Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 26. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Helgu víkurmálið:
Þannig var tillagan
— Svona er ályktunin
Sþ. 110. Tillaga til þingsályktunar
Um olíuhöfn og birgðastöð í Helguvík.
Flm.: Ólafur Björnsson, Karl Steinar Guðnason, Matthías Á. Mathiesen,
Ólafur G. Einarsson, Salome Þorkelsdóttir.
Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að hraða svo sem verða má byggingu
olíustöðvar í Helguvík á grundvelli þess samkomulags sem undirritað var af nefnd
skipaðri af utanríkisráðherra og fulltrúum varnarliðsins i umboði NATO 23. maí s. 1.
Sþ. 948. BreytingartiIIögur
við till. til þál. um olíuhöfn og birgðastöð í Helguvík.
Frá utanríkismálanefnd.
1. Tillögugreinin orðist svo:
Alþing' ályktar að fela utanríkisráðherra að vinna að því, að framkvæmdum
til lausnar á vandamálum, er skapast hafa fyrir byggðarlögin Keflavík og
Njarðvík vegna eldsneytisgeyma varnarliðsins, verði hraðað svo sem kostur er.
2. Fyrirsögnin orðist svo:
Tillaga til þingsályktunar urn lausn á vandamálum vegna eldsneytisgeyma
varnarliðsins.
Framtals-
frestur enn
fram-
lengdur
Talsmenn Sambands islenskra auglýsingastofa og Hagvangs. F.v.:. Björn Arnar, Kristfn Þorkelsdóttir,
Hilmar Sigurðsson, ólafur Haraldsson og Gunnar Maack. Ljósm: gel.
Auglýsingastofur og Hagvangur kynna:
Könnun á lestri fjölmiðla
Rikisskattstjóri hefur ákveðið
að framlengja áður ákveðinn
skilafrest á skattframtölum ein-
staklinga, sem hafa með höndum
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi, frá 25. mai nk. til og
með 1. júní nk. og skilafrest á
skattframtölum lögaðila frá 31.
maí nk. til og með 15. júni nk.
Tónleikar
í Norræna
húsinu
Félagið Isiand—DDR og Sendi-
ráð Þýska alþýðulýðveldisins
gangast fyrir pianótónleikum i
Norræna húsinu i kvöld kl. 20.00.
A pianótónleikum þessum kemur
fram listakonan Elfrun Gabriel,
sem er mörgum íslendingum
þegar kunn. Hún er með bestu
pfanóleikurum i Þýska alþýðu-
lýðveldinu og hefur haldið hljóm-
leika viðs vegar um Evrópu.
Auk hljómleikanna i Reykjavik
mun hún halda konsert á Nes-
kaupstað. Hún hefur áður komiö
fram hérlendis I Reykjavik,
Akranesi, Akureyri og Neskaup-
stað.
Á efnisskránni að þessu sinni
verður: Fantasia i C-dúr op. 17
eftir Robert Schumann og
Preludia op. 28 eftir Chopin.
Samband islenskra auglýsinga-
stofa og Hagvangur h.f. kynntu I
gær fjölmiölakönnun sem unnin
var fra miöjum febrúar og fram i
mars. Könnunin er unnin fyrir
auglýsingastofurnar i þeim til-
gangi að þær sjái hvar best er aö
auglýsa, hvar ódýrast og fyrir
hve margra augu auglýsingarnar
koma, svo aö þær getilagt á ráöin
við auglýsendur. Kannaöur var
lestur, áskrift og lausasala dag-
blaöanna og flestra helstu tima-
ritanna. Sérstaklega var athugaö
hver munur væri á lesendaf jölda
dagblaöa á virkum dögum og um
helgar og hve margir læsu mánu-
dagsiitgáfur siödegisbiaöanna.
Blaðamenn fengu ekki i hendur
skýrslu Hagvangs, heldur voru
tölurnar lesnar upp, eftir þvi sem
fréttamenn báðu um þær. Var þvi
borið við að ákveðið hef ði verið að
gera könnunina ekki opinbera,
nema með þeimhættiað gefa kost
á spurningum. Það kom meðal
annars fram hjá talsmönnum
könnunarinnar að blöðin hefðu
rangtúlkað þá könnun sem gerð
var fyrir þremur árum og þvi
væru nú slegnir varnaglar.
Blaðamenn sátu þvi og skrifuöu
niður tölur i miklum móð og skal
þvi lesendum tekinn vari fyrir aö
eitthvað kunni aö háf a skolast til i
talnaflóöinu.
tJrtakið i könnuninni var 2000
manns, en alls bárust svör frá
1186 einstaklingum á aldrinum
16—67 ára. Gengið var út frá
„heilum lesendum” þ.e. þeim
sem lesa eða hlusta á fjölmiðil að
staðaldri, (lesa Þjv. daglega).
