Þjóðviljinn - 23.05.1981, Síða 6
6 SIÐA— ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. — 24. mai 1981
Hinn 11. april s.l. héldu
samtökin Lif og land
borgaraþing um trúmál. Þar
voru flutt 30 stutt erindi um
trúarbrögð, trúarstof nanir
og áhrif kirkjunnar á list-
greinar, stjórnmál, riki og
samféiagsskipan. Meðai
ræðumanna var dr. Björn
Þ,.rsteinsson, en hann flutti
yfirlitserindi um menningar-
áhrif kirkjunnar á tslandi.
Erindið þótti mörgum ný-
stárlegt, svo að blaðið fékk
erindið tii birtingar hja höf-
undi.
Menning, kultúr, sivilasjón,
er fólgin i allri þeirri tækni og
þekkingu, sem menn hafayfir að
ráöa bæði til verklegrar og and-
legrar iðju; hún tekur yfir allar
þær hefðir og reglur, sem menn
setja sér hversdags og á helgum.
Kajak Eskimóa, geimskip risa-
velda, rafeindatækni og brauð-
hleifur, hindurvitni og heimspeki,
allt eru það menningarverðmæti.
Allir, sem tala hér, fjalla um
menningarahrif kristinnar
kirkju. Til þess mun hins vegar
ætlast af mér aö ég hafi i frammi
almennar staðhæfingar um
menningaráhrif stofnunarinnar á
barbarasamfélagið islenska, en
að minu viti flutti hún þvi sið-
menninguna. Ritlist, tónlist, leik-
list, myndlist og byggingarlist
eru til okkar komnar fyrir kristin
menningaráhrif. Allt eru þetta
auðugar listgreinar, sem stefna
eins og öll list að fagurfræðilegri
fullkomnun og fegurra mannlifi.
Húsið
Kirkjan, húsið, var upphaflega
algjör nýjung i islensku bæjar-
þyrpingunni. Þetta var hús guðs
og friðar og nýrra samfélags-
hátta. Hún flutti íslendingum
fjölda helgidaga með tiðu sam-
komuhaldi, hún krafðist af þeim
samgöngubóta og sæluhúsa og
jafnvel sæluskipa, lærdóms og
þekkingar i timarimi og bókleg-
um fræðum.
Ari fróði segir að Islendingar
hafi ruglast i riminu i heiðni og
ekki vitaö hvaö timanum leiö, en
þá fékk Þorsteinn surtur draum-
vitrun og rétti timaskekkjuna.
Kirkjan setti skóla og lærdóm i
stað vitrana.
Snorri segir að Ólafur digri
Noregskonungur hafi sent við og
klukku til kirkju, sem reist var á
Þingvelli. Þettahefur liklega ver-
ið stafkirkja, sem hefur átt aö
sýna íslendingum, hvernig kirkj-
ur ættu að vera. Með timbur-
kirkjunum barst byggingarlistin
til landsins. Mér er það ánægju-
efni að fslenskir arkitektar virð-
ast i dag hafa frjálsari hendur við
kirkjusmið en flestar aðrar bygg-
ingar.
Stoinunin
Kristnin hefur unnið hér auð-
veldan sigur árið 1000. Þá hefur
islenskt samfélag veriö gegnsýrt
af kristnum hugmyndum, og
kristnitakan var viljayfirlýsing
um að stefnt skyldi að stofnun
kristinnar kirkju i landinu. Hér
var hún stofnuð lögformlega
tæpri öld siðar með tiundarlögum
Gissurar biskups Isleifssonar og
félaga hans, og stofnun biskups-
stóls i Skálholti um þær mundir.
Það voru einhverjir örlaga-
rikustu atburðir Islenskrar sögu.
Kirkjan, herrans helgidómur
og söfnuður hans, var mikil
byltingastofnun þegar hún birtist
í frumstæöum samfélögum Norð-
ur-Evrópu. Hún flutti þeim
klassiska menningu og skipulag
ættað úr fjölþjóðadeiglu róm-
verska heimsveldisins forna.
Biskupinn, vigður postullegri
vigslu, var staögengill postul-
anna, sem Kristur bauð aö fara
og gera allar þjóðir að lærisvein-
um. Kirkjan var hjálpræðisstofn-
un guös á jöröu og utan hennar
var engin sáluhjálp. Þetta var ný
félagsfræðiog ný hugtök, og þeim
fylgdu kröfur um nýja breytni og
nýja menningu, sem birtist m.a. i
föstum og bænahaldi, nýjum
matarvenjum og klæðnaði.
