Þjóðviljinn - 23.05.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1981, Síða 3
Helgin 23. — 24. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ✓ Ur skúffunni hennar ömmu Nú er orðið býsna langt siðan ég fór siðast i skúffuna hennar ömmu en ég var þóekki fyrr búinn að opna hana en ég rakst á þetta kort og aftan á það voru skrifuð nokkur ástarorð og svo stóð: Mikið vildi ég óska hcitt að viðværum i þeirra sporum nú. O, jæja. Þetta var sum- arið sem afi fór á sild, nefnilega 1934, og þetta hefur hann sent ömmu greyinu suður frá Siglufirði. Þau voru nú búin að vera gift býsna lengi þarna og búin að hlaða niður börnum svo að eitthvað hefur verið eftir af brennheitri ástinni. Þjóðardrykkur Islendinga A öndverðri öld þessari, að ég ei tali um áöur fyrri, vissi al- menningur ekki hvaö kaffi var; sumir hverjir lfktu drykk þess- um við sviöasoð, aörir, ef þeir eignuöust kaffibaunir, reyndu að hafa þær til grautargerðar, en er það mistókst, fengu þeir sér tilsögn að brenna þær, og suðu siðan i vatni, létu þeir sér þá ekki nægja, sumir hverjir, að drekka seyðið, heldur supu korginn lika. Nú er varla sá kotbær til vestra, að ei gangi kaffi svo að kalla jöfnum höndum með mat- arnautn, sumstaðar tvisvar, ef ei þrisvar, á dag, og ettir þvi sterkt. Allviða er svo langt kom- ið kaffidrykkju, að vegfarendur eða sjófarendur þykja ósvinnir, biði þeir ekki eftir kaffi, hvernig sem stendur á sjó eöa veðri. Bóndi getur vart til verka sagt, fyrr en hann hefur hresst sig á drykk þessum, og verkamaður- inn þvi siöur til vinnu gengið, fyrr en búið er að hýrga hann á kaffibollanum. Þetta er ei sagt af þvi, að ég Viti ei háttu þjóðanna, að að þvi skapi hafa þær orðiö sællifari, sem þeim hefur aukist menntun og megun, en hafisællifið náð að hnekkja atburðum þeirra og dugnaði, hefur það jafnframt steypt velferð þeirra. Velmegunarstofninn er hjá oss æriö litill ennþá og hentar þvi allra sist að leggjast i bilifi; annað er, aö hafa kaffið til hressingar sér, en að venja sig á það I ógegnd, og drekka það svo sterkt, að það geti orðið heilsu- spillir manna. Verslunarmenn taka til þess, hversu mikið kaffi þeir þurfi ár- lega að bæta við til aöflutnings hingað, og þó þrýtur það einna fyrst i verslunum þeirra, allt eins og sætindin sem þvi eru samfara; þeir halda að hvergi muni um norður og vesturheim, neytt vera svo mikils af kaffi, sem á Islandi af jafn fáu fólki. Ég get vart fengið af mér að segja frá þvi, sem ég hefi heyrt að flutt væri af kaffi til verslun- arstaða syðra og vestra, þar sem ég veit ekki aö telja þvi til neina kosti, er samsvari eyöslu þess og útörmun. Hins vegar get ég ei dulist að vekja máls á þessu, ef þaö gæti gefið hugvekju til nokkurs hófs i nautninni, og útlendir verslun- armenn hættu i min eyru að skopast að löndum minum, svo sem þeim, sem ætluðu að kæfa sig i óhófinu á þessum drykk og i efnaeyðslunni, er keyptu kaffið, hver léttingsblendingur sem þaö væri, og með hvaða verði er verslunarmönnum þóknaðist á það að setja. Sé þaö satt sem mér er sagt, aö á Vesturlandi megi gera ráð fyrir að eytt sé I kaffi og sætind- um minnst upp á 25000 dali ár- lega, og að það sé hér frá 8. til 10. parts af kaupstaðarvöru fjórðungsmanna, er fyrir það gangi, þá held ég væri ráöiö snjaliara að kippa máli úr, og láta sér lynda meö tevatn, seytt af islenskum jurtum, sem margar eru hollar og góðar, t.a.m. fjallagrös, rjúpnalauf, bráðberg, augnfró, o.m.fl., enda þótt að þetta kosti nokkra fyrir- höfn, mjólk og sætindi og áhöld, sem allt þarf, hvort sem er, til kaffidrykkjunnar viö og við; þvi ekki er