Þjóðviljinn - 25.02.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Side 4
4 SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. febrúar 1981 MOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason. Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B, Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33- Prentun: Blaðaprent hf. Leiftursókn gegn lýðrœðinu? • Um leið og Geir Hallgrímsson f lokksbrotsformaður býður stjórnmálaflokkunum til viðræðna um kjördæma- málið eru tillögur nefndar innan Sjálfstæðisflokksins látnar leka út til f jölmiðla. Þetta eru undarleg vinnu- brögð nú, þegar fyrir þingflokkum liggur að svara stjórnarskrárnefnd og þeim valkostum sem hún hefur kynnt. Ljóst er að megintilgangur Geirs Hallgrímssonar er að sniðganga það starf sem unnið hefur verið af stjórnarskrárnefnd undir forystu Gunnars Thoroddsen. Enn einu sinni endurspeglast ósættið innan Sjálfstæðis- flokksins i furðulegri uppákomu. • Eftir því sem ráða má af blaðafregnum er það ein meginhugmynd Sjálfstæðisflokksins, að landinu verði skipt í einmenningskjördæmi, með eða án fjölgunar þingmanna, en sem fyrr verði jafnað milli flokka með uppbótarþingsætum. Ekki er þó lokað á aðrar leiðir til breytinga á grundvelii núverandi kjördæmaskipunar. Sé full alvara að baki tillögunnar um einmennings- kjördæmi eru það töluverð tíðindi. Þá eru íhaldsmenn að búa sig undir að segja skilið við það meginviðhorf sem einnig þeir hafa aðhyllst í áratugi, aðtryggja eigi fullan jöfnuð milli stjórnmálaf lokka, þannig að full samsvörun sé milli atkvæðatölu og þingstyrks allra flokka. • Hugmyndina um einmenningskjördæmi má skoða sem bónorð til Framsóknarflokksins, um nánara póli- tísktsamstarf hans og f lokksbrotsins. Framsóknarmenn komust næst því allra f lokka að fá hreinan meirihluta á þingi eftir þingrofskosningarnar 1931 með aðeins þriðj- ung atkvæða að baki sér. Þó hún kunni að haf a minna að- dráttarafl fyrir Framsóknarflokkinn í dag þegar fylgi hans í bæjunum hefur aukist, felst samt í hygmyndinni ósk og von um tveggja flokka kerfi, þar sem Framsókn væri boðið að vera annar póllinn af tveimur. • Hugmyndina um einmenningskjördæmi má einnig túlka sem tilboð til Alþýðuf lokksins um að hann leggi sjálfan sig niður og sameinist Sjálfstæðisf lokknum. Það gæti verið rökrétt niðurstaða þeirra NATó-krata og íhaldsmanna sem mest tala um samstöðu „lýðræðisaf I- anna". Hvað er einn Alþýðuf iokkur þegar um slíkt er að tefla? • Að baki hugmyndarinnar um einmenningskjördæmi hefur jafnan legið það áhugamál íhaldssinnaðra stjórn- málamanna að útiloka pólitísk áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar, og tryggja íhaldssinnuðum stjórnvöldum varanleg völd í krafti óréttlátrar kjördæmaskipunar. • Sú röksemd að einmenningskjördæmi séu eina leiðin til þess að draga úr f lokksræðinu, ef la áhrif kjósenda á mannval til pólitískra trúnaðarstarfa, og skapa nánari tengsl stjórnmálamanna og kjósenda, er langt frá því einhlít. I þvi kerfi felast jafnvel eindregnar hættur á auknu flokksræði ef þannig er um hnútana búið. í um- ræðum um kjördæmamálið hefur og verið bent á ýmsar aðrar leiðir til þess að efla áhrif hins almenna kjósanda á það hverjir af frambjóðendum flokkanna nái kjöri. • Umþaðer erfittaðsegja hversu mikil alvara býr að baki tillögum Sjálfstæðisf lokksins. Ef að líkum lætur er um þær óeining í f lokknum, enda er aðeins um nef ndar- álit að ræða en ekki flokksráðssamþykkt eða lands- fundar. Að því leyti er sami