Þjóðviljinn - 13.05.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.05.1981, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. mai 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Úlgefandi: Utgáfulélag Þjóðviljans. l'iamkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Auglysingastjóri: Þorgeir Qlalsson l'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Eriðriksson. Algreiðslustjóri: Valþor Hlööversson Klaöamenn: Allheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaöur: lngollur Hannesson. Utlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. l.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglysingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Baröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Ulkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Sigur Mitterrands • Morgunblaðinu fannst í gær, að kjör sósíalistans Francois Mitterrands til embættis Frakklandsforseta væri „ekki í samræmi við fylgisaukningu hægrimanna almennt í lýðræðisríkjunum" og væru Frakkar sérvitrir meðal Evrópubúa. Alveg var það óþarft hjá blaðinu að grípa til slíkra útskýringa; eða halda menn að helsti hægrif lokkur álfunnar, sá breski, mundi ekki bfða feyki- legtafhroðef hann lenti íkosningum nú? • Að öðru leyti eru viðbrögð Morgunblaðsins mjög dæmigerð fyrir það blað: það slær upp á forsíðu verðfalli í kauphöllum eftir sigur Mitterrands og í umf jöllun um kosningarnar eru hafðar áhyggjur af því, hvernig Mitterrand muni lynda við Nató. Sem fyrr eru það verðbréfaeigendur og Natógenerálar sem blaðið hef ur mestar áhyggjur af og fer vel á því. • Reyndar er það svo, að kjör Mitterands er bersýni- lega hvorki að skapi Reagans, Bresjnéfs né heldur helsta valdamanns Efnahagsbandalagsins, Helmut Schmidt kanslara. Ástæðan er ekki sú, að þessir aðilar óttist breytingar á franskri utanrikisstefnu — fréttaskýrend- um ber nokkuð saman um að þær verði varla miklar, nema þá að því er varðar ýmis lönd þriðja heimsins. Nei; ástæðan til þess að kjör Mitterrands vekur ugg í ólíkustu áttum er fyrst og f remst sú, að það kemur illa við gæslu- menn hins óbreytta ástands. Vinstrimaður á f orsetastól í Frakklandi þýðir heima fyrir, að hnekkt hefur verið ákveðnum vítahring, sem tryggði hægribiökk völdin, bæði með kosningafyrirkomulagi sem sérlega var smíðað til þess og vegna þess, að franskir kommúnistar höfðu lengst af reynt að varðveita stöðu sína með einangrunarstefnu sem torveldaði mjög allt vinstri- samstarf. I Evrópu þýðir kjör Mitterrands að sósíalískar hugmyndir fá byr undir vængi í ríkari mæli en þær hafa um skeiðátt kost á. Og það eru meira en velkomin tíðindi nú um stundir, þegar ,,kaldir hægrivindar" hafa farið um heiminn, eins og Svavar Gestsson minnti á í heilla- óskaskeyti sínu til franskra sósíalista í gær. Kaldir vindar afturhaldssemi í félagsmálum og endurnýjaðrar viðleitni bandarísks íhalds til að breiða kaldastríðslök yfir bandamenn sína. • Sósíalískar hugmyndir sögðum við. Það er eftir- tektarvert, að kanslari vesturþýskra sósíaldemókrata Helmut Schmidt studdi eftir föngum við bakið á hægri- manninum Giscard í kosningabaráttunni, en forseti Alþjóðasambands jafnaðarmanna, Willy Brandt, fór ekki dult með hlýhug sinn til Mitterrands. Þetta minnir á það, að sigur Mitterrands og hin stóreflda staða franskra sósíalista setur upp með ríýjum hætti spurn- inguna um róttækni evrópskra verkalýðsf lokka. Það er vafalaust rétt sem andstæðingar Mitterrands í FrakKlandi hömruðu á f yrir kosningar: stefnuskrá hans er miklu róttækari, miklu sósíaliskari en hefðbundnar stefnuskrár sósíaldemókrata í flestum öðrum Evrópu- löndum. Það staf ar meðal annars af því, að langvarandi forræði hægriaflanna í Frakklandi hefur skapað þar meira misrétti, meiri ójöfnuð í lífskjörum en í flestum öðrum löndum Vestur-Evrópu. En það er einnig tengt því, að sú fróðlega og merkum fyrirheitum hlaðna