Þjóðviljinn - 02.04.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Page 1
i gær UOWIUINN Fimmtudagur 2. april 1981—77. tblæ46. árg. Gjaldið fyrir 20 miljón dollara framlag í flugstöðina: ■ | Barnalög samþykkt ■ IFrumvarptilbarnalagavarsamþ. sem lög frá alþingi í gær. Frumvarpið hefur fimm sinnum áður veriö lagt fram á alþingi, • cn ekki náð fyrr fram að ganga. It meðförum alþingis i vetur tók frumvarpið nokkrum breyt- ingum. Eftirfarandi kaflaheiti gefa nokkra hugmynd um efni lag- • anna: IFaðerni skilgetins barns. Faðerni óskilgetinna barna. Fram- færsla barna. Greiðsla framfærslueyris og innheimtuúrræði. Lögsaga islenskra dómstóla um faðerni barna. Foreldraskyldur, ■ forsjá barna og umgengnisréttur. Mál til faðernis barna. — þ I J Sprengjugeymsla, jarðstöð og AWACS- heimild? Haustið 1977 samþykkti Einar Ágústsson þáver- andi utanrikisráðherra að sprengjugeymsla og jarðstöð íyrir gerfihnetti yrðu settar á fram- kvæmdaáætlun Bandarikjahers á íslandi. Hörður Helgason ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu hefur staðfest þetta. Vorið? Áreiðanlega á leiðinni! — Ljósm. Ella. Kjúklingar í Straumsvík Fl úormengunin langt yfir hættumörkunum Sprengjugeymslan hefur þegar verið byggð og jarðstöðin er i byggingu. Athygli vekur að samkvæmt skýrslu Benedikts Gröndals þáverandi utanrikis- ráðherra frá þvi i október 1979 kom sú hugmynd upp i þessari sömu ferð Einars Agústssonar til Bandarikjanna, að hugsanlega gæti orðið um beint framlag Bandarikjamanna til flugstöðv- arinnar ef hún yrði reist i tvenn- um tilgangi. Aður höfðu Bandarikjamenn þverneitaö ósk- um rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar i þessa veru. Verkfall stundakennara: Stúdentar ísamúðar- verkfall? Verkfali slundakennara i lláskóla islands hófst I gær- morgun og lagðist kennsla víða niður. Stundakennarar inna af hendi um helming þeirrar kennslu sem fram fer innan skólans og eru þeir um 5(io taisins. Kröfur stundakennara beinast einkum að endur- skoðun á kjarasamningi þeirra og þeim aðstæðum sem stundakennarar búa við innan skólans, en fæstir hafa nokkra vinnuaðstöðu innan veggja hans. Mjög stór hluti stunda- kennara við H.t. kennir aðeins fáar stundir, en um 50 munu kenna 5 fyrirlestra á viku eða meira, og margir þeirra hafa kennsluna sem aðalatvinnu. 1 gær féll kennsla niður i mörgum greinum. Islensku- og bókmenntafræðinemar höfðu áður safnþykkt aö mæta ekki og sýna'á þann hátt stuðning sinn við málstað stundakennara og Félag nemenda i heimspeki- deild samþykkti á fundi siðdegis i gær að hefja þegar i stað samúöarverkfall. —ká Sjá baksiðu Gat heimild 1 mars 1978 hóst endurnýjun á orrustuþotum hersins á Keflavik- urflugvelli og 23. september kom hingaö i fyrsta sinn AWACS-fljúg- andi stjórnstöð i atómstriði. Hörður Helgason ráðuneytis- stjóri utanrikisráöuneytisins hefur staðfest að ákvöröun um komu AWACS-vélanna hafi verið tekin „einum til tveimur" mánuðum áður en sú fyrsta lenti hér. Það hefur þvi væntanlega verið eitt af siðustu embættis- verkum Einars Ágústssonar áður en hann lét af embætti að gefa heimild til þess að AWACS-vél- arnar hefðu hér aðstöðu. Siðari rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar var formlega sett á laggirnar 1. september 1978. Athyglisvert er i þessu sambandi að þaö var i mai 1978 sem banda- riski sendiherrann i Reykjavik og Einar Ágústsson höfðu meö sér nótuskipti, þar sem m.a. kom fram loforð frá Bandarikjastjórn um að setja fé i flugstöðina. Það er ljóst að frá hausti 1977 til hausts 1978 eru teknar