Þjóðviljinn - 23.05.1981, Page 12
12 SíÐA — PJÓÐVrLJlNN Hfefgin 23. — 24. mai 1981
sunnudaaspistill
Nr. 272
Stafimir mynda islensk orð
eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lárétt eða lóð-
rétt.
Hver stafur hefur sitt númer
og galdurinn við lausn gátunnar
er sá að finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið og .á það að vera
næg hjálp, þvi að með þvi eru
gefnir stafir i allmörgum orð-
um. Það eru þvi eðlilegustu
vinnubrögðin að setja þessa
stafi hvern i sinn reit eftir þvi
sem tölurnar segja til um.
'Einnig er rétt að taka fram, að i
þessari krossgátu er gerður
skýr greinarmunur á grönnum
sérhljóða og breiðum, t.d. getur
a aldrei komið i stað á og öfugt.
Setjið rétta stafi i reitinn hér til
hliðar. Þeir mynda þá örnefni
inni á hálendi Islands. Sendið
þetta nafn sem lausn á kross-
gátunni til Þjóðviljans, Siðu-
múla 6, Reykjavik, merkt.
,,Krossgáta nr. 272”. Skilafrest-
ur er þrjár vikur. Verðlaunin
verða send til vinningshafa.
Verðlaun fyrir krossgátu 268
hlaut Glóey Finnsdóttir Alfhóls-
veg 115, 200 Kópavogi.
Verðlaunin eru bókin Steinariki.
Lausnarorðið er DJÚPAVIK
Verðlaunin
Krossgátuverðlaunin eru
óvenjulega vegleg að
þessu sinni. Þau eru end-
urminningar séra Magn-
úsar Bl. Jónssonar í
tveimur bindum:
Bernska og námsár og
Presturog bóndi. Ljóðhús
gáfu út á síðasta ári.
22 21 7- 12 5 29 /9 3
Söngskglinn / Reykjavík
Umsóknarfrestur um skólavist í
SÖNGSKÓLANUM í REYKIAVÍK
næsta vetur er til 1. júni n.k. Umsóknar-
eyðublöð liggja frammi i Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu
Söngskólans að Hverfisgötu 45, simi 21942
og 27366—daglega frá kl. 10—12 og kl.
14—17 þar sem nánari upplýsingar eru
einnig veittar.
Eldri nemendum er bent á, að þeir þurfa
fyrir sama tima að endurnýja umsóknir
sinar.
Skólastjóri
2^2} Húsnæði óskast
Hjón með 1 barn óska eftir að taka á leigu
ibúð i Reykjavik. Algjörri reglusemi og
góðri umgengni heitið. Upplýsingar i sima
81114.
Skólast j órastarf
Starf skólastjóra við Samvinnuskólann að
Bifröst er laust til umsóknar. Háskólapróf
nauðsynlegt.
Einnig eru eftirtalin störf laus til um-
sóknar við sama skóla:
Starf félagsmálakennara og starf kennara
i almennum verslunargreinum.
Einnig kennarastarf i stærðfræði og
islensku (1/2 starf).
Störfin veitast frá og með 1. september
n.k.
Upplýsingar gefur skólastjóri—en um-
sóknum sé skilað til Kjartans P. Kjartans-
sonar, formanns skólanefndar Samvinnu-
skólans, Sambandshúsinu, Reykjavik,
fyrir mailok 1981.
Skólanefnd Samvinnuskólans.
Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi skrifar:
Er bókin á undanhaldi
. Ég las það fyrir nokkru, já ve!
að merkja í Svarthöfðagrein, að
bókin væri á hröðu undanhaldi
fyrirspölum og alls kynns hljóm-
plötutækjum.
Þetta er makalaus svartsýni
höfundar sem átt hefur og á vel-
gengni að fagna. Hvað mega þeir
þá segja sem minna mega sin, en
þar á undirritaður ekki við
sjálfan sig þvi bækur hans hafa
selst vel þrátt fyrir að ekki hefur
verið hrópað húrra fyrir þeim
með auglýsingum i fjölmiðlum.
