu
Eyjólfsson, Loft Guttormsson og
Benjamin Magnússon, og einnig
Frakkana Régis Boyer og Haroun
Tazieff, hinn kunna og umdeilda
eldfjallafræðing. En i stað þess að
flytja þessi viðtöl beint klipptu
útvarpsmennirnir þau til og
skeyttu þeim saman eftir
umræðuefnum, þannig að
ummæli eins voru eins og skýring
við ummæli annars og stundum
var útkoman eins og fjörlegar
kappræður. Inn i þessi viðtöl var
fléttað upplestri úr Njáls sögu,
Hrafnkels sögu og Gerplu, og
einnig voru flutt sýnishorn af
rimum og yngri tónlist Islend-
inga.
Loks flutti Alice Saunier-Seité,
sem verið hefur háskólamálaráð-
herra Frakklands undanfarin ár,
fyrirlestur um Island i haffræði-
stofnun Parisarháskóla 24.
janúar og sýndi jafnframt
skuggamyndir sem hún hafði
sjálf tekið. Formaður stofnunar-
innar sagði nokkur inngangsorð
og minntist hann þess sérstaklega
að um þetta leyti væru nákvæm-
lega 45 ár siðan Jean Charcot
hefði lagt af stað i sina hinstu ferð
til íslands, þar sem hann fórst
með rannsóknarskipinu „Pour-
quoi pas?” iSagði hann að nokkr:-
um dögum fyrir brottför hefði
Charcot haldið fyrirlestur i
þessum sama sal um efnið
„nútimarannsóknarleiðangur i
gömlu skipi”.
Alice Saunier-Seité var áður
prófessor i landafræði og var sér-
grein hennar efnahagsleg landa-
fræði Islands. Skrifaði hún ýmsar
greinarum slik efni i lærð timarit
áður en hún var kölluð til æðri
embætta. I upphafi beindi
ráðherrann máli sinu sérstaklega
til Einars Benediktssonar, sendi-
herra Islands, sem var viðstadd-
ur fyrlesturinn, og sagði að hún
hefði komið til tslands á hverju
ári frá 1957 til 1970 og sum árin
oftar en einu sinni. Fyrirlesturinn
var siðan fremur almenn lýsing á
landi og þjóðlif i, og byggðist hann
að talsverðu leyti á reynslu
hennar sjálfrar og þeim myndum
sem hún hafði tekið i leiðangri
sinum.
Það er sennilega ekki að öllu
leyti tilviljun, að þessir þættir
skuli aliir hafa verið gerðir nú á
stuttum tima, þvimargt bendir til
þess að Frakkar séu að byrja að
horfa i áttir, sem þeir skeyttu
ekki mikið um áður. A.m.k. er
óliklegt að þeir hafi nokkurn tima
áður gefið islenskum málefnum
jafnmikinn gaum og nú.
— e.m.j.
r
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
i
■
i
i
i
■
I
i
■
I
■
I
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
L
Skarðsbók
ljósprentuð
Verður handsaumuð og handunnin
Hinn 21. apríi næst
komandi eru 10 ár liðin f rá
því að fyrstu handritin
komu til íslands eftir
margra alda fl^kk og
geymslu í Danmörku. Á
þessu ári eru einnig liðin
700 ár frá því að Jónsbók
var lögtekin. í tilefni
þessara tímamóta ætlar
Stofnun Árna Magnús-
sonar í samvinnu við
Sverri Kristinsson að gefa
út Ijósprentun af Skarðs-
bók Jónsbókar.
Skarðsbók er mikið handrit og
fagurt frá 14. öld, þargetur að lita
fagra rithönd einhvers óþekkts
skrifara og myndskreytingar sem
teljast til bestu verka Is-
lenskra miöaldahandrita. I útgáf-
unni verða formálar eftir þá
Jónas Kristjánsson forstöðumann
Arnastofnunar sem fjallar um
miöaldabókmenntir, Sigurð Lin-
dal prófessor sem ritar um lögin
sem i Jónsbók eru og ólaf
Halldórsson handritafræöing sem
fjallar um Skarðsbókarhandritið
sérstaklega.
