Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.04.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. april, 1981. Landssamband iðnaðarmanna Föstudaginn 20. febrúar s.l. hélt Landssamband i&naðarmanna blaðamannafund um viðhorf i byggingariðnaði. Kynntar voru niðurstöður úr könnun Lands- sambandsinsá ástandi og horfum i byggingariðnaði, sem Lands- samband iðnaðarmanna hefur gert ársfjörðungslega um nokk- urra ára skeið, og jafnframt skýrð viðhorf Landssambandsins til stefnumörkunar hins opinbera i húsnæðismálum. Var frétta- mönnum afhent itarleg greinar- gerð um hið siðarnefnda. Þjóð- viljinn greindi stuttlega frá þess- um blaðamannafundi i helgar- blaði 21.—22. febrúar en þó með hálfgerðum útúrsnúningi. Ýmsir aðrir fjölmiðlar gerðu málinu betri skilog er svo að sjá sem það hafi farið mjög i taugarnar á rit- stjóra Þjóðviljans þvi að á sein- ustudögum hafa margsinnis birst skrif i Þjóðviljann þar sem lagt er til atlögu gegn málflutningi Landssambands iðnaðarmanna um húsnæðisstefnuna án þess þó að lesendum blaðsins hafi verið gefinn kostur á að kynnast hon- um. Fyrst birtist viðtal við Ólaf forgangur á öðrum sviðum, einnig, ekki sist við úthlutun lóða, hefði átt að stuðla aö hagræðingu og hagkvæmni umfram það sem smærri aðilar er ekki njóta sömu fyrirgreiðslu fá við komið. . 1 Þjóðviljanum hafa engin frambærileg rök komið fram sem mæla með að viðhalda þeim gifurlega aðstöðumun sem er milli opinberra aðila og einka- aðila I byggingariðnaði, og raunar hefur nánast ekkert verið sagt þar um þennan kafla i greinargerð Landssambandsins sem þó var langstærstur. Lands- samband iðnaðarmanna er mál- svari þess að öll atvinnustarf- Landssamband iðnaðarmanna svarar í þessari grein ýmsum staðhæfingum sem fram hafa komiö f Þjóðviljanum i tilefni árása þess á nýja húsnæöislánakerfið. Húsnæðis- ýkjur og áróður hvers? Jónsson formann húsnæðis- stjórnar og framkv.stj. Alþýðu- bandalagsins þann 5. mars s.l. og kallar hann skrif Landssam- bandsins ýkjur og áróður, en siðan hefur ritstjórinn i tvigang haft yfir ummæli hans nánast óbreytt og jafnframt kallað til liðs við sig Alþýðubandalagsmenn úr röðum byggingamanna og fengið þá til að lýsa þvi yfir að allt væri i himnalagi i byggingariðnaðinum. 1 þessum skrifum Þjóðviljans hefur málflutningur Landssam- bandsins bæði verið rangfærður og þvi eignaðar skoðanir sem það hefjur aldrei látið i ljós , auk þess sem á köflum er farið með hreinar rökleysur. Landssam- band iðnaðarmanna getur þvi ekki látiðhjá liða að gera nokkrar athugasemdir við þessi skrif. Vegna þess að efni greinargerðar Landssambandsins hefur ekki birst óbrenglað i Þjóðviljanum verður þó ekki hjá þvi komist að greina stuttlega frá meginatrið- um þess áður en ásökunum blaðs- ins verður svarað. í Þjóðviljanum hefur verið dregin upp sú mynd af skoðun- um Landssambandsins að það sé i grundvallaratriðum mótfallið umbótum I húsnæðismálum til handa láglaunafólki. Þetta er al- rangt. 