Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Vandi norskra sjávar- plássa: Byggðavandamál f Noregi eru margskonar en það sem flestum dettur f hug þegar minnst er á byggðavandamál er vandi hinna mörgu sjávarplássa f Noregi. Hart er sótt að þessum stöðum á mörgum vigstöðvum. Innan lands má nefna oliuiðnaðinn og erlendis frá má nefna veiðiþjófa Efnahagsbandalagsins. Ibúar út- gerðabæja á vestúrströnd Noregs, sem hvað harðast hafa orðið úti i þessari baráttu, hafa ekki fagra sögu að segja. Eftir- farandi atriði komu fram i blaða- viðtölum á dögunum við nokkra ibúa sjávarplássins VedavSgen á Karmey skammt fyrir sunnan Haugasund. FISKUR OG OLIA Beiskja Ibúar staðarins verða sffellt bitrari og bitrari. Eftir þvi sem árin liða verður sifellt erfiðara og erfiðara að stunda fiskveiðar. Leyfilegt aflamagn minnkar stöðugt og launin i samræmi við það. A sama tima auka oliufélög- in umsvif sin. Flestum sjómönn- um finnst rlkisstjórnin vera að svikja þá, þar eð öðrum þjóð- félagshópum er slfellt gert hærra undir höfði. Einnig finnst sjó- mönnum að erlendir kollegar þeirra séu að svikja þá meö þvl að stunda ólöglegar veiðar innan norsku landhelginnar. En sjó- mennirnir óska ekki eftir nýju þorskastriði eða nýju „Alta” Uti á miðunum. Sjómenn telja að Efna- hagsbandalagið verði fyrst og fremst að ná tökum á sinni eigin fiskveiðimálapólitik og þar á eftir nothæfum stjórnunaraðgerðum við fiskveiöar. Hversu mikið er veitt ólöglega hefur enginn hug- mynd um. Enginn hefur heldur hugmynd um það hverfiski mest ólöglega. Þaö hefur hinsvegar sýnt sig að Austur-Evrópu- þjóðimar eru yfirleitt mjög sam- Minningarorð: Reynir I dag er til moldar borinn Reynir Snjólfsson deildarstjóri hjá K.R.O.N.. Hér verður ekki reynt að rekja lifshlaup Reynis, en farið nokkrum orðum um störf hans hjá félaginu, um leið og hann er kvaddur. Við sjáum nú á bak elsta starfsmanni félagsins, og það I tvennum skilningi. Hann var elstur starfsmanná að árum og hann haföi lengstan starfsferil að baki. Reynir hóf snemma afskipti af félagsverslun hér I Reykjavik. A hinum erfiðu árum eftir 1930 var hann einn þeirra verkamanna sem reyndu aö drýgja litlar og stopular tekjur, með hagkvæmari innkaupum matvæla. Hann var einn þeirra sem stóðu að stofnun fyrstu pöntunardeildanna á árunum 1933—1934. Þegar þessar deildir sameinuðust I Pöntunar- félag Verkamanna þann 11. nóv. 1934, var Reynir einn þeirra sem sat I fyrstu stjórn þessa nýja félags, og hann er i stjórninni 1937 þegar sameining neytendafélag- anna hér i Reykjavik og nágrenni er á dagskrá og endaði meö stofn- un Kaupfélags Reykjavikur og nágrennis 6. ágúst 1937. vinnuþýðar hvað varðar eftirlit með veiðum I Norðursjó. Ágreiningur Skiptar skoðanir eru um það hvernig leysa eigi vandamálið með ólöglegar veiöar. Sumir telja að heppilegast væri að reka alla Utlendinga Ut Ur norsku landhelg- inni og fórna þá heimild Norð- manna til veiða innan landhelgi EBE-landanna, en „skitfiskbáta- karlar” eru ekki mjög hrifnir af þeirri hugmynd þar sem þeir sækja oft á áðurnefnd mið. En mjög margir skitfiskbátar eru gerðir Ut frá Vestur-Noregi. I VedavSgen voru fyrir 5 árum sið- an gerðir Ut 40 bátar á skitfisk en I dag eru aðeins 20 eftir. Fyrir hvern bát sem er seldur burthverfur einnig hluti af menn- ingunni í þessu sjávarplássi. Stööugt er höggvið nær mörg- hundruð ára gamalli hefði i fisk- veiðunum. En einmitt þessi hefði lagði grundvöllinn að þeirri menningu sem er að finna hér og annarsstaðar I sjávarplássum á vesturströndinni. 