Þjóðviljinn - 13.05.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 13.05.1981, Síða 15
MÍðvikudagur Í3.‘mal 1981 ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA 15 frá Hringið í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum HAVAÐI Hvar eru hinir ungu íhaldsfuglar, sem hæst gala um friðhelgi einkalífsins/ þegar ærandi hávaði vitfirrtra bjölluhringinga Hallgrimskirkju þrengir sér inn á heimilin? Hanna Hallgríms Finnst ykkur þetta hægt? Mig langaði aðeins til að bæta við frétt sem birtist i Þjóðvilj- anum sl. föstudag um Mynd- segulbandstæki i blokkum. Ég bý i 10 hæða blokk þar sem video-byltingin svokallaða hefur haldið innreið sina. Þar er ekki nóg með að klámmyndir, stór- slysa og hryllingsmyndir eru sýndar á næturnar, heldur eru þær endursýndar hérna á laugardagseftirmiðdögum á, milli kl. 2 og 3. Þannig að viö sem erum þessu andvig og kær- um okkur ekki um að sjá þessar kvikmyndir hvað þá börnin okkar fáum ekkert að gert. Þvi þótt þú viljir ekki vera með i video-kldbbnum þá er þetta tengt inn á sameiginlegan sjónvarpskabal hUssins og þú færö þetta inn i þitt sjónvarp hvort sem þú vilt eða ekki. Friðhelgi heimilisins er engin og ef foreldrarnir þurfa að skreppa eitthvaö að degi til þá verða þeir að gjöra svo vel að koma börnunum sinum fyrir þvi þeim er ekki óhætt inni i ibúð á meðan á þessum sýningum stendur. Við sem erum þessu andvig fáum ekkert aö gert; finnst ykkur þetta hægt? Ibúi i 10 hæða blokk. Hlutdrægni morgunpóstsins 7. mai sl. voru 30 ár liðin frá þvi að bandariskt hernámslið, svokallað „varnarlið” kom til íslands, samkvæmt vafasamri samþykkt isl. ráðamanna. Það væri þvi liklegt að sómakærum íslendingum, ættjarðarvinum með nokkurt þjóðarstolt væri minning þessa atburðar nokkuð tregablandin, svo ekki sé nú meira sagt. Erlend herseta i frjálsu og fullvalda riki i 30 ár (ef það getur þá talist lengur) hefur furðulega sterk áhrif til þess að heilbrigður þjóðarmetn- aður slævist eða jafnvel hverfi algerlega. Þettakom best i ljós þegar maður hlustaði á „morgunpóst” útvarpsins i morgun 7. mai. Umsjónarmenn hans töldu fara best á þvi að á þessu 30 ára afmæli bandariskr- ar hergöngu á islenska grund, að fá bandariskan yfirmann af vellinum til þess að bera vitni um hversu vel hefði tekist að aflahersetunni vinsælda og vin- samlegra samskipta meðal landsmanna og þessu til áherslu var islenskur embættismaður, sem hefur það að atvinnu að sinna meðalgönguum ýmis mál milli hers og þjóðar, fenginn til að vitna um ágæti þessara sam- skipta. Það hefur vist ekki hvarflað að þessum morgunpóstmönn- um, að þessi viðbrögð þeirra á afmælisdeginum gætu sært til- finningar þeirra Islendinga, sem enn vilja eiga sitt land hreint og óspillt af erlendum vighreiðrum, sina islensku menningu óspillta af þvi her- námshugarfari, sem þeir, máske óviljandi, opinberuðu fyrir alþjóð á þessum morgni. Þeir hafa örugglega ekki hugs- að svo langt. Um morgunpóstinn er það annars að segja, að honum hef- ur hrakað gifurlega i vetur, meira hefur borið á hlutdrægni og einhliða áróðursbrögðum nú en árin á undan, meira fiskað eftirað draga upp og gera mikið úr deilumálum, næstum persönulegs eðlis, — og stund- um hafa þeir minnt