Nýjungunum stjórnuðu nýir
menn, klerkastéttin undir forystu
biskups. Hver sem vildi veröa
hólpinn, varð aö vera hlýðinn son-
ur kirkjunnar, en innan hennar
var biskupinn alráður, þvi að án
hans var enginn söfnuður. Hlýðni
við biskup var forsenda sálu-
hjálpar, og hlýðnisskyldan var
ekki bundin persónu biskups,
heldur valdi biskupa, hinnar
sameinuöu kaþólsku kirkju. Boð-
skapurinn um einingu, samfélag
óháð ættarvaldi, er okkur kominn
frá kirkjunni eins og hugtakið
samfélag. Sama er að segja um
kærleiksboðskapinn, syndina og
réttlætið og andstæðu þess.
Göfugmenni islenskra fornsagna
eru steypt í kristið mót.
Kirkjan var sameiningarafl
meðal Islendinga að fornu. Hún
flutti þeim tækni til skipulags,
skattheimtu og stjórnsýslu og
einnig s téttaskipt i n guna,
stéttabaráttuna og jafnréttis-
hugmyndirnar sem boðskap. 011
erum viö jöfn fyrir guöi; það var
ifliphafið. Fátæktina gerði kirkj-
an að dyggð, auðæfin að synd, og
syndin var sæt eins og ávallt.
Biskup var fulltrúi boðskapar,
lærdóms, valds, reglu og náðar,
og húsið hans, kirkjan, var
vandaöra en öll önnur hús á landi
hér. Dómkirkjurnar, kirkjur
biskupa, voru stærstu timbur-
kirkjur, sem vitað er um með
sannindum i heiminum. Dóm-
kirkjan geröi Skálholt að höfuð-
stað landsins. Þar var ekki
áningarstaður hreppakónga eins
og á Þingvelli, heldur stjórnar-
setur, sem var hafið yfir héraöa-
og hreppasjónarmið. Kirkjan
gerði Island.að órofa menningar-
heild. Menn hættu jafnvel að riða
á Þingvöll til landssögulegra
ákvarðana, heldur komu þeir
saman i Skálholti, eins og Skál-
holtssamþykkt frá 1375 ber vitni
um . Meö flutningi dómkirkjunnar
og biskups frá Skálholti til
Reykjavíkur var höfðustaður Is-
lands fluttur sömu leið. Hér tók
það 8 ár að reisa hriplekt kirkju-
krili, sem komist heföi fyrir 1 kór
Klængskirkju i Skálholti. Saga is-
lenskra dómkirkna er girnileg til
fróðleiks, ef einhver nennir ein-
hvern tima aö gefa henni gaum.
Mikjáll erkiengill og
Egill Skalla-Grimsson
Allt þetta heföi verið litilsvirði,
ef ekki hefði fylgt stirfnanir til
lærdóms, skólar og bókmenntir.
Þessar stofnanir, eins og allt ann-
að, sem er einhvers viröi, eru frá
kirkjunni komnar. Hér á landi
voru samdar storkandi bók-
menntir á miðöldum og töldust
uppskriftir úr heiðni i eina tið. Nú
eru menn ekki jafnfjölfróðir um
norræna heiðingja og áður og vita
ekki betur en klassiskar islenskar
miðaldabókmenntir séu mótaðar
i afli kirkjunnar. Kristin kirkja
var og er mikil og blæbrigðarik
stofnun. Sérkennilegasti þáttur i
sögu hennar hér á landi var tima-
bilgoðakirkjunnará 12. og 13. öld,
þegar goðarnir notuðu kirkjuna
sem innheimtustofnun fyrir sig.
Sú skipan mála var fjarstæðu-
kennd, en hélst fram á 13. öld sök-
um uppreistar „djöfulsprests” og
skæruliðaforingja, Sverris
konungs, úti i Noregi. Hann var
valdagráöugur harðstjóri og
hnekkti kirkjuvaldinu um hrið, en
gat ekki án kirkjunnar verið. Þá
gerðust þau stórmerki að upp-
gjafaábóti utan af tslandi brá sér
á konungsfund og samdi sögu
„þessa mikla afbrotamanns
kirkjunnar, sem var bannfærður
af sjálfum páfanum i
Róm”.....„Það er aðdáunarvert”,
segir Jónas Kristjánsson i bók-
menntasögu sinni, „að Karl ábóti
lét Sverri konung berjast fyrir
málstaö sinum af eldmóði
heilagrar köllunar”. Barátta
ábótans fyrir skilningi manna á
heilagri köllun Sverris konungs,
var að minu viti réttlæting á
kirkjuvaldi goöanna á tslandi. ts-
lenskir höföingjar höfðu óhlýðn-
ast erkibiskupi, sem var fulltrúi
páfans i Róm og þeir þurftu aö
neyta allra bragða til þess að
réttlæta fyrir sjálfum sér og öðr-
um uppreistina gegn Þorláki
biskupi og Guðmundi góða, sem
voru hér æðstu menn heilagrar
kirkju.