1 greinargerð Landssam- bandsins var það skýrt tekið fram að þaö væri fylgjandi sérstakri fjármagnsfyrirgreiðslu viö lág- launafólkið til húsnæðiskaupa umfram það sem hinir efnameiri nytu. Hins vegar var á það bent að það væri alls engin forsenda fyrir slikri aðstoð að byggingar- iðnaöurinn væri meira og minna i forsjá opinberra aðila eins og þó felst i þeirri félagslegu ibúða- byggingastefnu sem nú er við lýði hér á landi. Þessi afskipti hins opinbera af byggingariðnaðinum hlytu þvi að helgast af þvi að ráðamenn húsnæðismála teldu að opinberir aðilar byggðu ódýrar heldur en einkaaðilar. t greinar- gerðinni var hins vegar sýnt fram á að lágt verðlag á ibúðum I verkamannabústöðum væri alls engin sönnun þess aö stjórnir verkamannabústaða byggðu hag- kvæmar en aðrir. Skýringin væri fyrst og fremst sú að fram- kvæmdir þeirra hafa verið fjár- magnaðar með framkvæmdalán- um á sérstökum vildarkjörum. Shk fjármagnsfyrirgreiðsla hefur ekki staðið öðrum byggingaraðil- um til boða. Ef gerð er sú sjálf- sagða krafa að framkvæmdafé stjórna verkamannabústaðá rýrni ekki i höndum þeirra og verð ibúða þeirra umreiknuö með tilliti til þess kemur I ljós að þau eru sfst lægri heldur en hinir al- mennu byggingaraðilar bjóða. Þetta er í sjálfu sér nokkurt undr- unarefni þar sem fyrirfram hefði mátt ætla að hin mjög svo rými- lega fjármagnsfyrirgreiðsla og semi, jafnt f byggingariðnaði sem i öðrum atvinnugreinum, búi við sem jöfnust starfsskilyrði án tillits til þess hver rekur hana. Það telur þvi að hin opinbera forsjá i byggingariðnaði eigi að sanna yfirburði sina, ef nokkrir eru, án þess að njóta til þess for- gangsfyrirgreiðslu. Stjórnarfor- maður Húsnæðisstofnunarinnar túlkar þessi sjónarmið Lands- sambandsins þannig: „Þeir aðilar (þ.e. félagsmenn Lands- sambandsins) gera kröfu til þess aö fá mikið og ódýrt fjármagn til þess að fjárfesta i steinsteypu án tiliits til hagkvæmni samfélags- ins eða þarfar i húsnæðismál- um”. 1 greinargerð Landssam- bandsins sagði hins vegar: „Byggingameistarar fara ekki fram á að fá að njóta gjafafjár á borð við þetta (þ.e. fram- kvæmdafé stjórna verkamanna- bústaða). Þaðer hins vegar alveg óreynt hvaða hugsanleg krafta- verk þeir gætu unnið i lækkun byggingarkostnaður, væru þeir i sömu aðstöðu og stjórnir verka- mannabústaða....”. Stjórnarfor* manninum og framkvæmda- stjóra Aiþýðubandaiagsins væri sæmst að tala sem minnst um ýkjur og pólitiskan áróður ann- arra. t greinargerö Landssambands- ins kom einnig fram að það telur að miðað við það hversu mjög takmárkað það lánsfé er sem til skipta er fyrir húsbyggjendur sé hin algjöra tviskipting i lánakerf- inu i almenn lán annars vegar og félagsleg lán hins vegar mjög hæpin. Hinn almenni húsbyggj- andi fær lán sem nemur 18—20% byggingarkostnaðar ibúðar af miðlungsstærð en þeir sem upp- fylla sett skilyrði um rétt til kaupa á Ibúð i Verkamannabú- stööum fá aö láni 90% kaupverös Ibúöanna og lán þeirra eru auk þess til lengri tima og á lægri vöxtum en lán hins almenna hús- byggjanda. Skilyrðin eru þau að umsækjandi eigi ekki fasteign fyrir og að meðaltal tekna hans undanfarin þrjú ár hafi verið undirákveðnu hámarki. Það sem m.