Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. april, 1981. Hjörleifur Guttormsson orku- og iðnaður- ráðherra um Fljótsdals- og Blönduvirkjun: Við umræðu um frumvarf Sjálfstæðismanna um byggingu þriggja nýrra raforkuvera fyrii nokkru flutti Hjörleifur Gutt ormsson iðnaðar- og orkuráð herra ræðu og veröa hér á eftir birtir kaflar henni. t byrjun ræddi Hjörleifur það traust sem rikis- stjórn væri sýnt með frumvarp- inu og sagði m.a.: Traust til rikisstjórnar „Ég er út af fyrir sig ekki að gagnrýna það, sem hér er sett á blað um þessi efni, að það sé veitt heimild fyrir virkjunum, sem mjög hafa verið um talaðar og það sé lagt i vald rikisstjórnar að ákveða frekar um framkvæmdir. I þessu frumvarpi felst raunar verulegt traust til rikisstjórnar i sambandi við meðferð mála, þar sem henni er ætlað á grundvelli þessara heimilda að taka ákvarð- nir um frekari framvindu mála og henni er veitt heimild til þess að ábyrgjast fyrir hönd rikissjóðs nauðsynlegar fjárveitingar i þvi skyni. Ekkert um fram- kæmdaröð En vegna orða, sem féllu hjá frummælanda (Þorvaldi Garðari Kristjánssyni) undir lok hans ræðu, þar sem hann nefndi, að dregist hafi úr hömlu að ákveða næstu virkjunarframkvæmdir, þá vil ég vekja athygli á, að þetta frumvarp.sem hér liggur fyrir, bætir ekki mjög ákvarðandi þar um. Frumvarpið veitir heimildir og það rúmar heimildir til mikilla framkvæmda i þessun efnum, en það tekur ekkert af um það i hvað næst skuli ráðist og það er þó það sem mestu umtali hefur valdið i sambandi við orkumál á þessum vetri og þar hefur fram komið að sitt sýnist hverjum, hvernig standa skuli að fram- kvæmdum og hvar hafist skuli handa. f þessu sambandi vil ég leyfa mér aö vekja athygli á 4. gr. frumvarpsins en þar segir: „Undirbúningi að byggingu orkuveranna svo og framkvæmd- unum sjálfum skal hraðað svo sem kostur er”, ég endurtek, „svo sem kostur er”. Siðan segir: „Ekki er kveðið á um röðun fram kvæmda, enda mega þær ekki hefjast nema fyrir liggi nákvæm ar áætlanir um orkuverin, skil- yrðum samkvæmt 1. gr. hafi ver- ið fullnægt og tryggt hafi verið nægilegt fjármagn til fram- kvæmdanna”. Hér er i raun visað til þess sem er mergur málsins i sambandi við þessi efni, þ.e. að i stórfram- kvæmdir er ekki unnt að ráðast, pingsjá ekki svo að vel fari a.m.k., nema nauðsynlegum undirbúningi sé lokið og fyrir liggi nákvæmar áætlanir, svo notað sé orðalag frumvarpsins, um viðkomandi mannvirki og fullnægt hafi verið skilyrðum og m.a. hafi verið gengiö frá samningum varðandi réttindi og annað það, er aö slikri mannvirkjagerð lýtur. Min hugs- un i sambandi við undirbúning ákvarðana i þessum efnum, sem ég hef oft og mörgum sinnum greint frá opinberlega hér á Alþingi og i fjölmiðlum á þessum vetri, hefur verið sú, að það væri eðlilegt, að hægt væri að greina Alþingi sem gleggst frá þvi hvernig stöðu undirbúnings væri háttað og helst að það væri búið að skera úr um sem flest vafaat- riði sem varða það að unnt sé inn- an ekki Iangs tima að ráðast i við- komandi framkvæmdir, þannig að menn séu ekki að taka hér af- stöðu til stórmála á mjög óljósum forsendum.”. Standa jafnfætis tækni- lega séð Þá vék Hjörleifur að undirbún- ingi I sambandi við Fljótsdals- virkjun og sagði m.a.: „Fyrir rúmu ári var það mat rannsóknaraðila sem unnið hafði að málum þar eystra, að það vantaði um 2 ár til að nauðsyn- legum undirbúningsframkvæmd- um væri lokið eða að þessi virkj- unarkostur væri kominn jafnfætis virkjun á Norðurlandi vestra, tæknilega séð. Nú gerðist það hins vegar á liðnu ári, að það tókst i senn að afla fjármagns og nýta mjög vel mikið fjármagn, hátt i miljarð gamalla króna til vett- vangsrannsókna i tengslum við þessa stóru virkjun á Austur- landi. Og það tókst þannig að jafna metin i sambandi við tækniíegan undirbúning þessarar virkjunar, sem i fyrravetur