afdrifa- rikar ákvarðanir og veittar þýö- ingarmiklar heimildir, sem tákn- uðu aukin umsvif Bandarikja- hers og vaxandi hernaðargildi herstöðvarinnar sem meöal annars fólst i þvi að tengja hana enn frekar árásarkerfi banda- riskaflotans á Norður-Atlants- hafi. Lofað framlagi Þegar dagsetningar i þessu sambandi eru skoðaðar fer ekki hjá þvi að oft hafi verið ályktað af minna tilefni, aö Bandarikja- menn hafi i þessu tilfelli viijað smyrja hjól ákvöröunartökunnar á tslandi með loforði um milljóna dollara framlag til ílugstöðvar- innar. Það var svo i júli 1979 sem embættismenn lslands og Bandarikjamanna undirrituðu minnisblað þar sem Bandarikja- menn skuldbinda sig tú þess að „greiða ekki meira en 20 milljónir dollara", enda höfðu þá veriö gefnar allar þær heimildir til aukinna umsvifa, sem þeir æsktu þá. Ekki verður séð að Benedikt Gröndal utanrikisráð- herra hafi i sinni tiö veitt heimild- ir fyrir meiriháttar framkvæmd- um eöa umsvifaaukningu, nema hvað liklegt er að hann hafi veitt heimild til endurnýjunar á Orion-vélunum, en sveit meö nýj- ustu gerð þeirra véla kom hingað fyrst i febrúar 1979. —ekh. Sjá 4. síðu í Þaö liggur Ijóst fyrir að kjúklingar frá hænsnabú- inu sem var við Straums- vík fyrir nokkrum árunv drápust úr flúormengun. Þessar upplýsingar komu fram í erindi prófessor Lennarts Krook frá Corn- ellháskólanum í Banda- ríkjunurrt sem hann flutti á vegum Liffræðistofnun- ar H.i. í gær. ! Prófessor Krook er hingað | kominn til að bera vitni i máli j kjúklingabóndans frá Straums- vik, sem hann á i við Alverið. Bóndinn sendi kjúklinga til Corn- ellháskóla til rannsóknar og niðurstöðurnar sýna að magnið af flúorsamböndum sem fundust i beinum kjúklinganna eru langt yfir hættumörkum. Krook hóf fyrirlestur sinn á þvi aö sýna flúormengun á landsvæð- um Cornwall Island i New York riki i Bandarikjunum. Þar kom fram flúoreitrun i nautpeningi. Krook sýndi myndir af tönnum i ungum kálfum (3 ára) sem bæði voru rotnar og étnar. Flúorsam- bönd hafa mikil áhrif á myndun beinanna og i kálfunum mynduð- ust beinin ekki eins og þau áttu að gera, vefurinn næstur tönnunum var dauður og sömu einkenni komu fram i öðrum beinum. Kálfarnir voru allt að þriggja til fjögurra ára þegar rannsóknir voru gerðar á þeim, en kjúkling- arnir voru aðeins 12 vikna. Samt kom fram miklu meira magn af flúor i beinum þeirra eða 1050— 1900 hlutar af miljón, i beinaösku, en hættumörkin eru talin á bilinu 250—300! Það er þó ekki magnið sem skiptir mestu, heldur hvaða efnasambönd það eru sem safn- ast fyrir i likama dýranna. t Bandarfkjunum er vandamál- ið þess eðlis að eitrunin berst frá kúnni tíl kálfsins, en hér var um það að ræða að kjúklingarnir urðu fyrir mengun, að öllum likindum loftmengun frá Alverinu. A fyrirlestrinum var mættur Svisslendingur frá Aluswiss sem beindi nokkrum fyrirspurnum til prófessorsins um það hvort þessi eitrun i fuglunum gæti ekki átt sér aðrar orsakir. Krook svaraöi þvi til að einkennin i beinunum og efnasamböndin i beinaöskunni sýndu öll flúoreitrun. Þá var hann spurður hvort hugsanlegt væri að flúor hefði borist i fuglana gegn- um fóðriö, en hann kvað þaö há- mark sem hugsanlega gæti borist i dýrin á þann hátt vera langt undir þeim mörkum, sem fram komu. Niðurstöðurnar benda til þess eins og áður segir að flúormeng- unin hafi verið langt yfir hættu- mörkum þegar kjúklingarnir drápust, hvernig skyldi henni vera háttað nú? —ká Prófessor Krook: Kjúklingarnir dóu úr flúormengun. Ljósm: Ella.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.