ö.o. skilur á milli þess hvort þeir sem eru að eignast sina fyrstu ibúð fá til þess 90% lán eða 20% lán hjá Húsnæðisstofnun rikisins er aðeins ein tala i tekjö- skattsstiganum. Svona ósveigjanlegt kerfi væri ef til vill brúklegt i imynduðu lénsriki þar sem aðeins væru tvær stéttir, hinir fátæku og hinir riku. Svo er hins vegar ekki málum háttað á Is- landi nú á timum og kerfi þetta þvi hvorki heppilegt né réttlát. Eða hvers eiga þau fjölmörgu ungmenni að gjalda sem eru rétt fyrirofan sett tekjumörk? Liggur ekki beinast við hjá þeim að draga úr vinnu um tima og reyna þannig að uppfylla skilyrðin? Landssamband iðnaðarmanna hefði talið eðlilegt og raunar sjálfsagt að notaðar væru sveigjanlegri reglur þar sem lánshlutfall færi stighækkandi eftir þvl sem fólk hefði minni efni. Landssamband iðnaðarmanna telur ennfremur að ekki aðeins sé tviskipting varðandi lánshlutföll varasöm heldur einnig hin eigin- lega tviskipting I þjóðfélaginu, þ.e. að þeir sem hljóta lán úr Byggingarsjóði verkamanna eiga ekki um annað að velja en kaupa ibúð i' verkamannabústöðum. Þvi fólki er m.ö.o. safnað saman i eina bjokk eða eitt hverfi og þar með stimplað þurfalingar. Eðli- legra væri að þetta fólk gæti, eins og aðrir fasteignakaupendur, ráðstafað lánum sinum að vild til kaupa á ibúð og hefðu þannig eitt- hvert valfrelsi um það hvers konar húsnæði það veldi sér, hvar staðsett o.s.frv. Um þann þátt i málflutningi Landssambandsins sem lýtur að umræddri tviskiptingu hefur Þjóðviljinn ekkert haft að segja sem markvert getur talist. Stjórnarformaður Húsnæöis- stofnunarinnar gerir litið úr fjár- mögnunarvanda hins almenna húsbyggjanda og telur Lands- sambandið ýkja hann eins og annað. Hann segir: „Það er mikil einföldun á staðreyndum og vill- andi þegar talað er um þau lán (þ.e. lán Húsnæðisstofnunar- innar) sem einu fyrirgreiðsluna sem húsbyggjendur fái hér á lánamarkaðinum” og nefnir lif- eyrissjóðslán og bankalán i þvi sambandi. Landssambandi iðn- aðarmanna hefur þó aldrei dottið i hug að halda þvi fram að lán Húsnæðisstofnunarinnar væru einu lánamöguleikar hins al- menna húsbyggjanda. Hér er þvi enn um tilbúning og ýkjur for- mannsins að ræða. Hins vegar má á það benda að þeir sem fá lán i By ggingarsjóði verkamanna fyrirgera ekki þar með rétti sin- um til lífeyrissjóðslána þótt þeim geti reynst erfitt I fyrstu a.m.k. að útvega sér nauösyniega veð- tryggingu fyrir þeim lánum. Stjórnarformaöurinn segir enn- fremur: „Þaö eru ýkjur og póli- tiskur áróður að ástand og horfur i þeim málum (þ.e. lánafyrir- greiðslu húsnæöismálastjórnar) séu verri nú en oft áður”. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar fyrir hinn almenna húsbyggjanda en hætter viöað þær reynist hald- litiar þegar kemur að gjalddög- um á öllum verðtryggðu skamm- timalánunum sem hann verður aö notast viö og að honum verði jafn- vel á að efast um sannleiksgildi þeirra. Það eru þó ekki helber ósannindi formannsins og rit- stjórans, að lánafyrirgreiösla húsnæðismálastjórnar við hinn almenna húsbyggjanda hafi áður verið jafn slök og á undanförnum misserum. Þeim láðist þó aö geta þess að það þarf að hverfa 20 ár aftur í timann til að finna þau for- dæmi.