Þjóðviljinn - 13.05.1981, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. mái 1981
Samtök
Psoriasis- og
exemsjúklinga
Aðalfundur SPOEX 1981 verður haldinn
fimmtudaginn 14. mai nk. i Domus Medica
kl 20.30
Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennið og
takið með ykkur nýja félaga.
Stjórnin
T Verkfræðingar
— tæknifræðingar
Hafnarf jarðarbær óskar að ráða tæknimenn á
skrifstofu bæjarverkfræðings til lengri eða
skemmri tíma. Verkefnin eru annarsvegar
hönnun,einkum vegna gatna og lagna, hinsvegar
umsjón og eftirlit með framkvæmdum af ýmsu
tagi,ennfremur mælingar.
Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðingur
Strandgötu 6 og tekur hann jafnframt við um-
sóknum.
Aðalfundur
Félagsmenn Útgáfufélags
Þjóðviljans eru minntir á
aðalfund félagsins fimmtu-
daginn 14. mai sem boðaður
var með bréfi ásamt dagskrá
fundarins.
Reikningar félagsins og
Þjóðviljans fyrir áriö 1980
liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Grettisgötu 3.
Fundurinn hefst stundvis-
lega kl. 20.00 i risinu að
Grettisgötu 3.
Stjórnin
VORHAPPDRÆTTI
Alþýðubandalagsins
í Reykjavík
Vinningsnúmerin
birt eftir 4 daga
Stefnt er að því að birta vinningsnúmer í vorhapp-
drætti Alþýðubandalagsins í Reykjavík í Þjóðvilj-
anum 16. mai.
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar á
alla þá sem enn haf a ekki gert skil að gera það f yrir
helgi.
Hægt er að greiða heimsenda miða í næsta banka-
útibúi eða á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3.
Alþýðubandalagið í Reykjavfk
Kristófer Svavarsson skrifar:
Reimleikar í flokknum
I.
Fáir eru þeir sósialistar
hérlendir sem ekki hafa fylgst af
alúð og áhuga með framvindu
mála f Póllandi, stofnun alvöru
verkalýðsfélaga með alvöru
verkamönnum og alvöru leiðtog-
um sem berjast fyrir alvöru
sösialisma, alvöru málfrelsi og
alvöru velmegun. Einnig eru þeir
fimbulfambar fáir i sömu hreyf-
ingu sem loka augunum fyrir
raunverulegri rás atburða i
Afganistan, sprengju-örlæti
„Rauða” hersins i dauðadansi
alþýðu þess lands er litið feimnis-
mál sovéskra. En hvursu margir
af ýta sonum vinstrisins skyldu
draga af þessu ályktanir sem
segja má að slái i takt við
heilbrigða skynsemi? Og hvursu
margir ilr þeim hópi skyldu nú
skoða slikar ályktanir i ljósi
sdsialfsks siðferðis, sliks sem við
höfum jú öll i rikum mæli á tak-
teinum félagarnir, eða hvað?
Einn af forystumönnum
Alþýðubandalagsins, þess flokks
sem samkvæmt eigin skilgrein-
ingu (og einnig minni þvi ég er
félagi I honum) er: „... sósialisk-
ur stjórnmálaflokkur, byggður á
lýðræði og þingræði” og sem „...
fordæmir einræði og kúgun, hvar
sem er i heiminum, og styður
eindregið baráttu manna hvar-
vetna fyrir friði, lýðræði og
réttlátu þjóðskipulagi.” a), ritar
ýtarlega og fyrir margra hluta
sakir ákaflega athyglisverða
grein i' Þjóðviljann þann 11. 2.
siðastliðinn, I hverri hann veltir
fyrir sér ýmsum þáttum sem
órjúfanlega eru i samhengi við
þau tvö alþjóöamál sem ég drap á
I upphafi. Hann igrundar nefni-
lega stöðu Alþýðubandalagsins
gagnvart hugmyndakerfi valds-
mannanna i Kreml, bæði fyrr,
siðar og nú, og tengir hana at-
burðum á nýafstöönum lands-
fundi flokksins.
Þegar grein þessi er athuguðu
nánar rennur skjótt upp fyrir
góðfúsum lesanda að hérer dálitið
feimnismál til umræðu og að
þrátt fýrir þau orö höfundar að
samtiðaratburði i veröld
stjórnmálanna skuli nálgast með
„hispurslausri umfjöllun” gerir
hann sig sekan, að minu mati, um
ofnotkun rósamáls. Það er ekki
fyrr en i lokakafla greinarinnar
að hann lætur skriða til skarar
gegn hinni raunverulegu
meinsemd: Tilraunum Sovéska
sendiráðsins og „vina” þess til að
ná aukinni fóstfestu innan raða
Alþýðubandalagsins.
II.