svipurinn á tillögunum um einmenningskjördæmin og leiftursókninni frá 79, og gæti veriðum illa undirbúiðf Ijótheitaplagg að ræða. En vonandi verður þetta „útspil" Sjálfstæðisflokksins og tilraun til þess að koma Gunnari Thoroddsen í vanda ekki til þess að tefja fyrir framgangi nauðsynlegra breytinga á kjördæmaskipaninni. • Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur að bakhjarli samhljóða landsfundarsamþykkt í kjördæma- málinu, þar sem lögð er áhersla á fullan jöfnuð milli flokka og að misvægi atkvæða eftir búsetu verði ekki meira en var við kjördæmabreytinguna 1959. Þá taldi landsfundur Alþýðubandalagsins réttlætanlegt að f jölga þingmönnum til þess að ná þessu marki. Jafnframt sé það lögbundið að flokkur sem fái 5—8% atkvæða skuli eiga rétt til landskjörinna þingsæta þó að hann hljóti hvergi mann kjörin í kjördæmi. A grundvelli þessara al- mennu viðhorfa er Alþýðubandalagið reiðubúið til samn- inga um að koma kjördæmaskipan og kosningalögum í réttlátara horf en nú er fyrir næstu kosningar. — ekh klippt f Margar eru I áhyggjurnar • Eins og menn vita er firna- | mikiö gefið út af blööum á I tslandi og hafa þau vonandi öll I erindi sem erfiði og sln sérstöku ■ baráttumál og hugðarefni sem I réttlæta tilveru þeirra. Við skul- I um rétt til tilbreytingar gripa I ofan i nokkur þeirra málgagna ■ sem ekki eru nefnd á hverjum I degi — og byrjum þá á Vest- I firska fréttablaðinu. Þar er 5. febrúar skrifaður Ileiöari, sem heitir „Daufir bæjarfulltrúar en stjórnsamur forseti”. Þar fjallar ritstjórinn • um bæjarstjórnarfund sem Ihann sat á Isafirði og hefur svo- felldar áhyggjur af þvi sem þar fer fram: ■ „Fyrir þessum fundi lágu 29 Ifundargerðir bæjarráös, auk fundargeröa nefnda og ráða og stjórna stofnana kaupstaðarins. Alls voru þetta 13 dagskrárliöir misjafnir að vöxtum og mikil- vægi, eins og gengur. Þetta smáræði afgreiddi bæjarstjórn ísafjarðar, undir röggsamiegri stjórn Guömundar H. Ingólfs- sonar, forseta, á tæpum 40 minútum. Einhver kynni nú að spyrja, hvort eitthvað væri at- hugavert við þaö? — Jú, viö þetta er ýmislegt að athuga, og þá kannske sérstak- lega það, hve litlu þeir bæjar- fulltrúar sem ekki eiga aöild að meirihlutasamstarfi eða sæti I bæjarráðí virðast láta sig varða meðferð mála.” Stendur þaö vonandi allt til bóta. Reagan leggi sig Heimilispósturinn heitir blað sem gefið er út fyrir vistmenn og starfsfólk á elliheimilum. Þar er meöal annars pistill sem lýsir áhyggjum yfir þvi, að Bandarikjaforsetar þræli sér út með geypilegri vinnu allt frá þvi klukkan hálf sex á morgnana. Höfundur pistils segir á þessa leið: „Talið er að þessi vinnusemi Bandarikjaforseta hafi komiö þeim i öll þau vandræði sem þeir eiga að striða viö i dag. Betur hefði verið, ef forsetinn hefði sofið til klukkan niu að morgni, lagt sig eftir matinn og þaulhugsað fáar aðgeröir I stað þess að hlaupa yfir þúsund hluti, sem siðan fara allir I hnút. Ég er hlynntur þvi aö nýkjör- inn Bandarikjaforseti, Ronald Reagan, fái að leggja sig eftir matinn.” Kúgun höfuðstaðaryalds Dagur á Akureyri, virðulegt vikublaö, hefur meðal annars fram að færa enn eitt dæmi um hina skelfilegu kúgun Reykja- vikurvaldsins. Þar kom á d.