Þaðer hins vegar ekki rétt, sem formaðurinn virðist halda, að Landssamband iðnaðarmanna sakist fyrst og fremst við hús- næðismálastjórn vegna þess sér- staka ófremdarástands sem nú rikir í lánamálum húsbyggjenda. Að visu hefur lánshlutfallið lækkað jafnt og þétt frá því þegar það var hvað hæst á siðari hluta sjöunda áratugsins en haldist litt breytt seinustu þrjú árin á svip- uðu stigi og það var fyrir 20 árum siðan. Fyrir þessa óheillaþróun verður húsnæðismálastjórn sem slik ekki sökuð heldur fremur þeir stjórnmálamenn sem skorið hafa niður tekjustofna Byggingarsjóðs rikisins þótt i sumum tilfellum séu náin tengsl milli þessara aðila. Fjárhagsvandi hins almenna húsbyggjanda er nú meiri en oft- ast áður vegna þess að saman fer mjög lágt lánshlutfall húsnæðis- málastjórnar og það að llfeyris- sjóðslán og bankalán, sem áður brunnu upp i verðbólgunni, eru nú orðin verðtryggð en jafnframt hefur hægt miðað að lengja bankalánin. Um þær mundir sem verið var að koma verðtrygging- unni á bundu menn miklar vonir við það að jafnframt lengingu og aukningu lifeyrissjóðs- og banka- lána myndi endurskoðun hús- næðislaganna hafa i för með sér mikla aukningu að raungildi á lánum húsnæðismálastjórnar til hins almenna húsbyggjanda. Eins og fjáröflun til Byggingar- sjóðs rikisins er nú háttað eru engar horfur á að þær vonir muni rætast. Landssambandi iðnaðar- manna þykir ilit tii þess að vita að formaður húsnæðismálastjórnar hafi ekki háleitari markmið um fyrirgreiðslu Húsnæðisstofnunar- innar við almenna húsbyggjendur en svo að hann er harla ánægður með það að „ástand og horfur f þeim málum eru nú ekki verri en oft áður”, þ.e. en fyrir 20 árum síðan. Að seinustuskal vikið stuttlega að þvi sem fram kom i greinar- gerð Landssambandsins um fjár- hag byggingarsjóðanna. Þar var sérstaklega bent á það að fjár- mögnun Byggingarsjóðs rikisins væri nú ótryggari en hún var samkvæmt eldri lögunum. Hann hafi nú verið sviptur öllum föst- um tekjustofnum, sem voru 2% — stig af launaskatti, 1% álag á tekju- og eignaskatt og l/2%' álag á aðflutningsgjöld. Fjár- hagur hans muni þvi i framtiðinni verða undir þvl kominn hversu mikið fjárveitingavaldið skammtar honum hverju sinni. Þvi er að vísu ekki að n$ita að i fjárlögum undanfarinna ára hafa hinir mörkuðu tekjustofnar ja/nan verið skertir nokkuð. Þannig var t.aim. ákveðið i fjár- lögum seinasta árs aö tekjur sjóðsins af þeim skyldu vera liö-; légá 7 milljarðar g.kr. I stað tæp- lega 10.9 sem þær hefðu oröið án skerðingar. Þessi skerðing'er þó smámunir hjá þeirri sem nú verður vegna lagabreytinganna. Miðað við eldri lögin hefðu skatt- tekjur sjóðsins I ár orðið 11—17 milljarðar g.kr., eftir þvi hve mikilli skeröingu heföi verið beitt. t fjárlögum þessa árs eru sjóðnum hins vegar ætlaðir 4,3 milljarðar g.kr. eða þriðjungur til fjórðungur af þvi sem fyrri tekju- stofnar hefðu fært honum! Þann stóraukna fjármögnunarvanda sem þessi tekjumissir skapar á að leysa með