Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 5
Fimmtudagur 2. aprii, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Aí breskum st jórnmálum: Nýr Sósialdemókrataflokkur í Bretlandi hefur að sjálfsögðu orðið Verkamannaflokknum áhyggjuefni/ þaðan koma þeir sem f lokkinn stofna. En það vekur ekki síður athygli/ að þessi nýi miðjuflokkur mun ekkert síð- ur, ef mark er á skoðanakönnunum takandi, taka fylgi sitt frá ihaldsflokknum, sem mjög hriktir nú í vegna vaxandi óvinsælda leiftursóknarstefnu Margaret Thatcher. Einn ihaldsþingmaður hefur þegar hlaupið yfir i Sósialdemó- krataflokkinn, og Steel, formaður Frjálslynda flokksins, hefur skýrt frá þvi, að ýmsir ihaldsþingmenn hafi barið að dyrum hjá sér. Þá má og minna á það, að allt að 34 þingmenn Ihaldsflokksins brugð- ust stjórninni i vissum atkvæða- greiðslum um fjárlög, einkum reyndist erfitt að berja þá til hlýðni þegar ákvæði um hækkun bensins var á dagskrá. Margaret Thatcher berst um hart og reynir að slá niður óróa i flokknum með aðferðum sem eru hinum nýja krataflokki. Sá samanburður gengur milli manna, að enginn forsætisráð- herra hafi i svipuðum mæli og Margaret Thatcher sameinað bresku þjóðina allt frá dögum Churchills á striðsárunum — nema sá er þó munur á að þjóðin hafi sameinast um Churchill en gegn Margaret! Kvödd með tárum? Að öllu þessu samanlögðu halda þeir sem til þekkja, að thalds- flokkurinn fari að hugsa sér upp Mótmælendur fvrir utan forsætisráðherrabústaðinn. Hún er cins og Churchill — hefur sameinað þjóð- ina. En barasta gegn sér.... Ókyrrð í íhaldsflokknum og krataflokkurinn nýi furðu opinskáar ef tekið er tillit til þess, að i' thaldsflokknum berjast menn ekki fyrir opnum tjöldum i sama mæli og i Verkamanna- flokknum hefur tiðkast. Það er hinsvegar ekki gott að vita hve lengi henni tekst það. Það er ekki nóg með að verka- lýðsfélögin séu henni fjandsam- leg, það hafa þau alltaf verið og enginn bjóst við öðru. En nú eru forystumenn iðnaðarins einnig orðnir uppgefnir á henni, og jafn- vel farnir að senda milt augnaráð aðferð til að koma Margaret Thatcher úr sessi foringja. Það sé fjarlægur möguleiki en raunveru- legur — og það verði gert með list og vél: Margaret verði þakkað með tárfellingum, nýr leiðtogi verði hylltur og reynt að láta alla halda heim i þeirri sælu trú, að þeir sitji i flokki samhengis og hefða, ekki flokki byltinga og stjórnleysis eins og aumingjarnir til vinstri. Meðan þessu fer fram er hinn nýi krataflokkur að koma sér fyr- ir i því miöjurúmi i breskum stjórnmálum sem hefur staðið autt um tíma. Helga sér áhrifa- svæði eins og sýnt er i sjónvarps- myndum um lifnaðarhætti fugla. Skoðanakannanir hafa bent til aö miðjurúmið sé mjög breitt. Þær gefa upp, að hinn nýi miðju- flokkur gæti i kosningum orðið stærstur flokka, fengið jafnvel töluvert yfir 30% atkvæða og skil- ið gömlu stóru flokkana tvo, Verkamannaflokkinn og thalds- flokkinn eftir með rösk 20% at- kvæða hvorn flokk. Ekki mun þó allt sem sýnist i þessum efnum. Flokkurinn er nú að byggja sig upp með mjög ný- tiskulegri auglýsingatækni, með einföldum inngönguskilmálum (þú sendir girógreiðslu til næstu flokksdeildar og ert þar með i flokknum) og fleiri tölvugaldrar eru með i spilinu. En þessar að- ferðir segja og þá sögu, að nýjum flokki mun reynast erfitt að koma sér upp þvi' þéttriðna flokksdeild- aneti, sem gömlu flokkarnir lifa m.a. á — enda þótt virkum með- limum þeirra hafi farið fækkandi á sjónvarpsöld. Kostur og ókostur 1 annan stað er sagt sem svo, að thaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn geti alltaf reitt sig á nokkuð traust virki, sem þeir eiga i stéttarhagsmunum, i rótgrónum