ög- unum pistill um þau vandræði að „Sakarvottorð fæst ekki hér”. Þar segir: „Þegar fólk hér f bæ þarf að fá sér sakarvottorð liggur beinast við aö fara á skrifstofu bæjarfó- geta og biðja um vottorðið. Þar eru jú skrifstofur bæjarfógetans og þar ætti slik þjónusta að vera innt af hendi. En svo er ekki. Fólk verður aö hringja út á land til Reykjavfkur og panta vott- orðiö. Ef við höfum i huga alla þá sem þurfa á sakarvottorði að halda, og öll þau simtöl sem þeir hinir sömu þurfa aö hringja, er ekki fjarri lagi að áætla að sá kostnaður sé mun meiri en ef starfsfólk bæjarfógeta annaðist þessa þjónustu. Hér er á ferð- inni enn eitt dæmi þess aö það er dýrara aö búa utan höfuðborg- arinnar.” t Sérstök vísindi Timaritið Frjáls verslun lýsir þeim margvlslegu vandamálum sem það fólk mun mæta sem ætlar að skjótast suður I lönd I «9 sklðaferðir. 1 umfjöllun um þau J hyggindi sem i hag koma segir I meðal annars: „ Aö lesa ferðabæklinga er I sérstök vísindagrein. Höf- J undarnir reyna aö sýna sinn I stað I sem björtustu ljósi, venju- I lega án beinn lyga. Sem dæmi « má nefna lýsingar i norrænum J bæklingum. Þar segir að i Val I Gardena raski ítalirnir oft ekki I lausasnjónum snemma á ■ morgnana, sem þýðir að þeir J nenna ekki aö vakna snemma I til að troða. I Sierra Nevada er j sagt að rekstur á lyftum fari * fram meö spánskri ró, sem þýö- J ir að þeir sem eru vanir stund- | visi I Norður-Evrópu verða arg- | ir af endalausum töfum. Þeir ■ sem lýsa Avoriaz I Frakklandi J sem jólakortaþorpi, sem eigi | heima i Walt Disney kvikmynd, | tala um nýju frönsku skíðaþorp- , in sem steinsteypubæi og bletti ■ á fegurð Alpanna. Hinsvegar er | sagt um La Plagne, sem er einn j þeirra bæja, að þar sé djörf J byggingarlist og nýtiskulegar . Ibúðir, með öllum nútima þæg- | indum.” Afbrigðileg hús j Næst veröur fyrir okkur Skin- | faxi, sem Ungmennafélag . Islands gefur út. Þar er rit- I stjórnargrein um Iþróttamann- J virki og vitaskuld mælt með þvi I að þau séu sem flest og best. I Undir lokin eru svo bornar frain I svofelldar áhyggjur út af fagur- ■ fræðilegum og fjárhagslegum | atriðum: | „I lok þessa pistils vilég leyfa I mér að koma Þeirri spurningu á ■ framfæri, hvort ekki sé kostað | of miklu til i ytra útliti margra | iþrótta- og skólamannvirkja I sem risiö hafa upp á siðustu ár- J um? Alls konar útflúr á áður- | nefndum byggingum, útskot, | horn, súlur, stöplar, og margs- I konar afbrigðileg atriði hljóta J að hafa mikinn auka kostnað i | för með sér.” Hjólhestanallinn Undir lokin vendum viö svo ■ okkar kvæði I kross og minnum ■ á baráttusöng hjólreiðamanna | sem fyrir skömmu birtist i | danska blaðinu SocialistiskI Dagblad. Mælt er með þvi að * hjólandi menn rauli texta þenn- I an undir sama lagi og Inter- | nasjónalinn, baráttusöng I verkalýðsins. En svona vill höf- ■ undur textans að hann hefjist: | „Rejs jer, cyklister her I byen, I og kæmp mod bilens diktatur, ■ det er pa tide at man ser at dyre biler ikke dur, tiden kræver meget • merehendsyn til dem der cykler eller gár, for cykler sparer energien og holder mange flere ár. VSgn til kamp af jer dvale ■ til den sydste cyieltur hvor^bilerne har retten og far det sidste ord.” EBa eitthvað á þessa leið: ■ Rlsið upp, hljólreiöamenn hér I | borg og berjist við alræði | bllsins! Tlmi er til þess kominn I að menn átti sig á þvl að dýrir ■ bflar dugá ekki lengur. Timinn | krefst þess að meira tillit sé tek- | iö til þeirra sem hjóla eöa I ganga, þvi að hjóliö sparar orku ■ og dugir i mörg ár. Vaknið af ■ dvalanum til baráttu til hins | siðasta spretts á hjólinu (sem | efnt er til við þær aðstæður) er I bflarnir hafaréttinn og siðasta ■ oröið. Jamm, þaö er margt skrif- | að.. I áb. ' I skoríð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.