gifurlegum lántökum hjá lifeyrissjóðunum og gerðu upphaflegar áætlanir húsnæðis- málastjórnar ráð fyrir 169% aukningu þeirra. Landssamband iðnaðarmanna benti á að á þvi er auðvitað skilsmunur hvort starf- semi sjóðsins er fjármögnuð með óafturkræfum tekjum og fram- lögum eða með lánum á lakari kjörum en hann lánar á sjálfur. Sú staðreynd að siðarnefnda að- ferðin hefur nú orðið ofan á 'kemur til með að tefja stórlega fyrir uppbyggingu sjóðsins og er auk þess hættuleg ef henni verður fram haldið. Það eru hins vegar ýkjur og áróður að Landssam- bandið hafi haldið þvi fram að yfir vofði gjaldþrot sjóðsins á næstu misserum. í Þjóðviljanum hefur verið mikið gert úr þvi að með sam- þykkt núgildandi fjárlaga var ákveðið að auka útla'nagetu bygg- ingarsjóðanna úr 23 milljörðum g.kr. í 40 milljarða g.kr. eða um 74% og að hún muni þannig auk- ast verulega að raungildi miðað við verðbólguforsendur frum- varpsins (42%). Landssamband iðnaðarmanna benti hins vegar á það að þrátt fyrir að þessar tölur væri að finna I fjárlögum væri alls ekki að vænta aukinnar fyrir- greiðslu við hinn almenna hús- byggjanda. Astæður fyrir þvi væru eftirfarandi: 1. Aformuð aukning útlánagetu skiptist afar ójafnt á milli sjóð- anna. Útlánageta Byggingarsjóðs verkamanna mun tifaldast og byggist sú aukning á þvi að sjóðurinn fær samkvæmt nýju lögunum fastan tekjustofn og er það annað þeirra tveggja pró- sentustiga af launaskatti sem tekin voru af Byggingarsjóði rikisins. Aætlað er að þessi tekju- stofn muni færa sjóðnum 7,5 milljarða g.kr. á þessu ári. Hjá Byggingarsjóði rikisins er hins vegar samkvæmt fjárlögum að- eins fyrirhuguð 30% aukning ráð- stöfunarfjár sem þýðir minnkun að raungildi. Það er þvi i raun verið að efla annan sjóðinn á kostnaö hins og um leið verið að taka upp lánakerfi sem er til muna fjárfrekara en þaö sem fyrir var. Nokkrum af eldri verkefnum Byggingarsjóðs ríkisins er með lagabreytingum að visu létt af honum og færð yfir á Byggingar- sjóð verkamanna. Þessi nýja hlutverkaskipan er þó aðeins að litlu leyti komin til framkvæmda þannig að Byggingarsjóður rikis- ins mun á þessu ári þurfa að lána á fimmta milljarö g.kr. vegna eldri verkefna. Auk þess hafa - -verið stofnaðir nýir lánaflokkar hjá sjóðnum sem auka munu fjár- þörf hans. Það er þvi engan veg- inn tímabært að skerða ráðstöf- unarfé sjóðsins. 2, Alvarlegra er þó að áætlun f jár- laga um útlánagetu Byggingar- sjóðs rikisins er byggð á fölskum forsendum þannig að allar likur eru á því að ráöstöfunarfé sjóðs- ins muni ekki einu sinni áukast um þau 30% sem miðað er við i fjárlögunum. í fyrsta lagi er alls- endis óvist' að takist að afla alls þess lánsfjárhjá lifeyriásjóðúnum sem ráðgert er og senniiegast að endanlegar tölur-verði 3—5 millj- örðum g.kr. lægri en áætlun fjár- laga gerir ráð fyrir. Jafnvel þótt sjóðnum tækist að afla þessa f jár væri sllk fjármögnun neyðarúr- ræði þar sem lán lífeyrissjóðanna eru á hærri vöxtum og til skemmri tima en þaú lán sem Byggingarsjóður rikisins lánar. 1 Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.