Þjóðviljinn - 23.05.1981, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Héigin 23. — 24. mai 1981
„Eg vildi tala minna og spila meira”
upp byrjaði ég með annarri
hljómsveit, Maria Motpol, sem
spilaði reggae músik. Viö komum
nokkrum sinnum fram og þar á
meðal á negradiskóteki sem
heitir Shaft. Þar voru einhverjir
sem spurðu okkur af hverju við
spihiðum ekki diskó-músik og það
er mjög erfitt að svara svona
spurningu. Pianóleikarinn fór
samt aö hugleiða af hverju við
spiluðum ekkidiskó og endaði það
með þvi að hann fór aö spila diskó
og hljómsveitin leystist upp.
Ég fór að vinna ýmis störf, var i
póstinum og hitt og þetta, en mig
langaði til að drifa i hlutunum og
gera eitthvað af viti. bess vegna
fór ég inni hljóðfæraverslun þar
sem oft er auglýst eftir hljóöfæra-
leikurum. Og þar hangir ein aug-
lýsing þar sem boðið er starf i
„teater-grúppu” sem heitir Svea
Strange. Það vantaði trommu-
leikara i fullt starf og möguleikar
voru á aö nota leikræna hæfileika
umsækjandans í sýningunum. Ég
hringdi, fór i „test” sem ég stóðst
og eftir miklar samræöur — þvi
þetta var nákvæmt fólk sem
ræddimikið um hlutina, einum of
mikið fannst mér — var ég
ráðinn.
Þau voru að fara að semja og
æfa nýtt stykki sem þau kölluðu
rokk teater. Þetta var alveg nýtt
orð fyrir mér. Það áttu allir að
hafa jafnt til málanna að leggja,
en það var frekar erfitt fyrir mig
aö taka þátt i þeim hþita, þvi ég
vissi ekkert um þessi mál og
talaðiekki góöa sænsku á þessum
tima. Ég hafði ekki hugmynd um
hvemig byggja ætti senu eða þau
vandamál sem þvi fylgdu og ég
var þvi mest litið i þvi að semja
verkið.
Þau byggðu á vissum boðskap
og gerist verkið i argentinskri
verksmiðju sem framleiðir galla-
buxnajakka. Framleiðandinn
stelur af fólkinu sem vinnur við
framleiðsluna og svo eru jakk-
arnir seldir i Sviþjóð. Ung stúlka
verður uppvis að þjófnaði á jakka
i tískuverslun i Sviþjóð og er þvi
vandamálið heimfært til Svi-
þjóðar.
Boðskapur
Boðskapur verksins er mjög
mikilvægur og þess vegna þurf
að prófa allt nákvæmlega svo
hann kæmist til skila. Þaö gat
tekið heila viku aö prófa tvo
trommutakta. Það var „diskúter
að” hvort spila ættitvöbassalög á
trommurnar eða bara eitt, þetta
var tekið upp, hlustaö og diskú
terað. Þau komu með sinar til-
lögur og ég kom með minar.
Þetta var allt gert til þess að
koma þessum ákveðna boöskap
til fólksins. Hver hreyfing var
mikilvæg. Verkið var miðað við
fólk á framhaldsskólastiginu. Við
ferðuðumst með verkið i 1 1/2 ár
og spiluðum mest i skólum og i
unglingaklúbbum svona eins og
Fellahellir er. Það er allt fullt af
svona félagsmiðstöðvum út um
alla Sviþjóð.
Viö vorum með mjög einfalt
sviö, sem var sett upp á hverjum
stað fyrir sig. A bakvið mig var
leiktjald, og einu sinni þegar við
vorum að sýna, gleymdi ég mér
og hallaði mér aftur á bak aö
tjaldinu. Þetta var litið svið, svo
að ég datt aftur fyrir mig og niður
af sviöinu. Ég varö svo reiður að
ég rauk upp á svið aftur og spark-
aði i trommurnar. Auðvitað varð
allt brjálað eftir á og máliö
diskúterað heillengi.
Einn Ur hópnum hafði starfað
með öðrum leikhópi sem heitir
Fria Teatern. Þau gerðu plötu
með tónlist úr nokkrum leikritum
sem þau hafa flutt i gegnum árin.