Islenskir höföingjar og Sverrir
kóngur stóöu báðir i uppreist
gegn stofnun, sem þeir áttu gengi
sitt aö þakka; þetta var pereat;
skepnan hafði risiö gegn skapara
sinum. Baráttan var blóðug og
grimm, og alls konar tilþrifum
var beitt. Brunmigar töldu sig
stunda engu lakari vigslur en
Gvendur góði, og borgfirskur rit-
höfundur setti saman helgisöguna
um Egil Skalla-Grimsson, sem
bjó á Borg á Mýrum, en þar átti
Mikjáll erkiengill sér kirkju.
Mikjáll var ósigrandi verndari
kirkjunnar i striðinu mikla við
dreka myrkursins og vörður
máttarorðsins, sem guð skóp með
himin og jörö. Orökynngi Egils
hefur á siðari öldum útrýmt
Mikjáli-sambýlingi hans, af Borg-
inni. Sum sérkenni Islenskra bók-
mennta 13. aldar eru sprottin af
þvi að þær voru samdar af
„kirkjuræningjum” I kirkjustrið-
um. Þessu mikilfenglega máli
hefur ekki verið sinnt i sögu okkar
sem skyldi.
Verndun
tungunnar
Latina er list mæt
lögsnar, Böðvar.
1 henni eg kann
ekki par, Böðvar.
Þætti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar,
mins ef væri móðurlands
málfar, Böðvar.
Svo kvað kirkjufurstinn mikli,
Jón biskup Arason. Móðurmálið
var tunga kirkjunnar á tslandi
ásamt með latinu fyrir siðaskipti,
en eftir þau var Islenskan einvöld.
Hómelfur, heilagra manna sögur
og helgikvæði eru elstu leifar rit-
aðs máls á Islensku ásamt mál-
dagabrotum.
Jón biskup Arason flutti fyrstur
prentsmiðju til landsins um 1530
og lét prenta bænakver og þýð-
ingu á guðspöllunum. Hann ruddi
þannig brautina fyrir siöaskipta-
mennina, sem létu prenta Nýja
testamentið I Hróarskeldu 1540,
og síðar eignuðumst við mikil-
fenglegustu bók Islenskrar prent-
listar, Guöbrandsbibliu (1584).
Biblia Kristjáns III. var gefin út
fyrir danska ríkið 1550 I 2000 ein-
tökum aö Islandi undanskildu.
Guðbrandur Hólabiskup hlaut frá
kóngi 250 kiigildi I styrk til útgáfu
bibliunnar á islensku. Siðaskipti
og borgarabylting umturnuðu
ekki Islenskri tungu af þvi aö hún
átti sér m.a. ekki slakari heilsu-
lindir en Passiusálmana og
Vidalínspostillu.
Grundvöllur
menningarinnar
Kirkjan telst hafa verið þung á
fóörum. Hún svældi undir sig
fasteignir bænda og breytti
frjálsum sjálfseignarbændum I
ánauöuga leiguliöa að sögn. Satt
best að segja fór litiö fyrir sjálfs-
eingnabændum á miðöldum.
Kirkjan var gráðug I fastéignir,
jafnt stóreignamanna sem ann-
arra. Leiguliða skipti ekki miklu
máli, hvort hann galt afgjöldin
veraldlegum höfðingja eða geist-
legum. Hitt skiptir okkur meira
máliað kirkjan átti um helft jarö-
eigna i landinu á velmektardög-
um sinum, og þær stóðu undir
þeirri menntun og menningu, sem
við erum að státa okkur af. Alls
hafa staðiö hér um 330 kirkjur á
miðöldum, þegar best lét, auk
bænahúsa. Kirkjunum hafa þjón-
að um 400 prestar, auk djákna,
munka og prestlinga i kaþólskum
sið. Hér hafa þvl starfað allt að
600 lærðir menn á vegum kirkj-
unnar, þegar vel áraði, þvi að
eitthvert varalið hefur hún átt.
