Þjóðviljinn - 23.05.1981, Qupperneq 7
Helgin 23. — 24. mai 1981 ÞJóbVILJINN — SIDA 7
Fyrstu nútimaolympluleikarnir fóru fram iAþenu 1896 ogvarþá m.a. keppt I reiptogi. Þeir heföu betur haldiö þvi áfram....
GRIKKIR VILDU FÁ ÓLYMPÍU-
LEIKANA UM ALLA FRAMTÍÐ
í fyrra, eftir áskorun
Carters Bandaríkjaforseta
um að menn hundsuðu
ólympíuleikana í AAoskvu,
bar Karamanlis forsætis-
ráðherra Grikklands fram
þa hugmynd, að forðast
mætti allskonar pólitískar
uppákomur með Ólympiu-
leikana með því að flytja
þá fyrir fullt og allt til
fornra heimkynna sinna í
Grikklandi.
Þessi hugmynd hlaut i fyrstu
nokkuð góðar undirtektir, m.a. i
öldungadeild bandariska t*ngs-
ins. Evrópuþingið tók lika vel i
þessa hugmynd og veitti meira að
segja sem svarar hundrað
miljónum króna til stuðnings
þeirri hreyfingu sem vildi flytja
Ólympíuleikana til hinna fornu
heimkynna þeirra leika.
Ekki í fyrsta sinn
Það er reyndar ekki i fyrsta
sinn að Grikkir viðra slika hug-
mynd. Þegar ólympiuleikar voru
aftur vaktir til lifsins árið 1896
vildi griska st jórnin og konungur
Grikklands lita svo á, að leikirnir
skyldu alltaf haldnir þar i landi,
svo sem verið hafði til forna. En
'oaróninn fra,n ski Pierre de
Coubertin, sem kom mjög við
sögu hinnar ólympsku hreyfing-
ar, var ekki á sama máli óg stóð
að þeirri skipan mála sem siðar
hefur haldist: meiriháttar borgir
sækja um að fá að halda leikana
og alþjóblega ólympiunefndin,
IOC, afgreiöir umsóknirnar.
Útreikningar
IOC setti reyndar nefnd I mál-
ið. Hún komst fljótlega að þeirri
niðurstöðu, að ekki væri mögulegt
að reisa nýja Olympiu i næstu
grennd við hinn forna vettvang
leikanna. Griska stjórnin hefði
boðist til að gera Flokadalinn,
sem er ekki langt frá Olympiu, að
einskonar fririki ólympiuleik-
anna. Menn settust við og reikn-
uðu út framkvæmdarþarfir og
kostnað við að koma upp iþrótta-
mannvirkjum, hótelum, aðstöðu
fyrir fréttamenn. Hér var um að
ræða fjárfestingar upp á fjörtiu
miljarða króna, og hefðu Grikkir
einir varla ráðið við þau útlát.
Auk þess þótti mönnum sýnt, að
Grikkjum mundi ekki takast, að
nýta Ólympiuþorpið og önnur
mannvirki þann fjögurra ára
tima sem liður á milli hverra
leika.
Grikkir létu krók koma á móti
bragði og sóttu um að fá að halda
ólympiuleikana i Aþenu árið 1988
— með það fyrir augum að reyna
svo að halda þeim þar áfram.
Það sem í móti mælir
En sú viðleitni að forðast
pólitiskar flækjur með þvi að
negla leikana i eitt skipti fyrir öll
niður á sama stað kemur ekki
alltof vel heim og saman við að-
stæbur i Grikklandi. Grikkland er
i Natö, og þvi fer fjarri að allir
séu hre.ssir með það. Grikkir eiga
sér erfðaféndur i Tyrkjum, sem
mundu fyrirfram afar illa settir
að þurfa alltaf ab sækja á helstu
iþróttahátið heims i svo fjand-
samlegt umhverfi. Ekki má held-
ur gleyma þvi, að það er ekki gef-
ið að þolanlegt stjórnarfar haldist
i Grikklandi: fáum hefði geðjast
að þvi, að halda ólympiuleika
undir verndarvæng fasiskrar her-
foringjastjórnar fyrir fáum ár-
um.
Það er þvi ekki að undra þótt
meirihluti fulltrúa i Alþjóölegu
ólympiunefndinni hafi gefið þessa
hugmynd upp á bátinn. I mesta
lagi fá Grikkir að halda upp á
hundrað ára afmæli Ólympiu-
leika hinna nýju með þvi að fá
leikana til Aþenu árið 1996.
Hugmyndin um að leikarnir séu
alltaf haldnir i sama landi er
samt ekki með öllu dauð. Sviss-
lendingar hafa huga á að sækja
um að halda leikana árið 1992 —
og reyna i leiðinni að festa þá við
sitt hlutlausa land. Þeir segjast
ekki verða i neinum vandræðum
með að láta allt bera sig.
— áb
sumarhús eða einbýlishús í sumai?
Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF á Selfossi framleiðir margar gerðir ein-
býlishúsa úr völdum viðartegundum. Húsin eru 80—160 fermetrar.
AUÐFLYTJANLEGT HVERT Á LAND SEM ER.
Höfum einnig hafið framleiðslu á mjög vönduðum sumarhúsum með band-
sagaðri standandi klæðningu, loft og veggir eru klædd grenipanel.
Gerið verðsamanburð
áður en kaupin eru gerð.
Sýrríngarhús á staðnum.
Kvöld- og helgarsími
99-1779
SÍMi: 99-2333
AUSTURVEGI 38
800 SELFOSSI