Fria Teatern fékk okkur til að
aðstoða við gerð plötunnar, sem
heitir „Bruket skal leva”. Ég er
mjög óánægöur með flutninginn á
trommunum og hljóminn, en það
var ekkert spáö i það, þvi að efnið
og boðskapurinn var það eina,
sem þurfti að koma almennilega
fram að þeirra mati. Tónlistin á
plötunni er úr ýmsum áttum,
rokk, djass, marsar og blönduð
tónlist.
Einnig tókum við þátt I gerð
anti-kjarnorku-prógrams, sem
við spiluöum á festivölúm fyrir
siöustu kosningar. — „Atomkraft
— Nej Tak”. Ég hitti Elsie, saxó-
fónleikarann, sem var með mér i
SpelvSrk 80 sl. vetur og var hún
þá að starfa meö hljómsveitinni
KoKo YoYo Band. Trommarinn
þeirra hafði flutt útá land og það
var hringt i mig og ég beöinn að
koma og djamma. Það varð
ekkert úr djammi, heldur var ég
látinn læra lögin á æfingu, og svo
fór ég að spila með þeim. Ég
spilaði allan veturinn með þeim,
var jafnframt á sifelldum ferða-
lögum með Svea Str3nge útum
allt. Ég var búinn að starfa með
leikhópnum i 1 1/2 ár og spila
sama stykkið allan timann. Eftir
þennan tima fann ég að þetta var
ekki fólk, sem ég vildi starfa með
til frambúöar. Ég vildi tala
minna og spila meira. Ég hafði
ekki neitt persónulegt samband
við fólkið i Svea, þvi þetta er allt
öðruvisi fólk en ég, einfaldlega
vegna þess að ég kem úr allt
annarri átt. í KoKo YoYo er vin-
átta mikil og það skiptir miklu.
Það besta við Sviþjóö að minu
áliti var að ég hitti þetta fólk.
Lögreglan
beitir valdi
En þaö voru viss vandamál. Ég
var samningsbundinn hjá Svea
StrSnge og þurfti aö sinna minu
starfi, en þau I KoKo YoYo þurftu
að biða meðan ég var að spila
með Svea. Þess vegna ákvað ég
aðsegja upp starfinu i teatern um
áramótin og spila eingöngu með
KoKo YoYo Band.”
KoKo YoYoBand varð til þégar
nokkrir tóniistarmenn ákváðu aö
stofna hljómsveitog koma fram á
Söder Festivalinu, sem árlega er
haldið i Söder hverfinu I Stokk-
hólmi (Söder hverfiö er byggt
fólki úr öllum stéttum, sem er
mjög meðvitað og framtakssamt
á ýmsan hátt). Festival þetta
hófst i kjölfar mikilla mótmæla
gegn niðurrifi gamalla húsa i
Stokkhólmi. 1 þessum húsum
varð til óperan Mulvaden og ferð-
aðist óperan um öll Norðurlöndin
og endaði I Söder þar sem Festi-
valið er siðan haldið.
„Fólk hafði „okuperað” eða
tekiö þessi hUs á sitt vald. Þetta
fólk hafði bUið i þessum Malvad-
en hUsum, en þegar átti að rifa
hUsin neitaði það aö flytja út.
HUsnæðismál Stokkhólms eru á
þá leið að þau hús, sem eru gömul
og illa farin og eru aðeins með
köldu vatni og skortir önnur
nútimaleg gæði, eru rifin.
Svenska Bostader, sem eiga þessi
hús, gátu ekki tekið háa leigu
fyrir ibúðirnar og ætluöu þeir þvi
að byggja ný hús svo þeir gætu
hækkað leiguna. t Mulvaden haföi
myndast góður hópur fólks, sem
var með mikla starfsemi i gangi.
Það sýndi leikrit, hélt tónleika,
seldi mat og fleira i þeim dúr.
Krakkarnir i KoKo YoYo kynnt-
ust i þessum húsum.
Lögreglulið Stokkhólms fylkti
liði og reið að húsunum á hestum
og sveiflaði kylfum. Lögreglan
girti húsin af svo að fólk, sem
safnast haföi saman i nálægum
götum, gat ekkert aðhafst. Siðan
réðst lögreglan inni húsin og var
fólkið dregiö út með valdi. Þetta
eru mestu mótmæli gegn fégráð-
ugum valdhöfum landsins sem
ekki hugsa um tilfinningar fólks.
Þetta fólk vildi gera upp húsin sin
sjálft, i stað þess að láta rifa þau
og byggja nýtisku hús i staðinn.