var talið að þyrfti við þær kringum- stæöur, sem menn gengu þá út frá, um tvö ár til þess að jafna. Forræði orkufreks iðnaðar verði i okkar höndum Ég tel það ekki skynsamlegt né réttmætt sem . fram kemur i frumvarpi Sjálfstæðismanna, að gera það aö skilyrði varðandi ákvörðun um Fljótsdalsvirkjun, að þegar sé búið að semja um sölu á tilteknu magni af orku frá virkj- X Hjörleifur Guttormsson orku- 0( iðnaðarráðherra. uninni til orkufreks iðnaðar. Ég tel ekki þörf á þvi að slikt skilyrði sé sett, en með þvi vil ég engan veginn segja, að ég telji óeðlilegt, að hluta af orkuframleiðslu þessarar virkjunar sé varið til at- vinnuuppbyggingar, til orkufreks iðnaðar með eðlilegum hætti og með þeim hætti, sem stjórarsátt- málinn gerir ráð fyrir i sambandi við slika atvinnuuppbyggingu,þ.e. að allt forræði þar sé i höndum Islendinga. Þar verði um að ræða fyrirtæki sem við tslendingar höf- um fullt vald á. Hagstæð virkjun Það er hins vegar ekki nauð- synlegt né réttmætt að gera ráð fyrir þvi, að i mannvirki, er þarf jafnlangan undirbúningstima og byggingartima og þessi virkjun, þá sé það nauðsynlegt skilyrði að það sé búið að selja orkuna til kaupenda, til fyrirtækis sem nýtti hluta af þeirri orku. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að þessi virkjun er einhver sú allra hag- stæðasta i landinu, til orkufram- leiðslu fyrir almennan markað. Einingarverð frá þessari virkjun i Fljótsdal er ámóta og gert hefur verið ráð fyrir frá Blönduvirkjun fyrir almennan markað og þetta þýðir lægsta einingarverð, sem fáanlegt er frá virkjun i landinu.” Siðar i ræðu sinni sagði Hjör- leifur um undirbúning framkvæmda: „Ég vil fullyrða það hér, að það hafa engar tafir orðið á ákvörð- unum eða framkvæmdum i þágu virkjunarmála vegna þess að ekki hafi verið veittar heimildir nú þegar fyrir slikum fram- kvæmdum. Eða hafa alþingis- menn gert ráð fyrir þvi og verið reiðubúnir til þess að bæta mörg- um miljörðum gamalla króna of- an á fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun þessa árs svo dæmi sé tek- ið, til þess að herða þar á? Ég hef ekki orðið var við þann vilja og á það held ég jafnt við um stjórn og stjórnarandstöðu. Ég hef hins vegar orðið var við, að það hefur verið fyrirstaöa að veita það fjár- magn til orkuframkvæmda i landinu, sem margir teldu æski- legt út frá ýmsum sjónarmiðum, m.a. til þess að lækka oliureikn- inginn og spara gjaldeyri og halda þar hraðar fram heldur en gert hefur yerið, þrátt fyrir þá stórauknu áherslu sem lögð hefur verið á þetta á siðustu árum og sérstaklega i fyrra og nú á þessu ári.” Stóriðja ekki nauðsynleg forsenda Þá ræddi Hjörleifur nokkuð um markaðshliðina og sagði: „Viö höfum ekki hagstæðari kosti til orkuöflunar aö mati sér- fróöustu manna heldur en ein- mitt þá sem hér eru taldir, a.m.k. þegar um er að ræða Fljótsdals- virkjun og Blönduvirkjun, jafnvel þóvið séum eingöngu að virkja fyrir almennan markað i landinu. Þess vegna tel ég ekki skynsam- legt að vera að tengja heimildir fyrir þessar virkjanir við ákvörð- un um stórnotanda eöa sölu til orkufreks iðnaðar, þó að slikt gæti komið til greina, ef öllum undirbúningi þar að lútandi væri lokið, þannig að menn teldu sig geta gert slikt dæmi upp með við- unandi hætti. Það er þvi engin nauð- ung, að við þurfum að ráðast i stóriðju eða orkufrekan iðnað i landinu vegna þess að við erum að virkja það sem við köllum vera stórt. Við erum þá einfaldlega lengur að nýta þessar hagkvæmu virkjanir ef við ekki tengjum þær við atvinnuuppbyggingu. Ég er þeirrar skoðunar, að i þessum orkulindum eigum við góðan bakhjarl fyrir atvinnuupp- byggingu i okkar landi á næstu árum og áratugum, ef rétt er að málum staðið. En við þurfum að standa þannig að þeirri stvinnu- uppbyggingu, að hún verði okkur ekki að fótarkefli efnahagslega eða hvað varðar sjálfstæði