Þegar fram kemur hér á eftir að
1% lesi um landbúnaðarmál i
Alþýðublaðinu þá er það 1% af
þeim sem svöruðu, á aldrinum
16—67 ára.
Niðurstöður um lestur dag-
blaðanna á virkum dögum sýna
að 6.16% lesa Alþýðublaðið
45.53% Dagblaöið, 66.58% Morg-
unblaðið, 27.87% Timann, 38.5%
Visi, 19.3% Þjóðviljann. Um helg-
ar skiptist lesturinn þannig:
Morgunblaðið 71.01%, Dagblaðið
30.18%, Þjóðviljinn 23.33%,
Helgarpósturinn 36.92% og Visi
44.93%.
Mest lesnu timaritin eru Tisku-
blaðið Lif 37.1%, Hús og hibýli
32.85%, Vikan 30.35%, Samúel
25.71%, Æskan 20.60%, ökuþór
19.97%, Asgarður 16.98%, Iþrótta-
blaðið 16.67%.
Þegar spurt er um sjónvarpið
kemur f ljós að mest er horft á
fréttir og fréttatengda þætti.
Einna mester horft á föstudögum
og laugardögum og kvikmyndir
hafa greinilega vinninginn af þvi
efni sem boðið er upp á eftir f rétt-
ir.
Fréttir útvarpsins eru einnig
það efni sem mest er hlustað á,
64.2% hlusta á hádegisfréttir,
49.7% á kvöldfréttir. A öðrum
tima hlusta fleiri konur á útvarp-
ið en karlar.
Aldursdreifing lesenda Þjóð-
viljans sýnir aö lesendur á aldrin-
um 16—19ára eru 10.65%, 19. 46%
eru 20—29 ára, 21.93% eru 30—39
ara, 21.47% eru 40—59 ára og,
20.59% eru 60—67 ára.
Eitt þeirra mála sem afgreidd
voru á siðustu dögum þingsins
var þingsályktunartillagan sem
upphaflega fjallaði um byggingu
oliubirgðastöövar i Helguvik hjá
Keflavik.
Við birtum hér tvær myndir úr
þingskjölum, aðra af upphaflegu
tillögunni, hina af þeirri tillögu
frá utanrikismálanefnd, sem að
lokum var samþykkt einróma.
I upphaflegu tillögunni var þvi
slegið föstu að byggð skyldi oliu-
stöð i Helguvik ,,á grundvelli þess
samkomulags sem undirritað var
af nefnd skipaðri af utanrikisráð-
herra og fulltrúum varnarliðsins I
umboði NATO 23. mai s.l.” —
Þetta samkomulag, sem var
undirritað 23. mai 1980, fól ein-
mitt i sér hugmyndir um þreföld-
un oliubirgðarýmis fyrir herinn á
Súðurnesjum og reyndar vel það,
eins og áður hefur sterklega verið
vakin athygli á hér i Þjóðviljan-
um.
Með þeirri breytingartillögu,
sem samkomulag tókst um i
utanrikismálanefnd og siöan var
samþykkt einróma á Alþingi er
hins vegar strikað yfir allt sem
varðar hugmyndirnar um veru-
lega stækkun og hvergi minnst á
staðsetningu i Helguvik.
1 stað tillögu um uppbyggingu
nýrrar herstöðvar er komin
ályktun um mengunarvarnir á
Suðurnesjum.
Látum myndirnar af þessum
tveim textum tala sinu skýra
máli.
k.
Spurt var um lestur á efni sem
fjallar um landbúnað annars veg-
ar og sjávarútveg hins vegar. 1
ljós kom að 1% les um landbúnað
i Alþýðublaðinu, 18.74% i Dagbl.,
27.52% i Mbl., 59.27% I Timanum,
11.57% i Visi og 13.47% i Þjóðvilj-
anum. 2.5% lesa um sjávarútveg i
Abl., 59.39% i Dbl„ 54.78% i Mbl.
19.71% i Timanum, 28.57% i Visi
og 6.61% i Þjv.
Þannig mætti lengi halda
áfram. Dagblaðsmenn sýndu
mikinn áhuga á samánburði milli
Dbl. og Visis og sýndu niðurstöð-
ur aðDbl. kom yfirleitt mun betur
ú^ hvað sem kannað var (Visir
þrisvar sinnum með hærri tölur,
einu sinni jafnt.en DM. 74 sinnum
i með hærri).