1946 var þriðji hutinn af öllum veiðitúrum upp til Islands gerður út frá Vedavagen. 1 ár eru gerðir út aðeins 4 hring- ndtabátar á móti 15—20 hér áður fyrr. Vedavágen hefur alltaf ver- ið Utgerðarbær. Aður fyrr voru meira og minna allir hinna 2500 ibúa þorpsins tengdir sjávarút- vegi. NU hefur um helmingur vinnufærra þorpsbúa lifibrauð sitt af öðru en sjávarútvegi. Oliu- iðnaðurinn, einkum störf á hjálp- Friðrik Sigurðsson skrifar frá Noregi ar- og aðstoðarskipum éru eftir- sóknarverð sér i lagi þegar ástandið er slæmt i sjávarútvegi eins og um þessar mundir. Verði Norðursjávargasið leitt i land i Karmey mun ástandið versna til muna. Það eru margir sem velja oiiu- iðnaðinn frekar enn sjávarútveg- inn þvi þar er boöiö upp á góð laun og löng fri. Friin eru mikilvæg fyrir unga fólkið i dag. Margir eldri ibdar Vedavágen eru bitrir Ut I oliuna. Þeir segja, að það sé ekki olian sjálf sem mestu skipti, heldur hitt að hverjum fiski- miðunum á fætur öðrum er fórnað fyrir oliuna. Þeim finnst að hægt væri að taka aðeins meira tillit til þeirra sjónarmiða. Uppákomur En það er meira en oliuiðnaöur- inn sem hrjáir IbUa Vedavagen og aðra þá er sjávarútveg stunda. Sem dæmi má nefna launa- og verðlagsstefnu rikisins, háan rekstrarkostnað , aflatakmark- anir, ólögleg&r veiðar erlendra þjóða ofl..Rikið sýnir á sér ýmsar hliöar. Þegar til að mynda skipa- smfðastöð á i erfiðleikum er rikið ekki lengi að punga Ut nokkrum miijónum I rekstraraðstoð, en Ut- gerðarmenn fá aðeins aöstoö til að hættaútgerð. Og þegar bátur- inn hefur veriðseldur, er alls ekki vist að útgerðarmaöurinn sé laus við hann, þvi ef hann er t.d. seldur tilútlanda kemurbáturinn venju- legast til baka i norska landhelgi undir erlendu flaggi og gjarna endurbyggður og hefur þar veiðar að nýju! starfsfélögum hans á óvart. Hans verður sárt saknaö, við erum oröin þvl svo vön, að Reynir á iagernum sé alltaf á sínum stað. Um leið og við kveöjum þennanj góða starfsfélaga, flytjum við konu hans, börnum og öðrum ættingjum innilegar samúðar- kveöjur. Kveðja frá K.R.O.N. Snjólfsson Strax i öndverðu hóf Reynir störf fyrir þessa nýju hreyfingu og helgaöi henni starfskrafta sina alla tið siðan. Fyrstu störf hans munu hafa verið að skipta og deila út vörupöntunum félags- manna. Þegar Pöntunarfélag Verka- manna hóf starfsemi að Skóla- vörðustig 12 fluttist hann þangað. 1938 keypti K.R.O.N. húseignina að Hverfisgötu 52, sem notuð var fyrir vörubirgðir félagsins; gerðist Reynir þar yfirmaður og það hefur hann veriö til dauða- dags. Reynir var mikill dugnaöar maður og mjög trúr i starfi. Margur deildarstjórinn mun hafa notiö leiðsagnar hans um vöru- kaup, þvi af langri reynslu öðl- aðist Reynir þekkingu sem hann gat miðiað ungum og minna reyndum starfsfélögum sinum. Frá fyrstu tið og allar götur til 1964, voru mikil umsvif og I mörg horn að lita á Aðallagernum, en með tilkomu