Húsin voru rifin daginn eftir aö
fólkinu var hent út og byggð ný i
staðinn. KoKo YoYo kom fram á
Söder Festivalinu og tókst vel
til. Eftir að ég kom i hljómsveit-
ina æfðum við 2—3 i viku og er
tónlistin mjög opin, en þó mest i
þvi formi að spila melódiur með
sólóum á milli. Þetta er allt frum-
samið efni. Einn úr hópnum
kemur með hugmynd og segir
hvernig hann vill hafa lagið,
siðan koma allir með sinar hug-
myndir og svo prófum við okkur
áfram. Tónlistin er i djassstil með
blönduðum áhrifum, austur-
lenskum, latin og nokkurskonar
þjóðlagablær með rokkivafi.”
Allir grétu saman
KoKo YoYo band er skipaö 7
mönnum, tveimur gitarleikurum,
bassaleikara og trommara, sem
allir eru karlkyns, en saxófón-
leikarinn, flautuleikarinn og
ásláttarleikarinn eru allir kven-
kyns. Sá áttundi, hljómborös-
leikari, er nýlega hættur i hljóm-
sveitinni.
Við upptöku hjá Diabolus in Musica. Steingrimur, Tómas Einarsson og
tæknimaður
„Samstarfiö hefur veriö mjög
gottnema hvað ágreiningur kom
upp á milli okkar og pianóleik-
arans og endaði málið með
sprengingu. Agreiningurinn var
þess eðlis að pianóistinn var
óánægður með vissa hluti i tón-
listinni. Hann vildi breyta
hlutum, sem allir voru ánægðir
meö. Honum fannst að ekki væri
hlustað á skoðanir hans, sem var
ekki rétt. A einni æfingunni varð
hann allvondur og rauk i burt.
Hann gerði sér litiö fyrir og kýldi
bassaleikarann beint á kjaftinn
og rauk svo Ut. Málin v.oru rædd
og þaö var ákveöið aö ekki væri
hægt að starfa með manni, sem
kýldi vini sina.
Þegar við spiluöum með honum
i siðasta sinn, gerðist svoldið
skrýtið. Við vorum að spila á
argentinsku stuðningsballi og
vorum að spila mjög liflega tón-
list. Mikið f jör var i fólkinu. Elsie
veröur litið á pianistann og hann
situr og spilar þetta hressa lag og
grætur. Elsie byrjaði að gráta
lika og svo hver af öðrum og við
héldum áfram að spila lagið með
tárin I augunum. Eftir lagið
tókum við okkur hlé og grétum
saman baksviðs, þetta var mjög
sérstæð reynsla.
Við erum þvi án pianista núna
og þaö hvarf mikiö þegar hann
hættiog tónlistin varð frekar tóm,
en við höfum reynt aö vera án
pianista og notaö gitarleikarana
tvo til að skapa „ryþma” -
fyllingu.
islandsáhugi
Það er mikill áhugi hjá okkur
að koma með hljómsveitina til
þessarar litlu eyjusem svo mikiö
hefur verið rætt um. Það vilja
allir vita meira um landið. Einn
okkar hélt að forseti Islands héti
Asgeir, þegar ég kynntist þeim,
en hann veit nafn nýja forsetans
núna. Ég vonast til þess að geta
komið með þessa hljómsveit til
tslands, sérstaklega þar sem við
spilum tónlistsem ég held að eigi
erindi tillslendinga og ég hef ekki
spilað mikið hér heima.”
Kaffið er búið i bollunum og
fluga farin að sækja i sykurinn á
botni eins þeirra, svo að við látum
viðtalinu lokið og röltum úti f jörið
á Austurvelli þetta föstudags-
kvöld.
Skömmu siðar greip útþráin
hug Steingrims og hann steig um
borð I eitt hinna hraðskreiðu
skipa islenska flugflotans og hélt i
austurveg likt og landar hans
forðum. I Kaupmannahöfn tældu
tónlistarárarnir i Diaboius in
Musica Steingrim til að leika með
sér inná plötuna Lifið i litum.
Eftir skamma dvöl hans i Sviþjóö
leystist siðan hljómsveitin KoKo
YoYo Band upp vegna tónlistar-
ágreinings og nú iðkar pilturinn
nám I Tabla trommuleik og
hyggst jafnvel leggja leið sina
vestur til Bandarikjanna til
frekara náms og enn eru kjuð-
arnir og pokinn til reiðu.
—jg