Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. febrúar 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Juan Carlos konungur Spánar vakti aðdáun hjá soteio verðandi forsætisráðherra t.v. og Suarez . þjóðinni með framkomu sinni i fyrrakvöld, fráfarandi forsætisráðherra á Spáni. þegar valdaránstilraunin var gerð. UPPREISNARTILRAUNIN A SPANI Litlu munaði að tilræðið tækist s Utvarpað frá veislu í Kristjáns- borgarhöll tslenskir útvarpshlustendur eiga þess kost að fylgjast með veisluhöldunum i Kristjáns- borgarhöll i kvöld. þegar Margrét Danadrottning heldur forseta ís- lands, Vigdisi Finnbogadóttur, veislu. Útsendingin hefst kl. 21 og stendur i þrjá stundarfjórðunga. Flutt verða ávörp þjóðhöfðingj- anna við þetta tækifæri, og talar Margrét fyrst og siðan Vigdis. A eftir verða ávörpin flutt i is- lenskri þýðingu. — ih 8. helgarskákmótið í Vík í Mýrdal um helgina Fríar ferðlr og gisting Attunda helgarskákmót Tima- ritsins Skákar og Skáksambands tslands verður haldið i Vik i Mýr- dal um næstu helgi. Búast má við óvenjumikilli þátttöku og eru horfur á að um fjölmennasta og „sterkasta” helgarskákmótið til þessa verði að ræða. Meðal þátttakenda verða Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson.Helgi Ólafsson, Jón L. Arnason, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Ingvar Asmundsson, Asgeir Þ. Asgeirs- son og Elvar Guðmundsson. Eins og áður eru þrenn verölaun i boði, 3, 2 og 1 þúsund krónur. Unglingar yngri en 14 ára keppa um vikudvöl á skákskólan- um að Kirkjubæjarklaustri. Aukaverðlaun fyrir besta árangur i hverjum fimm mótum eru kr. 10. þúsund. Helgi Ólafsson náöi þessum verðlaunum fyrir bestan árangur úr fimm fyrstu mótunum. Þetta er þriðja mótið i annarri lotu og fást 20 stig til aukaverölauna fyrir 1. sætið, 15. stig fyrir annað sætið, 12 fyrir 3. sætið og 10 fyrir 4. sætið o.s.frv. Ef keppandi verður einn efstur fær hann 5 aukastig og 10 auka- stig fást fái hann alla 6 vinn- ingana. Teflt er á föstudag kl. 14 til 18 1. umferð, 20 til 24 2. umferð. A laugardag er teflt ki. 9. til 13 3. umferð, og kl. 15 til 19 4. umferð. A sunnudag er teflt frá kl. 8.30 til 12.30 5 umferð og siðasta umferð frá 14 til 18. A sunnudagskvöld verður siöan haldið heim að lok- inni matarveislu og verðlauna- afhendingu i boði heimamanna. Fariö verður frá BSl föstudags- morgun kl. 8 sundvislega. Væntanlegir þátttakendur fá friar ferðir og gistingu, en þurfa að greiða mat og þátttökugjald. Innritun er hjá Stefáni Þormar I Vik, simi 99-7171 h. og 7112 v. og Jóhanni Þóri i sima 31391 og 31975 v. og 15899 h. — ekh Þjóðviljinn ræddi i gær við tvær islenskar konur sem búsettar eru á Spáni/ önnur i Barcelona en hin i Torremolinos og spurði um atburðina í fyrradag þegar Antonio Tejero# of- ursti og gamall sam- starfsmaður Franco gerði tilraun til valda- ráns. Þórhildur ÞorsteinsdóUir hefur búið i Barcelona á Spani i mörg ár og þekkir vel til spænskra þjóðmála. Hún sagði aö kannski gerðu menn utan Spánar sér ekki grein fyrir þvi hve litlu munaöi að valdaránið tækist. Greinilegt væri, að tveir aðal forsprakkarnir, Tejero og Bosch hershöfðingi I Valencia, hefðu verið búnir að ræða við kollega sina úr öllum deildum hersins og hafi loforö þeirra um stuðning legið fyrir, þvi hafi valdaránstilraunin veriö fram- kvæmd. En þegar til átti að taka gugnuðu aðrir yfirmenn hers- ins, utan þessir tveir