Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. febrúar 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid Sauðar- svipinn ég þekki... . Stefán hefur nú svaraö þessu skensi meö svofelldri visu: Uppruninn leynir sér ekki — enn held ég vökunni. Sauðarsvipinn ég þekki sem er á stökunni. Rætt við Ólaf E. Stefánsson ráðunaut Kjarn- fóðurgjöf minnkuð miðað við afurðir — Jú, þaö helstust 12 kúabú úr lestinni á sl. ári af þeim, sem halda skýrslur. Ég hélt aö sú fækkun yröi nú meiri. Svo mælti Ólafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráöunautur er viö inntum hann eftir skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna. — Hvað berast ykkur skýrsl- ur frá mörgum búum? — Þau eru 877 og ef um félags- bú er að ræöa þá teljum viö það eitt bú. — Hver er meðalbústærðin á þessum 877 búum? — Siðastliðið ár var meðalbú- stærðin 24.5 kýr en árið 1979 var hún 25.5 kýr. Fækkunin hefur þannig að meðaltali orðiö 1 kýr á bú og getur ekki talist mikið. Ef við tökum út úr þær, sem við köllum árskýr þar var meðaltal þeirra á bú 1980 19.9 en var 20.8 1979. Þar er fækkunin sú sama, eða sem svarar 1 kú. Meðalnyt heilsárskúa 1980 var 3834 kg. en árið áöur 3887 kg. Mismunurinn er þannig 53 kg. á kú. Aftur á móti hækkaði mjólkurfitan milli þessara ára úr 4.16% 1979 i 4.21% 1980 og sú breyting kom einnig fram hjá samlögunum. En svo er það þetta með kjarn- fóðurgjöfina, sem er dálitið áhugavert, hún er 650 kg. núna en var áður 881 kg. Og þá er það meðaltalið yfir reiknaöar árs- kýr, sem maður leggur nú kannski meira upp úr. Þá var mjólkin 3769 kg. en var árið áð- ur 3809. Þarna munar réttum 40 litrum. Kjarnfóðurgjöfin i þessu Ólafur E. Stefánsson tilviki er ósköp svipuð, eöa 643 kg. á móti 870 kg. Þetta sýnir nátturlega alveg glögglega að kjarnfóöurgjöfin hefur stórlega minnkað miðað við afurðir. Ég geri ráð fyrir þvi, þó maður viti það nú kannski ekki alveg, að þessi minnkun verði mest siðari hluta ársins og yfir sumarið. Og kannski hefur kjarnfóðurgjöfin hjá sumum bændum verið það mikil að kjarnfóðrið hafi ekki alveg nýst. Mér finnst þetta at- hyglisverðar niðurstöður. — Hvað helduröu að mjólkur- framleiðendur á landinu séu margar alls? — Ég þori nú ekki að fullyrða þaö alveg en þeir voru komnir niður i 2500 minnir mig, fyrir tveimur árum eða svo. En þarna höfum við þó upp undir 900 bændur sem halda skýrslur og þeir eiga meira en helming kúnna i landinu. A þessum bú- um er samdrátturinn ekki meiri en hérhefur komið fram, hvern- ig sem menn vilja skýra það. Og hjá þessum mönnum er ekki um mikla fækkun gripa að ræöa og þá veröur maður nú eiginlega að gera ráð fyrir þvi, að þeir „Það er engin nögl á reiminni!” Lengsti '.zebrahestur i heimi — eöa hvað? Nei. Höfuðið er á Dusty og afturendinn á Smog, sem báðir eiga heima i dýragarðinum I Chess- ington i Englandi. hafi hreinsað úr það lélegra en i staðinn verið með það mikið i uppeldi, að það hafi vaxið upp i sköröin þó að það sé ekki i fullu samræmi við skýrslur um upp- eldi árið áður. En almennt séð finnst mér að segja megi, að mjólkurframleiðendur hafi far- ið afar mikið eftir þvi, sem um var beðið. Og þegar þessu marki er náð þá finnst mér að bændur eigi að fá eins mikið fyr- ir mjólkina og unnt er. Og þá á ég við það, að mjólkurframleið- endur standi ekki undir útflutn- ingi á sauðfjárafurðum. Mér sýnist að með þessu sé nokkurnveginn náð jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Og raunar held ég að það jafn- vægi hafi verið fyrir hendi flest ár hér áður, að þegar hætta sýndistá þvi að 10% útflutnings- uppbæturnar nægöu ekki að þá svöruðu menn þvi þannig að þeir drógu úr framleiöslunni. Það var bara allra siðustu árin, þegar fóðurbætirinn varð svona ódýr, að þessi kraftur kom á framleiðsluna. — Þessar ráðstafanir, sem gerðar voru til þess að draga úr framleiðslunni hafa þá e.t.v. verkað fljótar og meir en menn hafa búist við? — Já, ég býst viö þvi og eigin- lega undarlega fljótt þvi undir- búningurinn hefur sjálfsagt ekki mátt styttri vera. Og málið fór illa i ýmsa bændur i byrjun og það er eiginlega fyrst núna sem þeir vita hvernig þetta kemur út, enda voru ýmsir óvissuþætt- ir i þessu lengi vel. —mhg Hafa skaltu hugfast, aö eigi fýk- ur þakið af húsi þínu tvisvar í sama rokinu. Hér var á dögunum birt visa, sem ort var i tilefni erindis Stefáns Aöalsteinssonar um uppruna húsdýra á tslandi. Vis- an var á þessa leið: Komin er fram kenning snjöll kosta hlaðin lindum, i beinan karllegg erum öll útaf norskum kindum. Veðrið Allir tala um veðrið, en enginn gerir neitt við þvi! Mark Twain Þessi börn... Borðsiöir: — Hvað þarf ég að segja þér oft aö borða ekki með hnifnum, Siggi, segir mamma þreytt. — Já, en mamma, gafallinn iekur! Það eru ekki allir sem hafa ráö á einkaskíðakennara!.... Góði, hættu aö monta þig af þessu tvöfalda beinbroti —eftir þvisem ég veit best varstu meö gipsið þegar^ þú komst! Skíðadellan - Ur dagbók Gunnu Jóns - IH A leiö niður brekkuna komumst við aö raun um, að stéttaskiptingin er lika við lýði I skiöalandinu... i barnum um kvöldið eru iþróttaafrekin rædd og borin saman....... Areynslan við hina göfugu iþrótt reyndist hafa bagaleg áhrif á eiginmanninn... (Teikningar Markúsar i ,,Stern”) Ekki þarf mikið til, að draumar saklauss barns gufi upp!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.