það ætlan min, aö landar minir, sem litiö hafa til hress- ingar sér á landi hér, leggi al- gjörlega af kaffinautnina, held- ur gæti hófs I henni, svo hún veröi þeim ei til efnatjóns og óhollustu. , Úr tlmaritinu Gesti Vestfirð- ingi, sem gefið var út i Flatey á Breiðafiröi, á árunum 1847—1855. Auglýsinga- og áskriftarsími 81333 DWovmm SJAFNARMÁL Konum er það metnaðarmál að æra karlmennina og þó eink- um þá sem þær vita skynsam- asta. Enginn karlmaður getur verið öruggur gegn þessari hættu ef honum veröur litiö á kvenmann. Marivaux Aöeins vitræn ást varir eilif- lega. Spinosa Ekkert er ömurlegra en kuln- uð ást sem hefur lagt til hinsta svefns i innstu hugarfylgsnum okkar. — Finni ég bál ástarinn- ar fara dvinandi i sál minni beiti ég öllum ráðum til þess að glæða það og blása að logunum. Eugénie de Guérin Engan missi harmar maður jafn sárt — og jafn skamma stund sem missi ástmeyjar. Vauvenargues Ótryggð i hjónabandi sprettur af forvitniskenndri löngun til þess að vita með hvaða hætti aðrir elska. Plutark Konan hefur ekki minni samúð með neinum en þeim sem þjást hennar vegna. Chabanon Astin er harðstjóri sem eng- um gefur griö. Corneille Sá unaöur fyrirfinnst ekki sem bætt getur þjáningar ástar- innar. Saint Evremont Kona fellir sjaldnast ástarhug til manns vegna raunverulegra eiginleika hans. Þeir eiginleik- ar, sem hann virðist vera gædd- ur, ráða þar oftast mestu — eða öllu heldur þeir eiginleikar sem hún imyndar sér að hann sé gæddur. Champfort Maður sem á ótrúa eiginkonu ætti aö hugga sig við það að hann er eigandi aðalsjóösins eftir sem áöur og aö hinir geta aðeins notfært sér renturnar. Sophie Arnauld Konan er miklu fegurri ef hún skrökvar en þegar hún segir satt. Þegar hún ber fram ósann- indi birtir yfir öllum svip henn- ar og augu hennar blika geislum frá innri glóð. Og aldrei verður hún yndislegri en ef hún svo I þokkabót leggur hönd sina á öxl manns og segir: — Ástin min, þessu var alls ekki þannig farið. George Moore Þegar forhertur piparsveinn hrósar happi yfir þvi aö hann sé orðinn öruggur gegn öllum ást- arfreistingum sökum tæmandi þekkingar sinnar á kvenþjóö- inni á hann það mest á hættu að verða leikskoppur draumbliðr- ar sextán ára meyjar. Walter Pulitzer Mestu hnossa lifsins er að leita innan einnar og sömu faðmsbreiddar. Frankfort Moore Frönskum konum finnst yfir- leitt fátt um ungan mann nema þeim takist aö gera hann aö teprulegum bjálfa. Annars get- ur hann ekki daðrað við hégómagirnd þeirra. Stendahl Hér er lítið sýnishorn af okkar íága vöruverði: verð Stór/úða í stykkjum kg-verð kr. 22,00 Hva/kjöt í sneiðum kg-verð kr. 24,00 Sö/tuð rúllupylsa kg-verð kr. 26,50 Franskar kartöflur (islenskar) 2ja kg pokar kr. 32,00 Paprikusalat (Bá/garia) kr. 9,80 Krakus jarðaber 1/2 dósir kr. 11,25 Ananasbitar 1/1 dósir kr. 10,30 Snapp kornf/ögur 500 gr kr. 12,30 Kellogg's kornflögur 500 gr kr. 15,35 Trix ávaxtakú/ur 226 gr kr. 12,60 Kaliforniurúsinur Champion 250 gr kr. 8,05 Grænar baunir 1/2 dósir kr. 6,05 Brasi/ist instant kaffi 200 gr kr. 58,30 Cocomalt Otker 400 gr kr. 15,55 Cacó 480 gr kr. 21,30 Royal-lyftiduft 450 gr. kr. 10,55 C 11 þvottaefni 10 kg kr. 98.00 Dixon þvottaefni 4,5 kg /<r 86,85 WC pappir 8 rúllur i pakkningu kr. 23,30 Eldhúsrúllur 2 stk. i pakkningu kr. 9,80 Matvörudeild: Opiö föstudaga kl 9-22 Opiö laugardaga kl. 9-12 VÖRUKYNNINGAK ALLA FÖSTUDAGA KL. Í4-20 Allur aðrar deildir eru opnar til kl. 19 á föstudögum og kl. 9-12 á laugardögum Jli Jón Loftsson hf. A A A A A A -IdU.ljj ju< iujj j;; JuuQini1 —nn Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.