samsteypa, sem Sósíalistaf lokkur Frakklands er, hefur í reynd tekið mjög svip af hinum róttæka arfi í Parísar- vorsins 1968, arfi sem Kommúnistaflokkur Frakklands hef ur ekki treyst sér til að læra af. • Og því er það, að Mitterrand sigrar í kosningurn þar sem boðað ér aukið frumkvæði af hálfu ríkisvaldsins til að leysa atvinnuleysisvandann, þar sem keppt er að styttri vinnuviku, aukinni skattlagningu á fyrirtæki, þjóðnýtingu níu stórra iðnaðarsamsteypna og svo banka. Hvort sem talið er lengur eða skemur: hér er um marga þætti að ræða sem hægrikratar hafa mestu óbeit á, og mundu hleypa hrol li miklum í það lið sem ræður ferðinni i fslenskum Alþýðuflokki. Aftur á móti sýnist margt í stefnuskrá Mitterrands eiga vel heima bæði í málflutn- ingi ítalskra kommúnista og sósíalista og svo þeirra sem nú eru einna atkvæðamestir í verkamannaflokkinum breska. Það er, sem fyrr segir, af þessum sökum að menn túlka sigur hins f ranska sósíalista sem sterkan og velkominn meðbyr með sósíalfskum hugmyndum í álf- unni allri. — áb. klíppt Merk grein dr. Hallgrims Dr. Hallgrímur Helgason skrifar mjög merka grein i Tim- ann hinn 5. mal sl., þar sem hann leggur áherslu á aö Evröpuriki tengist og veröi óháö risaveldunum I austri og vestri. Hér á eftir eru birtar nokkrar glefsur úr greininni: ,,Vandi bandalagsaöildar I fjóra tugi ára höfum viö nú oröiö aö deila landi okkar meö heimsveldi og hernaöarstór- veldi. Okkur hefir aldrei auön- azt aö vera alfrjálst lýöveldi. Þaö er aöeins draumsýn fram- tiöar, svo voveifleg, sem hún þó kann aö viröast, svo framarlega sem viö reynumst þess megn- ugir aö stýra okkar eigin örlögum. Langvarandi sambýli meö erlendu stórveldi getur kostaö útþurrkun og endalok is- lenzkrar tungu og þjóöernis, ekki sizt ef landiö veröur, sem aöili aö hernaöarbandalagi, löngu útmiöaö skotmark fyrir atómsprengjueldflaugar, . sem ekki er hægt aö verjast. t stórveldisbandalagi, sem miöar allan væntanlegan striös- rekstur, ef illa fer, viö kjarna- rakettu-árásir, er tsland algjör- lega varnarlaust. Eldflaug úr háloftum veröur ekki hæfö meö neinni varnar-eldflaug. Meö landsetu herliös bjóöum viö þvi hættunni heim. Fyrsti forseti Bandarikjanna, George Wash- ington.varaöi nýstofnaö lýöveldi viö aöild að bandalögum. Hlut- leysi var fyrsta boðorö hans. Þvi miður voru okkar fyrstu forsetar ekki gæddir stjórnvizku hans. En meira öryggi væri tslandi aö hlutleysi en aö hlut- verki akkerisbundins flugvéla- móðurskips i þágu ögrandi stór- veldis. Þar væri fordæmi Svi- þjóöar, Sviss og Austurrikis i Evrópu og Indlands i Asiu væn- legast til farsældar. Hernám og verðbólga Erlend herseta skeröir sjálf- stæði þjóöar. En fleira verður hér að fótakefli. Fyrst og fremst ótraust efnahagslif. Setuliös- vinna og siöar Marshall-aðstoð leiddu asnann i herbúöirnar. Marshallaöstoð veittu Banda- rikin til þess aö reisa viö rústir striðshrjáðra Evrópu-landa og þar með hefta útbreiðslu sósial- ismans, en jafnframt lika til að opna nýja markaösmöguleika fyrir ameriska iðnaðarfram- leiðslu. Enda þót Island hefði Dr. Hallgrlmur Helgason: „Þegar nú er litiö á áratuga- langa togstreitu tveggja stór- velda, Amerikana og Rússa, þá er þaö i rauninni hneykslanlega kátbroslegt, að 450 milljónir manna, sem er samanlögö Ibúa- tala Evrópu, skuli vera háðar 200 milljónum manna, sem eru Amerikanar, af ótta við 250 milljónir manna, sem eru Sovétmenn.” Boðskapur Geirs Hallgrlms- sonar i Breiöholti: . „Það sem er vandamál Sjálf- stæöisflokksins i dag er ágrein- ingur um stjórnarstefnuna i landinu og þessa rikisstjórn sem nú situr viö völd.” tryggi vernd íslands enda þótt nú komi æ betur i ljós, að her- stöövar þess þjóni eingöngu yfirráöum á Noröur-Atlants- hafi. Fyrir Bandarikjamenn skiptir þessi aðstaba miklu máli: að nota landið til bættrar valdastöðu i miskunnarlausu kapphlaupi við annað stórveldi. Stórveldi gætir sinna eigin hagsmuna