Þetta var hin lærða stétt Is-
lendinga. Þessari stétt til eflingar
störfuðu skólar landsins fram um
miðja 19. öld.
Grundvöllur
endurreisnarinnar
Höfundur stefnuskrár islenskr-
ar endurreistar var Jónas
Hallgrimsson, prestssonur frá
Hrauni i öxnadal, og stefnuskráin
var tsland farsælda frón. Annar
prestssonur fann stefnuskránni
farveg og fylkti mönnum saman
um þá hugsjón að Þorgeir gæti
staðið á löggjafarþingi, þar sem
nýrri trú á framtiðina væri tekið
af lýði. Jón Sigurðsson var
prestssonur frá Hrafnseyri, en
kirkjustaðina sátu klerkar eins og
eignarjarðir og oft mann fram af
manni. Höfuðsetur landsins voru
auðvitað biskupsstólarnir, þá
komu klaustursetur og hefðar-
staðir eins og Oddi á Rangárvöll-
um, Hitardalur og Melur i Mið-
firði, svo að dæmi séu nefnd. Allt
eru þetta fræg fræðasetur, þar
sem þeir sátu Sæmundur fróði,
Jón i Hi'tardal og Amgrimur
lærði, og ótal margir aðrir fróð-
leiksmenn og búhöldar sátu á
stöðum kirkjunnar. Staðirnir
voru góðar bújarðir, oft einhverj-
ar þær bestu I sveitinni, og þær
nýttust til eflingar þjóðmenning-
ar, af þvi að þær voru i eigu
kirkjunnar, og margir klerkar
voru framfaramenn miklir, leið-
togar og þingskörungar. Fyrir
1930 höfðu yfir 70 klerkar verið
kjörnir á alþingi, eftir að þaö var
endurreist 1845, en þá höfðu verið
haldin 56 þing með aukaþingum.
Meðal þingskörunga i hópi presta
voru þeir Arnljótur ólafsson á
Bægisá, Björn Halldórsson I
Laufási, Hannes Stephensen I
Görðum á Akranesi, Sveinbjörn
Hallgrlmsson á Kálfatjörn,
Tryggvi Þórhallsson á Hesti,
Þorsteinn Briem i Görðum og
margir aðrir.
Þeir Jónas Hallgrimsson og Jón
Sigurðsson ólust upp i skjóli is-
lensku kirkjunnar. Hún menntaði
þessa þjóð allt fram á 20. öld. Ég
sem hérstendá mina skólagöngu
aö þakka tveimur prestum, þeim
séra Öfeigi Vigfússyni i Fells-
múla og séra Ragnari, syni hans.
F élagsstof nunin
mlkla
Ég hef minnst á fátt eitt af
menningaráhrifum hinnar miklu
félagsstofnunar, kristinnar
kirkju. Hún flutti og flytur enn
strauma og stefnur inn I landiö og
finnur þeim farveg. Miðaldir voru
eyðslusamar og skorti hnitmiðun
I störfum og framkvæmdum.
Feikileg auðæfi lágu þá I eigu
klaustra og annarra kirkjustofn-
ana, sem sinntu margvislegri
félagslegri þjónustu, voru aö
nokkru leyti Uknarstofnanir, elli-
heimili og ölgerðarstaðir. Ein-
hverjir uröu að brugga og kunna
að elda góðan mat, svo að hægt
væri að halda veislur og Jörfa-
gleðir. — Eftir siðaskipti var
kirkjan svipt miklu af eignum
slnum, þjónum og gleði. Jón Ara-
son battfjandann I helgikvæði, en
nú varð hann laus um sinn i
galdrafári og andvaraleysi, og
gáski Islenskra miðalda breyttist
i strit og baráttu við hin illu
máttarvöld. Kirkjan var beygö
undir vald rikisins og varð að
sinna þörfum þess gagnvart
þegnum og söfnuðum, en þarfirn-
ar voru háðar straumum og
stefnum: m.a. rétttrúnaöi, upp-
lýsingu og rómantík, og
klerkarnir boðuðu lýönum nýja
lærdóma og voru sumir „best
sellers”. Auövitaö voru margir
séra Sigvaldar á meðal þeirra,
úrtakspokar I bak og fyrir, ann-
ars væriekki gaman aö guðspjöll-
unum.
Ég hef hér syndgaö upp á náö-
ina i öllum skilningi, hef oröiö of
langorður og á þó flest eftir ósagt
um menningaráhrif kirkjunnar á
Islandi.