Þær hafa einnig fengið þokkalega
gagnrýni ritdómara og ekki siður
lesenda sjálfra. Nei, Svart-
höfði minn góður bókin er fremur
i framsókn en á undan-
haldi. Það er bábilja og hjátrú að
spýta þvi i landslýð i viðlesnu
blaði og ekki til þess fallið að
auka trú fólksins á bókinni.
Ég ætla ekki að fara að gera
undanfarnar greinar þinar sem
margir hafa vægast sagt verið
mjög illvigar og áróöurskenndar,
og misvitrar af vitrum höfundi að
vera, að umtalsefni. Þú hefur
fengið þinn dóm fyrir þær.
En bókin lifir og mun lifa góðu
lifi. Menn munu nærast af góðum
skáldskap eins og fóstur i móður-
kviði gegnum naflastreng.
Maðurinn mun halda áfram að
miðla afkomendum sinum af
þekkingu sinni og lifsreynslu eins
og frummaðurinn sem risti rúnir
á slipaða steinfleti og veggi hella
sinna. Þannig mun þróunin halda
áfram kynslóð eftir kynslóð með
nýrri og meiri tækni, en tæknin
mun ekki stökkva bókinni á flótta.
Hún mun standast raun örtölv-
ubyltingar. Hún mun lifa. Annað
er skammsýni, vol. Við sem erum
að rita bækur verðum að vera
bjartsýnir. Fyrst þegar undir-
ritaður fór að senda blööum og
timaritum sögur og ljóð fékk
hann þær jafnóðum i hausinn
aftur með viðvörunum um að
mörg ljón yrðu á vegi hans
þyrnumstráðum. Það varð ekki
til þess að auka trú hans á sjálfan
sig. Oft hraus honum hugur, en
hann gafst ekki og gefst ekki upp.
En nóg um það.
Ramakvein útgefenda aö ára-
mótum afstöðnum er aldeilis ekki
ný bóla. Enginn er búmaður
nema hann barmisér. Þeir mættu
þó spara sér svolitið auglýsinga-
gjammið í sjón- og útvarpi, sem
kom hárum fátækra bókaunn-
enda til að risa á höfðum.
Það er ekki að sjá að þeir séu á
kúpunni sem' geta fleygt 500
miljónum gamalla króna i langar
og ég vil segja frekjulegar og sið-
lausar sjónvarpsauglýsingar.
Þeirgætu einnig sparað sér erlent
reyfararusl, sem i mörgum til-
fellum yfirgnæfir islenskan
skáldskap og gengur eins og
heitar lummur i hinn unga les-
anda því miður. Þarna held ég að
hætta sé fyrir hendi. Við henni
verður að sporna með ein-
hverjum hætti.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi
Hjúkrunarfræðingar
Reykjavíkurdeild
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn
25. mai ’81 kl. 20.00 stundvislega að Hótel
Sögu Átthagasal.
Fundarefni: Kjaramál.
Mætum öll!
Stjórnin.
ERINDI
um ibúðabyggingar og skipulag íbúða-
hverfa i V-Þýskaiandi
Mánudaginn 25. mai kl. 20.30 flytur
Hermann Boockhoff, arkitekt, Hannover
erindi i Lögbergi H.í. stofu 101.
Aðgangur er öllum heimill.
Þýska bókasafnið
Arkitektafélag íslands.
Orkustofnun
Orkustofnun óskar að ráða efnaverk-
fræðing eða efnafræðing til rannsóknar-
starfa á jarðhitadeild Orkustofnunar.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til Orkustofnunar,
Grensásvegi 9, Reykjavik, fyrir 1. júni
n.k. Nánari upplýsingar um starfið eru
veittar i sima 83600.
Orkustofnun