óhugnan- lega mikið á púkann á fjósabit- anum, sem dafnaði best og lifði glaðast þegar fjósamaðurinn var i vondu skapi og bölvaði öllu og ragnaði. Það er spurning hvort útvarp- ið gæti ekki sparað þennan út- gjaldalið og notaö það sem til sparaðist til að bæta þætti fyrir börnin. EMA Skrýtlur Magga: Hundurinn minn er týndur Vilfrfður: Auglýstu eftir honum í dagblöðunum AAagga: Það þýðir ekkert hann kann ekki að lesa. Röddin í símanum: Hún Sigga er veik og kemst ekki í skólann í dag. Kennarinn: Við hvern tala ég? Röddin í símanum: Mömmu mína. Eiturslöngurnar Har- aldur og Þórður voru að tala saman. Þórður: Erum við eins eitraðar og fólk segir? Haraldur: Ég veit það ekki af hverju spyrðu? Þórður: Ég beit í mér tunguna til blóðs. Alltaf eru kallarnir í Prúðuleikurunum jafn f úlir og neikvæðir, hvernig væri að þið lífguðu svolítið upp á þá og lituðuð þá í öllum regnbogans litum? Góða skemmtun. Já,krakkar,veriðdugleg að senda okkur efni um allt sem ykkur dettur í hug; ég er viss um að þið kunnið öll að teikna,og svo væri líka sniðugt ef þið skrif uðuð okk- ur sögur. Barnahornið Varúð á vinnustað Sjónvarpið mun á næstunni sýna nokkrar stuttar, breskar fræðslumyndir um siysavarn- ir og hollustuhætti á vinnu- stöðum. Fyrsta myndin fjallar um hávaöa og verndun heyrnar- innar. Þýðandi er Bogi Amar Finnbogason. Þessir þættir munu örugglega vera meira i takt við raunveruleik margra heldur en þættirnir um Dallas- Sjónvarp kl. 22.30 liðið sem sýnd verður á undan i sjónvarpinu. Það fólk þarf varla aö hafa nokkrar aðrar áhyggjur en þær hvort þaö sé smartara að fara á Bensanum i leikhús eða Kadilljáknum. Nýjasta tækni og Vísindi I þættinum nýjasta tækni og visindi i kvöld veröa sýndar 4 myndir. Fyrst verður sýnd mynd um rannsóknir sem gerðar hafa verið á hljóðum sem dýr gefa frá sér i sjónum t.d. hvalir, og fleiri dýr sem dveljast eitthvað að ráði neðansjávar. Onnur myndin fjallarum kjarnorkuver og þá sérstaklega það mikla vanda- mál hvaö eigi að gera viö úr- ganginn. Sýnd verður stutt mynd um vindhlifar á bifreiðar sem eru sérstaklega gerðar til þess að draga úr loftmótstöðu og þá um leið bensi'neyðslu. Ætli fljótvirk- asti sparnaðurinn væri ekki bara sá að fækka einkabilum og fjölga strætó? Að siðustu verða kynntar Qg, Sjónvarp *|kl. 20.45 ýmsar tækninýjungar sem verið er aö taka i notkun i Ind- landi. Þetta a- frumstæð tækni sem þó kemur til með að betrumbæta þá tækni sem þorpin höfðu fyrir. Reynslan hefur sýnt sig að það kemur þróunarlöndunum oft miklu betur að fara hægt i að inn- leiða tæknina, gefa fólki og landi tima til þess að aðlagast i staðinn fyrir að demba yfir það allri 20. aldar tækninni I heilu lagi. Umsjónarmaður þáttarins er Sigurður H. Ricter. Sigurinn Kl. 22.35 átti að vera um- ræðuþáttur I útvarpssal i um- sjá Ernu Indriðadóttur sem bar heitið „Þurfa konur að njóta forréttinda?”. Þar sem þessi þáttur fellur niður af óviðráðanlegum orsökum verður endurtekið viðtal sem Valgeir Sigurðsson átti við Sigurð Sigurðsson fyrrum vannst |S% Útvarp kl. 22.35 landlækni, um baráttuna við berklaveiki. Þessi þáttur nefnist „Sigurinn vannst” og var áður útvarpað 24. april 79.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.