viðhorfum til gildandi verðmæta eða til launavinnu og auðmagns. Þessar rætur á hinn nýi krataflokkur sér ekki, og þótt það sé i bili hans styrkleiki þá getur sú staða fyrr en varir snúist upp i veikleika. Flokkurinn skir- skotar i bili til nýjungagimi, til hinna rótlausu, til fórnarlamba ýmissa breytinga — sem vita kannski hvað þeim er helst i nöp við, en þeim mun færra um það, hvert þeir helst vildu halda við núverandi aðstæður. AB. Ný ísöld hefst eftir 4000 ár Visindamenn sem hafa gert nýjar tilraun- ir, byggðar á stjarn- fræðilegum forsendum, til að útskýra breytingar á veðurfari á jörðunni, telja að nú fari að stytt- ast það hlýindaskeið sem nú rikir á jörðunni og ný isöld komi, sem Fyrsta erlenda fréttatengda bókin komin út „Gislar i 444 daga" heitir bók, sem nú er aö koma á markaðinn hér á iandi. Hún fjallar um lengstu gislingu er um getur, gislamálið i Iran, sem allur heimurinn fylgdist með i rúmlega eitt ár og leystist farsællega i janúar- mánuði siðastliðnum. Gislabókin er jafnframt fyrsta fréttatengda bókin um heimsviðburð, sem kemur út i islenskri útgáfu örskömmu eftir upphafsútkomu erlend- is. Bókin er rúmlega tvö hundruð siður að stærð og er henni skipt i 20 efniskaíla, en i bókarauka eru upplýsingar um hvern og einn gislanna fimmtiu og tveggja, um „53. gislinn” og einnig er þar birt efni samkomulagsins sem tókst um lausn gisladeilunn- ar fyrir milligöngu Alsir- manna. I bókinni eru um 170 myndir, sem tengjast gisla- málinu og koma langflestar nú i fyrsta sinn fyrir almenn- ingssjónir hér á landi. geti staðið i 114 þúsund ár. Nútimamenn hafa að sönnu ekkert að óttast vegna þess að isöldin á ekki að byrja af alvöru fyrr en eftir um 4000 ár. Kenning þessi mætir vaxandi stuðningi hjá visindamönnum. Aðalinntak hennar er að breyt- ingar á ferli jarðar kringum sólu valdi þvi að jöklar vaxi eða skreppi saman. Hún skýrir það einnig með stjarnfræðilegum rökum hvernig stendur á þeim stuttu en afdrifa- riku hlýindaskeiðum sem hafa rofið isaldir siðustu ármiljónirnar sem jörðin hefur til verið. Aðeins fjögur slik skeið hafa orðið á undanförnum 350 þúsund árum og hvert þeirra hefur varað um 10 þúsund ár. Menningin átti upphaf sitt snemma á siðasta og yfirstandandi hlýindaskeiði, sem hófst fyrir um það bil 9000 árum. Sá hópur bandariskra og belg- iskra visindamanna sem hér um ræðir segir, að nú lifum við á kæl- ingarskeiði, sem hófst fyrir um það bil 6000 árum, þegar hlýindin höfðu verið hvað mest. Næsta is- öld mun ná hámarki eftir um það bil 4000 ár. Eftir það er að búast við all- miklum kulda lengi vel, en getur þó verið að isinn hörfi eitthvað norðureftir. Þegar isaldir hafa verið i hámarki hefur jökull lagst yfir allt að þriðjung þurrlendis. Fræðimenn þessir eru ekki bjartsýnir á að nýtt hlýindaskeið geti hafist i alvöru fyrr en eftir 114 þúsundir ára. 1 þessari kenningu er ekki tekið tillit til þess að mennirnir hafa sin áhrif á loftslagið á jörðunni, meðal annars með koltvisýringi sem þeir dæla út í andrúmsloftið með því að brenna viði og kolum. Glæný breiðskífa Lögin úr Punktinum komin á plötu Höfundur tónlistar: Valgeir Guðjónsson Þeir sem voru með: Asgeir Öskarsson, Egill ölafsson, F. Bachmann, Hanna Steina Hjálmtýsdóttir, Jónas R. Jónsson, Mike Pollock, Reynir Sigurðsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurbjörn Einarsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Tómas Einarsson, Tómas Tómasson, Valgeir Guðjónsson, Valva Gísladóttir, Þorkell Jóelsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Þórður Arnason. Útgáfa og dreifing: SVART Á HVÍTU Vesturgötu 3, R. sími 13339

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.