og raunar bakkaði Bosch fljótlega. Þórhildur sagði að framkoma Juan Carlos, konungs hefði vakið mikla aðdáun spönsku þjóðarinnar. Hann mun hafa hringt i alla sina menn I hern- um, en hamr hefur sem æðsti maöur hersins lagt sig eftir að kynnast og vingast við yfirmenn hersins. Þvi næst hélt hann her- ráðsfund i skyndi og var þar með búinn að tryggja sér holl- ustu hersins. Þvi næst kom hann fram i útvarpi og sjónvarpi og talaði til þjóðarinnar og skoraði á hana að sýna lýðræðinu holl- ustu, láta eins og ekkert hefði gerst, mæta til vinnu daginn eftir o.sv.frv. Það fer ekki á milli mála aö konungur hefur styrkt sig mjög i sessi með þess- ari frábæru frammistöðu sinni sagði Þórhildur. Hún sagði að uppreisnarmenn ættu ekki stuðning meirihluta þjóöarinnar, en sjálfsagt væri æði stór hópur sem hefði verið tilbúinn að fylgja þeim. Sann- leikurinn væri sá, að þjóðin væri orðin mjög óánægð með rikis- stjórn Miðflokkasambandsins sem þætti alltof aðgerðarlitil við lausn aðkallandi vandamála. Atvinnuleysi færi vaxandi, væri um 12% meðal þjóðarinnar og fólk væri orðiö þreytt á þvi hve illa gengi að ráða niðurlögum Framkoma kon- ungsins Juan Carlos vakti aödáun þjóðar- innar, segja þær Þórhildur Þorsteinsdóttir og Gréta Marin Pálmadóttir, sem búsettar eru á Spáni hryðjuverkahópa ETA i Baska- m landi. Hún benti á að spænska ■ þjóðin væri ekki vön vestrænu • lýðræði og margir segðu sem J svo aö ef þetta væri lýðræöi, þá I vildi það eitthvert annað ■ stjórnarform. Grdta Marin Pálmadóttir býr u i Torremolinos i Malaga á ■ Suður-Spani. Hún sagði, eins og I raunar Þórhildur lika.að allt ■ hefði veriðmeðkyrrum kjörum, | eins og ekkert hefði gerst, þar ■ suöur frá. Hún sagðist aðeins I hafa skroppið út um kvöldið en J allar götur hefðu verið mann- ■ lausar, fólk hefði allt setiö við I útvarp og sjónvarp að fylgjast ■ með framgangi mála. Gréta | sagði að talið væri að Jaime ■ Milans Del Bosch i Valencia I væri talinn aðal maðurinn á bak ■ við valdaránstilraunina. Tejero ■ hefði sagt eftir aö hann haföi I tekiö þinghúsiö og þingmennina J i gislingu að Bosch myndi koma | innan 15 minútna og ávarpa ■ þingið, en Bosch kom aldrei I frekar en aðrir hershöfðingjar " sem munu hafa verið búnir að ■ gefa loforð um stuðning, þeir ■ gugnuðu á siðustu stundu. Gréta í sagði að þar syðra heföi fólk al- | mennt dáðst mjög að framkomu ■ konungs þarna um kvöldið. I Hann ætti án vafa mestan þátt I m þvi að samsærið mistókst. Hún ■ sagðist ekki hafa hitt neinn ■ mann, sem mælti þessu sam- Z særi bót eða lýsti yfir stuöningi I við samsærismenn. ■ Sú frétt barst út á Spáni i gær, I að AntonioTejeroyrði dæmdur i ■ 20 ára fangelsi fyrir valdaráns- | tilraunina. Það vakti athygli að ■ hann mætti með hinn þrihyrnda ■ hatt, hinna hötuðu „Borgar- J varða” Guardian Civil, öryggis- ■ lögreglu frá timum Francos, ■ sem haföi álika völd og SS á " timum Hitlers meðan Franco | var og hét, en hefur nú að mestu ■ verið lögð niður. — S.dór " .........._.J Líf og land: Réttarhöld um Reykja- víkurflugvöll „Ber að leggja Reykjavikur- flugvöll niður?” Ýmsir telja að svo sé. Aðrir segja það fásinnu. Er annað hvort sjónarmiðið rétt- ara? Ætla mætti að I Vatns- mýrinni mætti reisa amk. tiu þús- und manna byggð. Aðrir leggja meira upp úr að halda þeirri að- stöðu sem flugvöllur I hjarta borgarinnar veitir. Hinn 1. mars nk. mun Lif og Land efna til almenns