þjóð- arinnar og þar er hið efnahags- lega sjálfstæði, eins og við væntanlega erum allir sammála um, undirstaða fyrir hinu pólitiska sjálfstæði. Og það er mitt mat og mins flokks, að þess- ar forsendur séu ekki tryggðar, nema við Islendingar höfum for- ræði yfir þessum atvinnurekstri sem öðrum i landinu. Og þvi vilj- um við ekki fara hraðar i þessum efnum en svo, að Islendingar hafi þarna tök á málum og geti ráðið ferðinni. Og þarna kann menn að greina á og hefur reyndar komið fram ljóslega, að meiningar eru deildar. Verðlagning orkunnar Varðandi orkunýtinguna, nýt- ingu þessarar auðlindar til upp- byggingar atvinnulifs á íslandi,þá vaknar sú spurning hvaða stefnu við höfum til verðlagningar á ork- unni. Það mál, verðlagning á orku til stórnotenda á íslandi, er sannanlega nokkuð sem við þurf- um að hafa mótaða stefnu um, ekki sist ef við ætlum að eiga þar einhver samskipti við erlenda að- ila, sem ég útiloka ekki að skyn- samlegt geti verið i einhverjum mæli i vissum tilvikum. Og þar vara ég afar sterklega við þeirri hugsun, að við eigum að henda okkur til sunds með þvi að fara að virkja og virkja i þessum og hin- um landshlutanum, jafnvel sam- timis. Ég vara við þeim hugsun- arhætti, að auglýsa eftir kaup- endum út um heiminn, að auglýsa með þeim hætti, sem stundum hefur heyrst i máli manna, sem hratt hafa viljað fara i þessum efnum, að hér sé að hafa orku sem kosti sáralitið sé nánast að hafa fyrir spottpris. Við þurfum að gæta þess, að við erum hér að tala um hina miklu fjárfestingu i þessum virkjunum og við höfum ekki það upp úr þvi sem við þurfum að hafa og eigum að geta haft, nema við séum orðn- ir sæmilega sameinaðir um það Islendingar og islensk stjórnvöld, hvað við viljum hafa fyrir þessa auðlind. Hvar ætlum við að setja mörkin? Við verðum að gæta þess að standa ekki þannig að málum að sitja uppi með svo og svo mikiö af virkjaðri orku og vera i vandræðum með fjárfestinguna og fjárfestingarkostnaðinn og nánast vilja ganga að hverju sem er i sambandi við orkusöluna. Orkustefna til langs tima i undirbúningi A vegum rikisstjórnarinnar er nú starfandi nefnd sem vinnur að þvi að marka fyrir hennar hönd orkustefnu til næstu ára og ára- tuga og ég vænti þess að útlinur af þeirri stefnu liggi, fyrir með vor- dögum, þannig að stjórnarand- staðan geti einnig sagt sitt álit á þeirri stefnumörkun, áður en hún kemur til frekari meðferðar hjá þinginu á komandi vetri. Og þá á ég við alla þá þætti, sem eðlilegt er að dregnir séu inn i sambandi við stefnumörkun i orkumálum til langs tlma, einnig að þvi er snert- ir orkuverð, verðlagningu á orku til atvinnurekstrar og stór- notenda i landinu.” Hjörleifur gat þess jafnframt aö hann myndi leggja fram á yfir- standandi þingi framkvæmda- áætlun um raforkuöflun og raf- orkuflutning og jafnframt frum- varp um heimildir til virkjunar- framkvæmda. Þjóðdansa- sýning i Háskólabiói laugardaginn 4. april kl. 14. Á efnisskrá eru dansar frá ýmsum löndum. Miðasala i bióinu frá kl. 16. Þar eru einnig afhentir miðar til styrktarfélaga á sama tima. Þjóðdansafélag Reykjavikur Tollvörugeymslan h/f Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður haldinn fimmtudaginn 30. april 1981, kl. 17.00 á Hótel Heklu Rauðarárstig 18, 105 Reykjavik. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu 5. áfanga dreifikerfis á Kefla- vikurflugvelli. í 5. áfanga eru 0 20 — 0 250 mm viðar einangraðar stálpipur i plastkápu. Allt kerfið er tvöfalt og er lengd skurða alls um 7,8 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Brekkustig 36 Njarðvik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavik gegn 1000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja miðvikudaginn 22. april 1981 kl. 14.00. „Góður bakhjarl fyrir uppbyggingu atvinnulífs”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.