Flestir áhangendur hérlendrar
hreyfingar sósialista telja
„Sovétvináttu” uppdagað nátt-
tröll fortiðarinnar og þvi ekki á
dagskrá i lifandi stjórnmálaum-
ræðu samtimans. Vissulega er
það rétt að Alþýðubandalagið
hefur engin formleg taigsl við
harðstjórana i austri og einnig
má meö sanni benda á skelegga
afstöðu tekna af Þjóðviljanum
gegn innrásunum i Tékkóslóvakiu
1968 og I Afganistan 1979. Jafn
framt og á stuðning sama miðils
við þróunina i átt til sósialisma i
Póllandi. En þó flokkurinn hafi
engin skipulagsleg tengsl við
Kremlargauka og ritstjórar mál-
gagns hans taki þann rétta pól i
hæðina að sósialisk afstaða skipti'
sósialista meira máli en dekur við
andsósialista i grimubúningi
(„...marxisminn „lifir” ekki sem
valdaafsökun — en hitt er rétt, að
með valdboði og ritskoðun er
hægt að nota hvaða kenningu sem
er sem réttlætingu á valdi, á
óbreyttu ástandi” — AB.) þá er
aðalatriði málsins eftir:
Hefur Alþýðubandalagið, sjálf-
ur flokkurinn, gert upp reikn-
ingana við hugmyndafræði og
heimssýn sovéska „kommúnista-
flokksins” að engu, einhverju eða
öllu leyti? Og þá á ég við hvort
málin hafi verið rædd „hispurs-
laust” og af heiðarleika á
vettvangi stofnana hans, i
málgagni hans (af hinum
almenna félaga) og á til þess boð-
uöum fundum á vegum hans? Þvi
miður veröur svarið viö þessu að
vera blákalt nei!
Kristófer Svavarsson
Allar götur frá þvi flokkurinn
rauf samskiptin við austurblokk-
ina hefur mál þetta verið slikt
viðkvæmnis- og feimnismál að
þvi hefur einatt verið skotið undir
stól, alltaf og alls staðar. Hvi? —
Jú það eru einfaldlega of margir
innan raða flokks og hreyfingar
sem meður einum eða öðrum
hætti sýna gerskum vinarhót,
ekki má flisast úr flokksa.
Eitt skýrasta dæmið um þessu-
marki-brennt laumuspil er mál
sem upp kom á landsfundi
Alþýðubandalagsins árið 1977,
þegar lögð var fram tiilaga um að
á ný skyldi hafið upp merki
„bræðralags” og „bræðrahugar”
með „bræðrunum” i „bræðra- t
flokkunum.” Þá verandi verð-
andi/ núverandi varaformaður
Alþýöubandalagsins og ritstjóri
Þjóðviljans hótaði snimmhendis
að segja af sér öllum ábyrgöar-
og trúnaöarstörfum á vegum
flokksins ef af samþykkt tilhög-
unar yrði og hef ég satt að
segja, aldrei getað láð honum þau
viðbrögð! En hvað skeður?
Maður gengur undir manns hönd
viðað fá tillögumann til að draga
i land, hætta við flutning tillög-
unnar, hörfa. Málinu var sumsé
einfaldlega eytti stað þess að láta
nú sverfa til stáls og bera
„sovétkommúnismann” ofurliði i
atkvæðagreiðslu, með hvurri
marka hefði mátt upphaf loka-
uppgjörs við þennan draug, sem
alltof lengi hefur leikið lausum
hala.
III.
NU kann einhver að segja sem
svo að kröftum flokks vors sé
betur varið við önnur og
„nærtækari” verkefni á vettvangi
jafnt innanrikis- sem utanrikis-
mála. Eltingarleikurinn við og
uppræting fáeinna Sovétstráka sé
flas engum til fagnaðar nema
Mogganum litla þeirra Geirs og
Gunnars. í sjálfu sér er það rétt
að verkefni eru óþrjótandi fyrir
sósialista, mörg mál er brýn og i
þeim málaflokki sem oft er
kenndur við alþjóðahyggju/utan-
rikisstefnu hvilir margur bagginn
á herðum okkar, alltof veikum
herðum okkar. NATO og hyski
þess innlent renna þessa dagana
hverri stoðinni á fætur annarri
undirannars „trygga og trausta”
veru bandariska herliðsins hér,
múmian með sporana vill kross-
ferð gegn kommúnisma og
íslenskir lagsbræður hennar
heimta auðvitað soldið blóðbragð
i munninn lika, endilega að vera
með. E1 Salvador, Nicaragua svo
og þar næst Kúba máske? Eða
bara Víetnam á nýjan leik? Alla-
vega skal þeim tekið blóð
„kommunum”.
Það er kalt úti i heimi um þess-
ar mundir, orð Arnórs: „Björt
verður sól að svartri”,eiga sér
veruleika nú fremur en óft áður.
Við vitum að fyrstu fórnarlömb
hins nýja hernaðarleiks banda-
riskra heimsvaldasinna verða
börn fátæks og réttlitils fólks i
löndum latnesku Ameriku. Við
islenskir jafnt sem allra landa
sósialistar verðum og munum
standa með þessu fólki i baráttu
þess, vitna með þvi gegn
viðbjóðnum, með sannleikanum,
fyrir li'finu. Allir sem einn.