borgara- fundar um flugvallarmálið. Tveir lögmenn,þeir Jón E. Ragnarsson og Ragnar Aðalsteinsson, hafa verið kallaðir til að koma með rök og gagnrök i máli þessu. Munu þeir leiða fram ýmis vitni máli sinu til stuðnings. Stjórnandi fundarins verður dr. Gunnar G. Schram, prófessor. Aö vitnaleiðslum loknum mun hann gera kviðdómi (tólf borgara sem valdir hafa verið af handahófi úr þjóðskrá) grein fyrir skyldum sinum. Dómurinn mun þvi næst ganga afsiðis, ráða ráðum sinum og að lokum fella upp dóm i heyr- anda hljóði. Aðalfundur Lifs og Lands verður haldinn á morgun fimmtu- daginn 26. febrúar i stofu 101 i Lögbergi, húsi Lagadeildar Há- skóla tslands, klukkan 20:30. A fundinum verða venjuleg aöalfundastörf. Veröa kosnir tveir stjórnarmenn. Tillögur stjórnar um breytingar á félags- lögum verða bornar undir at- kvæði. Þá veröur kosiö i nefndir og fjármál og önnur málefni félagsins rædd. Þær tillögur um lagabreytingar sem fjallað verður um á þessum aðalfundi fela I sér að komiö yröi á fót sérstöku trúnaðarmanna- ráði i þvi skyni að skapa tengsl viö landsbyggðina. Loðnuverðið er komið Akveöið hefur verið nýtt lág- tnarksverð á ioönu og loðnu- hrognum frá 1. janúar til loka vetrarloðnuvertiðar 1981 og varð samkomulag um það i Verðlags- ráði. Verðið er sem hér segir: Fersk loðna til frystingar, hvert kg: kr. 1.40 Fersk loðna til beitu og fryst- ingar sem beita og fersk loðna til skepnufóðurs, hvert kg: kr. 0.60 Loðnuhrogn til frystingar, hvert kg: kr. 3.00 Afhendingarskilmálar eru óbreyttir frá þvi, sem veriö hefur. Nýlistasafnið Gjörnmgavika Gjörningavika stendur nú yfir I Nýlistasafninu viö Vatnsstig, einsog sagt hefur verið frá hér I blaðitiu. Vikan hefur nú verið framlengd til laugardags og hafa fleiri gjörningamenn bæst i hóp- inn. Dagskráin fram til 'augardags veröur svoisem hér segir: t kvöld • Kristin Ragnars- dóttir, Finnbogi Pétursson og LarsEmil. Fimmtudag: Sigurjón Sigurðsson (Sjón), Rúri og Helgi Friðjónsson. Föstudag: Elias Daviðsson, Eggert Einarsson og Asta Rikharðsdóttir. Laugardag: Arni Ingólfsson og Tryggvi Han- sen. Gjörningarnir hefjast kl. 20.00 öll kvöldin. — ih Vel við hæfi Við hér á Þjóðviljanum erum mjög ánægðir með það hve mikill áhrifamátt- ur blaðsins er. I gær skýrir Morgunblaðið frá því að blaðamaður þess hafi ásamt Lúðvík Jósepssyni, fyrrum ráðherra og for- manni Alþýðubandalags- ins, farið og heimsótt Véla- verkstæði J. Hinrikssonar og þar hafi Lúðvík lýst því yfir að ,,þetta væri fínasta hús”. Það sem blaðamaður Mbl. segir ekki frá er, að i tvo daga áður en hann og Lúðvik komu i WjW«0. lýt }. UUttHttM heimsókn, var unnið að þvi að son, hreinsa það allt og snurfusa. lagfæra húsnæðið hjá J. Hinriks- Og það var einmitt það sem greinin hér i Þjóðviljanum á dög- unum átti að leiða af sér, aö aðbúnaður starfsmanna á verk- stæðinu væri bættur. Og það hefur gerst. Þvi var það vel við hæfi að bjóða Lúövik Jósepssyni að skoöa þær lagfæringar sem Þjóö viljinn knúði fram, hver annar var betur sæmdur af þvi að sjá þær fyrstur? Eins var þaö vel viö hæfi að bjóða blaðamanni frá Mbl. aö fylgjast með ef það mætti verða til þess að það ágæta blað tæki við sér i þessum efnum og lærði nokkuð af Þjóðviljanum. - S.dór. „Þetta er fínasta hús“ LútU'ik Jé s- SSftf JSJSSJTST hcimmkn n ÍS.-CTSrStfS vHacerkstœdi ■' •'*'*"* “ J. Ifínriktt-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.