Útgáfa Skarðsbókar er feikna-
dýr og mikið verk. Fyrst þurfti að
taka handritið i sundur og ljós-
mynda hverja siðu, siðan þarf aö
marg bera saman frumgerðina
og siðurnar til að litirnir verði
sem likastir. Þá verður bókin
handsaumuð og handunnin, sér-
stakur pappir var fenginn frá
Þýskalandi og hún verður bundin
inn i pergament á kjöl og horn.
Þeir Ólafur Halldórsson, Stefán
Karlsson, Jón Samsonarson,
Sigurður Lindal, Jónas Kristjáns-
son og Kristján Eldjárn hafa séö
um útgáfuna, en umsjón með
verkinu hefur Guðni Kolbeinsson,
og sögðu þeir á fundi með frétta-
mönnum aö þeir heföu fylgst náið
með verkinu, haldið marga fundi
meö tæknimönnum þar sem hver
siða var margskoðuð.
Það var Sverrir Kristinsson
sem kom að máli við forráða-
menn Arnastofnunar og lagði til
að lagt yrði út i þetta verk. Hann
leggúr til fjármagn til að byrja
með, en siöan er reiknað með aö
útgáfan standi ekki einungis
sinum verkum. Kristján Eldjárn
ritar pistil i tilefni þess að 10 ár
eru liðin frá heimkomu handrit-
anna. Kristján minnti á að i raun
og veru væri útgáfan óháð bæði
stund og stað, hér væri um slikt
stórvirki að ræða.
Ólafur Halldórsson sagði að
sinn þáttur væri fólginn i þvi m.a.
að velta fyrir sér hver hefði
skrifaö Skarðsbók. Sá góði maður
hefði veriö svo vinsamlegur að
skilja eftir ártalið 1363, en þaö
væri ekkert vitað hver hann var.
Þá fjallar Ólafur um gerð hand-
ritsins og rekur feril bókarinnar
eftir þvi sem hann er þekktur.
Hann sagði að miklar iikur bentu
til þess að Skarðsbók hefði verið
rituð i klaustrinu að Helgafelli, en
hvaö um það varð siöan er ekki
vitað fyrr en það var komið i eigu
Eggerts Hannessonar hirðstjóra.
Siguröur Lindal ritar um laga-
legu hliðina, hvaö i bókinni er að
finna, allt frá lögunum sem skráð
voru á skinn til réttarbóta,
kristniréttar og annars sem þar
er að finna. Þá fjallar Sigurður
einnig um réttarþróun i Evrópu
og lagasetningar Magnúsar
konungs lagabætis. Það eru liöin
700 ár frá þvi að Jónsbók tók gildi,
en enn i dag gilda lög úr 46 köflum
Jónsbókar.
Stefnt er að þvi að Skarðsbók
komi út fyrir 21. april. Þeir sem
hafa áhuga á að eignast bókina
getagerstáskrifendurfram til 21.
april og kostar hún 4694 kr. en
hækkar upp I 5634 kr. eftir þann
dag, nema til félaga Bókmennta-
félagsins. Sennilega verður upp-
lagiö um 1000 eintök, en það ræðst
af þvi hvernig prentunin tekst.
Það tekur um 15-16 mánuði að
vinna bókina og má af þvi sjá hvi-
llkt stórvirki er hér á ferðinni.
—ká
Guðni Kolbeinsson flettir Ijósprentuðu eintaki af Skarðsbók, handritið
liggur við hliðina. Ljósm.: Ella.
undir sér heldur geri Arnastofnun
kleift aö halda áfram á sömu
braut. Þegar Skarösbók verður
komin út verður hugað að útgáfu
Nikulásarsögu sem rituð var á 14.
öld, lenti eins og fleiri handrit á
flakki, en endaöi i Stokkhólmi. Þá
kemur röðin aö Skarðsbók
postulasagna sem bankarnir
keyptu hingað til lands árið 1965.
Næst þar á eftir kemur Konungs-
bók Eddukvæða. Þegar svo langt
veröur komið ljósprentun hand-
ritanna vonast menn til að hægt
veröi að leggja út i útgáfu á Flat-
eyjarbók, þeim mikla dýrgrip.
A fréttamannafundinum geröu
höfundar formálanna grein fyrir
T
i
■
I
■
I
■
I
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
i
■
i
■
i
■
;
i
■
i
■
;
j
i
■
i
■