fyrst og fremst. Þessvegna eru afnot lands þvi mikils virði, en landsbúar sjálf- ir litils virði, nema þá helzt sem hentugur vinnukraftur til þess að hagræða tundurþráðum. Skiljanlega fara ekki saman hagsmunir Bandarikjanna sem stórveldis og hagsmunir Islands sem dvergrikis, enda þótt stærðin ein ráði ekki úrslitum, nema þá helst i vopnavið- skiptum. Og vist er það sögu- ísland og Evrópa eftir dr. Hallgrím Helgason beðiö tiltölulega litil afhroð i styrjöldinni, heldur blátt áfram hagnazt á þeim vigablóðs-árum, þá hlaut það samt hærra Marshall-framlag á hvert mannsbarn en aðrar þjóöir Evrópu. Herstöðvadeildur og átrúnaður Miklar deilur hafa nú um ára- tuga skeiö geisað hér á landi um erlent varnarlið, sem lætur I veðri vaka, að nærvera þess frægri menningarþjóö niður- læging aö hjúfra sig einatt aö pilsfaldi stórveldis, biöja þaö um eilifa hervernd og þiggja þaðan sifelldar fégjafir, lán og styrki. En vindræg er væn krás.... Framtiðarvon Evrópu Þegar nú er litið á áratuga- langa togstreitu tveggja stór- velda, Amerikana og Rússa, þá er þaö I rauninni hneykslanlega kátbroslegt, aö 450 milljónir manna, sem er samanlögö ibúa- tala Evrópu, skuli vera háöar 200 milljónum manna, sem eru Amerikanar, af ótta viö 250 milljónir manna, sem eru Sovétmenn. Meö sameiningu Evrópurikja getur bandalag Evrópu orðiö það afl, sem stendur jafnfætis þessum stór- pólitisku samtökum heims- ins... ... Hér getur sameinuö Evrópa undir sannri lýöræðis- stjórn gefið mannkyni fagurt fordæmi, um leiö og hún á sterk- um menningarlegum grunni og með tæknilegri framleiöslu, sem jafnoki stórvelda, myndar öflugt mótvægi gegn ógnvekj- andi samkeppni þeirra. Slik rikjasamtök yrðu máttugur samningaaðili og gætu afstýrt veraldarvoða á úrslitastund, og þar meö hlyti þar hvert einstakt riki traust og öölaöist öryggi fyrir eigin tilveru, þvi að runn- inn svignar en tréiö brestur I stormi.” Framhaldssagan Geir formaður hf. Klippari veröur aö viöur- kenna aö grátbroslegasta lesning sem nú er boðið uppá I blöðunum eru framhalds- sögurnar um fundarhöld Geirs Hallgrimssonar i Morgun- blaöinu. Ekki er þó vist aö þessi iöja Auglýsingastofunnar Geir formaöur hf. hafi þau áhrif sem hennieru ætluð, aö tryggja kjör hans á komandi landsfundi, þe. ef hann veröur þá einhverntima haldinn. En fyrir okkur sem ekki þekkjum til i Sjálfstæöis- flokknum er mjög fróðlegt að fá nákvæma lýsingu á þvi frá fyrstu hendi hvernig starf þessa flokks fer fram. Friðrik Friðriksson og Steingrimur nokkur sem ekki er feðraður I framhaldssögu Morgunblaðsins i gær lýsa innra starfi Sjálf- stæðisflokksins á þennan hátt: Nöldrun i eigin barm „Við vinnum helzt gegn hvor öðrum, nöldrum i eigin barm, og kennum öðrum um það sem miður fer. Afleiðingin er meöal annars sú, að við höfum afhent völdin til kommúnista, þeir ráða ferðinni i efnahagsmálunum, raddir þeirra hljóma hæst i ríkisf jölmiðlunum, þeirra stefna er framkvæmd i mennta- kerfinu, þeir vinna leynt og ljóst að þvi að leysa upp fjölskylduna og séreignarréttinn, sem eru hornsteinar okkar þjóðfélags, og nú siðast hafa þeir öðlast úr- slitavald við mótun utanrikis- . stefnu okkar og framkvæmd varnarsamningsins. Ef við snúum ekki senn við blaðinu, og förum að fást við stjórnmál, og stjórnum þegar viö fáum tæki- færi til aö stjórna, þá er ekki ósennilegt aö flest okkar muni lifa það aö sjá alger áhrif kommúnista og fylgifiska þeirra i islenzku þjóölifi. Annar fundarmaöur, Stein- grimur aö nafni, lagði út af völdum kommifnista hér á landi, sagðist hræddur viö hve kommar réöu miklu, uggvæn- legt væri „hve þeir róta mikið i okkar málum”.” Ljótt er að heyra Ja, ljót er að heyra. Og nú blðum viö eftir næsta kafla framhaldssögunnar hjá Aug- lýsingastofunni Geir formaöur hf. með sömu áfergju og eftir lestri Helga Hjörvar um Bör Börsson um árið. — Bd. 1 •a skorið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.