En væri hann ekki dálitið
falskur, eilitið hjáróma, i minnsta
falli soldið skritinn, sá tónn vand-
lætingar sem við sendum
slátrurum rómanskrar alþýðu ef
böðlar austurevrópskra verka-
manna og afganskra bænda
fengju að baða sig i volgri þögn-
inni? Ugglaust svara flestir
minna ágætu félaga I flokki
Islenskar alþýðu þvi játandi. En
var t.a.m. afstaða Alþýðubanda-
lagsins til innrásarinnar i
Afganistan fjandsamleg henni
eða velviljuð, eða var kannski
bara engin afstaða tekin?
Einmitt! Engin afstaða var tekin,
öldungis engin. 1 stjórnmála-
ályktun flokksráðsfundar,
samþykktri þann 24.2 1980, gefur
eftirfarandi á að lita i kaflanum
„Utanrikis- og sjálfstæðismál”:
„Baráttan um auðlindirnar
harðnar, ákvörðun Atlantshafs-
bandalagsinsum aukinnvigbúnað
magnar tortryggni i alþjóðamál-
um og innrás Sovétrikjanna i
Afganistan skapar hættu á bvi að
kalda striöið brjótist út á ný.” b.
Punktur, búið. Engin afstaða tek-
in til sjálfs atburðarins, aðeins
bent á óþægilegar afleiðingar
hans fyrir hið alþjóðlega and-
rúmsloft stjórnmálanna, nú yrði
bröndum brugðið og diplómatar
hausstýfðir.
Hvers vegna var svo vægt til
orða tekið? Er kvalalogi napalms
minna sár i Afganistan en i
Vietnam? Syrgja menn ekki
fallna ástvini þar rétt sem ann-
arsstaðar? I framtiðinni mega
Kremlverjar ekki sleppa svo vel
af fundum flokksins! Það er ekki
rétt sem segir i stefnuskrá Abl. að
Sovétrikin séu „siður en svo
algild fyrirmynd” c). Sovétrikin
eru verkalýðsf jandsamlegt
harðst jórnarriki ofbeldis og
skipulagðra lyga! Ogslikt riki er
aldrei nokkur fyrirmynd
sósialista.
IV.
Fyrr minntist ég á grein eftir
forystumann úr flokki okkar
allaballa, mann sem af eigin raun
þekkir hið „ljúfa lif”
austurevrópskrar „paradisar” en
hafnar þeim dýrðarinnar
dásemdum. Ég hnýtti litilsháttar
I viðkomandi fyrir að tala máske
um ofundirrós. En hann talar þó.
Aðalatriðið er og hlýtur að vera
að menn taki afstöðu, leiki ekki
tveim skjöldum einsog ýmsir
telja sig verða að gjöra.
Tittnefndur greinarhöfundur tdc-
ur afstöðu með alþjóðahyggju
verkalýðsstéttarinnar, hann
„fordæmir einræði og kúgun,
hvar sem er i heiminum, og
styður eindregið baráttu manna
hvarvetna fyrir friði, lýðræði og
réttlátu þjóöskipulagi.” Ég drap
jafnframt á að hann hefði fjallaö
um Sovétvináttu innan raöa Al-
þýðubandalagsins i ljósi nýaf-
staðins landsfundar flokksins.
Það er nefnilega eðlilegt að
mönnum verði starsýnt á atvik
eitt sem jiar átti sér staö:
Kjör manna til trúnaðarstarfa
fyrirflokksa stendurfyrir dyrum.
Ljóst er að varaformaður hans
gefurkostá sér til áframhaldandi
setu. Þennan mann þekkjum við
aftur frá landsfundi 1977 er hann
stóð i deilum við „bróður”.
Fundarstjóri óskar eftir tillögum
um menn til trúnaðarstarfa.
Margir stinga upp á mörgum. I
miðju annrikinu sést hvar gamal-
kunnur „bróðir” ris á fætur ,
gengur upp að háborði og
afhendir fundarstjóra miða.
Skömmu siðar er sá boðskapur
látinn dynja á lýönum að
„bróðir” gefi kost á sér i embætti
varaformanns. Hefnd? Eða liðs-
könnun „bræðrareglunnar”?
Ekki er gott um það að spá en
þegar atkvæði hafa verið talin
sést glöggt að sumt flas er til
fagnaðar fyrir suma.
Þegar reglubræður hittast og
gratulera hvor öðrum með 17%
atkvæða er lukkan allsráðandi
viða.
Kannski voru það ekki allt
sovésk atkvæði, kannski. En eitt
er vist, 83% landsfundarfulltrúa
vörpuðu Brésnef á dyr.
a) Stefnuskrá Abl. bls. 125.
b) Stjórnmálaályktun flokksráðs-
fundar Abl. 1980 . Þingtiðindi bls.
24.
c) Stefnuskráin bls. 34.