Þegar spurt er um lausasölu
dagblaðanna svara 0.33% þvi til
að þeir kaupi Abl., 14.18% Dbl.,
6.5% Mbl., 1.84% Timann, 10.53%
Visi, 2.10% Þjv., og 21.38% Helg-
arpóstinn.
Áskriftir deilast þannig, að
2.7% eru áskrifendur að Abl.,
22.7% aö Dbl., 50.4% að Mbl.,
14,2% aðTÍmanum, 13.2% að VIsi
og 7.9% að Þjóðviljanum.
Þaö skal tekiö fram að lokum
lesendum til glöggvunar að auð-
vitað kaupa margir lesendur
fleiri blöð en eitt og þvi skarast
lausasala, áskriftir og lestur dag-
blaðanna verulega, þ.e. sami les-
andinn kemur fyrir oftar en einu
sinni f svörunum.
Þeir sem spurðir voru gáfu
upplýsingar um aldur, kyn, starf
og bústað, enda voru svörin
greind eftir þessum þáttum.
—ká
Helguvík
óæskilegur
valkostur
Er of nálægt byggð—
segir Ólafur Jó-
hannesson persónu-
lega skoðun sína
Ólafur Jóhannesson utanrikis-
ráðherra lýsti þvi yfir i umræðum
um tillögu til þingsályktunar um
oliu- og birgðarstöð i Helguvik, að
frá sinu sjónarmiði væri Helguvik
allt of nálægt byggð til þess að sá
valkostur væri æskilegur fyrir
staðsetningu nýrra oliugeyma.
Miklar umræður urðu um
nefndarálit utanrikismálanefnd-
ar um tillögu krata og ihalds um
oliuhöfn i Helguvik, á Alþingi s.l.
fimmtudag. I þeim umræðum
lýsti ólafur Jóhannesson utan-
rikisráðherra þvi yfir aö Helgu-
vik væri ekki fýsilegur valkostur
þar sem hún væri svo nærri
byggð. Ólafur sagði að nú myndu
hefjast rannsóknir á svæðinu á
nýjan leik, en ekki væri hægt að
segja neitt fyrir um það nú hvaða
ákvarðanir yrðu teknar i málinu.
— Þig
Sautján
ára dúx
Yfir 1500 nemendur
í Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Menntaskólanum við Ilamra-
hlið var slitið laugardaginn 23.
mai og lauk þar með 15 starfsári
skólans. Hæstu meðaleinkunn á
stúdentsprófi hlaut Lárus Thorla-
cius sem er aðeins 17 ára gamall
og er hann sonur rektors M.H.
örnólfs Thorlacius. Lárus
stundaði nám á eðlis- og náttúru-
fræði-sviði.
Sl. vetur stunduðu um 880 nem-
endurnámi dagskólanum og 680 i
öldungardeildinni. Kennarar
voru rúmlega 100 á hvorri önn. Að
þessv sinni brautskráðust 143
stúdentar og voru bæði öldungar
og dagskólanemar útskrifaðir
saman I fyrsta sinn eftir stafrófs-
röð.
Við skólaslitin frumflutti kór
skólans verk eftir Jón Nordal við
gamla íslenska heilræðavisu og
samdi Jón lagið fyrir þetta tæki-
færi. Kórinn heldur i söngför til
Þýskalands f júni, en stjórnandi
hans er Þorgerður Ingólfsdóttir.
Tiu ára stúdentar færðu skól-
anum að gjöf þrjár grafikmyndir
eftir Ragnheiði Jónsdóttur og
nemendur öldungadeildar gáfu
myndarlega peningagjöf til aö
hefja framkvæmdir við lyftu fyrir
fatlaða i' skólahúsinu.
1 ræðu örnólfs Thorlacius
rektors kom fram, að sl. vetur
var gerð tilraun með svokallaða
opna áfanga I skólanum, sem
gefa nemendum færi á að stjórna
náminu meira sjálfir en áður. A
næsta vetri er fyrirhugaö að hef ja
kennslu í japönsku.
Sex vilja
vera tónlist-
arst j óri
Sex hafa sótt um tónlistar-
stjórastöðu útvarpsins. Þau eru
sera Gunnar Björnsson i
Bolungarvik, Ingibjörg Þorbergs
fulltrúi, Jón Orn Marinósson
varadagskrárstjóri, Sigurður
Egill Garðarsson tónlistar-
kennari. Soffia Guðmundsdóttir
tónmenntakennari og Þuriður
Pálsdóttir söngkona.