Birgðastöðvar S.I.S. varð veruleg breyting á rekstr- inum. A fyrstu árum starfsferils Reynis var vinnudagur oft langur og strangur, ekki spurt um vinnu- tima heldur verkefni, þrátt fyrir að fastakaupsmenn fengju yfir- leitt ekki greidda yfirvinnu. I samtali við Gunnar M. Magnúss, þegar K.R.O.N. varð 25 ára, kemur fram að þegar Reynir hóf störf hjá einni litlu pöntunardeildinni 1933 vann hann að loknum venjulegum vinnudegi oft til kl. 11—12 á kvöldin. Hann kvaðst hafa reiknað út að kaup sitt hefði verið 10 aurar á klukkustund. Þaö var gaman að heyra Reyni segja frá þessum löngu liönu bernskudögum K.R.O.N.. Starfið á Aðallagernum var oft mjög erfitt, húsið fjórar hæðir og fyrstu árin án vörulyftu, i stað hennar notaðar trérennur i stigum hússins. Það reyndi þvi á skipulagshæfileika Reynis að staösetja þungavöru sem hagan- legast. Reynir hefur alla tiö fylgst vel með, bæði félagslegum og verklegum störfum innan K.R.O.N., enda mikill samvinnu- maður. Við vissum að Reynir átti við vanheilsu að striða, en þó kemur svo skjótt fráfall hans , okkur Fundur með vitnaleiðslum: Áað leggja Reykja- víkur- flugvöll niður? Sunnudaginn 1. mars kl. 14 munu landssamtökin LIF OG LAND efna til almenns borgarafundar um málefni Reykjavikurflugvallar. A aö leggja hann niður? Fund- urinn verður með vitna- leiðslusniði og veröur Gunnar G. Schram, pró- fessor, fundarstjóri. Tveir lögmenn, þeir Jón E. Ragn- arsson og Ragnar Aðal- steinsson, munu færa fram rök og gagnrök i málinu og kviðdómur að þvi loknu kveða upp úrskurð sinn. Fundurinn verður I Norræna húsinú. Næstkomandi fimmtu- dagskvöld, 26. febrúar, kl. 20:30 munu samtökin halda aöalfund. A fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir verða tveir stjórnar- menn. Tillögur stjórnar um breytingar á félagslögum verða bornar undir atkvæði. Kosið veröur i stjórnar- nefndir og fjármál og fram- tiðarskipulag samtakanna rædd. Fundurinn -verður haldinn i LÖGBERGI, húsi Lagadeildar Háskólans, i stofu 101. • Næsta vinnuferð til Kúbu verður farin í sumar Um miðjan júnl n.k. verð- ur lagt af stað i hina áriegu vinnuferð til Kúbu, BRIG- ADA NORDICA. Ferðir þessar eru skipulagðar af norrænu vináttufélögunum við Kúbu, og sér Vináttu- félag isiands og Kúbu um undirbúninginn hér á iandi. Tíu Islendingar komast með I ferðina að þessu sinni, en alls verða þátttakendur um 200, frá öllum Norður- löndunum Dvalist verður i vinnubúðum 1 fögru um- hverfi, u.þ.b. 40 km frá Havana. Unnið verður að landbúnaðar- og byggingar- störfum I þrjár vikur, 8 tima á dag, og ferðast um landið i eina viku. Um helgar verður farið á baðstrendur og ýmsir staðir skoðaðir. Heim veröur svo komið um miðjan júli. Tilgangur ferðarinnar er annarsvegar að kynnast landi og þjóö, og hinsvegar að sýna stuðning við kúbönsku byltinguna I verki, með vinnuframlagi. Skilyröi fyrir þátttöku eru, að viðkomandi sé meðlimur I Vináttufélagi lslands og Kúbu og taki þátt i nám- skeiði sem félagið gengst fyrir til undirbúnings fyrir ferðina. Aætlaöur kostnaður er u.þ.b. 6300 krónur. Umsóknir sendist Vináttu- félagi Islands og Kúbu, Póst- hólf 318, Reykjavik, fyrir 31. ,mars n.k.. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.